Morgunblaðið - 02.11.2006, Síða 15

Morgunblaðið - 02.11.2006, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006 15 ÞAÐ ER almennt álitið að demó- kratinn og öld- ungadeildarþing- maðurinn John Kerry hafi gert mistök í aðdrag- anda forsetakosn- inganna 2004 þeg- ar hann svaraði ekki fullum hálsi ásökunum er vörðuðu herþjónustu hans í Víetnam. Það kemur því ekki á óvart að hann skuli nú svara gagn- rýni repúblikana vegna umdeildra mismæla hans af krafti. Næsta þriðjudag fara fram þing- kosningar í Bandaríkjunum og á kosningafundi með nemum í Pasa- dena City-háskólanum í Kaliforníu á mánudag lét Kerry þessi orð falla, eftir að hafa sagt nokkra brandara: „Þið vitið að ef þiðnotið tímann vel, leggið hart að ykkur við námið, vinn- ið heimavinnu ykkar og reynið að vera klár, getur ykkur gengið vel. Ef þið gerið það ekki verðið þið föst í Írak.“ George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, brást hart við ummælun- um. „Tal öldungadeildarþingmannsins um að konur og karlar í her okkar séu á einhvern hátt ómenntuð er móðgandi og skammarleg. Öldunga- deildarþingmaðurinn frá Massachu- setts skuldar þeim afsökunarbeiðni,“ sagði Bush sem óspart nýtti sér um- mælin í gær. Búinn að gleyma brandaranum Kerry sagðist hins vegar hafa mis- farið með brandara sem ætlað var að hljóma svo: „Veistu hvar þú lendir ef þú lærir ekki, ef þú ert ekki klár, ef þú ert andlega latur? Þú endar með að festa okkur í Írak. Spurðu bara Bush forseta.“ Kerry varð á á kosningafundi Hugleiðingar um nám og Írak verða Bush að vopni fyrir þingkosningarnar Kerry Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is DAGBLÖÐ í Suður-Afríku vörðu í gær fáum dálksentimetrum í um- fjöllun um fráfall Pieter Willem Botha, fyrrverandi forseta lands- ins, sem lést á þriðjudag níræður að aldri. Hins vegar minntist Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suð- ur-Afríku, forvera síns og leiðtoga Þjóðarflokksins í gær. Mandela sagði þannig í stuttri til- kynningu að Botha hefði verið „tákngervingur aðskilnaðarstefn- unnar“, sem hefði stigið skref sem að lokum leiddu til friðsamlegrar sáttar um endalok hennar. Enn fremur sagði Mandela andlát hans minna á hvernig íbúar Suður- Afríku, óháð bakgrunni sínum, komu saman til að „bjarga“ landinu frá „sjálfseyðileggingu“. Botha, sem var nefndur „Krókódíllinn mikli“, neitaði á sínum tíma að sleppa Mandela úr fangelsi, en Botha leiddi stjórn hvíta minnihlut- ans 1978 til 1989. Sakaður um mannréttindabrot Paul Graham, stjórnandi póli- tískrar hugveitu í Suður-Afríku (IDASA), sagði stíl Botha útskýra hin fálegu viðbrögð. „Ég er viss um að þetta var öðruvísi fyrir fjöl- skyldu hans og vini en fyrir okkur hin er fyrir hendi viðvarandi mynd af hrjúfum, yfirgangssömum, deilu- gjörnum manni sem við erum ánægð með að sjá á bak.“ Á níunda áratugnum stóð Botha fyrir umbótum á stjórnkerfinu sem ætlað var að gera fólki af asískum og blönduðum uppruna kleift að bjóða sig fram til þingsetu. Þessar umbætur ollu klofningi í flokki hans og árið 1989 vék hann fyrir F.W. de Klerk eftir að hafa glatað stuðningi ríkisstjórnar sinnar, en sá síðarnefndi efndi til fyrstu þing- kosninganna með þátttöku allra kynþátta árið 1994. Það ár varð Mandela forseti eftir sögulegu kosningu Afríska þjóðarráðsins. Stjórnin stofnaði síðar sátta- og sannleiksnefndina svokölluðu sem falið var að rannsaka ásakanir á hendur Botha og stjórn hans. Skilaði sú nefnd af sér áliti árið 1998 þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hann hefði gerst sek- ur um alvarleg mannréttindabrot, morð og pyntingar. Hann neitaði að bera vitni fyrir nefndinni og var leiddur fyrir dómara, blökkumann, sem hafði umsjón með málinu. „Ég er ekki tilbúinn að biðjast af- sökunar,“ sagði hann við blaða- menn þegar hann kom úr dómsaln- um. Hann var að lokum dæmdur í árs skilorðsbundið fangelsi fyrir óhlýðni við úrskurð dómara en fékk dómnum hnekkt vegna formgalla. Þá var þúsundum manna haldið föngnum án réttarhalda í stjórn- artíð Botha. Það var hins vegar aldrei réttað yfir honum vegna þessara ákæra, enda ákvað stjórn Mandela að leita sátta. Flokkur Botha var lagður niður í fyrra. Útför hans mun fara fram í kyrrþey. Reuters Sáttahugur P.W. Botha og Nelson Mandela ræðast við eftir fund sinn í nóvember 1997. Botha hafði áður neitað að sleppa Mandela úr fangelsi. Minnast P.W. Botha Innkauparáðstefna Ríkiskaupa 2006 þriðjudaginn 7. nóvember Grand Hótel Reykjavík Opinber innkaup – horft til framtíðar Innkauparáðstefna Ríkiskaupa verður haldin á Grand Hótel Reykjavík þriðju- daginn 7. nóvember. Ráðstefnan er öllum opin. Skráning fer fram á vef Ríkis- kaupa, www.rikiskaup.is, þar sem einnig er að finna nánari upplýsingar. Þátttökugjald er 13.500 kr. Innifalið er hádegisverður og kaffiveitingar. Ráð- stefnustjóri er Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. 12.00-12.45 12.45-13.15 13.15-13.45 13.45-14.00 14.00-14.30 14.30-14.50 14.50-15.10 15.10-15.50 16.00-17.30 Aðaldagskrá Hádegisverður Setning ráðstefnunnar Árni Mathiesen fjármálaráðherra Frumvarp til nýrra laga um opinber innkaup Skúli Magnússon, héraðsdómari og dósent í lögum Rafræn niðurboð – Alcan á Íslandi Arthur G. Guðmundsson innkaupastjóri Kaffihlé Innkaupastefna – Alcoa Fjarðaál Óskar Borg, framkvæmdastjóri innkaupa Siðferðisábyrgð og tilgangur opinberra innkaupa Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur Framtíðarsýn sveitarfélaga í innkaupum Ólafur Jónsson, skrifstofustjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu Reykjavíkurborgar, og Guðmundur Ragnar Ólafsson, innkaupastjóri Hafnarfjarðarbæjar Léttar veitingar Markviss innkaup – hlutverk kaupenda Halla Eiríksdóttir hjúkrunarstjóri, HSA Egilsstöðum Aðild að rammasamningi – hvað þýðir það? Birna Guðrún Magnadóttir, verkefnastjóri fræðslu, Ríkiskaupum Verkefnastjórnun – nálgun Ríkiskaupa Guðmundur Hannesson, forstöðumaður ráðgjafarsviðs Ríkiskaupa IP-tækni – horft til framtíðar í upplýsingatækni og fjarskiptum Fyrirlesarar eru tengiliðir frá fimm seljendum og þremur kaupendum: EJS, Opnum kerfum, Nýherja, Símanum og Vodafone, KB banka, LSH og Tölvu- og verkfræðiþjónustunni Hvammur 9.00-10.00 Hvammur 10.00-11.00 11.00-12.00 Háteigur 10.00-12.00 Vinnustofur 8.30-9.00 Skráning og afhending ráðstefnugagna Borgartúni 7 • 105 Reykjavík • Sími 530 1400 • www.rikiskaup.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.