Morgunblaðið - 02.11.2006, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
V
ið vinnslu efnis í Morg-
unblaðið ber stundum
upp á ýmsa for-
vitnilega útúrdúra,
sem geta orðið að
sjálfstæðu efni síðar meir. En hitt
er líka, að þessi útúrdúraefni nái
ekki af einhverri ástæðu að lifna
við á síðum blaðsins í fyrstu lotu,
heldur detta niður í milli. Þau geta
þó engu að síður orðið minnisstæð.
Svo er um nýlegt dæmi, sem rak á
fjörur mínar í samtali við íslenzk-
an athafnamann. Og með því að
geta þess hér verður það und-
antekningin sem sannar regluna!
Þar sem leit mín að aðalpersónu
útúrdúrsins leiddi í ljós að hún var
gengin burt af þessum heimi held
ég nöfnum fyrir mig og segi sög-
una án þeirra.
Tildrögin eru viðtal við íslenzk-
an athafnamann, sem hafði lagt
rækt við margt og víða farið. Eftir
varfærnislega byrjun náðum við
ágætlega saman og hann lét ým-
islegt flakka með meginefni sam-
tals okkar, bæði hluti, sem hann
ætlaði ekki fyrir augu lesenda
Morgunblaðsins, og aðra út-
úrdúra, sem honum var engin
launung á. Í einum slíkum var
hann staddur í New York á því
herrans ári 1951 og hitti þar tvo
Íslendinga á hóteli. Landarnir
snæddu saman kvöldverð, en síð-
an ætluðu tvímenningarnir í kvik-
myndahús. Viðmælandi minn fór
ekki, því hann hugðist ganga
snemma til náða, þar sem hann
þurfti að halda ferð sinni áfram
árla næsta morgun. Þegar þeir
tveir voru farnir kom til viðmæl-
anda míns maður, vel klæddur í
klæðskerasaumuðum fötum og
sagði á íslenzku:
Afsakaðu, en mér heyrðist þið
tala íslenzku.
Það er rétt, sagði viðmælandi
minn. Við erum Íslendingar.
Ég er líka Íslendingur, sagði þá
hinn, rétti fram höndina og kynnti
sig.
Viðmælanda mínum brá svolítið,
því þarna var alnafni hans kominn,
bæði að fornafni og föðurnafni, en
lét ekki á neinu bera, heldur sagði
til nafns á móti. Svo settust þeir
nafnarnir niður og tóku tal saman.
Í ljós kom að sá klæðskerasaum-
aði hafði ekki hitt annan Íslending
í sjö ár, þegar hann strauk af ís-
lenzku skipi í New York. Það var
alvörumál þá sem nú en meira þá,
því stríðsárin voru sérstaklega
viðsjárverðir tímar og til dæmis
njósnarar neyttu ýmissa bragða til
þess að komast inn í Bandaríkin.
Íslenzka skipið var kyrrsett í ein-
hverja daga, en leit að manninum
bar ekki árangur. Það er hins veg-
ar af honum að segja, að hann
keypti sér vegabréf með banda-
rísku nafni fyrir 20 dollara og
gerðist farmaður á bandarískum
skipum; var hálft ár til sjós í senn
og vann á smáréttastöðum í New
York þess á milli.
Kvöldið leið fljótt hjá nöfnunum
og ekkert varð af því að viðmælandi
minn gengi snemma til náða. Hann
var enn á fótum, þegar tvímenning-
arnir komu úr bíó, og var nafni
hans þá rétt nýgenginn. Hann
sagði þeim frá þessum nafna sínum
og kom þá í ljós að þeir höfðu meðal
annars í þessari Bandaríkjaferð
heimsótt systur hans. Hún hafði
búið vestra í nokkur ár og í sam-
tölum við gestina minntist hún á
þennan bróður sinn, en sagðist ekk-
ert hafa heyrt frá honum eftir að
hann hvarf í New York og vissi
ekkert um hann.
Þegar viðmælandi minn kom
heim hafði hann samband við for-
elda nafna síns, sem voru ósköp
glöð að fá fréttir af syninum sem
þau höfðu ekert heyrt í eða frétt af.
Viðmælandi minn hitti þennan
nafna sinn aldrei aftur. Reyndar sá
hann hann einu sinni tilsýndar á
götu í Reykjavík og var kominn á
fremsta hlunn með að gefa sig á tal
við hann, en lét ekki verða af því.
Þegar hann hafði rifjað þetta upp
í samtali okkar lék okkur báðum
forvitni á að vita meira um þennan
mann. Mér fannst hann hlyti að
vera upplagður til viðtals í Morg-
unblaðið um lífsferil sinn.
Ég komst að því að hann hafði
flutt til Danmerkur og mágkona
hans sagði mér, að hann væri lát-
inn. Hún sagði að um 1960 hefði
hann komið óvænt heim, en þá
hafði fjölskyldan ekkert frétt af
honum, utan hvað hann sendi bróð-
ur sínum kort við og við. Öll báru
þau sama textann: Ég hef það gott,
með gælunafni hans undir, en aldr-
ei gaf hann upp neitt heimilisfang
svo ekki varð af því að bróðir hans
gæti skrifað honum til baka. Póst-
stimplarnir báru hins vegar með
sér að sendandinn fór víða í far-
mennskunni.
Heimkominn til Íslands vann
þessi maður í landi, en eftir nokkur
ár greip útþráin hann aftur; hann
varð viðþolslaus og fór aftur af
landinu; fyrst til Danmerkur, þar
sem hann gerðist farmaður á nýjan
leik, síðan bjó hann einhver ár í
Svíþjóð en flutti svo aftur til Dan-
merkur og gerðist danskur rík-
isborgari. Þar bjó hann ásamt
tveimur vinum sínum úr far-
mennskunni. Hann lézt í ársbyrjun
2004, lík hans var brennt og kerið
sett niður í grafreit ytra. Systkini
hans, sem þá lifðu, treystu sér ekki
til Danmerkurferðar. Nú eru vinir
hans, sem fylgdu honum síðasta
spölinn, líka látnir og ekki til frás-
gnar.
Þekkt eru dæmi um Íslendinga
sem hafa látið sig hverfa og átt sína
sögu fjarri Íslandsströndum. Eitt
og annað er þó um þá vitað og ein-
hverjir þeirra hafa ratað inn í
skáldsögur íslenzkra rithöfunda.
Aðrir hafa snúið heim aftur og orð-
ið til þess sjálfir að segja undan og
ofan af lífshlaupi sínu. Um afdrif
annarra er fátt eða ekkert vitað.
Falin örlög farmannsins íslenzka
hef ég hugleitt þótt enn sé það ekki
meira en milli búrs og baðstofu.
Þetta Viðhorf læt ég því duga að
sinni.
Hann var góður maður, en rót-
laus, sagði mágkona hans.
Góður
maður
en rótlaus
»Útúrdúr frá einu samtali getur hvort tveggjaorðið til annars samtals eða leitar sem endar
við landamærin miklu.
freysteinn@mbl.is
VIÐHORF
Eftir Freystein Jóhannsson
„VIÐ málum malbikið grænt …,“
söng Spilverk þjóðanna fyrir margt
löngu um grænu byltinguna sem fór
út um þúfurnar. Enn hefur malbikið
ekki verið málað grænt en ýmis
svæði sem náttúran hafði málað
græn hafa horfið eða eru að hverfa
sjónum okkar. Það eru slæmu tíð-
indin. Góðu tíðindin
eru að það er kominn
gangur í þá grænu
byltingu sem getur
orðið fyrir alvöru.
Byltingu sem gerir
okkur fær um að tak-
ast á við nýja tíma.
Allt land kannað
Á mörgum sviðum
er mannkynið að kom-
ast að endimörkum
nýtingar. Það er ekki
víða sem hægt er að
brjóta ný lönd, upp-
götva nýja nytjastofna,
meiri olíu, meira gull. Leit landkönn-
uða nútímans er inn á við, leit að nýj-
um leiðum til að nýta betur það sem
við þegar höfum. Verkefnin sem bíða
okkar eru ógnarstór en þau verða
ekki umflúin. Hlýnun loftslags er
eitthvert alvarlegasta vandamál sem
jarðarbúar hafa horfst í augu við frá
upphafi vega. Glæný skýrsla Nicho-
las Stern um hnattræn áhrif lofts-
lagsbreytinga er gleggsta dæmið
þar um.
Ofnýting auðlinda
Alþjóða-náttúrverndarsamtökin
World Wildlife Fund spá því að of-
nýting auðlinda jarðar geti leitt til
hruns í lífríkinu um miðja öldina.
Þau segja að mun hraðar sé gengið á
lífríkið og endurnýjanlegar auðlindir
en þær ná að endurnýjast og að
mannkynið muni þurfa þrjá hnetti til
að viðhalda nútíma lífsháttum. Þetta
eru alvarleg tíðindi en ekki óvænt.
Við höfum lengi vitað að mann-
kynið er stöðugt að koma sér í alvar-
legri skuld við náttúruna og að
gjaldþrot er yfirvofandi. Neyslu-
hyggja hleður upp æ ógnvænlegri
skuldabyrði fyrir komandi kyn-
slóðir.
Afl þjóða og einstaklinga
Fólki fallast stundum hendur þeg-
ar það stendur frammi fyrir gríð-
arstórum verkefnum. Það eru skilj-
anleg viðbrögð. Sumir spyrja sig
jafnvel: Hvað getur ein lítil þjóð
gert? Svarið er: Allt mögulegt! Með
framferði sínu og fordæmi. Hið
sama á við um hvern einasta ein-
stakling. Öll verðug verkefni hefjast
heima; snúa að manni sjálfum og
krefjast þess að maður byrji á því að
líta í eigin barm. Það á bæði við um
þjóðir og einstaklinga.
Á undanförnum áratugum höfum
við farið hratt yfir lönd
og virkjað vatnsafl og
jarðvarma af meira
kappi en forsjá. Ljóst
er að orkufyrirtækin
ásælast verðmæta
staði um allt land. Það
er kominn tími til að
staldra við og beina
sköpunarkraftinum,
landkönnuðareðlinu,
inn á við.
Stöldrum við, ger-
um áætlun
Djúpborun getur
skilað allt að 10 sinnum
meiri orku út úr hverju háhitasvæði
en nú fæst. Með örtækni kann að
vera verða hægt að nýta varmann
frá háhitasvæðunum allt að 10 sinn-
um betur. Við gætum þess vegna
horft fram á allt að hundraðfalda
orkunýtingu á við það sem nú er
Hvers vegna erum við þá að
brjóta undir okkur helstu nátt-
úrugersemar landsins og eyðileggja
þær fyrir komandi kynslóðum? Vill
fólk í alvöru að það verði okkar
framlag til að bæta heiminn?
Geta okkar og þekking til að nýta
betur það sem við höfum getur hins
vegar orðið gífurlega mikilvæg fyrir
heimsbyggðina. Víða annars staðar
er jarðhiti, m.a. í þróunarlöndum,
þar sem nauðsynlegt er að finna
snjallar lausnir svo að hægt sé að
bæta lífsgæði fólks án þess að stefna
umhverfinu í hættu.
Tæknin vinnur með okkur
Á undanförnum árum hafa verið
unnar merkilegar tilraunir með
vetni sem orkubera. Tilraunir sem
heimsbyggðin fylgist spennt með,
ekki síst vegna þess á Íslandi er
raunhæfur möguleiki á að skapa
samfélag sem er sjálfu sér nægt um
orku fyrir allar samgöngur, á lofti,
legi og láði. Og sjálfu sér nægt um
orku til iðnaðar, húshitunar, lýs-
ingar og heimilisnota.
Einn eða tveir áratugir er stuttur
tími á mælikvarða jarðarinnar og
það væri mikil synd ef græðgi og
óþolinmæði yrði til þess að við spillt-
um landinu sem okkur hefur verið
trúað fyrir. Þess vegna eigum við að
beina kröftum að því að vernda
ósnortna náttúru og leggja fé og
tíma í að finna betri leiðir til þess að
nýta orkuforða landsins.
Fagra Ísland
Í þeim anda eru tillögur þing-
flokks Samfylkingarinnar, Fagra Ís-
land. Þar er skýrt kveðið á um að áð-
ur en nokkuð er aðhafst frekar á
sviði orkumála eða annarra óaft-
urkræfra framkvæmda verði fyrst
að ráðast í að vinna Rammaáætlun
um náttúruvernd. Í því felst að öll
verðmæt náttúrusvæði landsins
verði könnuð með tilliti til vernd-
argildis og verndun verðmætra
svæða tryggð. Niðurstöður þeirrar
vinnu verður net þjóðgarða og
verndarsvæða sem Samfylkingin vill
að verði lagt til grundvallar lands-
skipulags. Þetta þýðir að allri meiri
háttar mannvirkjagerð verður stýrt
fram hjá hinum vernduðu svæðum.
Um Fagra Ísland ríkir full eining.
Samfylkingin er stór flokkur og stór
flokkur með skýra stefnu og raun-
hæfar tillögur að lausnum er það
sem náttúra Íslands og umhverfið í
heild þarf sannarlega á að halda.
Samfylkingin hefur lýst því yfir að
Fagra Ísland verði lagt til grund-
vallar í stjórnarmyndunarviðræðum
í vor, komist Samfylkingin í þá að-
stöðu. Það mun ef til vill ekki bjarga
heiminum eitt og sér en það mun
a.m.k. verða framlag okkar til
grænu byltingarinnar sem ekki má
fara út um þúfurnar okkar allra
vegna.
Græna byltingin
Þórunn Sveinbjarnardóttir
fjallar um orkumál og nátt-
úruvernd
» Samfylkingin er stórflokkur og stór
flokkur með skýra
stefnu og raunhæfar til-
lögur að lausnum er það
sem náttúra Íslands og
umhverfið í heild þarf
sannarlega á að halda.
Þórunn
Sveinbjarnardóttir
Höfundur er þingmaður og býður sig
fram í fyrsta sæti í prófkjöri Samfylk-
ingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Í FLESTUM ríkjum Evrópu er
höfuðmarkmið menntastefnu að
leggja áherslu á að hvetja nem-
endur til að læra lengur. Mark-
miðið er að halda ungu fólki eins
lengi í skóla og kostur
er. Hvers vegna?
Vegna þess að hver sá
sem fær meira og
betra ráðrúm til að
þroska hæfileika sína
og efla getu sína verð-
ur hamingjusamari og
nýtari borgari. Vegna
þess að peningar sem
varið er í menntun
eru fjárfesting en ekki
eyðsla. Þess vegna
þarf einstaklings-
miðað nám frá upp-
hafi skólagöngu, sem
byggir á því markmiði
að efla og þroska hvern og einn
nemanda. Þess vegna þarf mark-
mið menntakerfisins að vera að
efla og styðja hvern einstakling, en
ekki að koma fram við fólk eins og
það skipti ekki máli.
Menntakerfi okkar er byggt upp
á forsendum kerfisins en ekki
fólksins. Brottfall úr framhalds-
skólum er meira hér á landi en í
öðrum Evrópuríkjum. Skólaleiði er
stórt vandamál. Úrræði fyrir ung-
linga sem dragast aftur úr í námi
og missa félagsleg tengsl eru lítil
og léleg. Það er eins og skólakerfið
segi við unglingana:
Ef við þurfum að hafa
fyrir ykkur erum við
ekki tilbúin til að
þjóna ykkur. Umgjörð
fjárveitinga til fram-
haldsskólanna er ekki
með þeim hætti að
hún hvetji til ein-
staklingsmiðaðra
lausna eða auðveldi
skólunum að mæta
þörfum hvers nem-
anda um sig.
Grunnskólakerfið er
svo kapítuli út af fyrir
sig. Við búum við
skólakerfi sem gefur skólastjórum
og kennurum ekki nauðsynlegt
ráðrúm til að hafa áhrif á mótun
skólastarfs og gefa hugmyndaflug-
inu lausan tauminn. Fyrir vikið
hættum við á að hið opinbera
skólakerfi dragist aftur úr, í mótun
framsækinnar skólastefnu. Á
hægri vængnum bíða boðberar
einkaskólans og boða hann sem
einu lausnina á skorti á nýjungum í
skólakerfinu. Það stendur upp á
jafnaðarmenn að losa um hömlur á
hinu opinbera skólakerfi og gefa
skólum frelsi til að móta sína eigin
skólastefnu. Það er hægt að gera
án skólagjalda og án þess að börn-
um verði mismunað eftir efnahag.
Allt sem þarf er hugrekki og hug-
myndaauðgi.
Ég hef boðað til fundar um
skólamál í kosningamiðstöð minni
að Reykjavíkurvegi 74 í Hafn-
arfirði, nk. fimmtudagskvöld kl. 20.
Gestir mínir verða framsæknir
skólamenn í Suðvesturkjördæmi,
þau Margrét Pála Ólafsdóttir, for-
vígiskona Hjallastefnunnar, Haf-
steinn Karlsson, skólastjóri í Sala-
skóla og Helgi Grímsson,
skólastjóri í Sjálandsskóla. Fund-
urinn er öllum opinn.
Skóli fyrir alla ekki
bara suma
Árni Páll Árnason
fjallar um menntamál
»Menntakerfi okkarer byggt upp á for-
sendum kerfisins en
ekki fólksins. Brottfall
úr framhaldsskólum er
meira hér á landi en í
öðrum Evrópuríkjum.
Árni Páll
Árnason
Höfundur sækist eftir 1. sæti
á framboðslista Samfylkingarinnar
í Suðvesturkjördæmi.