Morgunblaðið - 02.11.2006, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Fjóla Ólafs-dóttir fæddist í
Reykjavík 4. desem-
ber 1919. Hún lést á
Elliheimilinu Grund
hinn 27. október
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Ólafur Guð-
mundsson skip-
stjóri, f. 22. sept-
ember 1884, en
hann fórst með
norska flutn-
ingaskipinu Ulf í
janúar 1931, og
Guðrún Friðfinnsdóttir, f. 9. októ-
ber 1887, d. 27. apríl 1949. Systk-
ini Fjólu voru Gísli, loftskeyta-
maður, f. 8. janúar 1916, d. 10.
október 1974, og Svava, banka-
starfsmaður, f. 24. nóvember
1918, d. 27. janúar 2003.
Hinn 19. júní 1943 giftist Fjóla
Birni Péturssyni, bóksala, f. 2.
október 1913, d. 23. júní 1975.
Foreldrar hans voru Pétur Hall-
dórsson borgarstjóri, f. 26. apríl
1887, d. 26. október 1940, og Ólöf
Björnsdóttir, f. 31. júlí 1887, d. 22.
janúar 1963. Börn Fjólu og Björns
eru: 1) Ólöf, f. 17. nóvember 1943,
Hrafnhildur Hekla, Brynhildur
Vala og Sigurður Steinar, c) Ívar,
f. 18. maí 1978, og d) Pétur, f. 2.
ágúst 1979, kvæntist Sigríði Ey-
þórsdóttur, þau skildu, barn
þeirra er Snorri, sambýliskona
Péturs er Auður Gréta Ósk-
arsdóttir og sonur hennar er
Gabríel Arnar. 4) Guðrún Svava,
f. 10. júní 1949, gift Gísla Gott-
skálk Jóhannssyni. Börn þeirra
eru: a) Björn, f. 1. ágúst 1976,
kvæntur Halldóru Björt Ewen,
dóttir þeirra er Ragnhildur Björt,
b) Svava, f. 7. janúar 1979, sam-
býlismaður Haukur Freyr Gylfa-
son, c) Hildur, f. 30 ágúst 1984. 5)
Fjóla, f. 1. júlí 1950, gift Kristni
Halldórssyni. Börn þeirra eru: a)
Halldór, f. 28. desember 1975,
sambýliskona hans er Bryndís
Lára Torfadóttir. Dóttir þeirra er
Dóra Sjöfn. Dóttir Halldórs og
Guðríðar Helgadóttur er Gerður
Eva, b) Áslaug, f. 3. maí 1978,
sambýlismaður Gunnlaugur Th.
Einarsson. Dóttir þeirra er Hera
Huld, c) Eva, f. 17. janúar 1984.
Fjóla gekk í Miðbæjarskólann
og vann við verslunarstörf þar til
hún giftist og sinnti þá fjölskyldu
sinni en vann einnig við versl-
unarrekstur þeirra hjóna í Blaða-
sölunni, Austurstræti 18.
Útför Fjólu verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
giftist Ólafi Jónssyni,
þau skildu. Börn
þeirra eru: a) Björn,
f. 21. júní 1969,
kvæntur Hafdísi Guð-
mundsdóttur, börn
þeirra eru: Fannar
Jökull, Úlfur Örn og
Hekla Lind, b) Guð-
rún Birna, f. 16. febr-
úar 1975, sambýlis-
maður Helgi
Svavarsson, barn
þeirra er Egill Högni.
2) Ólafur Björn, f. 21.
október 1945, kvænt-
ur Hrefnu Sigurðardóttur. Börn
þeirra eru: a) Fjóla, f. 8. júní 1973,
sambýlismaður Pétur Bjarni Guð-
mundsson, börn þeirra eru Hrefna
Karen og Freyþór Fannar, og b)
Ólafur Haukur, f. 9. apríl 1975,
kvæntur Sigurlaugu Vilhjálms-
dóttur, barn þeirra er Guðrún
Fjóla. 3) Snorri, f. 26. júlí 1947,
kvæntur Hrafnhildi Svavarsdóttur.
Börn þeirra eru: a) Björn, f. 17.
apríl 1969 kvæntur Unu Birnu
Guðjónsdóttur, börn þeirra eru
Saga og Rökkvi, b) Sigríður, f. 3.
janúar 1971, sambýlismaður Björn
Pétur Sigurðsson, börn þeirra eru
Í dag kveð ég mína elskulegu góðu
tengdamóður sem ég kynntist fyrir
nærri fjörtíu árum. Mér var strax
tekið opnum örmum hjá þeim hjón-
um Fjólu og Birni. Það var svo gam-
an að fylgjast með því hvað samband
þeirra Björns og Fjólu var gott og
hvað þau báru mikla virðingu hvort
fyrir öðru. Hann var henni mikill
harmdauði og söknuðurinn var mik-
ill. Ég var nýbúin að missa móður
mína þegar ég kynntist þeim og
reyndist Fjóla mér alla tíð sem besta
móðir. Betri tengdamóður og ömmu
er ekki hægt að hugsa sér. Það eru
alger forréttindi að fá að ala börnin
sín upp í nábýli við ömmu sem býr
yfir svo mikilli góðmennsku og til-
litssemi.
Fjóla var mjög falleg kona, jafnt
að utan sem innan, alltaf vel til höfð
og glæsileg. Við stríddum henni oft á
því hvað hún væri mikil pjattrófa.
Alla tíð hélt hún því fram að hún
væri klaufsk í höndunum en annað
kom í ljós á gamalsaldri þegar hún
fór að prjóna og sinna ýmiss konar
handverkum. Í ár byrjaði hún að búa
til jólagjafirnar í janúar og var búin
að útbúa jólagjafir handa öllum
barnabörnunum 14 og langömmu-
börnunum 18.
Fjóla reyndist mér og öllu mínu
fólki afskaplega vel og af henni hef
ég lært margt og stend vonandi betri
manneskja eftir. Að lokum vil ég
þakka Fjólu samfylgdina og veit að
Björn er glaður að vera búin að fá
hana til sín. Hún er svo sannarlega
búin að skila góðu ævistarfi. Ég
votta öllum aðstandendum samúð
mína.
Hrafnhildur Svavarsdóttir.
Elsku besta amma mín er látin og
ég sakna hennar mjög mikið. Hún
var stór þáttur í lífi mínu og eru
minningarnar um hana mjög marg-
ar. Á mínum yngri árum fórum við
systkinin mikið í heimsókn til ömmu
og hún passaði okkur oft. Foreldrar
mínir ferðuðust oft til útlanda og
kom þá amma og var hjá okkur
systkinunum. Það var mikið tilhlökk-
unarefni að fá ömmu til okkar og var
mikið planað og margt skemmtilegt
gert. Amma var dugleg að kenna
okkur bænir og sálma og á kvöldin
sat hún hjá mér og við fórum saman
með bænirnar. Það tók stundum
langan tíma því amma vildi biðja fyr-
ir svo mörgum.
Á unglingsárunum fór ég að auka
heimsóknir mínar til ömmu. Stund-
um fór ég til hennar í hádegishléinu í
skólanum og fékk hjá henni skram-
blað egg og harðfisk. Það gat enginn
skramblað egg eins og amma enda
var hún eitt sinn spurð að því hvort
hún ætti einhverja töfrauppskrift.
Amma var mín besta vinkona á
unglingsárunum og voru kvöldin
ansi mörg þar sem ég sat hjá henni
og við horfðum saman á sjónvarpið
eða spjölluðum saman um heima og
geima. Það var ekkert sem ég gat
ekki sagt henni. Ég sagði henni sög-
ur úr skólanum og félagslífinu og
hún sagði mér sögur frá sínum yngri
árum. Sögurnar hennar voru margar
og skemmtilegar og við barnabörnin
fengum að heyra margar þeirra oft-
ar en einu sinni. Við vorum farin að
kunna sögurnar utanað og leiðrétt-
um hana ef hún gleymdi hluta úr eða
sagði vitlaust frá. Það voru mörg
kvöldin sem við barnabörnin hópuð-
umst heim til ömmu og þá var spjall-
að langt fram eftir kvöldi og alltaf
bauð amma upp á kók og prins
(póló).
Hún sýndi mikinn áhuga á því sem
ég tók mér fyrir hendur og þekkti
flestar vinkonur mínar með nafni og
spurði reglulega um þær. Þegar próf
stóðu yfir var gott að fara heim til
ömmu að læra og hún sá til þess að
ég fengi nóg af hollum og góðum mat
og nægan frið til að læra. Henni þótti
skólinn mikilvægur og studdi okkur
barnabörnin í náminu og hrósaði
okkur óspart.
Ömmu fannst alltaf gaman að fá
dóttur mína, Heru, í heimsókn og
kallaði hana gleðigjafa, eins og öll
hin langömmubörn sín. Hún prjón-
aði mikið á síðustu árunum og þar á
meðal jólagjafir. Þegar ég kom í
heimsókn til hennar, vildi hún gjarn-
an sýna mér það sem hún var að
prjóna. Hún var svo stolt af því og
þessar gjafir sem hún hefur gefið
mér og fjölskyldu minni mun ég
geyma vel.
Amma mín var ótrúlega sterk og
hugrökk kona og sýndi mikla þraut-
seigju og styrk í veikindum sínum.
Hún var alltaf hjartahlý og góð og
vildi öllum vel. Betri konu er erfitt að
finna.
Elsku amma mín, þú kenndir mér
svo ótrúlega margt sem mun vera
mér gott veganesti fyrir lífið. Ég
kveð þig í dag með söknuði og er
þakklát fyrir þann tíma sem ég átti
með þér, bæði gamla tíma og þann
tíma þegar ég sat hjá þér í veikind-
unum og hélt í hönd þína. Takk fyrir
að vera sú yndislega amma og vin-
kona sem þú varst.
Ástarfaðir himinhæða,
heyr þú barna þinna kvak,
enn í dag og alla daga
í þinn náðarfaðm mig tak.
(Þýð. Steingr. Thorst.)
Þín
Áslaug.
Elsku amma mín er dáin og fjöl-
margar fallegar minningar koma
upp í huga mér. Ég komst að því
þegar ég stálpaðist að það áttu ekki
allir eins ljúfa, blíða og hugulsama
ömmu eins og ég. Alla mína barn-
æsku tók ég því sem sjálfsögðum
hlut og hélt að allir ættu svona
ömmu eins og ég, svona vitra og um-
burðarlynda ömmu eins og finnst í
fallegum ævintýrum. Þegar ég áttaði
mig á því að amma mín var alveg sér-
stök fylltist ég stolti og fann að það
voru forréttindi að eiga hana að.
Frá sjö ára aldri ólst ég upp í sama
húsi og amma. Bræður mínir og ég
þurftum rétt að smella okkur í inni-
skóna til að stökkva yfir til hennar
og nýttum það óspart. Hjá ömmu var
ekki óvanalegt að hitta eitthvað af
frændsystkinunum sem flest bjuggu
í næsta nágrenni. Við lærðum við
borðstofuborðið hennar, spjölluðum
við hana eða horfðum á sjónvarpið
með henni. Einu sinni sem oftar
hafði ég stokkið yfir til ömmu. Eins
og venja var bauð hún mér kók og
prins en ég spurði þá í gríni hvort
hún ætti ekki frekar lakkrís. Hún
stökk þá af stað og ég rétt náði að
stoppa hana í útidyrunum þar sem
hún var á leið út í sjoppu. Einhvern
tímann tók amma eftir því að ég var
að borða kiwi og viti menn, næstu
mánuði var mér alltaf boðið kiwi
þegar ég kom í heimsókn. Þetta eru
nú bara lítil minningabrot en eru svo
lýsandi fyrir hugulsemi ömmu, gjaf-
mildi hennar og hvernig hún vildi allt
fyrir okkur gera hvort sem það var
stórt eða smátt.
Þrátt fyrir aragrúa af barnabörn-
um þá held ég að amma hafi látið
okkur öll finna að við værum alveg
sérstök í hennar augum. Reglulega
minnti hún mig á það þegar hún hélt
á mér lítilli og ég bað hana um að
dansa við mig sem hún auðvitað
gerði. Hún þreyttist heldur ekki á að
lýsa því þegar hún var eitt sinn á leið
í vinnuna og horfði á eftir einhverj-
um strák klifra upp næsta ljósa-
staur. Þegar nær dró heilsaði „strák-
urinn í ljósastaurnum“ ömmu sinni
sem reyndist þá vera Sigga litla.
Á fullorðinsárum bjó ég erlendis í
nokkur ár en kom þó reglulega heim.
Í einni af mínum heimsóknum til
ömmu í þá var okkur ekki bara boðið
upp á kók og prins eins og vanalega
heldur líka Macintosh konfekt sem
amma fór svo að kalla „Siggu
nammi“ og sagði að væri bara fyrir
sérstaka gesti. Ótal svona minninga-
brot ylja mér um hjartarætur og fá
mig til að brosa með sjálfri mér.
Það var alltaf skemmtilegt að
heyra ömmu segja frá æskuárum
sínum, uppátækjum þeirra systra og
samskiptum þeirra við börnin í
hverfinu, bæði fátæk og rík. Það var
sérstaklega ljúft að heyra hana tala
fallega um eiginmann sinn, Björn,
hvernig þau dönsuðu saman á Borg-
inni og áttu síðan hamingjuríkt líf
saman. Amma var trúuð kona og því
alveg ljóst hvert hún er komin núna,
aftur í faðm afa þar sem þau vaka yf-
ir okkur öllum.
Elsku amma, ég þakka þér fyrir
allt það sem þú hefur gefið mér, ekki
síst fyrirmyndina og mun ég, þegar
sá tími kemur, reyna að verða eins
góð amma og þú.
Þín
Sigríður Snorradóttir.
Elsku amma mín. Eftir mjög erf-
iða baráttu við veikindin ertu búin að
fá hvíldina. Afi búinn að sækja þig
eins og þig dreymdi fyrir. Það verð-
ur skrítið að eiga enga ömmu. Mér
fannst æðislegt hvað þið amma Dóra
voruð góðar vinkonur, báðar svo
sætar og fínar með skemmtilegan
húmor.
Minningarnar hellast yfir mig því
ég á svo margar og fallegar minn-
ingar um þig sem ég get huggað mig
við. Ég man svo vel eftir því þegar
þú komst að passa okkur systkinin
þegar mamma og pabbi fóru til út-
landa, það var alltaf svo skemmti-
legur tími. Ég man þegar þú varst að
svæfa mig þá byrjuðum við á því að
biðja bænirnar saman sem þú
kenndir mér og eftir það var ég nú
aldeilis ekki tilbúin að fara að sofa
strax, heldur langaði mig að spjalla
við þig eins lengi og ég komst upp
með. Áttum skemmtileg spjall þang-
að til þú þóttist sofna og sagðir að ég
yrði að gera það sama. Þá þýddi lítið
fyrir mig að halda áfram að tala. Svo
mátti sængin aldrei snúa öfugt, því
það boðaði ekki gott fyrir daginn eft-
ir. Svo man ég þegar þú komst í
heimsókn heim til okkar þá vildir þú
alltaf hjálpa til með heimilisstörfin.
Man sérstaklega eftir einu skipti
þegar ég var að þvo upp og þú tókst
af mér uppþvottaburstann og sagðir:
„Æi, þú ert soddan kisa, vatnið er
alltof kalt hjá þér, ég skal gera
þetta.“
Ég man hvað mér fannst alltaf
gaman að fara í heimsókn til þín. Þú
varst svo uppátækjasöm með að
finna leiki fyrir okkur Hildi, við fór-
um í búðarleik með dót úr kíósknum
og fórum í tennis þar sem þú
strengdir band úr gardínum í stof-
unni hjá þér. Við barnabörnin kom-
um oft í heimsókn til þín á Miðbraut-
ina, við vorum stundum mörg í einu
sem kíktum til þín og horfðum á
sjónvarpið og spjölluðum og eins og
þér einni var lagið fengum við alltaf
eitthvert góðgæti með, kók og prince
kex sem varð svo seinna að prince
poloi.
Einhvern veginn bragðaðist
ákveðinn matur miklu betur hjá þér
en öðrum. Ég hef oft reynt að búa til
skramblað egg og brauð með banana
en aldrei tekst mér að fá sama bragð
af því og þegar þú bjóst þetta til
handa mér.
Alltaf var hægt að segja þér allt og
treysta þér fyrir öllu því þú varst sko
ekki að kjafta frá hlutunum. Áttir
þessa stóru fjölskyldu og varst með
allt á hreinu varðandi alla.
Ég mun alltaf dást að baráttuand-
anum í þér og hversu hörð þú varst
þegar veikindin voru erfið og þá
sagðir þú bara áfram KR og ég skal.
Í sumar þegar þú varst mikið veik og
fjölskyldan vakti yfir þér og allir
héldu að kallið væri komið þá barðist
þú hetjulega og hresstist og er ég af-
skaplega þakklát fyrir þessa mánuði
sem við fengum með þér, þeir eru
svo sannarlega verðmætir.
Þín
Eva.
Elsku amma mín. Ég var vön að
skrifa þér bréf með helstu fréttum af
mér, þegar ég fór eitthvað burt, þeg-
ar ég var í sveitinni á sumrin, þegar
ég fór í íþróttalýðháskólann og nú
síðast eftir að ég flutti til Óðinsvéa.
En nú er ég sest niður að skrifa þér
mitt síðasta „bréf“.
Þegar ég hugsa um þig er það
fyrsta sem mér dettur í hug þegar þú
varst að passa okkur systkinin þegar
við vorum lítil og mamma og pabbi
voru í útlöndum. Um morguninn
hafðir þú óvart klætt mig öfugt í
buxurnar mínar. Seinna sama dag
þegar ég fór í sunnudagaskólann og
presturinn ruglaðist eitthvað sagði
ég hátt og snjallt yfir allan hópinn að
amma mín væri nú líka rugluð. Og
þegar ég sagði þér að við ættum nú
skyrið sem þú hefðir verið að borða
og þú hefðir nú ekki fengið þér eina
brauðsneið eins og þú sagðir heldur
tvær. Ég hugsa líka um það þegar ég
var lítil og vildi alltaf vera í kjól eins
og þú og ef ég mátti ekki vera í kjól
svaraði ég iðulega: „En af hverju má
amma alltaf vera í kjól?“
Mér detta ekki síður í hug allar
sögurnar sem þú sagðir okkur
barnabörnunum frá því í gamla daga
og svo gaman var að hlusta á. Það
rifjast líka upp allar stundirnar sem
við Eva eyddum hjá þér á Miðbraut-
inni í alls kyns leikjum. Þú kenndir
okkur sænskan og danskan sem voru
boltaleikir sem þú hafðir leikið þér í
þegar þú varst lítil. Þú hengdir líka
stundum upp band í miðri stofunni
þinni svo við gætum þóst spila tennis
og báðar vildum við vera Stefi Graf.
Okkur fannst líka gaman að leika
okkur í búðarleik með nammipokana
og alls kyns dót sem þú áttir ennþá
frá „kíósknum“. Við lékum okkur
líka í læknisleik og bundum um sár
hvor annarrar og hoppuðum um á
hækjum.
Mér er líka minnisstætt þegar við
komum til þín eftir skóla og fengum
þá oftast annaðhvort brauð með
„skrömbluðu“ eggi sem var alltaf
miklu betra hjá þér en þegar
mamma eða einhver annar gerði það
eða brauð með banana. Þegar við
vorum búnar með eina svoleiðis
brauðsneið máttum við svo fá brauð
með „nutella“ og að lokum harðfisk
með smjöri.
Þú varst alltaf svo sterk og hörð af
þér þó þér liði mjög illa undir lokin.
Ég vildi að ég gæti komið heim og
verið við jarðarförina þína en í stað-
inn verð ég bara með ykkur í anda.
Elsku amma, það er svo skrýtið að
hugsa til þess að ég muni ekki hitta
þig þegar ég kem í frí heim til Ís-
lands, að enginn verði í íbúðinni
þinni heima hjá okkur. En nú ertu
komin á betri stað, búin að hitta afa
og þér líður ekki illa lengur. Allar
góðu minningarnar um þig mun ég
geyma í hjarta mínu. Guð geymi þig
elsku, amma mín.
Þín
Hildur.
Fjóla Ólafsdóttir
Helluhrauni 10, 220 Hf.,
sími 565 2566,
www.englasteinar.is
Englasteinar
Fallegir legsteinar
á góðu verði