Morgunblaðið - 02.11.2006, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006 49
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Athygli hrútsins flæðir áreynslulaust
að því rétta á réttum tíma. Þess vegna
þarf hann ekki að elta tískustrauma.
Hann býr þá til. Hrúturinn er braut-
ryðjandi og verður umbunað fyrir það.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Undir ósvífnu yfirbragði býr hin
mýksta persóna. Ef þú veist það
hjálpar það þér kannski við að umbera
einhvern sem er erfiður og reyna að
nálgast hann hvort sem er. En, líklega
er ósvífnasta manneskjan einmitt þú.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tvíburinn hefur svo mikið á sinni
könnu og svo meira til. Hann er meira
að segja önnum kafnari en upp-
teknasta manneskja sem hann þekkir.
Þess vegna er mikilvægt að taka frá
tíma og hvílast um helgina.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Krabbanum finnst hann ekki tilbúinn
að byrja á verkefninu sínu, en þarf að
gera það samt sem áður. Opineygur
og forvitinn sér hann fætur sína taka
fyrsta skrefið og árangurinn lætur
ekki á sér standa.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljónið býr yfir aðdáunarverðri eft-
irtektarsemi. Það veit hvað það er að
tjá og þekkir hugarástand sitt hvenær
sem er dagsins.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Einhvers konar herpingur eða sárs-
auki í líkamanum er alveg ábyggilega
í tengslum við tilfinningar. Meyjan er
svo hugmyndarík núna að kannski
finnur hún upp á því að spyrja við-
komandi líkamshluta hvers vegna
hann þurfi á athygli að halda og
hlusta á svarið.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Ef maður getur ekki haldið neinu
leyndu fyrir einhverjum gæti það ver-
ið merki um ást. Eða það þýðir að þú
hreinlega þolir ekki að búa yfir leynd-
armáli. Hver sem skýringin er, er best
að gera hreint fyrir sínum dyrum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Allir fullorðnir eru eins og viðkvæmir
og hræddir sjö ára krakkar innra með
sér. Mundu það áður en þú byrjar að
stríða eða stendur andspænis ein-
hverjum í dag.
Þar að auki býr sjö ára manneskja í
lífi þínu yfir visku sem gagnast þér í
augnablikinu.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Sambönd þarfnast sinnar athygli
núna. Stilltu þig inn á hárfínar breyt-
ingar í viðmóti ástvina þinna.
Spyrðu og hlustaðu svo á svarið. Ef
örbylgjuofninn suðar er eitthvað að
eldast.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Fyrsta tilraun þín í ónefndu verkefni,
er einmitt það, fyrsta tilraun. Enginn
ætlast til þess að þú sért sérfræðingur
einn, tveir og þrír – nema þú. Slakaðu
aðeins á og leiktu þér. Það er gaman
að vera byrjandi.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberinn er hugrakkur, svo mikið
er víst. En líklega gengur þér betur ef
þú hættir að sýna þennan stóíska og
sterka hluta af sjálfum þér og lætur
glitta í örlítið af indælum vanmætti.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Kraftur fisksins veltur á getu hans til
að meta aðstæður í hvelli. Það er eins
og hann sé að spila sálrænan póker.
Og þú veist vel hvenær þú átt að sýna
spilin og hvenær best er að segja
pass.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Tungl í hrúti dregur mál-
efni tengd eiginleikum upp
á yfirborðið, hvernig mað-
ur bregst við í lífinu veltur
á því hver maður er. Og
hver maður er breytist í
samræmi við viðbrögð manns. Heppileg-
asta hegðunin er ekki sú að bregðast við-
heldur taka frumkvæði. Ef efinn gerir
vart við sig, munum þá orð Descartes: ég
hugsa, þess vegna er ég.
Kosningaskrifstofa Ragnheiðar er að Háholti 14.
Opið virka daga 17 -20 og um helgar 12-17.
» www.ragnheidurrikhardsdottir.is
Prófkjör sjálfstæðismanna í suðvestur-
kjördæmi fer fram 11. nóvember næstkomandi.
3. sæti
Kraftur og reynsla
Ragnheiður
Ríkharðsdóttir
Opið hús
Í dag, 2.nóvember, verður Ragnheiður
Ríkharðsdóttir með opið hús frá kl. 17:00
til 18:30 í félagsheimili sjálfstæðismanna,
Háholti 23, Mosfellsbæ. Gestir Ragnheiðar
verða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og
Bjarni Benediktsson.
Allir velkomnir.
KEVIN COSTNER ASHTON KUTCHER
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI.
/ ÁLFABAKKA
THE DEPARTED kl. 5 - 7 - 8 - 10:10 B.i. 16
THE DEPARTED VIP kl. 5 - 8
THE GUARDIAN kl. 8 - 10:30 B.i. 12
JACKASS NUMBER TWO kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12
BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 4 - 6 LEYFÐ
BARNYARD m/ensku tali kl. 4 - 8 - 10:10 LEYFÐ
MATERIAL GIRLS kl. 6 LEYFÐ
ÓBYGGÐIRNAR m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ
/ KRINGLUNNI
THE DEPARTED kl. 5:30 - 8:30 - 10 B.i. 16 DIGITAL
BÆJARHLAÐIÐ kl. 6 LEYFÐ m/ísl. tali
THE GUARDIAN kl. 10:10 B.i. 12
MATERIAL GIRLS kl. 8 LEYFÐ
BEERFEST kl. 8 B.i. 12
THE THIEF LORD kl. 6 LEYFÐ
/ AKUREYRI
THE DEPARTED kl. 8 b.i. 16
BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
MATERIAL GIRLS kl. 6 LEYFÐ
THE GUARDIAN kl. 8 b.i. 12
/ KEFLAVÍK
MÝRIN kl. 8 B.I. 12
THE DEPARTED kl. 10:10 B.I. 16
THE TEXAS CHAINSAW... kl. 10 B.I. 18
THE DEVIL WEARS PRADA kl. 8 LEYFÐ
eeee
H.Ó. MBL
eee
LIB Topp5.is
Þú átt eftir
að skemmta
þér sjúklega
vel.
eee
EMPIRE ÓBYGGÐIRNAR
„THE WILD“
Sýnd með íslensku og ensku tali !
BESTA MYND MARTINS
SCORSESE TIL ÞESSA
SJÁIÐ EINA BESTU MYND ÁRSINS. BETRI LEIKHÓPUR
HEFUR EKKI SÉST Í KVIKMYND Í LANGAN TÍMA
UPPRUNALEGU PARTÝ-
DÝRIN ERU MÆTT
Þegar hættan
steðjar að ...
fórna þeir öllu
„THE DEPARTED ER EÐAL GLÆPAMYND EINS OG ÞÆR GERAST
BESTAR OG ER ENN EIN RÓSIN Í HNAPPAGAT SCORSESES.“
eeeee
V.J.V. TOPP5.IS
eeee
T.V. KVIKMYNDIR.IS
Munið afsláttinn
Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
SÝND MEÐATH! NÝJU DIGITAL TÆKNINNI
eee
H.J. MBL
Ritstjóri rokktímaritsins Kerr-ang!, Paul Brannigan, gerir
Iceland Airwaves-hátíðina að um-
ræðuefni í leiðaraskrifum sínum í
nýjasta tölublaði. Ritstjórinn segir
þar að hann hafi ásamt öðru K!
starfsfólki, en alls voru um átta
manns frá útgáfunni á hátíðinni,
skemmt sér á Iceland Airwaves í
Reykjavík og að þótt sumar af al-
þjóðlegu hljómsveitunum sem
komu fram á hátíðinni hafi vakið
athygli, þá hafi aðalskemmtunin
verið fólgin í að uppgötva íslensku
hljómsveitirnar. Á hátíðinni hafi
hann séð fullt af hæfileikaríkum
böndum sem hann hafi aldrei heyrt
um áður sem hafi komið skemmti-
lega á óvart.
Paul bendir lesendum sínum á
nöfn þriggja íslenskra hljómsveita
sem hann lofar að muni birtast
meira um í Kerrang! í náinni fram-
tíð; Gavin Portland, I Adapt og We
Made God.
Þess má geta að Paul lét þau orð
falla þegar hann var á hátíðinni að
hann vildi kanna möguleikann á að
bjóða sumum þeim hljómsveitum
sem hann sá á Airwaves á Kerr-
ang! Most Wanted tour á næsta
ári.
Eins og sagt var frá í Morg-
unblaðinu um daginn hrósaði einn
af ritstjórum Rolling Stone hátíð-
inni í blaði sínu um daginn. Það er
því greinilegt að skipuleggjendur
Airwaves eru að gera eitthvað rétt.
Fréttir
í tölvupósti