Morgunblaðið - 20.11.2006, Page 30

Morgunblaðið - 20.11.2006, Page 30
30 F MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sala á lóðum í nýjum áfanga í Leir- vogstungu í Mosfellsbæ hefst þriðjudaginn 21. nóvember næst- komandi. Að þessu sinni eru boðnar 46 lóðir fyrir einnar og tveggja hæða einbýlishús og raðhús. „Þessar lóðir eru í hallandi landi og frá þeim er gott útsýni yfir Leir- voginn til Reykjavíkur. Þær standa nærri sjó og svæðið frá þeim og nið- ur að hafi er friðað þannig að ljóst er að engar framtíðarframkvæmdir geta spillt því útsýni sem þaðan er,“ segir Bjarni Sv. Guðmundsson, ann- ar eigandi Leirvogstungu. „Lóðir í Leirvogstungu hafa verið eftirsóttar. Engin fjölbýlishús verða í hverfinu auk þess sem rýmra er um lóðir en víða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og meira um falleg, opin, sameiginleg svæði á milli þeirra. Vandað er til alls frá- gangs. Áhersla er lögð á leiksvæði, hellulögð torg, tré og gróður.“ Hverfið í Leirvogstungu er reist á gamalli bújörð og hefur sama fjöl- skyldan búið þar í á annað hundrað ár. Bjarni Sveinbjörn Guðmundsson er af fimmta ættlið fjölskyldunnar og stendur að framkvæmdunum ásamt konu sinni Katrínu Sif Ragn- arsdóttur. Faðir Bjarna, Guðmund- ur Magnússon, tók nú í sumar fyrstu skóflustunguna að hverfinu ásamt Herdísi Sigurjónsdóttur varaforseta bæjar- stjórnar Mosfellsbæj- ar. Bjarni og Katrín hafa fengið til liðs við sig fagaðila á öllum sviðum til að aðstoða við framkvæmdina en hafa í gegnum allt ferlið haldið þeirri meginstefnu að í Leirvogstungu bygg- ist upp sérbýlishverfi sem er í takt við nátt- úruna og umhverfið. Á heimasíðunni www.leirvog- stunga.is er hægt að skoða lóðir og verð og fylla út tilboðseyðublöð. Til- boðseyðublöðin eru svo send til fast- eignasala. Tilboðin eru bindandi og fast verð hefur verið ákveðið fyrir hverja lóð. Það eru Fasteignasala Mosfellsbæjar og Landslög – lög- fræðistofa sem sjá um framkvæmd og skipulag. “ Nýjar lóðir í Leirvogstungu Lóðir Sala á nýjum lóðum í landi Leirvogstungu hefst á morgun. Klapparhlíð - Lúxusíbúð f/50 ára og eldri Glæsileg 119,3 m2 lúxusíbúð í 4ra hæða lyftuhúsi fyrir 50 ára og eldri. Íbúðin er glæsileg í alla staði, innréttingar spónlagðar með liggjandi hnotu, hvítar flísar á gólfum með marmaraáferð, baðher- bergi sturtuklefa og mjög stór og björt stofa og borðstofa. Íbúðinni fylgir bílastæði í bílakjallara. Þetta er eign fyrir vandláta. Verð kr. 36,9 m. Leirutangi - 92 m2 jarðhæð 92 m2 neðri hæð í fjórbýlishúsi í grónu og barn- vænu hverfi í Mosfellsbæ. Góð aðkoma er að íbúðinni og stór sérgarður. Stofan er björt og rúm- góð, eldhús með borðkrók, gott svefnherbergi, baðherbergi m/kari, þvottahús/geymsla og stórt herbergi. Verð kr. 17,8 m. Blikahöfði - 77 m2 Flott 2ja herbergja íbúð á efstu hæð í mjög góðu 3ja hæða fjölbýli með opnum stigagangi. Íbúðin er sérstaklega rúmgóð og fallegt útsýni er til suðvesturs. Mahóní- innréttingar og parket á gólfum. Verð kr. 19,2 m. Leirutangi - jarðhæð *NÝTT Á SKRÁ* 92 m2 neðri hæð með sérinn- gangi og sérgarði í litlu fjórbýli á barnvænum stað. Gott hjónaherbergi, eldhús með borðkrók, góð stofa, baðherbergi með kari, tvö herbergi og geymsla/þvottahús. Hluti íbúðarinnar er glugga- laus. Þetta er vel staðsett eign á barnvænum stað. Verð kr. 17,8 m. SÉRBÝLI Í MOSFELLSBÆ Lindarbyggð - Glæsilegt par- hús Til sölu mjög glæsilegt 177,1 m2 parhús á einni hæð á fallegum stað í lokuðum botnlanga í Lind- arbyggð í Mosfellsbæ. Húsið er teiknað af Ingi- mundi Sveinssyni, arkitekt og mjög bjart og rúm- gott. Stór stofa með góðri lofthæð og borðstofa við hlið eldhúss. 4 góð svefnherbergi, sjónvarps- hol og glæsilegt baðherbergi. Bílskýli hefur verið lokað af og gæti vel nýst sem t.d. unglingaher- bergi. Fallegur suðurgarður og hellulagt bílaplan. Þessar eignir eru sjaldséðar á fasteignasölum. Verð kr. 41,8 m. Þrastarhöfði - Glæsileg íbúð *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá mjög glæsilega, 3ja herbergja endaíbúð á efstu hæð við Þrastarhöfða 4-6 í Mosfellsbæ ásamt bílastæði í bílakjallara. Íbúðin er vönduð í alla staði með eikarparketi og flísum á gólfum. Fallegar eikainnréttingar í eldhúsi og stór glersturtuklefi á baði. Mjög stór stofa er í íbúðinni og vel mögulegt er að bæta við 3ja svefn- herberginu. Glæsilegt útsýni er úr íbúðinni út á Sundin. Verð kr. 24,9 m. Miðholt - 3ja herb. *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá 82,4 m2, 3ja her- bergja endaíbúð í 11 íbúða fjölbýli í miðbæ Mos- fellsbæjar. Íbúðin er mjög björt og vel umgengin - baðherbergi m/kari, 2 fín svefnherbergi, stór stofa/borðstofa og eldhús inn af stofu. Svalir í suðurátt og stutt í alla þjónustu. Þetta er björt og rúmgóð íbúð á hagstæðu verði. Verð kr. 17,8 m. Hjallahlíð - 4ra herb. *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá fallega 94 m2, 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í litlu fjórbýli með sérinn- gangi af svalagangi. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf m/sturtu, eldhús með góðum borðkrók og flísum á gólfi, fallegt teppi á stofu og gangi, 3 svefnherbergi með linoleum dúk á gólfi og vinnu- krókur. Mjög stutt er í nýjan grunnskóla, leikskóla og glæsilega sundlaug. Verð kr. 21,9 m. Tröllateigur - 151,4 m2 lúxusíbúð *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá í sölu mjög stóra og bjarta 4ra herbergja íbúð í afar vandaðri lyftublokk ásamt bílastæði í upphitaðri bílageymslu. 3 stór svefnherbergi, björt og rúmgóð stofa, eldhús með fallegri mahoníinnréttingu, tvö baðherbergi, sér- þvottahús og tvær geymslur. 18 m2 svalir í suð- vestur. Íbúðin getur verið laus til afhendingar strax. Áhv. 19,2 m. frá Glitni með 4,15% vöxtum. Verðtilboð óskast. Krókabyggð - endaraðhús *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá fallegt 96 m2 enda- raðhús ásamt ca 16 m2 rislofti í Krókabyggð. Tvö stór svefnherbergi, baðherbergi m/kari, mjög fal- legt eldhús, stórt og björt stofa og gott sjónvarps- herbergi í risi. Nýtt parket á stofu, eldhúsi og svefnherbergjum og ný og falleg innrétting í eld- húsi m/nýjum tækjum. Stór afgirt hornlóð með timburverönd. Verð kr. 27,9 m. Tröllateigur - 167,1 m2 enda- raðhús 167,1 m2 endaraðhús á tveimur hæðum í ný- byggðu hverfi við miðbæ Mosfellsbæjar. Á jarð- hæð eru stofa, borðstofa, eldhús, gestasalerni og bílskúr, en á 2. hæð eru 3 góð svefnherbergi, vinnuherbergi, þvottahús og stórt baðherbergi. Flísar og bambusparket á gólfi og fallegar innrétt- ingar í eldhúsi og baði. Áhvílandi kr. 27,0 milljónir með 4,15-4,2% vöxtum. **Verð nú kr. 39,8 m.** Hlíðarás - 408 m2 tækifæri Til sölu eitt stærsta einbýlishúsið í Mosfellsbæ. Hús- ið er samtals 408 m2 á tveimur hæðum, með tvö- földum bílskúr. Húsið býður upp á mikla mögu- leika, m.a. væri hægt að innrétta 2-3 íbúðarrými (ósamþykkt) á neðri hæð, og halda eftir stórri efri sérhæð með bílskúr. Húsið stendur neðst í Ása- hverfinu með miklu útsýni til suðvesturs, út á Leir- voginn og að Esjunni. Verð 139.700 kr. pr. m2. Verð kr. 57,0 m. Fellsás - 312,3 m2 einb.hús 312,3 m2 tvílyft einbýlishús á fallegum útsýnis- stað í hlíðum Helgafells í Mosfellsbæ. Á jarðhæð er búið að innrétta tvö 2ja herbergja íbúðarrými, sem nú eru í útleigu. Á efri hæðinni er rúmgóð íbúð með stóru alrými og stóru eldhúsi, tvö svefn- herbergi, baðherbergi og í risi er verið að innrétta herbergi. Þetta er stór og mikil eign með góða tekjumöguleika. Húsið stendur á eignarlóð með miklu útsýni til Esjunnar og út á Leirvoginn. Verð- tilboð Tröllateigur 141-150 m2 íbúðir *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá í sölu fjórar 141-150 m2 íbúðir í nýju fjórbýlishúsi í byggingu við Tröll- ateig 41 í Mosfellsbæ. Húsið er eitt síðustu húsa í nýju hverfi sem er að rísa við miðbæ Mosfellsbæj- ar. Stutt er í alla þjónustu, skóla og íþróttasvæði. Íbúðirnar eru 4ra - 5 herbergja og afhendast full- búnar með innréttingum, en án gólfefna, þó verð- ur baðherbergi og þvottahús flísalagt. Íbúðirnar verða afhentar í apríl 2007. Verð frá kr. 28,5 - 32,5 m. ATVINNUHÚSNÆÐI Flugumýri - 216 m2 atvinnu- húsn. *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá snyrtilegt og gott atvinnuhúsnæði við Flugumýri í Mosfells- bæ. Um er að ræða 174 m2 flísalagðan vinnslusal með tveimur innkeyrsluhurðum auk millilofts. Þar er kaffistofa, 2 skrifstofur og lagerrými. Verð kr. 26,5 m. Urðarholt - 150 m2 atvinnu- húsnæði Erum með 150 m2 atvinnuhús- næði á jarðhæð í miðbæ Mosfellsbæjar. Gott verslunarpláss og inn af því hefur verið innréttuð íbúðaraðstaða. Gott gluggapláss er út á bílastæð- ið og gott aðgengi. Rýmið stendur við Mosfells- bakarí sem er eitt best bakarí á landinu. Rýmið er til sölu eða leigu og getur verið laust til afhending- ar fljótlega. REYKJAVÍK Þorláksgeisli - 3ja m/bílsk. - RVÍK Erum með mjög fallega 93,2 m2, 3ja herbergja íbúð 3. hæð í nýlegu lyftuhúsi ásamt bílastæði í bílageymslu í Grafarholti. Íbúðin er rúmgóð og björt, eikarparket á gólfum en innihurðar og inn- réttingar eru spónlagðar með eik. Baðherbergi, forstofa og þvottahús eru flísalagt. Flott hús, innst í botnlanga. Áhv. 14,1 millón frá Glitni m/4,15% vöxtum. Verð kr. 21,9 m. Þórðarsveigur - 3ja herb. + bílsk. *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá mjög bjarta og fal- lega 86,9 m2, 3ja herbergja íbúð á efstu hæð í 4ra hæða lyftublokk með bílastæði í bílakjallara í Graf- arholti. Hvítur olíuborinn askur og flísar á gólfum og hvíttuð eikarinnrétting í eldhúsi. Góðir skápar í herbergjum og sérþvottahús. Mjög fallegt útsýni er til norðurs að Esjunni og Úlfarsfelli. Verð kr. 20,9 m. Hverafold - 2ja herb + bíla- geymsla 56 m2, 2ja herbergja íbúð á jarð- hæð í 4ra hæða fjölbýli við Hverafold í Grafarvogi ásamt bílastæði í upphitaðri bílageymslu. Íbúðin, sem er nýmáluð, skiptist í rúmgott hjónaherbergi, bjarta stofu, eldhúskrók, þvottahús/geymslu og baðherbergi m/kari. Úr stofu er gengið út á hellu- lagða verönd. Verð kr. 16,4 m. KÓPAVOGUR Heiðarhjalli - 4ra herb. + bíl- skúr *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá mjög glæsilega 117,8 m2 íbúð á 2. hæð ásamt 21,9 m2 bílskúr við Heiðarhjalla í Kópavogi. Stofa, borðstofa, hjóna- herbergi, tvö barnaherbergi, eldhús, baðherbergi, þvotthús/geymsla og svefnloft (óskráð). Fallegar sérsmíðaðar innréttingar í eldhúsi, baðherbergi og svefnherbergjum. Þetta er glæsileg eign með miklu útsýni. Íbúðin er laus til afhendingar. Verð kr. 34,5 m. Gullsmári - Penthouse - KÓPAVOGI Mjög glæsileg 131,8 m2 pent- house íbúð á efstu hæð í 7 hæða lyftublokk í Kópavogi. Íbúðin er mjög smekklega innréttuð, stórt eldhús, stofa, 3 svefnherbergi, þvottahús og glæsilegt baðherbergi á aðalhæð og sjónvarpshol og svefnherbergi í risi. Tvennar svalir og mjög stórt hjónaherbergi. Þetta er glæsileg íbúð með miklu útsýni. Verð kr. 34,9 m. LÓÐIR OG LÖND Smábýli 5 - Kjalarnesi *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá ca 5.8 hektara lóð undir ein- býlishús á fallegum útsýnisstað í jaðri Esjunnar. Þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem vilja hafa rúmt í kringum sig, en þó í aðeins 10 mínútna fjar- lægð frá allri þjónustu. Verð kr. 27,0 m. Einar Páll Kjærnested löggiltur fasteignasali Sími: 586 8080 Fax: 586 8081 www.fastmos.is Byggingarlóðir í Leirvogstungu *NÝJAR LÓÐIR Á SVÆÐI 3* Erum að hefja sölu á lóðum undir einbýlishús og raðhús á svæði 3 við Laxatungu í Mosfellsbæ. Þetta er eitt af fallegustu bygg- ingarlöndum á höfuðborgarsvæðinu, með Leirvogsá og Köldukvísl á sitt hvora hönd. Á svæðinu verða eingöngu byggð einbýlis- , rað- og parhús. Kynntu þér málið á www.leirvogstunga.is eða hafðu samband við okkur hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.