Morgunblaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 30
30 F MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sala á lóðum í nýjum áfanga í Leir- vogstungu í Mosfellsbæ hefst þriðjudaginn 21. nóvember næst- komandi. Að þessu sinni eru boðnar 46 lóðir fyrir einnar og tveggja hæða einbýlishús og raðhús. „Þessar lóðir eru í hallandi landi og frá þeim er gott útsýni yfir Leir- voginn til Reykjavíkur. Þær standa nærri sjó og svæðið frá þeim og nið- ur að hafi er friðað þannig að ljóst er að engar framtíðarframkvæmdir geta spillt því útsýni sem þaðan er,“ segir Bjarni Sv. Guðmundsson, ann- ar eigandi Leirvogstungu. „Lóðir í Leirvogstungu hafa verið eftirsóttar. Engin fjölbýlishús verða í hverfinu auk þess sem rýmra er um lóðir en víða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og meira um falleg, opin, sameiginleg svæði á milli þeirra. Vandað er til alls frá- gangs. Áhersla er lögð á leiksvæði, hellulögð torg, tré og gróður.“ Hverfið í Leirvogstungu er reist á gamalli bújörð og hefur sama fjöl- skyldan búið þar í á annað hundrað ár. Bjarni Sveinbjörn Guðmundsson er af fimmta ættlið fjölskyldunnar og stendur að framkvæmdunum ásamt konu sinni Katrínu Sif Ragn- arsdóttur. Faðir Bjarna, Guðmund- ur Magnússon, tók nú í sumar fyrstu skóflustunguna að hverfinu ásamt Herdísi Sigurjónsdóttur varaforseta bæjar- stjórnar Mosfellsbæj- ar. Bjarni og Katrín hafa fengið til liðs við sig fagaðila á öllum sviðum til að aðstoða við framkvæmdina en hafa í gegnum allt ferlið haldið þeirri meginstefnu að í Leirvogstungu bygg- ist upp sérbýlishverfi sem er í takt við nátt- úruna og umhverfið. Á heimasíðunni www.leirvog- stunga.is er hægt að skoða lóðir og verð og fylla út tilboðseyðublöð. Til- boðseyðublöðin eru svo send til fast- eignasala. Tilboðin eru bindandi og fast verð hefur verið ákveðið fyrir hverja lóð. Það eru Fasteignasala Mosfellsbæjar og Landslög – lög- fræðistofa sem sjá um framkvæmd og skipulag. “ Nýjar lóðir í Leirvogstungu Lóðir Sala á nýjum lóðum í landi Leirvogstungu hefst á morgun. Klapparhlíð - Lúxusíbúð f/50 ára og eldri Glæsileg 119,3 m2 lúxusíbúð í 4ra hæða lyftuhúsi fyrir 50 ára og eldri. Íbúðin er glæsileg í alla staði, innréttingar spónlagðar með liggjandi hnotu, hvítar flísar á gólfum með marmaraáferð, baðher- bergi sturtuklefa og mjög stór og björt stofa og borðstofa. Íbúðinni fylgir bílastæði í bílakjallara. Þetta er eign fyrir vandláta. Verð kr. 36,9 m. Leirutangi - 92 m2 jarðhæð 92 m2 neðri hæð í fjórbýlishúsi í grónu og barn- vænu hverfi í Mosfellsbæ. Góð aðkoma er að íbúðinni og stór sérgarður. Stofan er björt og rúm- góð, eldhús með borðkrók, gott svefnherbergi, baðherbergi m/kari, þvottahús/geymsla og stórt herbergi. Verð kr. 17,8 m. Blikahöfði - 77 m2 Flott 2ja herbergja íbúð á efstu hæð í mjög góðu 3ja hæða fjölbýli með opnum stigagangi. Íbúðin er sérstaklega rúmgóð og fallegt útsýni er til suðvesturs. Mahóní- innréttingar og parket á gólfum. Verð kr. 19,2 m. Leirutangi - jarðhæð *NÝTT Á SKRÁ* 92 m2 neðri hæð með sérinn- gangi og sérgarði í litlu fjórbýli á barnvænum stað. Gott hjónaherbergi, eldhús með borðkrók, góð stofa, baðherbergi með kari, tvö herbergi og geymsla/þvottahús. Hluti íbúðarinnar er glugga- laus. Þetta er vel staðsett eign á barnvænum stað. Verð kr. 17,8 m. SÉRBÝLI Í MOSFELLSBÆ Lindarbyggð - Glæsilegt par- hús Til sölu mjög glæsilegt 177,1 m2 parhús á einni hæð á fallegum stað í lokuðum botnlanga í Lind- arbyggð í Mosfellsbæ. Húsið er teiknað af Ingi- mundi Sveinssyni, arkitekt og mjög bjart og rúm- gott. Stór stofa með góðri lofthæð og borðstofa við hlið eldhúss. 4 góð svefnherbergi, sjónvarps- hol og glæsilegt baðherbergi. Bílskýli hefur verið lokað af og gæti vel nýst sem t.d. unglingaher- bergi. Fallegur suðurgarður og hellulagt bílaplan. Þessar eignir eru sjaldséðar á fasteignasölum. Verð kr. 41,8 m. Þrastarhöfði - Glæsileg íbúð *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá mjög glæsilega, 3ja herbergja endaíbúð á efstu hæð við Þrastarhöfða 4-6 í Mosfellsbæ ásamt bílastæði í bílakjallara. Íbúðin er vönduð í alla staði með eikarparketi og flísum á gólfum. Fallegar eikainnréttingar í eldhúsi og stór glersturtuklefi á baði. Mjög stór stofa er í íbúðinni og vel mögulegt er að bæta við 3ja svefn- herberginu. Glæsilegt útsýni er úr íbúðinni út á Sundin. Verð kr. 24,9 m. Miðholt - 3ja herb. *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá 82,4 m2, 3ja her- bergja endaíbúð í 11 íbúða fjölbýli í miðbæ Mos- fellsbæjar. Íbúðin er mjög björt og vel umgengin - baðherbergi m/kari, 2 fín svefnherbergi, stór stofa/borðstofa og eldhús inn af stofu. Svalir í suðurátt og stutt í alla þjónustu. Þetta er björt og rúmgóð íbúð á hagstæðu verði. Verð kr. 17,8 m. Hjallahlíð - 4ra herb. *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá fallega 94 m2, 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í litlu fjórbýli með sérinn- gangi af svalagangi. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf m/sturtu, eldhús með góðum borðkrók og flísum á gólfi, fallegt teppi á stofu og gangi, 3 svefnherbergi með linoleum dúk á gólfi og vinnu- krókur. Mjög stutt er í nýjan grunnskóla, leikskóla og glæsilega sundlaug. Verð kr. 21,9 m. Tröllateigur - 151,4 m2 lúxusíbúð *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá í sölu mjög stóra og bjarta 4ra herbergja íbúð í afar vandaðri lyftublokk ásamt bílastæði í upphitaðri bílageymslu. 3 stór svefnherbergi, björt og rúmgóð stofa, eldhús með fallegri mahoníinnréttingu, tvö baðherbergi, sér- þvottahús og tvær geymslur. 18 m2 svalir í suð- vestur. Íbúðin getur verið laus til afhendingar strax. Áhv. 19,2 m. frá Glitni með 4,15% vöxtum. Verðtilboð óskast. Krókabyggð - endaraðhús *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá fallegt 96 m2 enda- raðhús ásamt ca 16 m2 rislofti í Krókabyggð. Tvö stór svefnherbergi, baðherbergi m/kari, mjög fal- legt eldhús, stórt og björt stofa og gott sjónvarps- herbergi í risi. Nýtt parket á stofu, eldhúsi og svefnherbergjum og ný og falleg innrétting í eld- húsi m/nýjum tækjum. Stór afgirt hornlóð með timburverönd. Verð kr. 27,9 m. Tröllateigur - 167,1 m2 enda- raðhús 167,1 m2 endaraðhús á tveimur hæðum í ný- byggðu hverfi við miðbæ Mosfellsbæjar. Á jarð- hæð eru stofa, borðstofa, eldhús, gestasalerni og bílskúr, en á 2. hæð eru 3 góð svefnherbergi, vinnuherbergi, þvottahús og stórt baðherbergi. Flísar og bambusparket á gólfi og fallegar innrétt- ingar í eldhúsi og baði. Áhvílandi kr. 27,0 milljónir með 4,15-4,2% vöxtum. **Verð nú kr. 39,8 m.** Hlíðarás - 408 m2 tækifæri Til sölu eitt stærsta einbýlishúsið í Mosfellsbæ. Hús- ið er samtals 408 m2 á tveimur hæðum, með tvö- földum bílskúr. Húsið býður upp á mikla mögu- leika, m.a. væri hægt að innrétta 2-3 íbúðarrými (ósamþykkt) á neðri hæð, og halda eftir stórri efri sérhæð með bílskúr. Húsið stendur neðst í Ása- hverfinu með miklu útsýni til suðvesturs, út á Leir- voginn og að Esjunni. Verð 139.700 kr. pr. m2. Verð kr. 57,0 m. Fellsás - 312,3 m2 einb.hús 312,3 m2 tvílyft einbýlishús á fallegum útsýnis- stað í hlíðum Helgafells í Mosfellsbæ. Á jarðhæð er búið að innrétta tvö 2ja herbergja íbúðarrými, sem nú eru í útleigu. Á efri hæðinni er rúmgóð íbúð með stóru alrými og stóru eldhúsi, tvö svefn- herbergi, baðherbergi og í risi er verið að innrétta herbergi. Þetta er stór og mikil eign með góða tekjumöguleika. Húsið stendur á eignarlóð með miklu útsýni til Esjunnar og út á Leirvoginn. Verð- tilboð Tröllateigur 141-150 m2 íbúðir *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá í sölu fjórar 141-150 m2 íbúðir í nýju fjórbýlishúsi í byggingu við Tröll- ateig 41 í Mosfellsbæ. Húsið er eitt síðustu húsa í nýju hverfi sem er að rísa við miðbæ Mosfellsbæj- ar. Stutt er í alla þjónustu, skóla og íþróttasvæði. Íbúðirnar eru 4ra - 5 herbergja og afhendast full- búnar með innréttingum, en án gólfefna, þó verð- ur baðherbergi og þvottahús flísalagt. Íbúðirnar verða afhentar í apríl 2007. Verð frá kr. 28,5 - 32,5 m. ATVINNUHÚSNÆÐI Flugumýri - 216 m2 atvinnu- húsn. *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá snyrtilegt og gott atvinnuhúsnæði við Flugumýri í Mosfells- bæ. Um er að ræða 174 m2 flísalagðan vinnslusal með tveimur innkeyrsluhurðum auk millilofts. Þar er kaffistofa, 2 skrifstofur og lagerrými. Verð kr. 26,5 m. Urðarholt - 150 m2 atvinnu- húsnæði Erum með 150 m2 atvinnuhús- næði á jarðhæð í miðbæ Mosfellsbæjar. Gott verslunarpláss og inn af því hefur verið innréttuð íbúðaraðstaða. Gott gluggapláss er út á bílastæð- ið og gott aðgengi. Rýmið stendur við Mosfells- bakarí sem er eitt best bakarí á landinu. Rýmið er til sölu eða leigu og getur verið laust til afhending- ar fljótlega. REYKJAVÍK Þorláksgeisli - 3ja m/bílsk. - RVÍK Erum með mjög fallega 93,2 m2, 3ja herbergja íbúð 3. hæð í nýlegu lyftuhúsi ásamt bílastæði í bílageymslu í Grafarholti. Íbúðin er rúmgóð og björt, eikarparket á gólfum en innihurðar og inn- réttingar eru spónlagðar með eik. Baðherbergi, forstofa og þvottahús eru flísalagt. Flott hús, innst í botnlanga. Áhv. 14,1 millón frá Glitni m/4,15% vöxtum. Verð kr. 21,9 m. Þórðarsveigur - 3ja herb. + bílsk. *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá mjög bjarta og fal- lega 86,9 m2, 3ja herbergja íbúð á efstu hæð í 4ra hæða lyftublokk með bílastæði í bílakjallara í Graf- arholti. Hvítur olíuborinn askur og flísar á gólfum og hvíttuð eikarinnrétting í eldhúsi. Góðir skápar í herbergjum og sérþvottahús. Mjög fallegt útsýni er til norðurs að Esjunni og Úlfarsfelli. Verð kr. 20,9 m. Hverafold - 2ja herb + bíla- geymsla 56 m2, 2ja herbergja íbúð á jarð- hæð í 4ra hæða fjölbýli við Hverafold í Grafarvogi ásamt bílastæði í upphitaðri bílageymslu. Íbúðin, sem er nýmáluð, skiptist í rúmgott hjónaherbergi, bjarta stofu, eldhúskrók, þvottahús/geymslu og baðherbergi m/kari. Úr stofu er gengið út á hellu- lagða verönd. Verð kr. 16,4 m. KÓPAVOGUR Heiðarhjalli - 4ra herb. + bíl- skúr *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá mjög glæsilega 117,8 m2 íbúð á 2. hæð ásamt 21,9 m2 bílskúr við Heiðarhjalla í Kópavogi. Stofa, borðstofa, hjóna- herbergi, tvö barnaherbergi, eldhús, baðherbergi, þvotthús/geymsla og svefnloft (óskráð). Fallegar sérsmíðaðar innréttingar í eldhúsi, baðherbergi og svefnherbergjum. Þetta er glæsileg eign með miklu útsýni. Íbúðin er laus til afhendingar. Verð kr. 34,5 m. Gullsmári - Penthouse - KÓPAVOGI Mjög glæsileg 131,8 m2 pent- house íbúð á efstu hæð í 7 hæða lyftublokk í Kópavogi. Íbúðin er mjög smekklega innréttuð, stórt eldhús, stofa, 3 svefnherbergi, þvottahús og glæsilegt baðherbergi á aðalhæð og sjónvarpshol og svefnherbergi í risi. Tvennar svalir og mjög stórt hjónaherbergi. Þetta er glæsileg íbúð með miklu útsýni. Verð kr. 34,9 m. LÓÐIR OG LÖND Smábýli 5 - Kjalarnesi *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá ca 5.8 hektara lóð undir ein- býlishús á fallegum útsýnisstað í jaðri Esjunnar. Þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem vilja hafa rúmt í kringum sig, en þó í aðeins 10 mínútna fjar- lægð frá allri þjónustu. Verð kr. 27,0 m. Einar Páll Kjærnested löggiltur fasteignasali Sími: 586 8080 Fax: 586 8081 www.fastmos.is Byggingarlóðir í Leirvogstungu *NÝJAR LÓÐIR Á SVÆÐI 3* Erum að hefja sölu á lóðum undir einbýlishús og raðhús á svæði 3 við Laxatungu í Mosfellsbæ. Þetta er eitt af fallegustu bygg- ingarlöndum á höfuðborgarsvæðinu, með Leirvogsá og Köldukvísl á sitt hvora hönd. Á svæðinu verða eingöngu byggð einbýlis- , rað- og parhús. Kynntu þér málið á www.leirvogstunga.is eða hafðu samband við okkur hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.