Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2007, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Véstein Lúðvíksson vesteinnl@hotmail.com Á 20stu öld létust um 100 millj- ónir af völdum reykinga í heiminum öllum. Árið 2025 munu um tíu milljónir deyja af sömu orsökum, samkvæmt WHO, og um milljarður áður en öldin er úti. Þótt dregið hafi úr reykingum á Vesturlöndum hafa þær aukist til muna annarstaðar. Frá 1968 er aukningin á heims- vísu 73%. Tóbaksfíkn drepur fleiri en alla hin- ar fíknirnar til samans. Frá lokum 19du aldar og fram á miðja 20stu komust fjölmargir læknar ekki hjá að taka eftir að hinum reykjandi vegnaði al- mennt verr en hinum. En það var ekki fyrr en Richard Doll gerði grein fyrir rannsóknum sínum 1950 og bandaríska landlæknisemb- ættið kvað upp sinn úrskurð 1964, að fram voru komnar sannanir sem erfitt var að vé- fengja. Það var þó gert af miklum móð. Og nú er vel skjalfest að tóbaksfyrirtækin tóku efnalega hagsmuni sína fram yfir velferð neytandans og kostuðu alls kyns sérfræðinga til að fara með staðlausa stafi áratugum sam- an. Þessu er nú lokið að mestu, þökk sé bæði lagabókstaf og almenningsáliti. Í stað þess reyna tóbaksfyrirtækin að auka söluna með áróðri meðal barna og unglinga, að gera vöru sína þannig úr garði að fólk ánetjist henni sem rækilegast og auglýsa hana hvar sem því verður við komið. „Glæpur gegn mannkyni,“ segja sumir lögfræðingar. „Frjáls viðskipti,“ segja tóbaksfyrirtækin og hljóma þá einsog breska heimsveldið sem beitti þessum frasa óspart í ópíum-stríðunum í Kína á 19du öld. Þetta þýðir ekki að tóbaksfyrirtækin hafi eingöngu ráðið til sín aukvisa. Hjá þeim vinna skarpir hausar sem vissu það t.d. upp úr 1960 sem heimurinn vissi ekki fyrr en seinna, að sígarettur hafa að geyma geislavirka efnið pólón-210. Og þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um „neikvæðar fréttir“ sem tóbaks- fyrirtækin stungu undir stól. Af þessu er ljóst að orðið „vísindamaður“ er ekki trygging fyrir neinu. Sem starfsstétt eru vísindamenn einsog vörubílstjórar sem aka flestir með gát og líða fyrir þá fáu sem koma óorði á stéttina með ofsaakstri. Segja má að vísindamenn tóbaksfyrirtækjanna iðki vísindi, jafnvel bæði af kappi og glögg- skyggni, en starfsheiðurinn og niðurstöð- urnar eru til sölu, þó ekki fyrir neytandann heldur þá sem græða á að gera hann háðan eitrinu. Vísindavændi hefur þetta verið kall- að. Hitt er líka vitað að einstaka stjórn- málamenn og flokkar hafa þegið stórfé af tób- aksfyrirtækjunum gegn beinum og óbeinum stuðningi við þau. Þetta á ekki síst við um BNA þar sem einn af öflugustu þrýstihóp- unum hefur áratugum saman verið frá tób- aksiðnaðinum. „Varist alla ágirnd“ Af hverju stjórnast fyrirtæki sem gera út á heilsubrest og dauða og leggja sig í líma við að auka á eymdina? Eiginhagsmunum, lögmálum markaðarins, kröfum hluthafanna? Því ekki það. En hvað um græðgi? Og hvað um græðgi að viðbættri afneitun á afleiðingarnar? Eða með hverskon- ar hugarfari er þetta yfirleitt hægt? Maður er nefndur Ivan Boesky. Árið 1986 hélt hann fræga ræðu í Kaliforníu-háskóla í Berkeley og sagði m.a.: „Ég held að græðgi sé heilbrigð. Það er hægt að vera gráðugur og hafa samt góða tilfinningu fyrir sjálfum sér.“ Skömmu seinna var hann dæmdur til að dúsa í fangelsi og greiða stórsekt fyrir inn- herjasvindl á Wall Street og hefur ekki borið sitt barr eftir það. Þessi maður var fyrirmyndin að Gordon Gekko, einni umtöluðustu kvikmyndapersónu seinni tíma. Micheal Douglas lék þennan „harðasta nagla á Wall Street“ af snilld og hlaut Óskar fyrir. Jafnvel þeir sem aldrei „Græðgin er góð,“ sagði Hver tæki sé far með flugvél þó að ekki væru nema eins prósents líkur á að vængirnir dyttu af henni í 35.000 feta hæð? Ef við vitum að stutt er í að það verði óafturkræfar breyt- ingar á lífsskilyrðum á jörðinni erum við þá tilbúin að fórna eigin stundarhag? Græðgi mannsins er umfjöllunarefni þessarar grein- ar og afleiðingar hennar. Gordon Gekko Frægð sína á Gekko (til hægri) því að þakka að hann hefur orðið tákngervingur þeirrar hugarfarsbreytingar sem átt hefur sér stað í BNA varðandi auð og hlutverk hans í samfélaginu. Getur verið að þessi gamli tákngervingur sé nú hættur að vera tákn um breytt hug- arfar og orðinn að tákni um AFLEIÐINGAR þessa sama hugarfars?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.