Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2007, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2007, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók sérstaklega með tilliti til refsiheimilda og mats á refsiþörf. Þetta gæti meðal annars leitt til þess að rannsókn yrði ekki nægilega afmörkuð eða yrði víðtækari en nauðsyn sé til“ … Semsagt, gildandi löggjöf „… sé ekki nægilega skýr þegar kemur að því að greina á milli hvað stjórnendur og starfs- menn fyrirtækja mega og mega ekki gera“, segir Brynj- ólfur, og vísar málinu til Alþingis! Ákæruvaldið á því ekki annarra kosta völ en láta dómstóla skera úr þessum álita- málum. En þetta nægir ekki Samfylkingunni, allir starfsmenn réttarkerfisins eru handbendi Sjálfstæðisflokksins, hefur forysta hennar fullyrt, eins og fyrrverandi framkvæmda- stjóri Landssambands lögreglumanna, Páll E. Winkel, benti á í morgunblaðsgrein um ærumeiðingar hennar og staðlaus- ar fullyrðingar (3ja. febr.). Og enn er vegið í knérunn. Forysta Samfylkingar hefur semsé spunnið það upp að Sjálfstæðisflokkurinn hafi att ákæruvaldinu á Baug, eins og komizt var að orði, jafnvel hótað ríkislögreglustjóra emb- ættismissi, að hætti málaliða, en hann var þó á sínum tíma skipaður í nýtt embætti fangelsismálastjóra af þeim mæta alþýðuflokksforingja, Jóni Sigurðssyni dómsmálaráðherra! Það hefur þannig verið vegið hastarlega að æru þeirra sem starfs síns vegna geta helzt ekki borið hönd fyrir höfuð sér og liggur jafnvel hæstaréttardómur fyrir þess efnis, eins og ríkislögreglustjóri víkur að í fyrrnefndri umfjöllun Brynjólfs í DV. En svona atvinnurógur sæmir engum, allra sízt þeim sem telja sér trú um að þeir geti orðið pólitískir leiðtogar. Slíkt offors vekur ekki traust. Það er lýðskrum. Þannig hefur það þvert á móti verið forysta Samfylk- ingar sem hefur skipt sér af Baugsmálum öðrum stjórn- málamönnum fremur og reynt að egna almenningsálitið gegn ákæruvaldinu og lögreglu og þá væntanlega til að hafa áhrif á dómara. Og koma sér í mjúkinn hjá atkvæð- unum, því auðvitað snýst þetta um þau, en ekki réttlæti. Og hvers vegna skyldi ekki vera ástæða til að sinna meintum skattsvikum upp á milljónatugi, hvaða hagsmuni hefur Samfylkingin af því? Hún hefði áreiðanlega ekki áhyggjur af því, ef Morgunblaðið væri tekið á teppið fyrir slíkar sakir! Þegar krafizt var atlögu að olíuforstjórum var fjargviðrazt í fjölmiðlum um vanhæfi ríkislögreglustjóra af því hann vildi láta kanna hvort það mætti reka slíkt mál á tveimur stöðum í kerfinu, hjá samkeppnisyfirvöldum og lögreglu, Var varkár og vildi ekki misbeita valdi, en fara að lögum. Samt var hann ekki vanhæfari en svo að rann- sóknin fór að mestu fram í embætti hans, en lokarann- sóknin á vegum ríkissaksóknara sem ákærði og var það eðlilegt vegna umfangs og álitamála og svo náttúrlega for- dæma. En öllu málinu var svo vísað frá í Héraðsdómi Reykja- víkur og Hæstarétti. Þá var ekkert talað um klúður eins og í Baugsmálinu, enginn átti að segja af sér! Allt hávaða- laust. Stóryrtir pólitíkusar sem sjaldnast gæta tungu sinnar, og alltvitandi, en misvitrir álitsgjafar hurfu eins og mýbit í köldum gusti! Almenningsálitið, eða dómstóll götunnar eins og myndlíkingin kemst að orði, tapaði málinu. Og blessuð þjóðin , eða tæp 85% hennar, sem hafði loks- ins fundið „mestu þjófa Íslandssögunnar“, sat eftir, orð- laus. Og agndofa! Og svo hleypur Alþingi til og breytir lög- unum, ekki seinna vænna! En hitt er svo annað mál að rík- issjóður hefur fengið hátt í tvo milljarða vegna olíu- og Baugsmálsins og rannsókna þeirra og kemur það fram í svari Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra vegna fyr- irspurna á þingi, Baugsmenn hafa orðið að greiða nær hálfan milljarð króna vegna vantalinna tekna til skatts og olíufélögin að mig minnir hálfannan milljarð vegna lög- brota, enda báðust forstjórarnir á sínum tíma afsökunar á samráðinu og uppskáru vægð í Hæstarétti (sem klofnaði í lokin, að sjálfsögðu!) Það var ekki hægt að refsa olíufurst- um frekar en þeim tölvum sem þeir notuðu í viðskiptum sínum og samráðum! Sluppu þá væntanlega vegna lög- formlegra galla. Athyglisvert er það sem kemur fram í svari Björns, þeg- ar sagt er: „Þá er ótalin hækkun einstaklinga sem tengd- ust málinu svo sem fram hefur komið í fjölmiðlum.“ Þarna á hann við Baugsmálið. Og það verður fróðlegt að sjá þetta uppgjör, þegar upp verður staðið!! Ég hef hælt Fréttablaðinu og framförum þess í tíð Þorsteins Páls- sonar. Þó verð ég að benda á klaufalega ritskoðun sem stingur í augu: Þegar blaðið sagði frá svari Björns Bjarna- sonar undir fyrirsögninni „Sérstakur saksóknari kostar 34,5 milljónir“ og tíundar kostnað við málarekstur, minnist það ekki einu orði á tekjur ríkissjóðs af rannsókninni og sleppir öllum óþægindum í tengslum við skattamöndlið. Semsagt, hlífð við eigendur! Þetta mættu starfsmenn blaðsins íhuga við frekari endurhæfingu. Dómstólar hafa ekki við að lesa í óskýr lög frá Alþingi, en það eru smámunir miðað við byltinguna sem nú fer fram á Bessastöðum gegn stjórnarskrá landsins, eins og lagaprófessor við Háskóla Íslands hefur bent á. En hvern- ig væri þá að ganga hreint til verks fyrst ráðherrar og al- þingismenn ráða ekkert við forseta landsins og gera emb- ættið pólitískt, með nýjum lögum, en þá verður að búa svo um hnútana að enginn geti sezt í það nema með stuðningi álitlegs meirihluta þjóðarinnar, þannig að minnihlutinn geti ekki orðið stærri en meirihlutinn eins og nú vill verða?! Sumt er löglegt, annað siðlegt. Þingræði ræður ekki við siðlega þáttinn. Ekki dómstólar heldur. Því miður! Við morgunblaðsmenn lentum í einu af þess- um álitamálum á sínum tíma, þegar ríkissaksóknari kærði umfjöllun Agnesar Bragadóttur sem snerti uppljóstranir eða upplýsingar og bankaleynd í Landsbankanum eins og margir muna, en blaðið var sýknað án þess verjendur sóp- uðu til sín milljónum og agnúazt væri í fjölmiðlum út í ákæruvaldið. Málið semsagt rekið hávaðalaust og án málaliða! Engar óheiðarlegar aðferðir eða tölvupóstsþjófnaðir, engar æru- meiðingar, engir fjölmiðlalögmenn. Engar ásakanir um pólitískt upphaf málsins! En Agnes hafði sóma af málinu og hlaut fyrir það verðskuldaða við- urkenningu. Við morgunblaðsmenn töldum að okkur vegið, að vísu, en ríkissaksóknari taldi okkur brotlega. Hæstiréttur sýknaði, svo við gátum sagt eins og komizt var að orði á dögum Jónasar frá Hriflu: Guði sé lof fyrir Hæstarétt! Allt var þetta rekið í kerfinu eins og hvert ann- að kærumál og aldrei datt okkur í hug að fara í neitt skaða- bótamál, enda vissum við að ríkissaksóknari var einungis að sinna því sem hann taldi embættisskyldu sína. Og hann lá ekki undir neinum ámælum, þótt hann tapaði málinu, enda enginn fugl á hendi í þeim efnum. Og enginn nefndi samsæri! Samt er æra okkar meira virði en hlutabréf í öllum tuskubúðum Lundúnaborgar! Og nú að öðru. Sumt í þessu Baugs-máli minnir ónotalega á pólitíska þáttinn í Geirfinnsmálinu, án þess það verði rifjað upp hér. Þá var stundum erfitt að stjórna Morgunblaðinu og sigla milli skers og báru, en umfjöllun blaðsins frá þeim tíma stendur eins og stafur á bók og þarf ekki að skammast sín fyrir hana, enda sagði Ólafur Jóhannesson og lét berast til mín, að augljóst væri að nazistar stjórnuðu ekki þar á bæ. En þetta voru erfiðir tímar. Þá eins og nú tóku óábyrgir fjölmiðlar undir hasarinn, auðvitað. Og þannig hefur pólitík fyrr komið við sögu í dóms- málum. Það má með sanni segja að dómstóll götunnar var ekki óvirkur þá frekar en nú. Hann hefur verið baugs- mönnum hliðhollur, því þeir hafa notið vafans og sagðir í hlutverki hróahattar á matvörumarkaðnum, en andstæður olíufurstum sem leika einnig sína rullu þarna í Skírisskógi ísmauranna, svo vitnað sé til Spaugstofunnar sem hefur ís- lenzkt samfélag á reiðum höndum. Í hafskipsmálinu vorum við morgunblaðsmenn gagnrýndir af vinstri mönnum fyrir varkárni, jafnvel einnig af fólki sem stóð okkur nær. Vinstri menn héldu því fram að við værum að reyna að hylma yfir með sjálfstæðismönnum sem við sögu komu. Það er rétt að við fórum varlega í sakirnar, enda er dagblað ekki dómstóll, heldur upplýsingamiðill, og þá væntanlega eitthvað skárri en Gróa! Við sögðum aldrei neitt sem við höfðum ekki pottþéttar heimildir fyrir, það gerðum við ekki fyrir neina sjálfstæðismenn, heldur af nær- gætni við lesendur okkar, heiður okkar sjálfra og eigin sam- vizku. Fyrir bragðið lágum við undir ámæli þeirra sem heimtuðu pólitískan hasar; þeirra sem telja að fjölmiðlar séu dómstólar og sakamál eigi að reka í þeim. Og þar eigi að kveða upp dómana. Þetta voru einnig erfiðir tímar og minna á Baugs-málið nú. En það er í raun og veru ekkert öðruvísi en önnur þau mál sem koma til kasta lögreglu vegna gruns um misferli, fara fyrir dómstóla og eru svo afgreidd þar lögum sam- kvæmt, hvort sem mönnum líkar betur eða ver. En stundum fara fjölmiðlar offari. Og þá er pólitík oftast undirrótin (og svo náttúrlega tengsl við málsaðilja, eins og dæmin sýna). Stundum eru haldnar borgarnesræður. Og þá eru þeir sem standa vörð um réttarríkið dregnir fyrir dómstól göt- unnar og sakaðir um réttarhneyksli, hvað sem það merkir. Rétt eins og afbrotamenn. Já, eins og Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra, á sín- um tíma. En hann stóð keikur og lét ekki hrekja sig úr embætti. Varði hendur sínar á þingi og óhætt að segja að ræða hans hafi verið einstök. Gula pressan hefur tekið við af beinakerlingunum gömlu, en þær voru einskonar smitberar í varnarlausu samfélagi Gróu á Leiti. Beinakerlingar voru vörður á alfaraleið þar sem menn skildu eftir leggi með níðvísum. Jónas varar við beinakerlingum í einu ljóða sinna. Nú eru reknir hér fjöl- miðlar sem kenna sig jafnvel við rannsóknarblaðamennsku (!), en eru ekkert annað en beinakerlingar. Rógberar og kjaftaskar sækja í þessa nýju „fjölmiðla“ eins og flugur í kúaskít. Og gulna! Á þetta og annað einelti minnist ég í Málsvörn og minningum, sem mér skilst sé ekki auðlesin, en stendur óhögguð sem minnisvarði um arfleifðarbrostið sirkussam- félag. Þar kemur DV ekki sízt við sögu og álitsgjafar í pistlamoði blaðanna og kjaftaþáttum loftmiðla eins og út- varpi Sögu: þar sem ráðizt er á fjarstatt fólk og reynt að níða af því æruna. Af því hefur umhverfi mitt og nánir vinir ekki farið varhluta, eins og ég ymti að í fyrrnefndu riti. Þessir fjölmiðlungar eru snákar í fölri sinu samtímans. En áhrif þeirra eru sem betur fer minni en efni standa til. Til eru málaliðar sem eru með Davíð á heilanum. Það er einskonar geðfötlun. Sá sem lendir í henni fær makleg málagjöld. Það eru leikreglur mafíósa. Ég ætla samt að taka áhættuna! Davíð Oddsson lætur ekki múlbinda sig, þótt hann starfi nú á nýjum vettvangi Seðlabankans, fjær blindljósum athyglinnar en áður. Nýverið minntist hann að- spurður á Baugsmálið svonefnt í sjónvarpssamtali við Evu Maríu Jónsdóttur og setti allt á annan endann, eins og hon- um einum er lagið. Af hverju? Af því hann segir það sem margir eru að hugsa, en hika við að segja. Hann skilur t.a.m. ekki þá sem að eigin sögn eyða milljónahundruðum í sakleysi sitt. Og ekki heldur dómskerfi sem getur ekki tekið á málum vegna formalisma eða vangetu. Og hann er ekki einn um það að treysta ekki dómskerfinu, því nær 70 af hverjum 100 Ís- lendingum treysta því ekki samkvæmt könnun Capacent Gallup í febrúar ’07. En traust almennings á lögreglu er ná- lægt því að 80 af hverjum 100 Íslendingum treysta henni, eftir allan barninginn og níðið vegna Baugsmálsins! En þá má spyrja: Hvað um sakborninga sem ekkert eiga, eru þeir sakfelldir vegna fjárskorts; vegna þess að þeir hafa ekki efni á verjendum sem hafa einkum lært í háskóla að drepa sök á dreif? Er þjóðfélagið semsagt orðið verra, siðlausara en það sem við þekkjum verst í þessum efnum; vont fyrir þá sem ekkert eiga nema bágindi sín? (Tengt þessu: Þegar sagt var frá sýknudómi hæstaréttar í Baugsmálinu á forsíðu morgunblaðsnetsins 26. jan. ’07, var dálítil frétt neðar á síð- unni þess efnis að drengstauli á skilorði sem hóf afbrotaferil yngri en 18 ára hefði í hæstarétti verið dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að stela veski og taka út 10 þús. kr. af debet- korti sem í því var!! Nokkru síðar var einhver blankur (og hungraður ?) vesalingur á skilorði dæmdur í 2ja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hnupla 1029 króna ostaköku í einhverri búðinni, vonandi ekki í Bónus!) Davíð sagði einfaldlega: Það er afskaplega vont ef dóms- kerfið ræður bara við smæstu mál, gæzluvarðhaldsúrskurði, innbrot í sjoppur og þess háttar. Sumir voru fljótir að segja að hann hefði átt við ákæruvaldið, nei hann sagði dóms- kerfið og hlýtur að skiljast þeim sem vilja. Svona einfalt er nú þetta. Ég staldra við ummæli Sigurðar Líndals, fyrrverandi lagaprófessors, sem aðspurður um þessa fullyrðingu Davíðs, sendi boltann til alþingis og sagði að refsiheimildir séu ekki nægilega skýrar. Samt hefur verið dæmt eftir þeim árum saman án þess milljarðir komi við sögu. Annar lagaprófessor, Róbert Ragnar Spanó, sagði á há- degisfundi í lagadeild háskólans um olíumálið, samkvæmt frásögn Fréttablaðsins, 12. apríl ’07: Ábyrgðin liggur öðru fremur hjá 63 einstaklingum við Austurvöll … og vitnaði til þess að löggjafinn, það er Alþingi, hefði ekki staðið nógu vel að því að skapa lagaramma sem byggjandi væri á í málum sem þessum. Og starfsbróðir hans, Eiríkur Tómasson, sagði á sama fundi að hæstiréttur hefði gengið „of langt með dómi sínum í þessu máli (olíumálinu)“ … skynsamlegast hefði verið að senda málið aftur í hérað til efnislegrar meðferðar. En þetta leiðir hugann að því sem kennarar við lög- fræðideild Háskóla Reykjavíkur bentu á, að það ætti kannski eftir að koma í ljós að löggjöfin sé í skötulíki – og hver ætli beri ábyrgð á því aðrir en þeir sem hæst láta í skjóli þinghelgi? Enda er traust almennings á alþingi ekkert orðið, hefur minnkað um 14 prósent á einu ári og er minna en nokkru sinni frá því mælingar hófust 1993. (Innskot, þessu tengt: Getur nýskipaður hæstaréttardóm- ari kveðið upp vanhæfisdóm yfir ríkislögreglustjóranum eft- ir að hún hefur kært skipan hans í embætti á sínum tíma til jafnréttisnefndar og tapað málinu?! Eru hæstaréttardóm- arar siðferðilega heilagir? Vanhæfnin fólst í því að lögreglustjórinn gæti ekki stjórn- að rannsókn á meintum skattsvikum baugsmanna vegna um- mæla um almenningsálit og baugsmálið að öðru leyti!!) Davíð nefndi málverkafölsunarmálið sem hæstiréttur vís- aði út í hafsauga. Annað hefði verið nær, ef marka má afar velgerða heimildamynd. Þar var aðili að málinu sem hafði verið dæmdur fyrir sölu á fölsuðum verkum að föndra eitt- hvað við gamalt málverk, þegar sonur ráðsmannsins á Kvía- bryggju kemur að honum úti í skemmu og spyr: Eftir hvern er þetta málverk? Ég er ekki búinn að ákveða það! var svar- ið. Þannig stendur málið, þótt ég viti vel að sýknaðir menn eru saklausir. En meðan þessi setning hljómar fyrir eyrum mér, er málinu ekki lokið í huga mínum. Enn liggja helztu listmálarar landsins óbættir hjá garði og hver sem er getur í friði, óáreittur, falsað öll sín klessu- verk í þeirra nafni og það sem verra er: selt fölsuðu verkin á frjálsum markaði eins og ekkert sé! Minnir á tölvupóstsþjófnaðinn sem birtist í Fréttablaðinu sællar minningar Og svo auðvitað í DV. Hæstiréttur lagði blessun sína á verknaðinn, sem var loks verðlaunaður á há- tíðarsamkomu blaðamannafélagsins!! Nú er tölvupóstsþjófn- aður talinn eitt mesta hneyksli í stjórnmálasögu Svía og er þá ekki einungis verið að tala um lögin, heldur pólitískt sið- ferði og drengskap í átökum um almannahylli, þótt hún sé valtastur vina. En með nýjum ritstjóra við Fréttablaðið hefur Eyjólfur verið að hressast, að vísu. Fjölmiðlar eru eins og togarar, mest komið undir því hver stendur í brúnni. Um það fjallaði ég á fundi norrænna ritstjóra fyrir margt löngu og birti undir fyrirsögninni Ábyrgð fréttamanna og þörfin fyrir sterka ritstýringu, prentað í bókinni Við Kárahnjúka og önnur kennileiti, 1999, en þar er lögð áherzla á nauðsyn þess að ritstjórn sé í góðra manna höndum , en ekki illvirkja „og þá helzt þeirra sem kunna skil á röngu og réttu og láta ekki kylfu ráða kasti“. (Sjá ennfremur: Hæstiréttur komst að sömu lögfræðilegu niðurstöðu og ríkislögreglustjóri hafði lýst í máli forstjóra olíufélaganna, þegar dómurinn vísaði því frá. Um það segir í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins m.a., sunnudaginn 25. marz ’07: Ekki fer á milli mála, að ríkislögreglustjóri og embætti hans standa á traustum grunni í þessu máli, nú þegar upp er staðið. Sjá ennfremur: „Okkar lögfræðilega álit var rétt“, samtal við Harald Johannessen ríkislögreglustjóra um málið eftir Rúnar Pálmason, Mbl. 24. marz, en þar er vitnað í athygl- isverða grein Guðna Elíssonar um samsæriskenningar, í Skírni, haust ’06, „Dauðinn á forsíðunni“ – DV og gotnesk heimssýn.) (Pólitískt anímal) Ég nefndi Málsvörn og minningar að gefnu tilefni. Mér var nauðsynlegt að skrifa bókina með þeim hætti sem gert er. Efnið kallaði á uppgjör og athugasemdir. Og þótt ég telji mig engan sannleiksvott þurfti ég að bera sannleikanum vitni eins og þar er gert. Ég hefði viljað losna við það og skrifa einungis um það efni annað sem mér lá á hjarta og birtist í bókinni. En þess var enginn kostur, úr því sem komið var. Einn af toppkrötunum sagði við mig á sínum tíma: Þú ert pólitískt animal. Og ég held hann hafi trúað því, enda var hann að tala við þáverandi ritstjóra Morgunblaðsins. En ég vissi betur. Ég átti ungur pólitíska hugsjón. Og í hana hef ég eytt æv- inni, öðrum þræði. Hún var, eftir að ég kom ungur sjóari til Leningrað stalínismans 1946 (eins og tæpt er á í Spunnið um Stalín), fólgin í baráttu gegn hundaæði heimskomm- únismans sem leiddi til kalda stríðsins, en allir reyna nú að gleyma því eins og hverri annarri martröð. Þessi barátta kostaði mig mikið og ég galt hennar, ekki sízt sem skáld, og sit enn uppi með það, þótt andrúmsloftið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.