Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2007, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2007, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Örnu Mathiesen Arna@aprilarkitekter.no Þ egar Alvar Alto vann að hönnun bygginga í Reykjavík fyrir mörg- um áratugum blöskr- aði honum stærð og umfang hringtorga er lágu á teikniborðinu. Hann hellti sér yfir íslenska samstarfsmenn sína: „Haldið þið Íslendingar að þið búið í milljónaborg, Berlín eða París … Detta er inte något at ropa hurra för!“ hrópaði hann, eldrauður í fram- an. (Heimild: Úlrik Arthúrsson arki- tekt.) Fyrirætlanir þessar voru reyndar bergmál þess sem gerðist í öðrum löndum um þessar mundir. Mörg gömul mannvirki voru rifin til að rýma fyrir umferðarmannvirkjum í ofurstærð og nánasta umhverfið allt eyðilagt með ömurlegri steinsteypu, malbiki, hávaða og mengun. Sem betur fer runnu margar þessara áætlana út í sandinn. Ég á nú heima í hverfi í Ósló sem ekki varð niðurrifinu að bráð, þótt fjarstæðukennd umferðarmannvirki þar hafi verið á teikniborðinu á þess- um tíma. Nú er hverfið eitt það vin- sælasta í Ósló og hingað koma ferða- menn til að sjá fallegan borgarhluta með torgum, almenningsgörðum; borgarhluta sem iðar af lífi, þar sem er gott og gaman að dvelja og vera til. Bæjarhlutinn er nú friðaður með lögum. Þegar ég heimsæki föðurlandið endrum og sinnum verður mér hugs- að til viðbragða Altos. Umferðar- mannvirkin verða æ svakalegri á hæðina, brautirnar breiðari, hring- torgin fleiri og umferðareyjurnar taka meira pláss. Maður hefði ætlað að slíkt auðveldaði yfirsýn og stytti leiðir, en það getur ekki hafa verið markmiðið því að borgin er öll óskilj- anlegri; þegar maður ætlar til aust- urs verður maður að keyra langa leið til norðurs til að fara í boga og slauf- ur til þess að geta síðan keyrt til suð- urs aftur og þaðan austurúr. Getur þessi útúrsnúningur borgað sig? Til að bæta gráu ofan á svart er vegfar- endum byrgð sýn með steinhrúgum þannig að ógjörningur er að sjá hvað skyldi leynast þegar maður kemur út úr hringiðunni hinum megin. Ring- ulreiðin verður algjör. Og mislægið? Sjálft orðið vekur tortryggni. Er mislægið gott? Já, fyrir bílinn. Mis- lægi, breidd og línuform (beygj- uradíus) brautanna gerir að bíllinn kemst hraðar með þeim kostum og þeim ókostum, hávaða og eimyrju sem því fylgir. Ég sé Alto fyrir mér og ímynda mér andlitslitinn (kannski fjólubláan?), þar sem hann fylgist með Reykjavík og nágrenni í loft- mynd nú 30 árum að honum gengn- um. En er slíkra umferðarmannvirkja þörf? Það er þrátt fyrir allt nauðsyn að eiga bíl, bara börn og aðrir sem ekki geta keyrt bíl taka strætó. Nei, risavaxinna mannvirkja er ekki þörf og Reykjavík er að verða enn eitt víti til varnaðar. Eins og gamall verk- stjóri í Kópavogi sagði eftir bygg- ingu Hamraborgargjárinnar: „Það er eins og andskotinn hafi gert þetta með öfugum klónum.“ Skipulag Ber ekki fyrst að átta sig á því hvernig samfélagi maður vill búa í í framtíðinni og svo haga borgar- skipulaginu til að ná þeim mark- miðum? Svipað og Andri Snær færði rök fyrir á landsvísu í Draumaland- inu: Hvernig er draumaborgin okk- ar? Viljum við guðsvolaða dreif- býlisborg sem krefst tengibrauta sem leggja undir sig æ meira flæmi, skera sundur byggðina, og hafa þau áhrif að fólk hittist ekki nema í stór- mörkuðum eftir að hafa sest uppí bíl og keyrt langar leiðir? Ráð væri að spyrja fólk hversu margar krónur það vilji borga á dag fyrir að hafa vinnustað og leikskóla í göngufæri fremur en spyrja hvað það vilji borga margar krónur á dag fyrir að komast hraðar í vinnuna. Fyrst þá kemur maður í veg fyrir að vegirnir, sem eru afleiðing stefnuleysis í skipulags- málum, taki yfir aðalhlutverkið í borginni. Samsetning byggðarinnar og samspil atvinnustarfsemi, íbúðar- húsnæðis og útirýmis ættu að vera í öndvegi. Hátt nýtingarhlutfall með sterkri áherslu á gæði rýmisins milli húsanna getur gert undraverk þegar búa á til staði þar sem fólk hittist til að dvelja eða til að vera saman. Um alla Evrópu er hægt að finna góðar fyrirmyndir. Síðan geta vegirnir sem nauðsynlegir eru lagað sig að byggð- inni. Samhliða verður að efla al- menningssamgöngurnar á þann hátt að þægilegt og eðlilegt sé hverjum sem er að nota þennan nútímalega ferðamáta sem bæri að verðlauna. Margt bendir til að tími svefnbæj- anna sé fyrir bí og nýrra lausna sé þörf. Margir kjósa heldur líflegan bæjarbrag með menningu, mann- fjölda og alla þjónustu við höndina. Þau hafa bara aldrei verið spurð og þvílíkir valkostir hafa ekki verið teknir til alvarlegrar umræðu. Fólk sem hefur sótt sér menntun og sam- bönd í öðrum löndum flytur ekki heim til Íslands vegna Kringlunnar, Smáralindar og gatnakerfis Reykja- víkur og nágrennis. Og hvað með alla hina sem aldrei fóru utan og verða fórnarlömb umferðarflækjunnar án þess að nokkur spurði hvað þeir vildu? Hverju einasta bæjar- og sveitarfélagi væri ávinningur í að laða að sér fólk sem lætur sig varða sitt nánasta umhverfi. Fólk sem ger- ir kröfur bæði til borgarinnar sem Óskiljanlegt „Umferðarmannvirkin verða æ svakalegri á hæðina, brautirnar breiðari, hringtorgin fleiri og umferðareyjurnar taka meira pláss. Maður hefði ætlað að slíkt auðveldaði yfirsýn og stytti leiðir, en það getur ekki hafa verið markmiðið því að borgin er öll óskiljanlegri; þegar maður ætlar til austurs verð- ur maður að keyra langa leið til norðurs til að fara í boga og slaufur til þess að geta síðan keyrt til suðurs aftur og þaðan austurúr,“ segir greinarhöfundur. Draumaborgin Dag einn neyðast líka Íslendingar til að skipuleggja umhverfið á öðr- um forsendum en bílsins, segir í þessari grein en höfundur telur Ís- lendinga á villigötum í skipulags- málum. »Miðbær Reykjavíkur, með alla sína sögu og sér- kenni, hafði allt til að bera til að geta orðið lifandi bæjarhluti, en er nánast orðinn óbyggilegur vegna afgreiðslutíma veitingastaða með tilheyrandi skríls- látum sem halda vöku fyrir íbúum. Þótt Reykjavík virðist ekki hafa stjórn eða vilja til að stýra þróun- inni gætu nágrannabæjarfélögin séð sér leik á borði og boðið uppá eitthvað nýtt og öðruvísi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.