Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2007, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Það er sama þótt rithöfundurinn sé gagntekinn af skáldsögunni sinni, honum miðar ekkert með skriftirnar. Hugsanir um þær þrúga hann, ásækja hann, kvelja hann, en allt kemur fyrir ekki, hann situr klukkutímum saman fyrir framan tölvuna sína, tekur fram minnispunktana sína, les aftur það sem hann er búinn að skrifa, of margar spurningar herja á hann: „Á ég að vera að fást við skriftir?“ „Hvaða tilgangi þjónar það að skrifa?“ „Hef ég rétt til þess?“ Allt eins gott að glápa á DVD: „Hugsanir leikstjóra hljóta að vera meira örvandi fyrir heilabúið en hugsanir rithöfundar“ segir hann við sjálfan sig. Hann tekst því allur á loft við hin viturlegu orð Samuels Fullers: „Hlutverk leikstjórans er að tryggja það að aldrei gleymist afhverju löngunin til þess að segja tiltekna sögu kviknaði.“ Rithöfundurinn tekur gleði sína að nýju, því það er búið að leysa vandamál hans fyrir hann. Allt í einu finnst honum hann hafa fengið köllun og allar þessar flóknu spurningar verða óþarfar því þær eru í sjálfu sér út í loftið, hinn einstaki og undursamlegi heimur sköpunarinnar lýkst upp fyrir honum. Þegar hann er búinn að ná sér niður, í litla húsinu sínu við sjóinn á suðurströnd Íslands, í jaðri lítils sjávarþorps eldar hann handa sér bleikju með kartöflum og gæðir sér á þessum fábrotna og einfalda rétti. Hamingjusamur, loksins laus undan angistinni frammi fyrir hvíta blaðinu, upprifinn yfir öllu því sem hann sér fyrir sér að hann eigi eftir að skrifa héðan í frá kemur hann sér fyrir við leikjatölvuna sína; HEYRNINA og lætur hugann reika stefnulaust yfir hafflötinn, eina landslagið sem mætir augum hans. Persónan sem hann skapar í sinni mynd nefnist Nu-mohk-Anah og er beinn afkomandi gullarn- arins. Tvö hvít refaskinn hylja axlir hans og fjaðrir og hrafnshöfuð skreyta hár hans. Hann er mjög langt að kominn og eftir því sem hann nálgast því betur sést að hann er alþakinn hvítum leir. Honum segist svo frá að hann hafi lifað af hrikalegar náttúruhamfarir, úrhellisrigning hafi drekkt öllum íbúum lands nokkurs og hann sé sá eini sem hafi komist lífs af. Ætl- unarverk hans er að safna saman eins mörgum eggvopnum og mögulegt er til þess að koma í veg fyrir að vatnið flæði yfir allan heiminn. Eftir að hafa tínt saman um hundrað hnífa, nokkrar axir og tugi verkfæra, eftir að hafa meðan á leiknum stóð tapað ótal lífum og öðlast ótal líf, eftir að hafa verið hreinlega eini maðurinn, maðurinn sem kom fram í upphafi sköpunar- innar, tekur rithöfundurinn á nýjan leik til við verk sitt. Hvað getur hann skrifað eftir að hafa á þennan hátt komist í snertingu við alheiminn? Er nauðsynlegt að vera einhvers konar Kóngulóarmaður eða Xmaður til að geta fengið lesandann til þess að gefa sig ímyndunaraflinu á vald? Hugur rithöf- undarins heldur áfram að sveima til og frá eins og mávarnir yfir Atlantshafinu sem blasir við augum hans og hann rifjar upp ferðalag sem hann fór til Saint Cyrq La Popie þegar hann var tvítugur, og var einskonar vígsla fyrir hann. Hann minn- ist þess þegar hann, sem er kominn sérstaklega til þess að hitta Nödju, ekkju Andrés Bretons, forðar sér burt er hann sér hana í rökræðum við vinkonu sína utan við dyrnar hjá sér og eyðir nóttinni í hjólhýsi sem hann tekur á leigu. Þegar hann svo loksins daginn eftir snýr aftur í hús Andrés drekkur hann teið sem Nadja er svo elskuleg að bjóða honum upp á, án þess að honum auðnist að mæla orð frá vörum. Þegar mál er til komið að halda á braut og honum hefur enn ekki tekist að koma upp einu einasta orði samþykkir hann undrandi og forviða boð um að dvelja um kyrrt í fjóra daga. Það er fjórtándi júlí. Hann sefur í gamalli myllu sem stendur hjá húsinu og alla nóttina berast honum jafnt og þétt til eyrna drunurnar í flugeld- unum. Eftir að hápunktur flugeldasýningarinnar hefur á endanum hrakið hann fram úr rúminu þar sem honum hefur ekki komið dúr á auga kætir það hann og vekur hjá honum hroll í senn þegar hann kemst að því við morgunverðarborðið að eld- ingarnar hafi verið ekta og þær hefðu getað kostað hann lífið … André Breton hafði þann sið að halda út í náttúruna til fundar við þær og svaraði tilmælum áhyggjufullrar eiginkonu sinnar svo: „Og hvað, geturðu hugsað þér fallegri dauðdaga?“ Í stuttu máli, rithöfundurinn hefur enn ekki skrifað stakt orð, hann er uppgefinn eftir öll þessi innri átök, hann sofnar og hann dreymir … Hann er staddur í stórum fyrirlestrasal og Matthías Viðar Sæmundsson spyr hann þessarar spurningar: – „Geturðu sagt mér frá mjög mikilvægu augnabliki í lífi þínu …“ – Einu sinni … – Nei, raunverulegu augnabliki, áréttar hinn aldni vitringur svo rithöfundurinn segir frá því þegar hann, í þessari sömu ferð til Frakklands, var að svamla í á og gríðarstór drekafluga kom og settist á öxl hans og hann túlkaði það sem innvígslu í starf rithöfundarins … – Öllu heldur skírn! leiðréttir hinn aldni spekingur. Á því augnabliki vaknar rithöfundurinn. Honum er ískalt og hann klæðir sig í Donnegal-frakkann sinn sem hann fékk á tíu pund einu sinni þegar hann var staddur í London á afmælisdeginum sínum. Fyrst glíma hans við ritstörfin er ekki ennþá hafin, afhverju þá ekki að halda áfram þessari heimspekilegu reisu með því að vafra um netið undir dulnefninu Sjón? Tungumál táknanna „Portrett úr orðum“ eftir Stéphanie Cohen Íslensk þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson Frönsk menningarhátíð, Pourqoui pas? Franskt vor á Íslandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.