Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2007, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2007 15 lesbók Það er mikill vöxtur í listrænni ljós- myndun og hefur verið allt síðan konseptlistin kom fram á sjón- arsviðið á sjöunda áratug síðustu aldar og frelsaði ljósmyndina frá kröfu um fagurfræðilega skilgrein- ingu ætti hún að teljast gjaldgeng sem myndlistarverk. Í slíkri um- ræðu þótti það löstur að ljósmynd væri vélræn skrásetning af veru- leikanum. Í konseptlistinni varð þessi löstur hins vegar kostur þar sem ljósmyndaformið nýtist hvað best til að skrá hugmyndir í sjáan- legt form. Hugmyndaleg nálgun hefur gefið ljósmyndinni vægi sitt og breidd innan samtímalistar þótt ennþá megi velta fyrir sér fagurfræðileg- um og tæknilegum þáttum hennar, þá í breiðara samhengi en var gert á fyrri hluta síðustu aldar. Á sýningunni „Auglitis til auglitis“ sem nú stendur yfir í Listasafninu á Akureyri og er hluti af listahátíðinni „Franskt vor á Íslandi“ (Pourquoi pas?) má sjá ljósmyndaverk eftir 14 alþjóðlega listamenn, flesta þó frá Frakklandi, sem sýningarstjórinn Isabelle de Montfumar hefur valið. Mikið til eru þetta listamenn sem vinna í öðrum miðlum en ljós- myndum eingöngu og eru mörg verkin þar af leiðandi partur af stærri gjörningi. Ég tek sem dæmi frönsku listakonuna Orlan, sem er löngum þekkt fyrir að leggjast undir skurðhníf og nota líkama sinn sem skúlptúr-hráefni, og myndröð Rom- ans Opalka, „Memento Mori“ (Mundu að þú munt deyja), sem er hluti af viðamiklu skrásetning- arverkefni, sem m.a. byggist á sjálfsmyndum sem listamaðurinn hefur tekið í 40 ár og standa sem skráning á hverfulleika eða dauða. Þ.e. að þegar líf kviknar í tíma er það að deyja. Sjálfsmyndir eru þónokkuð áber- andi á sýningunni og eru þær skoð- aðar í ólíku samhengi. Sjálfsmynd Orlan er til að mynda í guðdómlegu samhengi eða sem skurðgoð, Jean- Luc Vilmouth setur sjálfsmynd sína í efnislegt samhengi, hjá Alain Bu- blex er það ósýnileiki sjálfsmyndar, hjá Kimiko Yoshida er það gríma sjálfsmyndarinnar og hjá Nan Gold- in er það umhverfi, athafnir og að- stæður sem gefa sjálfsmyndina. En öfugt við áðurnefndan Roman Opalka notar Goldin ljósmyndina til að skrá líf sitt en ekki dauða. Algengt er að listamenn hugsi ljósmynd sem skúlptúr eða allavega sem hluta af skúlptúr-gjörningi. Hans Hemmert, sem dæmi, lokar sig inni í stórri latex-blöðru, mótar hana innan frá og gefur henni hlut- verk í rými, og Philippe Ramette sýnir sjálfan sig í arketónísku um- hverfi og notar ljósmyndina til að gefa því sjónarhorn fáránleikans. Reyndar má allt eins horfa á verk Orlan, Bublex og Vilmouth sem skúlptúr-gjörninga, eins og að út- hugsaðar „CSI“-uppstillingar Yann Toma geta verið rýmis-innsetningar og áhorfandinn situr eftir með sönn- unargögnin á mynd. Slíkt gerist þó eingöngu í nálgun því hvernig sem á það er litið er ljósmynd fyrst og fremst ímynd og svo ég vitni í breska listamanninn David Hock- ney, þá fangar ljósmynd formgerð raunverunnar eða geómetríu en ekki líkamleg eða holdleg eigind hennar eins og skúlptúr og málverk kunna að gera. Jafnvel tískulegar nær- myndir Francois Rousseaus af sveittum karlmannslíkömum ná ekki að gera holdið áþreifanlegt. Án holds og líkamlegrar nándar skapast einhver óræð fjarlægð á milli manneskju og myndar þrátt fyrir að hún sé, sjónrænt séð, ein- hver nákvæmasta skrásetning á raunveruleikanum sem fyrirfinnst. Þykir mér þessi fjarlægð koma sér- staklega vel fram í myndum Dom- iniks Lejmans. Óáþreifanleg ímynd er þá gerð sýnileg í myndum af fólki og ásýnd þeirra sem speglast á tví- víðum myndfleti. Í verkum Suzanne Lafont eru það skuggar og orð, hvort tveggja óáþreifanleg fyr- irbæri, sem skapa samspil sín á milli og líðandi myndir (time-lapse pho- tography) Romans Opalka sýna vissulega óáþreifanleika tímans. Í ljósmyndum Cecile Hartmann er geometría og formgerð umhverf- isins höfð í forgrunni og auðvelt er að heillast af næmu auga listakon- unnar. Það gefur verkunum hins vegar annað og aukið gildi að fólkið á myndunum er ýmist viðskiptamenn eða heimilislausir fátæklingar og slær það mann hve aðstæður þeirra eru fjarrænar og nálægar í senn. Í myndröð Yuki Onodera, „Hvernig býr maður til perlu úr glerperlu“, er það líkingarmyndin sem hefur ljósmyndirnar upp á efri hæðir. En sandkorn innan í linsunni skapar björt perlulöguð form í skuggsælum hópmyndum. Smella eiginleikar ljósmyndarinnar og hug- myndaleg nálgun frábærlega saman í þessum verkum Hartmann og Ono- dera. „Auglitis til auglitis“ er ágætis sýnishorn af uppgangi ljósmynd- unar í samtímalistum. Er uppsetn- ing verkanna vel hugsuð, hvert rými fær sinn brag, og þótt sýningin spanni vítt svið tala verkin sín á milli. Enda eiga listamennirnir alla- vega það sameiginlegt að nýta sér óáþreifanleika, ósýnileika og/eða ósnertanleika ímyndarinnar. Óáþreifanleiki ímyndarinnar Eðli ljósmyndarinnar Myndir Dominiks Lejmans sýna óræða fjarlægð á milli manneskju og myndar. Jón B.K. Ransu MYNDLIST Listasafnið á Akureyri Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12–17. Sýningu lýkur 29. apríl. Aðgang- ur 400 kr. Alþjóðleg ljósmyndasýning – Franskt vor á Íslandi (Pourquoi pas?) Morgunblaðið/ÞÖK Ása Bollywoodstjörnur hafa helst ratað á spilara hennar undanfarið. Hlustarinn Undanfarið hefur lagið Barso Re, úr Bol- lywood-myndinni Guru, ratað æði oft í spil- arann. Lagið er sungið af aðalleikkonu myndarinnar, Aishwarya Rai, sem er fyrr- verandi ungfrú heimur og ein skærasta stjarnan í Bollywood í dag. Í myndinni leik- ur einnig nýbakaður eiginmaður hennar, Abhishek Bachchan, sem er sonur hins goð- sagnakennda Amitabh Bachchan. Þau Aish og Abhi giftu sig í gær, en brúðkaupsins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og gjarnan jafnað við brúðkaup Karls Breta- prins og Díönu. Kvikmyndastjörnurnar skipa afar sérstakan sess í hjörtum Indverja og hefur verið mjög skemmtilegt að fylgjast með umræðunni um brúðhjónin og vanga- veltum um brúðkaupið. Þar er greinilega um að ræða eitthvert stórkostlegasta brúðkaup sem sést hefur á Indlandi nútímans, sem að indverskum sið mun standa í nokkra daga, með á sjötta þúsund gesta og blómaregni sem þyrlur sjá um að dreifa yfir mannskap- inn. Myndband við téð lag, Barso Re, má sjá á YouTube-vefnum (www.youtube.com). Ása Briem útvarpsmaður Lesarinn Mrs Dalloway eftir Virginu Woolf er marg- slungið meistaraverk. Sagan, sem kom út árið 1925, gerist á heitum sumardegi í London. Clarissa Dalloway er að undirbúa veislu, hún kaupir blóm og umsnýr öllu heima hjá sér. Á sama tíma fylgjumst við með Septimus Warr- en Smith sem er fársjúkur af þunglyndi og smám saman fer maður að skynja ákveðinn þráð milli persónanna. Mrs Dalloway orkar ennþá ákaflega nýstár- lega á lesandann, þessi óvenjulega nánd sem myndast þegar hið hugsaða talflæði persón- anna streymir inn í vitundina. Kvikmyndin The Hours er mörgum án efa í fersku minni en hún fjallar um líf þriggja kvenna sem eru að lesa Mrs Dalloway. Mér finnst bíómyndin ná að miðla einni stórkostlegri en um leið ein- faldri hugsun í verki Virginíu, um það hvernig við metum lífið þegar dauðinn skekur veröld okkar. Hvernig við komum fram við ástvini okkar. – Hvernig við kjósum að lifa. Margrét Lóa Jónsdóttir ljóðskáld Margrét Lóa „Mrs Dalloway orkar ennþá ákaflega nýstárlega á lesandann, þessi óvenjulega nánd sem myndast þegar hið hugsaða talflæði persónanna streymir inn í vitundina.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.