Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.2007, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.2007, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2007 7 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Omar Rodriguez-Lopez er þekkt-astur sem gítarleikari nýprogg- sveitarinnar The Mars Volta og hér áður fyrr gerði hann miklar gloríur með At The Drive-In, undanfara þeirrar sveitar. Lopez dvaldi í Hol- landi árið 2005 og reyndist dvölin afar gefandi en fjórar breiðskífur liggja nú fyrir. Ein þeirra kom út nú um helgina, Se Dice Bisonte, No Bufalo, á Gold Standard Labo- ratories merkinu. Platan er að mestu leyti spunnin og skartar nokkrum Volta- meðlimum auk Money Mark Ramos- Nishita, sem er kunnur fyrir störf sín fyrir Beastie Boys. Platan inni- heldur aukinheldur útgáfu af „Rapid Fire Tollbooth“ sem Mars Volta hef- ur leikið á tónleikum við miklar vin- sældir. Lopez rekur nú The Omar Rodriguez-Lopez Quintet til hliðar við Mars Volta og hefur kvintettinn verið nokkuð ötull að undanförnu. Í janúar á þessu ári kom út tólftomm- an Please Heat This Eventually þar sem Lopez vinnur með Damo Su- zuki, fyrrum söngvara Can, en Se Dice Bisonte, No Bufalo er tónlist við kvikmyndina El Búfalo de la Noche, sem verður frumsýnd í Mexíkó í ágúst.    Breska rokksveitin The Cult hef-ur nú gert samning við hina stórtæku þungarokksútgáfu Roadr- unner. Ný hljóðversplata mun líta dagsins ljós í september komandi en síðasta verk á því sviði var Beyond Good and Evil sem kom út 2001 á Atlantic. Roadrunner mun taka höndum saman við útgáfu Cult-liða, New Wilderness, en upptökur standa nú yfir í London ásamt upp- tökustjórnandanum Youth (Killing Joke, Paul McCartney, The Orb). The Cult samanstendur nú einvörð- ungu af þeim Ian Astbury (söngur) og Billy Duffy (gítar) og er sveitin nú á ferð um Evrópu þar sem hún hitar upp fyrir The Who. Astbury segir að síðasta plata hafi verið „sál- arskemmandi“ en sveitin, eða hann og Duffy, komu svo saman aftur í vor eftir að hafa verið óvirk í um þrjú og hálft ár. Astbury er þá hætt- ur í Riders on the Storm, Doorssveit þeirra Ray Manzarek og Robby Krieger, og segist ætla að einbeita sér að eigin list í framtíðinni.    Neðanjarðarrapparinn AesopRock gefur út fjórðu breið- skífu sína, None Shall Pass, undir merkjum Def Jux í endaðan ágúst. Á plötunni koma fram m.a. Block- head, sem hefur aðstoðað Rock við taktsmíði um langt skeið og John Darnielle, sem er betur þekktur undir listamannsnafn- inu Mountain Goats. Upptökur á plötunni hafa staðið yfir í annað ár og þetta verður fyrsta stóra plata Aesop Rock í fjögur ár, eða síðan Bazooka Tooth kom út árið 2003. Þá er platan All Day: Nike + Original Run (2007) ekki talin með en hún var framleidd sérstaklega fyrir Nike, plata fyrir hlaupara með óslitinni tónlist í 45 mínútur. TÓNLIST Omar Rodriguez- Lopez The Cult Aesop Rock Eftir Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is HAUSTIÐ 1996 vissu ekki margir hverJosh Davis var, utan sá hópurgrúskara sem hafði kynnt sér stutt-skífur þær sem hann hafði þá gefið út hjá Mo’Wax-útgáfunni í London. En hinn 19. nóvember sama ár sendi hann frá sér breiðskíf- una Endtroducing…, undir nafninu DJ Shadow. Það er ekki ofmælt að fjandinn hafi orðið laus í kjölfarið. Endtroducing… markaði tímamót að því leyt- inu til að hér var á ferðinni fyrsta breiðskífan sem var frá A til Ö soðin saman upp úr hljóð- klippum úr áður útgefnu efni. Davis átti þá þeg- ar gífurlegt safn af gömlum og fágætum vín- ylplötum og smalaði af þeim tónbútum til að nota við gerð Endtroducing… Í bland við það sem kalla mætti fáheyrt stuð (e. rare groove) hrærði hann saman lagabútum frá jafn ólíkum flytjendum og Metallica, T Rex, Beastie Boys, A Tribe Called Quest, Tangerine Dream og Alan Parsons Project, að ógleymdri Björk, en meg- instefið úr lagi hennar Possibly Maybe af plöt- unni Post frá 1995 er notað í laginu Mutual Slump. Eins og gefur að skilja vissu fæstir hvaðan á þá stóð veðrið þegar platan kom út, og margir spurðu sig hverjum bæri í raun heið- urinn af plötunni fyrst hún var í raun púsl úr þegar útgefinni tónlist. En fljótlega náðu áheyr- endur áttum og þá áttu fæstir nógu sterk orð til að lýsa hrifningu sinni. Platan var hvarvetna við toppinn í ársuppgjörum tónlistartímarita og kemst að sama skapi oftast á blað þegar teknir eru saman listar yfir hundrað bestu plötur allra tíma, en slík samantekt er talsvert algeng iðja hjá músíkpressunni. Sem dæmi um hina al- mennu hylli sem platan nýtur þá er hún í hópi þeirra skífa sem vefritið Pitchfork gefur 10 og gamla brýnið Robert Christgau splæsir á hana A+. Það er ekki minnsta afrekið hjá DJ Shadow að láta hinn ægilega hrærigraut sem platan er ganga jafnvel upp og raun ber vitni; þetta er í raun kapall úr tíu spilastokkum og ekki eitt ein- asta spil gengur af. Hráefnin tilheyra hip-hopi af gamla skólanum, sálartónlist og fönki, poppi og rokki og jafnvel sveimtónlist (e. ambient). Hvarvetna má svo heyra afrakstur náðargáfu DJ Shadow geirnegla lögin saman en hún felst öðru fremur í kostulega samsettum töktum. Skínandi dæmi eru lögin Changeling, Stem/ Long Stem, Building Steam With A Grain Of Salt, Midnight In A Perfect World og Napalm Brain/Scatter Brain. Flestar reglur um bygg- ingu laga eru þverbrotnar með tilþrifum á Endtroducing… og hlustendur sem gera þá kröfu að lög samanstandi af erindum og við- lögum til skiptis geta alveg afskrifað hana þessa; hér má meðal annars finna fíngerða lag- línu sem spiluð er á hljóðgervil stilltan á hörpu með dúndrandi þungum trommutakti yfir. Það er ekki annað hægt en að dást að hugvitseminni og láta svo hrífast með. Hér gengur einfaldlega allt upp, meira að segja myndin á umslaginu er í takt við annað; myndbyggingin óhefðbundin og myndin sum- part hreyfð en hún sýnir tvo stráka grúska í gömlum vínylplötum – einmitt það sem gat af sér hina frábæru breiðskífu. Nafn plötunnar er sömuleiðis glettilega viðeigandi orðaleikur með vísan í það að hér er að finna gamalt efni kynnt til sögunnar með nýjum formerkjum; efni sem annars stefni sumt hvert í glatkistuna. En ekki héðan af því frumraun DJ Shadow er einfald- lega of stór varða á vegi dægurtónlistar, með öllum sínum endalausu tóndæmum. Þeir sem eru fæddir fyrir 1970 ná þessu máske ekki fylli- lega – þeir sem eru fæddir eftir 1970 geta varla þóst eiga gildandi plötusafn nema Endtroduc- ing… sé þar að finna. Listin að fá að láni POPPKLASSÍK Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is H inn kunni íþróttakenn- ari og plötusafnari, Sigurbergur Sig- steinsson, var ein- hverju sinni í viðtali að ræða um Bítlana. Paul McCartney bar þar eðlilega á góma og vísaði Sigurbergur alltaf í hann sem „Cartney“, eins og ekkert væri sjálfsagð- ara. Vinur minn, forfallinn McCartney- aðdáandi, tók þetta viðtal og greip nafn- giftina óðar á lofti og hefur notað hana síðan. Honum finnst eins og þeir sem standi McCartney, nei, fyrirgefið Cart- ney, næst í aðdáun eigi réttmætt tilkall til þessa gælunafns, líkt og þegar góðir vinir heilsast kumpánlega. Vinir Cartney hafa þurft að ganga með honum í gegnum súrt og sætt á löngum ferli, en Cartney er lagið að vera mistækur. Þetta hefur einkennt sólóferil hans, dómgreindar- og smekkleysi fór að gera vart við sig í meira mæli þegar hann hætti að starfa með vini sínum og list- rænum vaktmanni, John Lennon. Fylgispekt Aðdáendunum, þessum traustustu vin- um sem mega kalla sinn mann Cartney, var hins vegar launuð fylgispektin svo um munar með áðurnefndri Chaos and Creation in the Backyard, og margir staðhæfa að hér sé komin besta plata Cartney frá upphafi. Plötu þá vann hann með Nigel Godrich, einum þekktasta upptökustjóra samtímans en hann hefur lagt hönd á plóginn við meistaraverk Ra- diohead og stýrt upptöku á sveitum og listamönnum á borð við R.E.M., Beck, Travis, Pavement og Air. George gamli Martin stakk upp á Godrich við Cartney sem langaði til að fá „fersk eyru“ til liðs við sig. Eitt af vandamálum Cartney hef- ur einmitt legið í því að hann er að vanur því að fara sínu fram án samráðs við einn né neinn og það er sem hann hafi verið farinn að gera sér grein fyrir þessu. Go- drich, sem er fæddur ’71, var enda óhræddur við að segja sínar skoðanir umbúðalaust og rak karlinn meira að segja aftur að píanóinu ef honum þótti lögin ekki góð, eða henti þeim einfald- lega. Þetta var í fyrsta skipti síðan Give My Regards to Broad Street (1984) kom út sem Cartney studdist einvörðungu við utanaðkomandi upptökustjórnanda. Þrátt fyrir að Chaos … hafi verið lof- sungin í bak og fyrir og talað um að Cart- ney væri nú að sigla inn í síðbúna gullöld á sólóferlinum þá valdi hann að stýra upptökum sjálfur í þetta skiptið. Honum til aðstoðar er David Kahne sem vann fyrst með honum að hinni ágætu Driving Rain (2001). Þrátt fyrir vinsamleg um- mæli um Godrich, og að Cartney hafi í fyrstu sjokkerast yfir dómhörku Godrich en hafi eftir það borið djúpa virðingu fyr- ir einmitt þeim þætti er mann farið að gruna ýmislegt. Ég held persónulega að Cartney hafi hreinlega ekki nennt að leggja út í aðra eins vinnu, burtséð frá gæðum útkomunnar, þ.e. að láta ein- hvern pjakk skipa sér fyrir verkum. Cartney er kannski ekki enn kominn á Johnny Cash/Rick Rubin-stigið í sínu lífi. Á kaffihúsi Chaos … var síðasta platan sem Cartney gerði fyrir E.M.I. en Memory Almost Full kemur út á Hear Music sem er ný útgáfa í eigu Starbucks kaffihúsakeðj- unnar. Er platan fyrsta útgáfan á því merki. Cartney segir sjálfur að hann hafi verið byrjaður á plötunni áður en vinna hófst handa við Chaos … Fyrstu upp- tökur hófust þannig haustið 2003 í Abbey Road hljóðverinu ásamt hljómleikasveit Cartney. Hann stökk síðan frá því verk- efni yfir í Chaos … og lagði lögunum á meðan. Þegar Chaos …fékk þessar glimrandi móttökur hóf hann að garfa aftur í upptökunum, þó ekki viss um að hann fyndi neitt nýtilegt. En honum að óvörum varð hann mjög skotinn í efninu og fór því að baksa við að koma lögunum í form, bætti við hljóðfærum hér og þar, endursamdi eða tók upp á nýjan leik. Fyrsta smáskífa plötunnar, „Ever Present Past“ kom út 20. apríl, dillandi melódískt lag. Það lag kom reyndar bara út í Bandaríkjunum en „restin“ af heim- inum fær fyrst að heyra „Dance To- night“, 18. júní næstkomandi, á 65. af- mælisdegi Cartney. Cartney Paul McCartney fylgir eftir einni af lofuðustu plötum ferils síns, Chaos and Creation in the Backyard (2005), á mánudaginn með plötunni Memory Al- most Full. Snögg eftirfylgni verður að segjast, og það náðist meira að segja að troða einni klassískri plötu, Ecce Homo, inn á milli, en sú kom út í fyrra. En hvar er Nigel Godrich? Fer sínu fram „Eitt af vandamálum Cartney hefur einmitt legið í því að hann er að vanur því að fara sínu fram án samráðs við einn né neinn og það er sem hann hafi verið farinn að gera sér grein fyrir þessu.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.