Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.2007, Síða 13
skylda að virkja?“ Við skulum líta
nánar á þá spurningu.
Ísland hefur að geyma 40 TWh/a
(terawattstundir á ári) af efnahags-
lega nýtanlegri vatnsorku og að
minnsta kosti 20 TWh/a af vinn-
anlegri raforku úr jarðhita. Þegar
Kárahnjúkavirkjun tekur til starfa
höfum við virkjað 29% af þessum 40
TWh/a. Flest önnur iðnríki hafa þeg-
ar virkjað frá um 65% upp í meira en
90% sinnar efnhagslegu vatnsorku.
Ísland er mjög strjálbýlt land þar
sem meginhluti íbúanna býr nálægt
ströndunum en innri hluti landsins,
sem geymir meginhluta orkunnar, er
óbyggður. Það er að heita má óþekkt
á Íslandi að fólk þurfi að flytja nauð-
ugt frá heimkynnum sínum vegna
virkjana, sem er algengt víða um
heim. Þannig þurfa 1,3 milljónir Kín-
verja, einn af hverjum þúsund íbúum
landsins, að flytja frá heimkynnum
sínum vegna Þriggja gljúfra virkj-
unarinnar. Það samsvarar því að 300
manns þyrftu að flytja vegna Kára-
hnjúkavirkjunar. Mörg lönd sem
geyma óvirkjaða vatnsorku eru þétt-
býl og í þeim þarf margt fólk að
flytja vegna virkjana. Í þeim býr
langstærstur hluti þess 1,6 milljarða
jarðarbúa sem enn hafa ekki raf-
magn til almennra nota. Á fyrri hluta
20. aldar voru flestir Íslendingar í
sveitum án rafmagns til almennra
nota. Nú er enginn án þess og al-
menn rafmagnsnotkun Íslendinga
(þ.e. að stóriðjunni frátalinni) er með
því mesta sem þekkist í veröldinni,
um 11.000 kWh/íbúa (kílówatt-
stundir á íbúa). Ef hver um sig í þeim
1,6 milljörðum jarðarbúa sem nú eru
án rafmagns fengi helming af því,
5,500 kWh á ári, þyrfti til þess meira
en alla efnahagslega nýtanlega
vatnsorku á jörðinni, virkjaða og
óvirkjaða.
Íslendingar eru rúmlega 300 þús-
und af röskum sex milljörðum jarð-
arbúa, eða um 0,005% þeirra. Þeir
ráða yfir um 40 terawattstundum á
ári af efnahagslega nýtanlegri vatns-
orku af um 8.000 í heiminum öllum,
eða um 0,5%. Með öðrum orðum
ræður hver Íslendingur yfir 0,5/
0.005 = 100 sinnum meiri efmahags-
legri vatnsorku en hver jarðarbúi að
meðaltali. Og ríflegum jarðhita til
viðbótar.
Losun koltvísýrings frá raf-
orkuframleiðslu úr eldsneyti til ál-
vinnslu nemur nú rúmlega 100 millj-
ón tonnum af CO2 á ári og jókst um
3,28 milljón tonn á ári að meðaltali á
árunum 1994 til og með 2005. Það
samsvarar um 90% af allri innan-
landslosun á Íslandi 2004, 3,63 millj-
ón tonnum. Losun frá stóriðju er þar
meðtalin. Hvert tonn af áli sem fram-
leitt er á Íslandi með raforku úr
vatnsorku eða jarðhita í stað elds-
neytis sparar andrúmsloftinu 12,5
tonn af koltvísýringi.
Ég tel enga fjarstæðu að hugsa
sér að álframleiðsla á Íslandi verði
komin í 2,5 milljón tonn á ári eftir svo
sem aldarfjórðung. Til þess þyrfti
nálægt 40 TWh/a (terawattstundir á
ári), reiknað í orkuveri, t.d 30 úr
vatnsorku og 10 úr jarðhita. Orku-
lindir okkar ráða vel við það. Sú ál-
vinnsla sparaði andrúmsloftinu 31
milljón tonn af CO2 á ári borið sam-
an við að álið væri framleitt með raf-
magni úr eldsneyti; 8,5-falda núver-
andi innanlandslosun á Íslandi og
30% af núverandi losun heimsins frá
raforkuvinnslu til álframleiðslu!
Er það hnattræn skylda Íslend-
inga að virkja þá orku sem til þess
þarf? Vissulega höfum við ekki und-
irgengist neinar skuldbindingar eða
samninga sem leggja okkur þá
skyldu á herðar. Spurningin er hins-
vegar hvort sú gjafmildi forsjón-
arinnar að úthluta hverjum Íslend-
ingi hundrað sinnum meiri
efnahagslegri vatnsorku en hverjum
jarðarbúa að meðaltali, og ríflegan
jarðhita í ofanálag, leggi okkur sið-
ferðilegar skyldur á herðar? Orku-
lindum, sem eru lausar við gróður-
húsaáhrif, mesta ógnvald okkar
tíma. Er það réttmætt eða órétt-
mætt að krefjast mikils af þeim sem
mikið er gefið? Þessar siðferð-
isspurningar verður hver og einn að
gera upp við sína samvisku og svara
þeim fyrir sig.
Ég svara spurningunni játandi.
Það er hnattræn skylda okkar að
nýta þessar okulindir. Það er skylda
okkar að virkja á Íslandi sem mest
við megum í þágu alls mannkyns.
Það getum við gert án þess að verða
„náttúrulaus“.
Það er nefnilega í alvöru mannleg
skylda að elska náungann eins og
sjálfan sig. Ekki bara orð í bók.
Hversu alvarlega tökum við skyldur
okkar?
kja á Íslandi!
Álverið á Reyðarfirði „Ég tel enga
fjarstæðu að hugsa sér að álfram-
leiðsla á Íslandi verði komin í 2,5
milljón tonn á ári eftir svo sem ald-
arfjórðung. Til þess þyrfti nálægt
40 TWh/a (terawattstundir á ári),
reiknað í orkuveri, t.d 30 úr vatns-
orku og 10 úr jarðhita. Orkulindir
okkar ráða vel við það.“
» Það er nokkuð til í
því sem sagt hefur
verið að til að allir jarð-
arbúar geti búið við
jafngóð kjör og Banda-
ríkjamenn og Evr-
ópubúar, við núverandi
háttsemi þeirra, þurfi
fjóra hnetti á við jörð-
ina. Nú höfum við að-
eins einn hnött til um-
ráða. Hvað gerum við
þá? Svarið er: Hættum
að sólunda efnahags-
legum verðmætum!
Höfundur er fyrrverandi
orkumálastjóri.
Eftir Atla Heimi Sveinsson
ahs@centrum.is
Þ
etta eru eftirminnileg-
ustu tónleikar sem ég
hef verið á um lengri
tíma. Tónlistin var
fögur og forvitnileg,
flutningur oft frábær,
túlkunin sönn og snjöll.
Þýski skáldjöfurinn Goethe
sagði, að þegar maður hlýddi á
kvartettleik, þá væri það eins og
fjórar kurteisar og viti bornar
manneskjur væru að tala saman.
Þetta upplifði ég á þessum tón-
leikum. Allir hljóðfæraleikararnir
eru snilldarspilarar. Þeir eru mjög
ólíkir og sjálfstæðir; þess vegna
verður heildarmyndin áhugaverð.
Kammermúsík er innilegasta
grein fagurtónlistar. Og innan
kammertónlistarinnar er strengja-
kvartettsformið sá vettvangur, þar
sem snilld hinna miklu tónskálda
reis hvað hæst.
Kvartetttónlist setur tónskáldum
skorður. Hljóðfærin eru fjögur og
einslit. Raddirnar eins og í blönd-
uðum kór: sópran, alt, tenór og
bassi. Það er ekkert hægt að fela
né skreyta: allt er aðalatriði. Radd-
irnar fjórar fléttast saman. Þær eru
jafnréttháar, skiptast á um að hafa
forystuna.
Jón Leifs var á sínum tíma ein-
stakur í hópi íslenskra tónskálda.
Meðan aðrir starfsnautar hans
sömdu nær eingöngu kliðmjúka
söngva í íhaldssömum stíl danskrar
beykiskógarómantíkur – snotur
laglína með einföldum hljómaund-
irleik – þá byggði Jón frumlegt og
sérkennilegt tónmál sitt á arfleifð
íslenskra þjóðlaga.
Hann samdi stór og voldug
hljómsveitarverk, en einnig kamm-
ermúsík.
Kvartettarnir eru kannski það
merkilegasta sem Jón samdi. Í
þeim er hann persónulegri og inni-
legri en í hinum voldugu, löngu, og
oft háværu, hljómsveitarverkum.
Fyrirmyndir Jóns eru strengja-
kvartettar Beethovens, einkum þeir
seinustu, og strengjakvartettar
Bartóks.
Jón stældi ekki fyrirmyndir sínar
heldur lagði út af þeim á persónu-
legan máta. Jóni svipar til Beetho-
vens í hönnun og áferð og hjá Bar-
tók lærði hann margt um
nýstárlegar leikaðferðir og tón-
smíðatækni.
Jón mat Bartók einna mest sinna
samtímamanna og voru þeir líkir
um margt. Báðir sóttu þeir inn-
blástur í tónlistararf þjóða sinna,
notuðu brotasilfur alþýðutónlistar
sem efnivið í framúrstefnulegan og
nýstárlegan tónlistarstíl. Tón-
sköpun þeirra var líka nátengd
sjálfstæðisbaráttu þjóða þeirra.
Beethoven túlkaði í kvartettum
sínum örlög sín, innri baráttu og
framtíðarsýn. Hann trúði og sann-
aði að unnt er að setja fram drama-
tískan boðskap með aðeins fjórum
röddum. Strengjakvartettinn var
vettvangur fyrir dýpsta boðskap
hans til mannkynsins, líka til hinna
óbornu.
Jón fer svipaðar leiðir. Í fyrsta
kvartettinum ópus 21, sem saminn
er 1939 og heitir Mors et vita,
Dauði og líf, túlkar hann þrúgandi
kvíða og dauðagrun í upphafi
heimsstyrjaldarinnar síðari, harm-
leiks eyðileggingar og dauða 60
milljóna manna. Þetta er drunga-
legt verk á köflum og áhrifamikið.
Í öðrum kvartettinum, ópus 36,
sem saminn er á árunum 1948-1951,
túlkar Jón persónulegan harm sinn:
dauða Lífar dóttur sinnar, sem
drukknaði. Kvartettinn ber nafnið
Vita et mors, Líf og dauði, og er
þríþættur. Þættirnir heita Bernska,
Æska og Sálumessa. Eilífð. Og í
þeim þætti vitnar hann í kórlagið
undurfagra Requiem, sem samið
var rétt á undan kvartettinum.
Þetta er innhverft verk sem lýsir
djúpri sorg; fegurð tónlistarinnar
sefar harminn og veitir huggun.
Nálgunin er svipuð og hjá Alban
Berg í fiðlukonsertinum Í minningu
engils, sem saminn var 1935.
Í þriðja kvartettinum opus 64,
sem saminn var 1965 og nefnist El
Greco, gerir Jón tilraun til að túlka
í tónum myndir hins spánska meist-
ara. Eitthvað líkt því sem rúss-
neska tónskáldið Mússorgskí gerði
í Myndum á sýningu.
Þættirnir eru fimm og heita þeir
Toledo, Ímynd af sjálfsmynd af El
Greco, Jesús rekur braskarana úr
musterinu, Krossfestingin og Upp-
risan.
Verkið er trúarlegt: ímynd
Krists er meginstef þess. En ekki
er þetta samt hefðbundin kirkju-
tónlist.
Þannig fjallar Jón um mikilvæg
efni, reynir að gera þeim skil í
kammermúsík í sínum eigin tónlist-
arstíl.
Það er tekist á við kvíða mann-
anna, eyðileggingu, persónulegan
ástvinamissi, og það mikilvægasta
af öllu fyrir hina trúuðu: Jesú
Krist. Þetta sýnir mikinn metnað.
Fyrir nokkrum árum kom út
geisladiskur hjá sænsku úfgáfunni
BIS með strengjakvartettum Jóns,
leiknir af Yggdrasli, sænskum
strengjakvartett. Þetta var vand-
aður diskur og mjög vel unninn.
Ég átti eitt sinn tal við sellistann.
Hann sagði að kvartettarnir væru
erfiðir. Ég spurði hvað væri svona
erfitt, engar tækniþrautir virtust
óleysanlegar. Og hann svaraði:
Þessi músík er svo nakin.
Helsti gallinn, að mínu mati, var
að flutningurinn var stundum fág-
aður um of. Stíll Jóns er stundum
hrjúfur, líkt og áferð Kjarvals.
Okkar fólk náði þessu betur, hrjúf-
leikinn fékk að njóta sín þar sem
það átti við, túlkunin var and-
stæðufyllri en hjá hinum góðu
Yggdrasilsmönnum.
Þá virtist mér að kvartett
Kammersveitarinnar spilaði
nokkru greiðar en Yggdrasill, og
tel ég það til bóta. Tónlist Jóns má
ekki verða þunglamaleg um of.
Annars vil ég ekki gera upp á milli
þessara tveggja afbragðshópa, en
gaman er að bera þá saman.
Það er mikið tilhlökkunarefni að
von er á geisladiski frá Kvartett
Kammersveitarinnar. Flutning-
urinn var frábær og kvartettarnir
sjálfir einhver dýrmætasti menn-
ingararfur sem við eigum.
Strengjakvartettar
Jóns Leifs
Morgunblaðið/Ásdís
Kvartettinn „Það er mikið tilhlökkunarefni að von er á geisladiki frá Kvartett Kammersveitarinnar. Flutning-
urinn var frábær og kvartettarnir sjálfir einhver dýrmætasti menningararfur sem við eigum.“ Kvartettinn skip-
uðu Rut Ingólfsdóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Hrafnkell Orri Egilsson.
Það var eftirminnileg stund í Lista-
safni Íslands 17. maí sl. þegar
Kvartett Kammersveitar Reykja-
víkur flutti alla strengjakvartetta
Jóns Leifs undir forystu Rutar Ing-
ólfsdóttur, en með henni léku Sig-
urlaug Eðvaldsdóttir á fiðlu, Þór-
unn Ósk Marinósdóttir á víólu og
Hrafnkell Orri Egilsson á selló.
Höfundur er tónskáld.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2007 13