Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.2007, Síða 15
Ljóð þetta er ein af fyrstu tilraunum mínum til yrkinga, líklega sett saman
um fjórtán ára aldur og ort af kynhvöt, en kommusetning færð til betri vegar
rúmum sautján árum síðar. Bragreglur eru virtar í fyrstu tveimur línum en
svo tekur innblásturinn yfir og ljóðið, knúið áfram af viðfangi sínu, leysist
upp í díónýsíska rím-orgíu. Anna Linda var fyrsta stúlkan sem ég kyssti und-
ir dularfullum kringumstæðum (að kvöldlagi, inni í kofa á leikvelli, umlukin
mildu vorrökkrinu við upphaf skólaleyfis). Við vorum bæði tólf ára gömul og
upp frá þessu fóru á milli okkar nokkur feimnisleg símtöl, sem enduðu á að
hún heimsótti mig í íbúð foreldra minna (ég var einn heima). Við settumst í
stofunni og hún spilaði fyrir mig kassettu með uppáhaldslaginu sínu, „Pump
up the volume með M/A/R/S/S“. Við fórum í sleik og mögulega hef ég káfað
svolítið á henni, ég veit ekki af hverju, kannski til að geta sagt vinum mínum
frá því, en á þessum tíma var ég ekki ennþá orðinn kynþroska, ekki „kominn
með hár“, og ákafi minn þannig fremur formgerðarlegur en drifinn af knýj-
andi ástríðu, nokkuð sem hefur fylgt mér síðan en á öðrum vettvangi. Í minn-
ingunni stendur mér ógn af þessum samfundi okkar, þessu káfi okkar og
kossum, þessum mismun okkar Önnu, ég henti ekki reiður á henni, líkama
hennar, vaknandi brumi brjósta hennar, rauðum varalitnum, væntingunni í
svipnum – allt var þetta fullorðið, en ég ekki, ég var „full of sound and fury,
signifying nothing“, káf mitt og kossar ekki nema undanfari einhvers stærra
og merkilegra sem ég, krakkinn, gat þó ekki ennþá staðið frammi fyrir en
Anna kunni skil á og hafði beygt undir fullorðinsvitund sína. Og ekkert gerð-
ist, foreldrar mínir kæmu fljótlega heim úr vinnunni, Anna tók spóluna sína
og ég kyssti hana bless í dyrunum. Svo leið sumarið; ég hafði ekki aftur sam-
band við Önnu Lindu og hún ekki við mig, og þegar skólinn hófst aftur var
sambandi okkar lokið, það lognaðist án tilþrifa, ekkert var sagt, ekkert gert,
en tveimur árum síðar, þegar ég var tilbúinn, sarð ég hana líkt og bronsaður
guð með ofangreindu smáljóði.
Anna Linda, elskan mín,
allir vilja blossa
kossa þinna, hnátan þín,
hossa lilla bossa.
Anna Linda
Morgunblaðið/Kristinn
Ljóðskáldið | Steinar Bragi fæddur 1975 í Reykjavík
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2007 15
Morgunblaðið/ÞÖK
Vésteinn Valgarðsson Hann hefur verið að lesa Hugsað heim, safn greina eftir Rannveigu
Schmidt sem hann segir víðsiglda og vel að sér, en auk þess sérlega lipran penna.
Lesarinn
Nýlega las ég Hugsað heim, safn greina eftir
Rannveigu Schmidt, sem birtust í einhverju
blaðinu í stríðinu. Þær eru í formi bréfa til
systur hennar, og komu út á bók 1944.
Greinarnar eru stuttar og einfaldar í sniðum
eins og bréf. Þær eru gjarnan endurminn-
ingar frá Íslandi, hugleiðingar eða frásagnir
af eftirminnilegum atvikum. Rannveig var
víðsigld og vel að sér, en auk þess sérlega
lipur penni. Hún hafði því frá nægu að segja.
Stíllinn er lipur og látlaus, og yfir öllu svífur
þægilegur andi sem er blanda af ættjarð-
arást og heimsborgaralegri víðsýni.
Ég rakst á bókina í fornbókabúð. Hún er nú
líklega frekar sjaldséð. Ég hrósaði happi og
var ekki lengi að lesa hana þegar heim var
komið. Það er verst að ekki liggja nema tvær
bækur eftir Rannveigu, hvað sem veldur. Ég
þekkti hina fyrir; hún heitir Kurteisi, frá
1945. Henni var víst strítt vegna hennar –
það er vanþakklátt verk að kenna öðrum
mannasiði.
Rannveig var stórbrotinn, hrífandi karakter
og það væri missir ef bækurnar hennar
gleymdust.
Vésteinn Valgarðsson sagnfræðingur
Hlustarinn
Eurovision-keppnin er nýafstaðin og éghlustaði andaktug á lögin sem þar
kepptu. Ekki að þetta séu miklar eða merki-
legar tónsmíðar en ég hef mikinn áhuga á
keppninni sjálfri og öllu umstanginu og þá
er skemmtilegra að þekkja lögin. Ég hlusta
aftur og aftur þessa daga á Te Deum eftir
Arvo Pärt. Þetta er stórkostleg tónsmíð
sem ég kynntist þegar ég söng verkið með
Dómkórnum fyrir nokkrum árum undir
stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Mig lang-
ar einhvern veginn alltaf til að vera kvik-
myndagerðarmaður þegar ég heyri þessa
tónlist. Hefur hún kannski hljómað í ein-
hverri kvikmynd? Ég ætla að láta verða af
því að senda Friðriki Þór diskinn. Und-
anfarna mánuði hef ég rifjað upp kynni mín
af píanókonsertum Beethovens. Ég á þá í
nokkrum útgáfum en hlusta núna á Rada
Lupu spila þá. Af einhverjum ástæðum þá
held ég mest upp á þann númer 4. Ég hef
líka rifjað upp kynni mín af Pílu Pínu en Ari
Dignus uppáhalds frændi heldur mikið upp
á tónlistina fínu eftir Heiðdísi Norðfjörð.
Nick Cave er aldrei langt undan. Í dagsins
önn lullar Rás tvö í útvarpinu. Langbesta
poppstöðin. Þar er spiluð allskonar tónlist
og nú stendur t.d. yfir samkeppni um besta
sjómannalagið.
Alla daga er þó skipt yfir á Rás eitt klukkan
12.15. Síðasta lag fyrir fréttir er ómissandi.
Björg Þorsteinsdóttir dagskrárgerðarmaður
Morgunblaðið/Kristinn
Kristín Björg „Síðasta lag fyrir fréttir er ómissandi,“ segir Kristín Björg.
Ljóðabækur eftir Steinar Braga: Svarthol (1998), Augnkúluvökvi (1999), Ljúgðu Gosi, ljúgðu (2001), Útgönguleiðir (2005) og Litli kall strikes again (2006).