Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2007, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2007, Blaðsíða 5
Sumartónleikar í Skálholtskirkju 2007 30. júní - 6. ágúst D i e t e r i c h Bux t ehude 300 á ra á r t í ð og No rðu r -E v rópa F. Tunder, J.P.Sweelinck, P.H. Erlebach, G.F. Händel, G.Ph. Telemann, J. Christoph Bach, J.S. Bach, W.F. Bach, C.Ph.E. Bach, J.Chr. Bach, Domen i co Sca r l a t t i 250 ára ár t í ð og Í t a l í a G. Frescobaldi, G. Torelli, B. Laurenti, Alessandro Scarlatti, M. Rossi S taðar tónská ld : Dan í e l B ja rnason Einnig verk eftir Huga Guðmundsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Jón Nordal, Arvo Pärt, Toru Takemitsu, Edison Denisov, Iannis Xenakis, Morton Feldman, Igor Stravinsky, o. fl. Ó ke y p i s a ð g a n g u r a ð ö l l um t ó n l e i k um o g f y r i r l e s t r um www.sumartonleikar.is endum ljósið sem í verkinu skín. Í öðrum tilfellum vill maður gerast textarakari og breyta og umsnúa að vild. Það á frekar við um klassísk verk sem kalla á slíka meðhöndlun enda ástæðulaust að þjóna þeim möglunarlaust. Klassískt leikrit er eins og gamall hnappur sem þarf að sauma á nýja flík.“ Mr. Skallagrímsson var síðan al- gjör andstæða við þetta. „Ég hef reyndar ekki reynslu af því að vera í hefðbundnu hlutverki höfundar í leikhúsi þar sem vinna mín með Peter Enkvist leikstjóra að Ormstungu og nú síðast Mr. Skalla- grímsson fyrir Landnámssetrið í Borgarnesi var á okkar eigin for- sendum. Vinnan okkar byggist á gagnkvæmri virðingu og sameig- inlegri leit og snýst að talsverðu leyti um að finna aðferðir til að segja söguna á sem áhrifaríkastan hátt, beita frásagnartækni þannig að at- hygli áhorfandans haldist vakandi allan tímann. Verkið er samið á for- sendum leikarans ef svo má segja.“ Hefur tapað kapphlaupinu um raunsæið við kvikmyndirnar Og frásagnaraðferðin er jafneinföld og hún er flókin. „Ef leikhúsið hefur tapað ein- hverju þá er það kapphlaupið við kvikmyndirnar um raunsæið og að heilla áhorfendur upp úr skónum með dáleiðslu. Í dag verðum við að gera samkomulag við áhorfendur í upphafi hverrar einustu leiksýn- ingar. Við verðum að gera þeim ljóst að þetta er svona sýning en ekki öðruvísi, eða að þetta verður allt öðruvísi sýning en við héldum í upp- hafi en samt verður að ríkja ein- hvers konar samkomulag um það. Þetta er kallað að afbyggja verk og er mikið stundað í þýsku leihúsi. Þar er reynt að kippa teppinu undan áhorfandanum í hvert sinn sem hann telur sig öruggan um eitthvert samkomulag. Framan af voru höf- undar varnarlausir gagnvart þessu og horfðu á verk sín afbyggð á alla kanta af leikstjórunum en nú eru þeir farnir að gera þetta sjálfir, af- byggja verkin strax og búta þau nið- ur svo þeir hafi eitthvað um þetta að segja. Kvikmyndirnar hafa hins veg- ar náð langtímasamningi við áhorf- endur því þar kemur fátt á óvart og áhorfendur vita að hverju þeir ganga. Allar tilraunir kvikmynda- gerðarmanna til að fara einhverja aðra leið en raunsæið hafa ekki hlot- ið hljómgrunn. Í svipinn man ég eft- ir Dogville þar sem Lars von Trier reyndi að fara abstrakt leið. Frábær mynd en ennþá hefur enginn fylgt í kjölfarið.“ Hefur leikhúsið farið halloka í samkeppninni við kvikmyndirnar? „Já og nei. Leikhúsið verður að horfast í augu við það að kvik- myndaformið er miklu betur í stakk búið til að fá okkur til að gleyma stund og stað með mynd og hljóði. Þetta á leikhúsið að viðurkenna með bros og vör og tvíeflast í því sem það hefur framyfir kvikmyndirnar. Sem er hin íroníska fjarlægð og að segja áhorfendum sögu í þrívídd. Gera áhorfandann meðvitaðan um leið og hann gleymir sér. Við getum sýnt beinagrindina í leikhúsinu um leið og við gæðum hana holdi og blóði. Látið áhorfandann horfa í gegnum líkama sýningarinnar án þess að hann missi áhugann. Það er íronían í leikhúsinu. Og staðreyndin er sú að í leikhúsinu ríkir miklu meira skap- andi frelsi og miklu meira svigrúm til að gera tilraunir með form og frá- sagnaraðferð heldur en í kvikmynd- unum. Kvikmyndagerðin er harðlæst innan markaðslögmálanna og í fjötr- um ótta framleiðendanna sem þora alls ekki að gera neitt sem ekki hef- ur verið gert áður. Allt sem gert er af öðrum toga í kvikmyndagerð er gert af hugrökku fólki fyrir enga peninga.“ Leikhúsið er í samkeppni við sjálft sig Ófagra veröld fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn, bestu leikmynd, bestu lýsingu og bestu leikkonu í aukahlutverki. Margverðlaunuð sýning en hún náði samt ekki til áhorfenda. Sýningar urðu aðeins tólf. Hvernig viltu skýra þetta? „Leikfélagi Reykjavíkur tókst ekki að selja þessa sýningu og ég efast um að það séu áform uppi um að taka hana upp aftur í haust þrátt fyrir verðlaunin, ekki frekar en Draumleik sem fékk verðlaun sem sýning ársins í fyrra en þar urðu áhorfendur færri en á Ófögru ver- öld.“ Ertu að segja að leikhúsið standi ekki með sýningunum? „Það sem ég á við er að þetta eru mjög dýrar tilraunir sem Leikfélag Reykjavíkur leggur skattpeninga borgarbúa í og leyfir síðan sýning- unum að deyja þrátt fyrir að vel hafi tekist til af því að aðsóknin verður ekki til af sjálfu sér. Þarna birtist innri vandi leikhússins sem ég álít vera þann að leikhúsið er í sam- keppni við sjálft sig um áhorfendur þegar það setur sjö sýningar á svið á ári og sami einstaklingur, markaðs- stjóri leikhússins, á að selja þær all- ar. Stjórarnir tveir hjá LR hafa ekki haft hugrekki til að brjóta þetta kerfi upp og læra af sjálfstæðu leik- húsunum eins og ég hef mikið talað fyrir. Þá fengi hver uppfærsla fram- kvæmdastjóra sem væri ábyrgur fyrir markaðssetningu og sölu sýn- ingarinnar. Það er ekki tilviljun að sýningar sjálfstæðu leikkhúsanna ná yfirleitt miklu betri kynningu í fjöl- miðlum en sýningar stóru leikhús- anna. Þetta er verulegt umhugs- unarefni fyrir Leikfélag Reykjavíkur þar sem þarna er um að ræða skrautfjaðrirnar þeirra sem vinna Grímur og svoleiðis. Þeir ná í rauninni aðeins í gegn með þær sýn- ingar sem selja sig sjálfar fyrirfram, og þá á ég við verk sem hafa fyr- irfram þekkta stærð í vitund fólks eins og t.d. barnaleiksýningar eftir þekktum bókum Astrid Lindgren, frægir söngleikir sem hafa áður ver- ið kvikmyndaðir, leikgerðir eftir vin- sælum skáldsögum og svo hafa þeir getað selt breska farsa í fyll- eríisliðið. Þegar þarf að kynna ný verk, koma efni þeirra á framfæri og gera lystug fyrir markaðinn, þá mistekst það nánast alltaf. Þetta er auðvitað mjög vandasamt. Ég upplifi þetta sjálfur þegar ég er kominn að frum- sýningu með nýtt verk og þarf að tala við fjölmiðla um sýninguna. Ég veit að allt sem ég segi er í rauninni upphaf sýningarinnar og það mun ráða því hvort fólk vill sjá fram- haldið eða ekki. Og oft mistekst þetta því maður er hreinlega ekki tilbúinn til að tjá sig á þessum tíma- punkti. Draumurinn væri að geta sagt: það er leiksýning í leikhúsinu í kvöld. Og svo kemur fólk og sest niður og veit ekkert hvað það er að fara að horfa á. Það væri auðvitað best.“ miðað er á áhorfandann Morgunblaðið/G.Rúnar Benedikt Erlingsson „Leikhúsið er byssa og í það er sett kúlan sem er verk höfundarins, og púðrið eru leikararnir og sá sem miðar er leik- stjórinn en það er leikhústjórinn sem tekur í gikkinn því hann ákveður hvenær hleypt skuli af. Og stundum er miðað á höfuð áhorfandans, stundum hjartað en svo eru líka til leikhús sem miða á kynfæri áhorf- andans. Það er eitt í Kópavogi.“ » Það er til eitthvað sem heitir gagnrýni kærleikans og hún er þrungin auðmýkt og væntumþykju en það er miklu erfiðara að beita henni. Það er mjög auðvelt að vera illgjarn og meinfýsinn og gera fólk hlægilegt. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.