Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2007, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 15 Guðni „Það er ótrúlegt hvað áttatíu og átta svartir og hvítir trékubbar eru færir um þegar rétt er þrýst á þá og stigið smekklega á pedala,“ segir Guðni. Hlustarinn Undanfarið hef ég látið mig sökkva ogsökkva í Reykjavík Megasar sem hann dregur meistaralega upp á Loftmynd frá árinu 1987, plötu sem er full af sólskini æsk- unnar og um leið mörkuð mannlegum breysk- leika. Af allt öðrum ljóðrænum toga hefur franski ljóðasöngvarinn Gérard Souzay sung- ið fyrir mig síðustu misseri um ævintýri og ör- lög í sönglögum Franz Schubert. Baritónrödd Souzay smellpassar við Schubert, er hæfilega myrk og dúnmjúk á upptökum frá því snemma á sjötta áratugnum. En þegar maður er settur í stellingar Hlustarans þá koma þó einkum pí- anistar upp í hugann. Það er ótrúlegt hvað áttatíu og átta svartir og hvítir trékubbar eru færir um þegar rétt er þrýst á þá og stigið smekklega á pedala. Upptökusagan er full af píanóleik sem hrærir blóðið: Rubinstein og Dinu Lipatti að leika Chopin, Horowitz að hamast á flyglinum í Myndum á sýningu eftir Mussorgsky á tónleikum í Carnegie Hall árið 1951 og kærkomið ferðalag um Spán með Ali- ciu de Larrocha í Iberia eftir Isaac Albéniz. Keith Jarrett er ávanabindandi þegar kemur að djassinum og ekki má heldur gleyma Glenn Gould að leika Bach sem líkast til kæmi með á eyðieyjuna. Einn daginn er manni loks bent á upptöku með Gould að leika píanósónötur eftir Haydn þar sem hann nær nánast að stöðva tímann í hægum köflum og þrýsta blóðinu upp í höfuð í þeim hröðu. Það er upptaka sem gerir mann steinhissa aftur og aftur. Guðni Tómasson listfræðingur og einn umsjónarmanna Víðsjár á Rás 1 Lesarinn Suma atburði getur maður heimsótt afturog aftur í ólíkum frásögnum og end- urgerðum. Hvenær ætli fólk þreytist á að tala um morðið á Kennedy – eða 11. september? Fall Konstantínópel er einn þessara atburða og um daginn las ég bók eftir Roger nokkurn Crowley sem heitir því einfalda nafni 1453 og fjallar um umsátur Mehmeds II Tyrkjasold- áns um borgina og hvernig hann beitti nýjustu tækni –fallbyssunni – til að sigrast á hinum óvinnandi borgarmúrum Miklagarðs. Höfund- inum tekst að segja söguna þannig að lesand- inn fær bæði á tilfinninguna að fall Konst- antínópel hafi verið óumflýjanlegt og að hársbreidd hafi munað að Býsansmönnum tækist að verja borgina. Þó að austurrómverska ríkið hefði vart verið annað en skuggamynd í 250 ár áður en það féll endanlega, breytti fall þess öllu fyrir hinn kristna heim. Í vestri grétu margir þurrum tárum yfir því að keppinautur páfagarðs væri úr sögunni, en um leið fylltust menn skelfingu yfir veldi Tyrkja. Mehmed ætlaði lengra, því hann vildi vera keisari yfir Rómarríki. Ekki tókst honum það og sumir litu svo á eins og Konstantínópel 1100 árum áður, hefði Moskva nú tekið við hlutverki Rómar, enda var hún kölluð þriðja Róm. Yfir því var fussað í vestri. Enn í dag mótast Evrópupólitík af sömu þátt- um: Ótta við Tyrki og tortryggni gagnvart erfingjum Býsans – Rússum. Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki við Háskólann á Bifröst Jón Hann las nýlega bók eftir Roger nokkurn Crowley sem heitir því einfalda nafni 1453 og fjallar um umsátur Mehmeds II Tyrkjasoldáns um borgina Konstantínópel. Ég hef upplifað minnisskerðingu í návígi, veit hversu rammflókin minnið og systir þess, gleymskan, geta verið. Ég hef alltaf heillast af þessum illskeyttu tvíburum. Hvernig við fölsum minningar og búum þær til. Hvernig við gleymum því sem við viljum muna og munum það sem við viljum gleyma. Óvissunni sem þetta stjórnleysi getur af sér. Ef við munum ekkert gerist ekkert. Án minninga lifum við í eilífu núi, eilífri endurtekningu: Án minnis er- um við munaðarlaus í tíma. Án minnis er núið aðeins hringsól. Upplýsingamettaður samtími okkar ræðst gegn sköpun minninga. Myndavélin, sem var áður stoðtæki minnisins, er orðin framlenging sjálfsins, hluti þess, og grefur undan skapandi minninu. Handhafar valds, hvaða nafni sem það nefnist, vilja líka veg gleymskunnar sem mestan. Við æðum því til algleymis, til ástands sem hafn- ar fortíðinni. Erum við ef við munum ekki? Ég man ekki hvernig textinn um guð gleymskunnar varð til – en hann er hér. Skáldskap er stefnt gegn gleymskunni Enginn man lengur eftir guði gleymskunnar Boðorð hans eru ósjálegar rykhrúgur Söfnuður hans grafinn í ómerktri gröf Myndir af honum taldar vera af öðrum og einfaldari guðum Sagnritarar og trúfræðingar hafa steingleymt honum Hann er útlagi í mannkynssögunni handan hennar Guð gleymskunnar er afar farsæll í sínu vandasama starfi einsog við sem höfum gleymt honum getum borið vitni um Og gleymskan gleymir engum Ljóðskáldið | Sindri Freysson fæddur 1970 í Reykjavík Ljóðabækur Sindra Freyssonar: Fljótið sofandi konur (1992), Harði kjarninn (1999) og (M)orð og myndir (2006). Tilbeðinn leynt og ljóst Morgunblaðið/Kristinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.