Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2007, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2007, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 7 TÓNLIST Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Breski tónlistarmaðurinn og Ís-landsvinurinn Morrissey þurfti að hætta í miðjum klíðum á tón- leikum í Boston í Bandaríkjunum í vikunni. Þegar Morrissey hafði flutt sjö lög sagði hann 5.000 tónleika- gestum að hann gæti því miður ekki haldið áfram þar sem hann væri með sýkingu í hálsi. Læknar ráðlögðu honum að syngja ekki í þrjá daga og því þurfti hann að aflýsa tvennum tónleikum til viðbótar, í Northamp- ton og Philadelphiu. Þó er búist við því að tónleikar í borgunum verði settir á síðar, en Morrissey er á tón- leikaferðalagi um Bandaríkin um þessar mundir. Hann á að koma fram í Madison Square Garden í kvöld og samkvæmt síðustu fregn- um verða tónleikarnir á áætlun. Þá kom Morrissey fram í sjón- varpsþætti Davids Lettermans í gær og söng nýtt lag sem ber heitið „That’s How People Grow Up“ en talið er að um sé að ræða fyrsta smá- skífulagið af næstu plötu kappans.    Bandaríska poppstjarnan JustinTimberlake lýsti því nýverið yf- ir að hann hefði mikinn áhuga á því að taka upp plötu með bresku hljóm- sveitinni Coldplay. „Coldplay eru Bítlar nútímans þannig að mig lang- ar mikið til að syngja með þeim, og þá sérstaklega með Chris Martin,“ sagði Timberlake í viðtali, og bætti því við að hann hlustaði oft á Coldplay áður en hann færi sjálfur á svið. Talið er að Chris Martin, söngvari og forsprakki Coldplay, hafi hins vegar neitað að vinna með Timber- lake, einfaldlega vegna þess að hann vinni aldrei við verk annarra. Af Timberlake er það annars að frétta að hann er á tónleikaferðalagi um Evrópu um þessar mundir, og kemur meðal annars fram á tón- leikum í Lundúnum 4. júlí næstkom- andi.    Dave Gahan, söngvari breskuhljómsveitarinnar Depeche Mode, mun senda frá sér sína aðra sólóplötu í október. Platan nefnist Hourglass og var tekin upp í New York, en upp- tökustjóri var Tony Hoffer sem hefur meðal ann- ars unnið með Beck. „Við vorum mjög meðvitaðir um mikilvægi þess að láta plöt- una hljóma sem best, en leyfa henni jafnframt að koma af sjálfri sér. Við vildum alls ekki festast í því að reyna að gera allt fullkomið. Mað- ur vill alltaf hafa hlutina svolítið óheflaða,“ sagði Gahan þegar upp- tökum lauk. Fyrsta sólóplata Gahans, Paper Monsters, kom út árið 2003 og hlaut nokkuð misjafnar viðtökur gagnrýn- enda. Morrissey Justin Timberlake Dave Gahan Chris Martin Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Líður þér illa? Var kærastinn þinn að segjaþér upp? Ertu að sleikja sárin? Ég maneftir að hafa hugsað þetta allt þegarMark Sandman vakti mig í fyrsta skipti. En ég áttaði mig fljótlega á að ég þyrfti ekki að spyrja út af því að svörin voru í tónlistinni. Þannig að ég spurði stúlkuna sem þá var meðleigjandi minn hvaða tónlist þetta væri. Morphine hét hljómsveitin og diskurinn Cure for Pain. Hún var farin að brosa þegar hún sagði mér þetta því lækningin var farin að virka. Morphine var lengst af þriggja manna sveit sem spilaði óvenjulegan bræðing af djassi, blús og rokki. Meðlimirnir voru Mark Sandman söngvari og bassaleikari, Dana Colley saxafónleikari og þá skiptust þeir Billy Conwoy og Jerome Duepree á um að sjá um slagverkið og voru um skeið samtímis í bandinu. Saxafónleikur Colley ljær tónlistinni sérstöðu, poppmúsík þar sem saxafónninn er í aðalhlutverki er ekki á hverju strái – og þangað til ég uppgötvaði Morphine hafði ég mikla fordóma gagnvart hljóð- færinu sem mér fannst helst eiga heima í bak- grunninum á ódýrum ljósbláum bíómyndum. Bít- skáldið Sandman var þó án vafa hjartað í hljómsveitinni, hans var einkennileg lágstemmd röddin og textarnir sem ná lengst inn í kviku. Þetta er vissulega tónlist djöfulsins, hún hvísar lævíslega í eyrað á manni og fyrsta sungna lagið (alfyrsta lagið er ósungin dagrenning, Dawna) er nefnt eftir djöfsa að nafni Buena sem virðist hafa veitt Sandman þá andagift sem hann þurfti – en hann borgaði til baka og ríflega það á tónleikum í smábænum Palestrínu rétt hjá Róm sex árum síð- ar. „Takk fyrir Palestrína. Kvöldið er yndislegt, það er frábært að vera hérna og ég ætla að tileinka ykk- ur þetta æsandi lag.“ Þetta var júlíkvöld árið 1999 en áhorfendur fengu aldrei að vita hvert lagið æs- andi var því að loknum þessum orðum hneig Mark Sandman niður. Hann hafði fengið hjartaáfall og lést á sviðinu, 46 ára að aldri. Eftir sat tónlistin sem ég heyrði fyrst hálfu ári síðar, djöfulleg og einlæg um leið. En líka djúp spor í tónlistarmenningu Boston-borgar þar sem Sand- man var guðfaðir ófárra tónlistarmanna. Þegar hann var ekki að spila eða æfa sjálfur var hann iðul- lega að hjálpa einhverju ungu indíbandi að koma sér af stað, stundum að hlusta, stundum að spila með. Á disknum má finna ástaróða sem ýmist eru (sjálfs)ásakanir, sjálfsblekkingar, fyrirgefningar eða sættir. „All Wrong“ er ástaróður þar sem titill- inn einn, margendurtekinn, er vísbending um að hann hafi misst mærina sem hann mærir svo mjög, af svipuðu sauðahúsi er svo „In Spite of Me,“ falleg- asta lag skífunnar sem hefst svo: Sometime I tell a stranger all about you / They smile patiently with disbelief / I always knew you would succeed no matter what you tried / and I know you did it all in spite of me.“ Lag sem er ágætis móteitur við ill- læknandi sannfæringu okkar um að við séum eins og annað fólk kemur fram við okkur. Eins er Sandman tíðrætt um lygar og sjálfs- blekkingu. Stundum ertu að blekkja sjálfan þig: „I’m free now / to direct a movie / sing a song or write a book about yours truly / how I’m so inter- esting I’m so great / but I’m really just a fuck-up and it’s such a waste.“ Og stundum ertu að blekkja aðra líka, þá sem skipta þig mestu máli en þó ekki nógu miklu: „Candy asked me if she died / if I could go on / of course I said I couldn’t / and of course we knew that’s wrong.“Lykillinn af plötunni er þó í tit- illaginu, þar syngur Sandman að dag einn komi lækning við sársaukanum, það sé dagurinn sem hann hendi dópinu sínu út um gluggann. Þetta lag gæti ollið þeim misskilningi að hjartaáfallið væri af völdum eiturlyfa, svo var ekki enda virtist tónlistin vera eina dópið sem hann þurfti. Tónlistin býr í draumunum, en nafnið er ekki aðeins vísun í lyfið illræmda heldur líka í Morpheus, guð draumanna. Þetta er draumalyfið sem hann gefur okkur; smyrsl á öll dýpstu sárin. Svo sofnaði ég aftur og vaknaði við rifrildið þeg- ar kærastinn kom skríðandi heim. POPPKLASSÍK Smyrsl á sárin Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is R ekja má upphaf Beastie Boys allt aftur til ársins 1979, en þá hétu þeir The Young Aborigines og spiluðu pönk-rokk víðs vegar um New York-borg. Eini maðurinn sem verið hefur í sveitinni síðan þá er Michael Diamond (Mike D) en árið 1981 gekk Adam Yauch (MCA) til liðs við hana og breytti nafninu í Beastie Boys. Síðasti núverandi meðlim- urinn, Adam Horovitz (Adrock), gekk svo til liðs við þá skömmu síðar. Fljótlega upp úr 1981 færðu Beastie Boys sig yfir í rappið og árið 1983 vöktu þeir fyrst athygli fyrir lagið „Cooky Puss“ sem varð nokkuð vinsælt á skemmtistöðum í New York, en lagið var samið út frá símaati. Þeir Mike D, MCA og Adrock duttu svo rækilega í lukkupottinn árið 1984 þegar upptökustjórinn Rick Rubin uppgötvaði þá félaga og tók í kjölfarið upp fyrstu smáskífu þeirra, „Rock Hard“, sem kom út hjá Def Jam-útgáfunni. Lagið varð nógu vinsælt til þess að Beastie Boys fengju að hita upp fyrir Madonnu á Virgin-tónleikaferðalagi hennar um Bandaríkin árið 1985. Síðar sama ár fóru þeir fé- lagar svo í tónleikaferðalag með röppurum á borð við Run DMC og LL Cool J og í kjölfar þeirrar ferðar komst lagið „Hold It Now, Hit It“ inn á bandaríska R&B- og danslistann sem kom Beastie Boys endanlega á kortið. Pink Floyd og Beach Boys Fyrsta breiðskífan, Licence To Ill, kom út í lok árs 1986 og sló rækilega í gegn. Platan fór beint í efsta sæti bandaríska vinsældalistans, sat þar í heilar fimm vikur og varð síðar mest selda rappplata ní- unda áratugarins, en hún seldist í rúmlega fimm milljónum eintaka. Það var ekki síst laginu „Fight For Your Right“ að þakka hversu vinsæl platan varð, en myndbandið við lagið varð einnig gríð- arlega vinsælt á MTV-sjónvarpsstöðinni sem þá var enn fremur ný af nálinni. Beastie Boys fylgdu vinsældum plötunnar eftir með tónleikaferðalagi um heiminn ásamt hinni al- ræmdu rappsveit Public Enemy. Tónleikarnir í ferðinni hneyksluðu marga, en á þeim mátti meðal annars sjá stúlkur dansandi í búrum og risastóran uppblásinn getnaðarlim á sviðinu. Umtalið varð þó eingöngu til þess að vekja enn frekari athygli á röppurunum ungu frá New York. Beastie Boys sögðu skilið við Def Jam-útgáfunni og næsta plata þeirra, Paul’s Boutique, kom út hjá Capitol Records árið 1989. Enn þann dag í dag þyk- ir platan besta verk þeirra félaga, og ein merkileg- asta hip-hop-plata sem gefin hefur verið út. Í tíma- ritinu Rolling Stone var plötunni meðal annars lýst sem „Pet Sounds eða Dark Side Of The Moon hip- hopsins“. Þrátt fyrir góða dóma náði platan ekki sömu vinsældum og Licence To Ill því hún komst aðeins í 14. sæti bandaríska listans. Góðar sálir Þriðja platan, Check Your Head, kom svo út árið 1992. Mikið var um hljóðfæraleik á plötunni, sem var nýmæli hjá sveitinni. Hljómborðsleikarinn Mo- ney Mark spilaði á plötunni og Mario C var upp- tökustjóri, en þeir áttu báðir eftir að vinna mikið með Beastie Boys. Check Your Head komst í tí- unda sæti Billboard-listans og lögin „So What’cha Want“ og „Pass the Mic“ nutu töluverðra vinsælda. Það var svo loks árið 1994 að Beastie Boys kom- ust aftur í efsta sæti bandaríska vinsældalistans með plötunni Ill Communication. Þrjú lög af plöt- unni slógu rækilega í gegn, „Get It Together“, „Sure Shot“ og „Sabotage“, en myndbandið við síð- astnefnda lagið er fyrir löngu orðið klassískt enda leikstýrt af hinum bráðsnjalla Spike Jonze sem meðal annars hefur gert myndbönd fyrir Björk. Síðar árið 1994 voru Beastie Boys aðalnúmerið á Lollapalooza-tónlistarhátíðinni, ásamt reyndar Smashing Pumpkins, og upp frá því hófu þeir fé- lagar að gefa hluta af aðgangseyri sínum til góð- gerðarmála, meðal annars til samtaka sem börðust fyrir auknum mannréttindum í Tíbet. Pólitísk af- skipti hljómsveitarmeðlima urðu ekki til að draga úr vinsældunum því árið 1995 seldust allir miðar á tónleikaferð sveitarinnar upp á nokkrum mínútum, en einn dollari af hverjum seldum miða rann til góðgerðarmála. Frumkvöðlar Það var svo árið 1998 að Beastie Boys náðu hátindi frægðar sinnar þegar þeir sendu frá sér plötuna Hello Nasty. Plötusnúðurinn Mix Master Mike var kynntur til leiks, en hann þótti gefa tónlistinni nýj- an og ferskan blæ. Platan fór beint á toppinn í Bandaríkjunum, en einnig í Bretlandi, Þýskalandi, Ástralíu, Svíþjóð og víðar. Lagið „Intergalactic“ sló í gegn og Hello Nasty færði Beastie Boys tvenn Grammy-verðlaun. Á tónleikaferðalagi þeirra í kjölfar Hello Nasty settu Beastie Boys hljóðupp- tökur af tónleikum á Netið, og urðu þar með með þeim fyrstu til að gera slíkt. Viðbrögð aðdáenda létu ekki á sér standa en yfirmenn Capitol Records voru ekki sáttir og létu fjarlægja upptökurnar. Málið vakti mikla athygli og var meðal annars skrifað um það í The Wall Street Journal. Næstu árin á eftir höfðu Beastie Boys mikil af- skipti af stjórnmálum, og þá sérstaklega í kjölfar árásanna 11. september árið 2001. Þeir komu fram á fjölmörgum góðgerðartónleikum og árið 2003 gáfu þeir svo út sérstakt lag til að mótmæla stríðinu í Írak. Sex ár liðu fram að næstu plötu en To The 5 Boroughs kom út árið 2004 og fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Mörgum þótti platan ekki jafnast á við fyrri verk sveitarinnar þótt lagið „Ch-Check It Out“ hafi minnt á fyrri afrek. Sjöunda platan, The Mix-Up, kom svo út 26. júní síðastliðinn. Þótt mannsröddin heyrist ekki á plötunni hafa þeir fé- lagar lofað að endurútgefa hana fljótlega og rappa þá yfir lögin líkt og venjulega. Viðtökur gagnrýn- enda við The Mix-Up hafa verið misjafnar, og nú er bara að bíða og sjá hvað almenningur segir. Rappararnir hafa þagnað Bandaríska hljómsveitin Beastie Boys hefur ver- ið ein vinsælasta rappsveit heims í um það bil 20 ár, lengur en flestir aðrir flytjendur í þeim tón- listargeira. Talið er að einungis þrír aðrir rapp- arar hafi selt fleiri plötur á heimsvísu, þeir Eminem, Jay-Z og Tupak Shakur. Beastie Boys sendu frá sér nýja plötu í vikunni, en um er að ræða sjöundu hljóðversplötu þeirra félaga. The Mix-Up er hins vegar töluvert ólík fyrri skífum rapparanna, því á plötunni er ekkert rapp. Reynsluboltar Beastie Boys er ein merkasta rappsveit heims. Frá vinstri: Mike D, Adrock og MCA.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.