Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2007, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2007, Blaðsíða 4
Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur fbi@mbl.is A drian Searle er án efa einn þekktasti og áhrifamesti myndlist- arskríbent í heimi. Dómur hans, sem vís- að er til hér að ofan, vegur því þungt. Og enn þyngra fyrir þá sök að flestir sem eitthvað kveður að í alþjóðlega myndlistarheiminum eru honum sammála. Greinarhöfundur, sem reyndar fór stóra-rúntinn að listkaupstefnunni í Basel undan- skilinni, þekkir það af eigin raun, því í hans eyru sögðu margir helstu sýningarstjórar Evrópu einfaldlega að þeim Roger Beurgel, listrænum stjórnanda Documenta, og Ruth Noack sýningarstjóra hefði mis- tekist hrapallega. Engu skipti hvort þeir voru breskir, franskir eða bandarískir; það var einna helst að Þjóðverjum rynni blóðið til skyldunnar með að vera jákvæðir. Dómar nánast allra voru á sömu lund; ruglingsleg sýning, vond sýn- ingarstjórn og fyrst og fremst mik- ið af listamönnum sem engu máli skipta. Það eru blendnar tilfinn- ingar sem bærast í brjósti sýning- argests er hefur slíkan dóm í far- teskinu. Ekki er þó hægt annað en dást að því hvernig borgaryfirvöld standa með þessari stórsýningu sinni: „Documenta-borgin Kassel“ stendur skýrum stöfum á öllum skiltum er mæta fólki á leið inn í borgina. Strax við komuna er því ljóst hversu þýðingarmikil sýningin er fyrir íbúa Kassel – hinni marg- umræddu hliðarverkun risavaxinna listverkefna er tekið fagnandi hvar sem leið manns liggur í borginni. Hvíta kassanum hafnað – byggingarfræðileg tengsl í sýningarrýmum Það fyrsta sem þvælist fyrir sýning- argestum á svæðinu er sú ákvörðun Breugels og Noacks að afneita hinu hefðbundna hvíta sýningarrými. Þau segja það alls ekki jafn hefð- bundið og flestir telja – ekki síst á Vesturlöndum – og vildu að eigin sögn brúa bilið á milli verkanna á sýningunni og bygginganna sem þau eru sýnd í. Í raun er hlutleysi „hvíta kassans“ umdeilanlegt í þeirra aug- um; þau segja reyndar auðvelt að stýra birtuskilyrðum í hvítum her- bergjum, en telja málverk og svart- hvítar ljósmyndir til að mynda njóta sín mun betur á lituðum veggjum. Þess vegna hafa þau málað veggi salarkynnanna sem hýsa sýninguna bleika, dimmbláa, dökkgræna, rú- strauða, gráa og þar fram eftir göt- unum. Eins og við var að búast voru margir listamannanna óánægðir með þessa ákvörðun – ekki síst Vesturlandabúarnir – en einstaka reyndar mjög hrifnir. Eftir stendur að í raun er þetta mjög ögrandi hug- mynd – hvort sem mönnum líkar út- koman eða ekki – en jafnframt vís leið til að ala á óánægju og óþoli gesta um leið og þeir koma inn á sýningarsvæðið. Annar þáttur sem vísar til bygg- ingarlistarinnar sem umlykur sýn- ingarnar er engu síðri staðfesting á þessari tengingu við þátt bygging- arlistarinnar í framsetningu lista. Það er risastór uppblásinn skáli sem gengur undir nafninu „Krist- alshöllin“. Hún er einvörðungu reist til að hýsa þann þátt sýningarinnar er heitir Aue Pavillon og verður uppblásinn strúktúrinn fjarlægður í sýningarlok. Í þessari óvenjulegu byggingu eru engir innri veggir og þar með orðin til ný leið til að sýna myndlist að sögn þeirra Beurgels og Noacks; ný leið til að afhjúpa sam- tímalist og breyta aðgengi áhorf- enda að henni og sjónarhorni þeirra um leið. Ætlunin var að búa til „al- menningsrými/fólkvang“ – veggir tilheyra jú yfirleitt einkarými – eins- konar sýningarstað framtíðarinnar. Sýningarstjórarnir höfðu m.ö.o. al- gjört frelsi hvað uppsetningu varð- aði, gátu sett upp veggi og eða skil- rúm þar sem þeim sýndist, eða sleppt því alfarið. Líkt og með lita- gleðina á veggjum hefðbundnu sýn- ingarsalanna, var mjög misjafnt hvernig fólki líkaði við þetta upp- blásna og tilraunakennda sýning- arrými. Margir kvörtuðu yfir hávað- anum í loftdælunum, en einnig fannst fólki erfitt að njóta verka sem raðað var á gólfin án þess að sjónlína væri stöðvuð með vegg – líktu um- hverfinu við vöruskemmu. Því sem ætlað var að vísa til nýrra hug- mynda í framsetningu listar á 21. öldinni var m.ö.o. tekið með afar blendnum tilfinningum. Tilraun um samtímann sem margir voru búnir að sjá áður – í Feneyjum 2003 Ef vikið er frá umgjörð Documenta 12 og að innihaldinu, er ljóst að mik- ið hefur verið lagt í hugmynda- og listfræðilega vinnu. Aue Pavillon, er t.d. ætlað að takast á við samtímann; nýlendustefnu, iðnvæðingu, upp- byggingu og afbyggingu, hnattvæð- ingu og umhverfismál. Það er þó erf- itt að horfa framhjá því að sýningarstjórar Utopia Station í Feneyjum 2003, þau Hans Ulrich Obrist, Daniel Birnbaum og Molly Nesbitt, voru fyrri til að kasta þess- um spurningum um samtímann fram í sýningu. Og þótt sú sýning hafi reyndar verið afar umdeild á sínum tíma er ljóst að eftir heim- sókn í Aue Pavillon verður að telja Utopia Station bæði djarfari og bet- ur heppnaða tilraun en þá sem verið er að gera í Kassel. Þó vitaskuld séu góð verk í Aue Pavillon er erfitt annað en að álykta sem svo að þar hafi eitthvað mistek- ist við framsetninguna. Einstök verk njóta sín hvergi nærri nógu vel og erfitt er að greina samhengið í sýningunni. Ef henni var ætlað að gefa tvístraða mynd af tvístruðum samtímanum, þá hefur það ekki heldur tekist því mörg bestu verk- anna í þessum óhefðbundnu sal- arkynnum eru komin nokkuð við aldur; til að mynda verk Charlotte Posenenske, frá miðbiki sjöunda áratugarins, sem vísa sterkt til byggingarlistar. Þau voru róttæk þá og standa fyllilega fyrir sínu sem listaverk á slíkri sýningu, en spurn- ingarnar sem þau kalla fram eru börn þess tíma er skóp þau en ekki samtíma 21. aldarinnar. Markviss andstaða við markaðsöflin – fanga leitað í öllum heimsálfum Það sem vekur aðdáun á Documenta 12 er sú staðreynd að þar er unnið markvisst að því að setja á laggirnar sýningu sem horfir framhjá þeim þáttum er tilheyra listmarkaði heimsins. Auðvitað njóta þeir sem valdir eru til að sýna ætíð góðs af því að sýna á jafn viðurkenndum stað og í Kassel því þeir komast inn á heims- markaðinn. En það breytir þó ekki þeirri staðreynd að fagteymið sem sá um að leita verðuga listamenn uppi undir stjórn Beurgel verður seint sakað um að hafa ekki unnið vinnuna sína við að leita nýrra fanga. Fólk á hans vegum hefur ver- ið á þeytingi um allar heimsins álfur í ríflega þrjú ár. Og augljóslega forðast að éta upp af öðrum listsýn- ingum hugmyndir um hverjir séu „heitir“ og „góðir“. Til marks um það er sú staðreynd að mjög lítil skörun er á milli þeirra hópa lista- manna sem sýna á Documenta og í Feneyjum í ár, þótt skörunin á milli Feneyja og skúlptúrsýningarinnar í Münster sé töluverð. Til að finna raunhæf og áhuga- verð viðmið um hvers ætti að leita á sviði myndlistar var einnig sett sam- an fagráð í Kasselborg sem hafði það hlutverk að vera ráðgefandi varðandi þarfir samfélagsins og þær kröfur sem ætti að gera til sýningar með svo háleit markmið sem Docu- menta. Í þessu fagráði áttu m.a. sæti fræðimenn, kennarar, listamenn og stjórnmálamenn. Því má nefnilega ekki gleyma að stórsýning sem þessi er ekki einungis áhrifavaldur í þröngum heimi sýningar- og safn- stjóra, myndlistarmanna og safnara. Henni er líka ætlað að skilja eftir sig nýja arfleifð; uppfræða almenning og afhjúpa gildi listarinnar í víðu samfélagslegu samhengi. Því hlut- verki hefur Beurgel verið trúr. Morgunblaðið/Fríða Björk Ingvarsdóttir Documenta Halle Bjartlitir veggir og enginn skilrúm á milli verka. Handvömm eða h „100 daga handvömm“, var fyrirsögnin á grein Adrian Searle um Docu- menta í Guardian, nokkrum dögum eftir að hún var opnuð hinn 16. júní síð- astliðinn. Óneitanlega harður dómur um þá sýningu í heiminum sem mest- ar vonir eru bundnar við. Jafnvel á ári stóra-rúntsins, eins og ferðalag myndlistarfagfólks síðastliðinn mánuð hefur verið uppnefnt. Sá rúntur hófst í Feneyjum, en hélt síðan áfram til Basel á listkaupstefnuna, til Kassel þar sem Documenta stendur yfir og lokst til Münster á skúlptúrsýninguna þar. Um hana verður fjallað í næstu Lesbók. Margir hafa […] gagnrýnt Beurgel og Noack harðlega fyrir aðferðafræði virðingu. Þau hafi einfaldlega fórnað listrænni framvindu, einkennum og Uppgræðsla loforðanna Í verki Ines Doujak er sáð fyrir sáttmálum heimsins í frjóan jarðveg. Skuggateikning Í verki Trishu Brown er vísað til skúlptúrs og teikningar dansara 4 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.