Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2007, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Verð- mæti UPPHRÓPUN Eftir Sigtrygg Magnason naiv@internet.is Þ að varð uppi fótur og fit fyrir nokkru þegar Hómer nokkur Simpson hóf upp raust sína á íslensku. Ungmenni og aðdá- endur lágu með sótthita eftir þessa trámatísku lífsreynslu og fóru margir mikinn á alnetinu. Eins og vant er. Mér varð hugsað til þessa úti á Spáni fyrir skemmstu þegar ég kveikti á þarlendu sjón- varpi og sá búta úr kvikmyndinni Scream á spænsku. Hafi myndin verið vond á sínum tíma hefur aldur og annað tungumál ekki bætandi áhrif. Og við svona aðstæður rennur upp fyrir manni hvað röddin er mikilvægur hluti af persónum. Það er alveg skiljanlegt að fólki sem hefur drukkið í sig Simpsonþætti í sirka 18 seríur eða svo, hafi fundist lítið koma til íslensku talsetningarinnar. Það er líklega erfitt að finna þátt sem hentar verr til talsetningar. Við lifum á áhugaverðum tímum. Að öllum líkindum mun eitís-kynslóðin horfa upp á gjörbreytingu íslenskunnar. Tungumálið er lifandi skepna og þjónar hugsunum okkar. Tækninni fleygir fram og með öllum þeim breytingum hefur heimur og hugsun fólks breyst. Tungumálið lagar sig að SMS og MSN og eftir því sem sá samskiptamáti verður mikilvægari þá treystir sú íslenska sem þar gildir sig í sessi. Og til að breyta því aftur þarf að breyta hugsuninni og til þess þarf svolítið að breyta heiminum. Og hvað er heimurinn? Jú, heimurinn er allt í kringum okkur en hann er ekki stór. Mestan hluta hans fáum við til okkar í gegn- um fjölmiðla, restina sjáum við um að lifa sjálf. Upplifun okkar á stríðum í Afríku fer væntanlega fram á vandaðri íslensku en ann- að gildir þegar kemur að hremmingunum sem Jói lenti í um verslunarmannahelgina, LOL. Vandamál íslenskunnar er vandamál sjón- varpsins. Íslenskt leikið efni úr íslenskum veruleika er sjaldgæft, hvað þá íslenskt leikið efni fyrir ungt fólk. Það er alvarlegt mál ef ungt fólk finnur sig ekki nema í amerískum heimi á amerísku. Og það er ekki bara alvar- legt mál fyrir íslenskuna heldur býður það upp á alls konar flækjur og erfiðleika fyrir þetta fólk með að sætta sig við samfélagið. Þangað til það auðvitað breytist í amerísku sápuna. Þetta hefur lengi verið vitað og ekkert ver- ið gert í því nema búa til lengri þætti um dóp og kynferðislega misnotkun. Nú blasir við nýr vandi. Ég held það megi halda því fram að hægt sé að líta á meðvitað menntað fólk sem verndara íslenskrar tungu. Það er jú það sem horfir á vandaða leikna íslenska efnið. En með gjörbreyttu tæknilegu um- hverfi er mun auðveldara fyrir þetta fólk að nálgast það besta sem er framleitt í sjón- varpi og útvarpi í heiminum. Þetta er ný staða, sérstaklega fyrir íslenskt útvarp sem verður að bregðast við með aukinni áherslu á podcast. Fyrrnefndur hópur hefur líklega einnig verið helsti stuðningshópur Ríkisútvarpsins sem grundvallarstofnunar í íslenskri menn- ingu. Það er einsýnt að þolinmæði hópsins gagnvart Ríkissjónvarpinu mun minnka þeg- ar þarfir hans eru uppfylltar á annan hátt – og á annarri tungu. Þá er alveg eins gott að selja batteríið. Í mörg ár stóðu íslenskir listamenn við inngang Sjónvarpsins og biðu eftir því að fá eitthvað að gera. Dyrnar opnuðust og lok- uðust og ekkert bauðst. Að lokum gafst þetta fólk upp og fór að gera eitthvað annað. Og þetta annað var útrás íslenskra listamanna. Þeir fóru að búa til kvikmyndir sem vöktu athygli utan landsteinanna. Má þar sér- staklega nefna þrjá frá síðustu árum: Dag Kára, Baltasar Kormák og nú síðast Ragnar Bragason. Og hlýtur ekki að vera ofboðslega súrt og sorglegt fyrir Sjónvarp allra lands- manna að eiga ekki nokkurn þátt í því? Gísli Örn Garðarsson hefur svo hafið útrás leikhússins í einni helstu leikhúsborg heims- ins, London. Sýningarnar sem hann setur upp þar flytur hann heim til Íslands, svo við þurfum ekki að fara til útlanda. Ég er ekki viss um að þessi þróun sé nei- kvæð en ég held hún sé staðreynd. Þjóðerni og tungumál eru að þynnast út. Þess vegna langar mig bara að segja við þá sem hafa áhyggjur af íslenskri tungu: verið hrædd. Verið mjög hrædd. Núna. Áður en það verð- ur of seint. Verri íslenskaður? „Það er alveg skiljanlegt að fólk sem hefur drukkið í sig Simpsonþætti í sirka 18 seríur eða svo, hafi fundist lítið koma til ís- lensku talsetningarinnar. Það er líklega erfitt að finna þátt sem hentar verr til talsetningar.“ Verið hrædd. Mjög hrædd » Þeir fóru að búa til kvik- myndir sem vöktu athygli utan landsteinanna. Má þar sérstaklega nefna þrjá frá síð- ustu árum: Dag Kára, Baltasar Kormák og nú síðast Ragnar Bragason. Og hlýtur ekki að vera ofboðslega súrt og sorg- legt fyrir Sjónvarp allra lands- manna að eiga ekki nokkurn þátt í því? FJÖLMIÐLAR Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins Eftir Eystein Björnsson eystb@ismennt.is ! Vonandi verður þess ekki langt að bíða að ráðamenn átti sig á því sem ýmsir vita nú þegar. Að mikilsverðustu störfin sem unnin eru í sam- félaginu séu umönnun barna og unglinga. Feðraorlofið er örlítið spor í rétta átt og að mínum dómi það gleðilegasta sem gerst hefur í íslensku samfélagi um langa hríð. Til skamms tíma hugsuðu mæðurnar um börnin. Karlmennirnir tóku við unglingunum úti í atvinnulífinu og kenndu þeim handtökin. – Ég er nú bara húsmóðir, sögðu konur stundum þegar þær fóru í auknum mæli út á vinnumarkaðinn. Þær sem heima voru og sáu um börnin gerðu það nefnilega kauplaust, þess vegna lítilsvirðandi at- viksorðið bara. Og enn er það – bara, bara – að hlúa að börnum, veita þeim öryggi og hlýju í faðmi ástvina og síð- ar undir handleiðslu hjartahlýrra og vel menntaðra starfskrafta. Enn fá mæðurnar svo til engin laun. Eitthvað er til sem nefnist barnabætur, en svo smánarlegt að engu tali tekur. Kenn- arar í leikskólum og grunnskóla eru láglaunastéttir, upp til hópa konur. Enda feðraveldið enn við lýði á Ís- landi. Það er grátbroslegt til þess að vita að fjöldi Íslendinga telji sig þess um- kominn að fyrirlíta og fordæma við- horf íslamskra karlmanna til kvenna. Þótt ýmislegt megi að því fyrir- komulagi finna er mér stórlega til efs að konur og störf kvenna njóti meiri virðingar á Íslandi en í ríkjum múslíma. Nei, kauplaust skal það vera að ganga með barn, fæða það í heiminn og fóstra fyrstu árin. Ekki mun það fyrir þær sakir að starfið sé svo létt og löðurmannlegt. Það vita allir sem gætt hafa barna fyrstu árin í hverju það felst. Ég hef talað við heljarmenni og togarajaxla sem segjast aldrei hafa komist í hann krappari en í þau skipti sem þeir neyddust til að taka að sér börn sín vegna veikinda móður. Því mæðurnar gefast aldrei upp meðan þær geta staðið á fótunum. Ef ráðamenn á Íslandi bæru snefil af virðingu fyrir konum sínum og störfum þeirra myndu þeir á auga- bragði sjá svo um að strax við getnað færi verðandi móðir á hæstu laun í samfélaginu. Því með leyfi að spyrja: Hvar er ábyrgðin meiri? Í hvaða starfi varðar það þjóðarheill meira að vel eða illa takist til? Ef aðeins er litið til efnahagslega þáttarins ætti það að liggja í augum uppi hvort það borgar sig eða ekki að leggja allt í sölurnar við uppeldi barna. Það vita allir sem nenna að hugsa heila hugsun til enda að þar er grundvöllur samfélagsins lagður. Hvorki meira né minna. Heil- brigðir einstaklingar til sálar og lík- ama skapa ómæld auðævi en óheil- brigðir milljarða tjón. Það er hörmulegt að á tuttugustu og fyrstu öldinni skuli upplýsingin og menntunin ekki vera á hærra stigi meðal ráðamanna, hagfræðinga, viðskipta- fræðinga og lögspekinga. Sannast þar að löng skólaganga og ábúðarmiklir titlar og gráður tryggja ekki góða menntun og skýra hugsun. Hvað varðar glámskyggni á mikilvægi uppeldis gæti maður freistast til að halda hið gagnstæða. Og að þrátt fyrir skólagöngu á æðri stigum séu embættismenn og valdhafar enn í viðjum þess feðraveldis sem lengst af hélt konur sínar sem þræla og húsdýr.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.