Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2007, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2007, Blaðsíða 7
Eftir Jóhann Ágúst Jóhannsson johann.agust.johannsson@gmail.com S pilverkið söng eitt sinn um grænu bylt- inguna á plötu sinni Ísland sem kom út árið 1978. Lagið var vinsælt og að ein- hverju leyti boðberi nýrra strauma í samruna popptónlistar og nátt- úruverndar hér á landi. En það er eitt að hvetja fólk til dáða með orðum, góðri laglínu og hressum takti, sem Spilverkið gerði svo vel á sínum tíma, en það er ekki nóg í dag. Hægt er að gera bet- ur og vera til fyrirmyndar í ferlinu öllu sem snýr að því að skapa góða tónlist. Í vor var ég kynntur fyrir bandarísku nýrokk- sveitinni Cloud Cult sem þá var í þann mund að senda frá sér sína fimmtu breiðskífu, The Meaning of 8. Eftir nokkrar hlustanir á þessa nýjustu afurð sveitarinnar varð ég sannfærður um að hér færi frá- bær hljómsveit og að um væri að ræða eina bestu plötu ársins en það hékk meira á spýtunni. Meira um það síðar, snúum okkur fyrst að tónlistinni. Snjöll geðveiki Tónlist Cloud Cult er að mörgu leyti kunnugleg en um leið er hún einnig alveg einstök og afar vel lukk- uð. Tónlistarvefsíðan Pichforkmedia hefur m.a. sagt tónlistina vera geðveikislega snjalla (e. insane ge- nius) en Cloud Cult hefur verið líkt við sveitir á borð við Modest Mouse, Flaming Lips og Neutral Milk Hotel. Á tónleikum CC ber margt fyrir augu og eyru enda leggur sveitin mikið upp úr því að framkalla leikrænt sjónarspil. Tónlistin er þó ávallt í aðal- hlutverki þar sem bandið leikur á selló, fiðlu, blást- urshljóðfæri fyrir utan hið hefðbundna form: gítar, bassi, hljómborð og trommur. Cloud Cult hefur nú verið starfandi síðan um miðjan tíunda áratuginn en það var með útgáfu sinn- ar fjórðu plötu, Advice from the Happy Hippopota- mus, árið 2005 sem hún fór að vekja töluverða at- hygli vestan hafs. Advice from the Happy Hippopotamus hlaut frábærar viðtökur gagnrýn- enda og seldist vel sem varð til þess að stóru plötu- fyrirtækin fóru að bera víurnar í Cloud Cult. Þótt það kunni að vera meginmarkmið og draumur margra hljómsveita að semja við stórfyrirtæki og hafa þannig næga peninga á milli handanna eftir að hafa staðið í ströggli um árabil þá var það ekki svo hjá Cloud Cult. Svarið var nei takk, við getum það ekki vegna þess að það er ekki umhverfisvænt! Hugsjónir og veruleiki Í byrjun var Cloud Cult sólóverkefni hugsjóna- mannsins Craig Minowa sem þá nam vistvæn vís- indi ásamt því að bursta skó, baka flatbökur og moka holur. Hann hafði tónlistarhæfileika og sá hana sem leið til að miðla þeim boðskap sem hann þurfti að koma á framfæri. Í upphafi mætti Minowa andstöðu og áhuga leysi þegar hann reyndi að koma til skila vist- vænum boðskap sínum með tónleikahaldi á börum þar sem fólk hafði lítinn sem engan áhuga á að hlusta á boðskap hans. Hann lét þó ekki deigan síga og byrjaði að vinna að sinni fyrstu plötu sem kost- aði nánast ekki neitt, The Shade Project, og kom út 1995. Minowa hóf strax að vinna að sinni næstu skífu, Who Killed Puck?, sem var fjögur ár í vinnslu og kom út árið 2000. Á henni naut hann aðstoðar sellóleikarans Söru Young, sem er enn í sveitinni, og trommuleikarans Eduardo Vaz. Platan var byggð upp sem saga þar sem félagsleg vandamál, stjórnmál og heimspekilegar pælingar voru í brennidepli. Platan lét lítið fara fyrir sér og var í raun vanrækt af Minowa sem hafði þá öðrum hnöppum að hneppa því fjölskyldulífið tók yfirhöndina næstu tvö árin eftir útgáfu hennar. Árið 2002 urðu stór þáttaskil í líf Minowa þegar tveggja ára sonur hans lést. Fljótlega þar á eftir skildi hann við konu sína og einangraði sig á litlu bóndabýli sínu í Minnesota. Þar samdi hann yfir 100 lög á meðan hann tókst á við sorgina og það var þá sem hann stofnaði hina afar sérstöku hljóm- plötuútgáfu Earthology Records sem er að öllu leyti vistvæn og rekur sitt eigið hljóðver. Umhverisvæn nýbylgja Earthology varð fljótt vinsælt hljóðver en einnig (gras)rótin í vistvænu viðskiptamódeli sem Minowa hafði lengi dreymt um. Hljóðverið er knúið vist- vænni raforku, byggt að mestu leyti úr endurunnu timbri og plasti. Hljómplötuútgáfan er rekin án hagnaðarsjónarmiða og öll framleiðsla er umhverf- isvæn. Geisladiskahulstrin eru úr endurunnu plasti, allur pappi er endurunninn, blekið er náttúruvænt sojablek sem veldur engri mengun, geisladiskurinn er endurunninn og sellófanið líka (magnað!). Hér er um vistvænustu geisladiskaframleiðslu sem um getur á markaðnum í dag. En þá er ekki öll sagan sögð. Tónleikar sveitarinnar eru einnig haldnir með endurnýttum efnum og vistvænum orkugjöfum enda hvergi slegið af kröfum sem snúa að verndun náttúrunnar. Í framhaldi af þessu er nauðsynlegt að benda á það að hægt er að nálgast allar útgáfu Cloud Cult á vefnum og niðurhala þeim þar, sem er að sjálfsögðu vistvænasta leiðin til að eignast tónlist. Earthology Records hefur vakið mikla athygli vestan hafs þar sem fjölmiðlar á borð við Billboard Magazine, National Public Radio, New York Times og MTV hafa fjallað ítarlega um útgáfuna. Á sama tíma og E.R. tók til starfa kom út þriðja plata Clout Cult, They Live on the Sun (2003). Fjölgað hafði í hljómsveitinni og platan sló í gegn með tilheyrandi tónleikaferðalögum og tilstandi. Sex mánuðum seinna kom svo platan Aurora Bo- realis út enda enginn skortur á lögum. Platan þótti einstaklega vel heppnuð, fékk mikla útvarpsspilun og jók enn á vinsældir Cloud Cult. Advice from the Happy Hippopotamus varð síð- an endanlega til þess að koma Cloud Cult á banda- ríska tónlistarkortið og það var þá sem sveitin varð fullmótuð, orðin sex manna hljómsveit. Ísland Ekki hefur borið mikið á vistvænni útgáfu hér á landi þó að öðru hverju sjáist í verslunum diskar í endurunnum pappír (Sigur Rós, Gavin Portland). Hljómsveitin Jan Mayen sem sendi nýlega frá sér skífuna, So much better than your normal life, bryddar þó upp á nýjungum í takt við tíðarandann. Sveitin lofar að kolefnisjafna útgáfuna með því að planta einu tré fyrir hvert selt eintak og leitar um þessar mundir að fyrirtæki til að styrkja framtak sitt. Það væri óskandi að íslenskir útgefendur og tónlistarmenn gæfu gaum að þeim vistvænu mögu- leikum sem í boði eru hjá geisladiskaframleið- endum því margt smátt gerir nefnilega eitt stórt. Græn rokktónlist Kolefnisjöfnun, útrýmingarhætta, mengun, end- urvinnsla og loftslagsbreytingar. Allt eru þetta hugtök sem við þekkjum vel og heyrum minnst á daglega í fjölmiðlum. Samlíf okkar jarðarbúa við plánetuna Jörð hefur verið stormasamt í gegn- um árin og sér í lagi í kjölfar iðn- og tæknibylt- ingar síðustu alda. Við, íbúar Jarðar, höfum ruglað það mikið í vistkerfinu, sem við erum svo stór partur af, að í óefni er komið, um það er ekki deilt. En hvað er þá til ráða? Hverju getum við til dæmis breytt sem einstaklingar og al- mennir neytendur tónlistar? http://www.cloudcult.com http://www.myspace.com/cloudcult http://www.earthology.net Cloud Cult „Í byrjun var Cloud Cult sólóverkefni hugsjónamannsins Craig Minowa sem þá nam vist- væn vísindi ásamt því að bursta skó, baka flatbökur og moka holur.“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 7 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Breski tónlistarmaðurinn og Ís-landsvinurinn Morrissey virð- ist hafa lítinn áhuga á að endurvekja hljómsveitina The Smiths, en þrá- látur orðrómur um endurkomu hinnar goðsagnakenndu sveitar hef- ur verið hávær að undanförnu. Ný- verið fékk Morr- issey tilboð sem hljóðaði upp á 40 milljónir punda, rúma fimm millj- arða króna, fyrir að koma fram á 50 tónleikum með sveitinni á næstu tveimur árum, en hann hafnaði því. Einu skilyrðin voru þau að hann myndi ganga aftur til liðs við Johnny Marr, gítarleikara The Smiths, en ekki var talið sér- staklega nauðsynlegt að hafa bassa- leikarann Andy Rourke eða tromm- arann Mike Joyce með á tónleikunum. Joyce höfðaði mál á hendur Morrissey og Marr á síðasta ári og krafði þá um vangoldin stef- gjöld. Joyce hafði sigur í málinu, en málið var ekki til þess fallið að auka líkur á endurkomu sveitarinnar, sem þó voru litlar fyrir. The Smiths hættu fyrir réttum 20 árum, árið 1987, skömmu eftir að hafa lokið upptökum á sinni fjórðu hljóðvers- plötu, Strangeways Here We Come. Síðan þá hefur andað köldu milli þeirra Morrissey og Marr. Morrissey hélt tónleika í Laug- ardalshöll hinn 12. ágúst á síðasta ári.    Axl Rose, forsprakki bandarískurokksveitarinnar Guns N’ Ro- ses syngur tvö lög á nýrri plötu vin- ar síns Sebastians Bach, fyrrum söngvara rokksveitarinnar Skid Row, en platan nefnist Angel Down. Bach, sem söng inn á óút- komna plötu Guns N’ Roses, Chinese Democ- racy, segist hafa beðið Rose að syngja inn á plöt- una sína í hálf- gerðu gríni, og því verið hissa á já- kvæðum viðbrögðum hans. „Ég spurði hann bara hvenær hann ætl- aði að koma og syngja inn á plötuna mína. Ég var bara að grínast og bjóst aldrei við því að hann myndi gera það. En hann kemur mér stöð- ugt á óvart því hann spurði bara hvar og hvenær. Ég trúði þessu varla og hélt að mig væri að dreyma,“ segir Bach. Angel Down kemur út í Banda- ríkjunum 20. nóvember og er fyrsta sólóplata Bach í átta ár.    Dave Rowntree, trommaribresku hljómsveitarinnar Blur, hefur viðurkennt að hafa verið háður kókaíni þegar hljómsveitin var hvað vinsælust um miðjan tí- unda áratug síð- ustu aldar. „Ég byrjaði ekki að nota það reglu- lega fyrr en upp úr 1990 en eftir því sem ég þoldi það betur, notaði ég meira. Mér tókst þó að leita mér hjálpar áður en kókaínið eyði- lagði líf mitt og í dag er ég mjög duglegur við að mæta á fundi fyrir fyrrverandi fíkla,“ sagði Rowntree í nýlegu viðtali. „Ég hélt alltaf að hegðun mín væri eðlileg og að það væru allir hinir sem væru geðveikir. Ég hafði ekki hugmynd um að ég upplifði hlutina allt öðruvísi en allir aðrir vegna þess að ég hafði ekkert til að miða við.“ Rowntree hefur hug á að ganga til liðs við breska Verkamannaflokk- inn fyrir næstu kosningar og berjast gegn fíkniefnum í Bretlandi. TÓNLIST Morrissey Axl Rose Dave Rowntree Eftir Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Það er jafnan plötu til hróss og fram-dráttar ef hún telst fanga tíðarandannog þykir í framhaldinu minna á þanntíma er hún kom út. Fórnarkostnaður- inn er aftur á móti sá að með því að bindast samtíð sinni um of þá eldist músíkin stundum illa og þykir lummó – þangað til hún er komin í stóran hring og fær uppreisn æru á ný. Dæmi um það gæti verið sú ágætisskífa Human’s Lib með Howard Jones frá 1984. Aðrar plötur eru kyrfilega tengdar út- gáfutíma sínum en glata aftur á móti aldrei gildi sínu heldur þykja ætíð jafn frábærar, statt og stöðugt frá fyrsta degi. Screamadelica með Primal Scream frá 1991 er ein slík. Það kom marflatt upp á gagnrýnendur sem og almenna hlustendur þegar Glasgow-sveitin Pri- mal Scream sendi frá sér sína þriðju skífu, þá er hér um ræðir. Tvær fyrstu skífurnar gerðu út á blúsað gítarrokk, sem átti meira skylt með Rolling Stones en Smiths. Óhætt er að segja að tekinn hafi verið nýr kúrs hjá Bobby Gillespie og félögum og reru þeir á áþekk mið og samtímaböndin Stone Roses og Happy Mondays með blöndu af mel- ódísku gítarpopprokki og danstónlist af ætt sýru- húss. Primal-liðar gengu þó lengra í tilrauna- mennskunni og krydduðu stöku lag með saxófóni, sítar og þaðan af súrari hljóðfærum, ásamt því að gospelkór gerir víða vart við sig. Sækadelían er því talsvert fyrirferðarmeiri en hjá áðurnefndum sveitum, og fjölbreytileikinn er miklu meiri en til dæmis EMF eða Charlatans lögðu nokkurn tíma í. Þreifingar Primal Scream glata þó aldrei afþrey- ingargildi sínu; hér helst frumleiki og skemmtun fast í hendur. Primal Scream duttu sumsé niður á gullæð með hinum nýfundna hljómi sínum, sem þeir hafa hald- ið að mestu síðan og með hvað bestum árangri á plötunum Vanishing Point (1997) og XTRMNTR (2000). Það er þó ekki einvörðungu þeim fimm- (og síðar fjór-) menningum að þakka; miklu munaði um upptökustjórana sem fengnir voru til að véla um skífuna á sínum tíma. Má þar nefna Dr Alex Paterson (The ORB) og enn frekar Andrew Weat- herall, sem almennt er álitinn maðurinn á bakvið velgengni plötunnar. Sjálfur gerir Weatherall lítið úr þætti sínum og segist iðulega hafa verið “strákbjáni “sem vissi ekkert hvað hann var að gera, og rammskakkur af alsælu ofan í kaupin. Sé mið tekið af því efni sem Weatherall hefur sjálfur gefið út, einkum undir merkjum Sabres Of Para- dise, dylst engum að hann á hvað mestan heiður af því hve haganlega er búið um hljómhnútana á Screamadelica. Svo sem lenska var með acid-house danstónlist- ina þá er tónlistin á Screamadelica þéttofin par- týstandi og pilluáti. Margir urðu til að gagnrýna að hvert einasta lag plötunnar inniheldur einhvers konar vísun í efnaknúinn ólifnað – staðreynd sem bresk æska tók reyndar höndum tveim – allt frá heiðarlegu fylleríi í laginu Loaded og yfir í annars konar sukk í Slip Inside This House (sem heitir reyndar, sé mið tekið af textanum í laginu, Trip Inside This House), Higher Than The Sun og Don’t Fight It Feel It. Titil hins magnaða lags Inner Flight, sem er ósungið, má svo túlka á þann veg sem hver vill. En iðulega er sagt að þurfi áheyrandinn pillur til að dansa, þá sé músíkin bara ekki nógu góð. Hér þarf engin vafasöm og stuð- andi bætiefni til að svífa um á dansgólfinu; Screa- madelica er allt sem þarf í þeim efnum. „Við ætlum að halda partý!“ POPPKLASSÍK

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.