Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2007, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2007, Blaðsíða 1
Jökulsvelgjasería Ólafs Elíassonar, sem les- endur Lesbókarinnar fá eins konar forsýningu á í dag, verður annars sýnd umheiminum í fyrsta sinn á stórri yfirlitssýningu listamanns- ins í SFMOMA, eða nútímalistasafninu í San Francisco hinn 8. september næstkomandi. Myndirnar sem verkið samanstendur af voru teknar á Vatnajökli fyrir skömmu af svo- nefndum jökulsvelgjum. Ólafur segir frá ferða- laginu, samtvinnun listarinnar við tímann og andstöðu sína við það að láta afþreyingariðn- aðinum það eftir að einoka hið yndislega. » 3 Laugardagur 25. 8. 2007 81. árg. lesbók HAMINGJA OG HAGKERFI EF VIÐ ÆTLUM AÐ TAKAST Á VIÐ VANDAMÁL SAMTÍMANS VERÐUM VIÐ AÐ ÁTTA OKKUR Á RÓTUM MARGRA ÞEIRRA Í HAGKERFINU » 12 Verið hrædd: Þjóðerni og tungumál eru að þynnast út » 2 Morgunblaðið/Kristinn Eivör „Mér líður stundum eins og ég sé búin að vera hér í þúsund ár.“ » 8 Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Margir hafa sjálfsagt verið efinsþegar þeir gengu inn í Íslenskuóperuna á fimmtudagskvöld.Nokkrir íslenskir tónlist- armenn voru þar samankomnir til þess að flytja lög eftir Tom Waits. Þeir sem þekkja til Tom Waits vita að hljóðheimur hans er mjög sérstakur. Að auki setur hrjúf og dramatísk rödd hans mikinn svip á lögin. Það er því ekki hlaupið að því að fara í fót- spor Waits. En hnúturinn í maganum leystist fljótlega eftir að tónleikarnir hófust. Hljómsveitin, sem Sigtryggur Baldursson leiddi af mikilli snilld, náði þegar í fyrstu lögunum upp mik- illi stemningu, ekki síst þar sem hinn gall- harði Waits-taktur hélt mönnum við efnið. Sigtryggur hringdi síðan inn áttunda ára- tuginn með frábærum flutningi á Kentucky Avenue sem er ein af fallegustu ballöðum Waits. Eftir það vissi maður að allt yrði í lagi, ekkert gæti klikkað. Söngvararnir voru hver öðrum betri. Krumma í Mínus og Ragnhildi Gísladóttur tókst sérlega vel upp við að setja sinn svip á Waits og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, sem átti hugmyndina að þessari uppákomu, söng Old Boyfriends og Broken Bicycles af einni af minna þekktum plötum Waits One From the Heart, með miklum bravúr. Sá sem kom kannski mest á óvart var leikarinn Björn Hlynur Haraldsson sem flutti Step Right Up, blúsaðan ádeilusöng um neyslu- hyggju og kaupæði, af mikilli innlifun. Og Höskuldur Ólafsson fór með Rubys Arms og Road to Peace af stakri smekkvísi. Hið sama má segja um flutning Péturs Ben og Daníels Ágústs Haraldssonar en hann átti síðasta lag dagskrárinnar Earth Died Screaming af Bone Machine sem hann flutti með viðeig- andi örlagabrestum í röddinni við undirspil á bein úr íslenskri kú. Þetta var góð kvöldstund. Mætti maður biðja um að þessi hljómsveit kæmi saman aftur áður en langt um líður? Aftur, takk! MENNINGARVITINN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.