Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2007, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2007, Blaðsíða 12
» Við verðum meðal annars að átta okkur á því hvernig löngunin eftir meiri peningum, meiri hagvexti og meiri neyslu er megindriffjöður í hagkerfi okkar, og hvernig sú löngun stuðlar síður en svo alltaf að meiri lífsgæðum eða skyn- samlegri umgengni við náttúr- una. Við verðum líka að átta okkur á því hve margt í samfélagi okkar espar þessa löngun eða með orðum Daniels Nettle, „setur langanir okkar í yfirgír“. Eftir Jón Kalmansson jonkalma@hi.is Í Lesbókargrein þann 10. mars síð- astliðinn gagnrýndi ég þá skoðun, sem Jakob Björnsson hefur haldið hve einarðast fram, að Íslend- ingum sé nú skylt að virkja orku- lindir sínar sem mest þeir megna í þágu stóriðju í þeirri viðleitni að draga úr gróðurhúsaáhrifum. Ég hélt því fram að ýmsar skynsamlegar ástæður gætu verið fyrir því að andæfa slíkri skoðun, ekki aðeins vegna náttúruverndarsjónarmiða, heldur einnig vegna þess að hún tekur ekki mið af rótum umhverfisvandans í gildismati okkar og efnahagskerfi. Ég þakka Jakobi fyrir svar hans í Lesbókargrein frá 2. júní. Þótt við séum ósammála virðist mér Jakob vera einlægur og heill í afstöðu sinni. Hann tjáir þann sannleika sem hann sér, sem einatt er mikilsvert í rök- ræðum, meðal annars vegna þess að það dregur fram skoðanir og forsendur skoðana sem full þörf er á að ræða opinskátt. En þar sem mis- skilnings gætir hjá honum á afstöðu minni – og sá misskilningur getur verið lærdómsríkur – er ekki úr vegi að taka þráðinn stuttlega upp að nýju. Er óvirðing að gagnrýna markaðinn? Í grein minni benti ég á hve grunnfær og öf- ugsnúin sú „umhverfishugsun“ er sem tekur eftirspurn eftir áli í heiminum sem gefnum hlut, og vill að sú eftirspurn ráði mestu um það hvaða ákvarðanir beri að taka um nýtingu og verndun íslenskrar náttúru. Megingagnrýni mín í þess- ari tilteknu grein beindist ekki aðeins að eft- irspurninni sem slíkri heldur einnig og miklu fremur að ógagnrýnni afstöðu til hennar á borð við þá sem mér virðist mega greina í skrifum Jakobs. Jakob kýs að skilja þetta svo að talað sé í „lítilsvirðingartón um slíka eftirspurn“, sem ákveðin er „af fólki í milljónatali um allan heim“. Hann lætur með öðrum orðum að því liggja að fólki út um allan heim sé sýnd óvirðing ef settur er fyrirvari við eftirspurn markaðar- ins. Jakob lætur jafnvel í veðri vaka að gagn- rýnin umræða um eftirspurn leiði í ljós skort á náungakærleika. Gott og vel. Hugum nánar að forsendum þessarar skoðunar. Þá er fyrst að gæta að því að það er ekki almenningur sem álítur gagnrýna umræðu um eftirspurn á mark- aði gefa til kynna virðingarleysi við sig. Sá sem gefur þeirri hugmynd undir fótinn er minn góði pennavinur, Jakob Björnsson. Það er dálítið annar handleggur. Mér virðist ekkert benda til annars en að almenningur, þú og ég, viti mæta- vel að hann þarf á upplýsingum, gagnrýni og sjálfsgagnrýni að halda ekkert síður en til dæmis stjórnmálamenn. Upplýsingar og gagn- rýni hjálpa okkur að halda tengslum við veru- leikann, skilja þýðingu skoðana okkar og at- hafna, og forðast afdrifarík mistök. Í lýðræði, hvers metnaður og stolt er opin og upplýst um- ræða um hvaðeina, ætti þetta raunar að vera svo augljóst að óþarfi væri að taka það fram. Augljóst ætti einnig að vera að engum er sýnd óvirðing með því að ræða um málefni almenn- ings eða markaðarins á gagnrýninn hátt. Síður en svo. Ein besta leiðin sem við höfum til að sýna hvert öðru virðingu er að gagnrýna mál- efnalega skoðanir hvert annars í ljósi þess sem okkur virðist satt og til góðs. Það er ein mik- ilvægasta aðferðin sem við höfum til að nálgast manneskjur sem hugsandi verur, sem geta veg- ið og metið staðreyndir, sjónarmið, gagnrýni og rök, og mótað sér sjálfstæðar skoðanir. Það eru því mörg og máttug rök sem mæla gegn því að hefja skoðanir og gerðir almennings yfir gagn- rýni. Raunar væri vart hægt að hugsa til þess með nægum ugg ef það yrði almenn regla. Af- leiðingarnar yrðu vafalaust ekkert betri en ef almennt yrði álitið óviðeigandi að gagnrýna skoðanir og gerðir ráðamanna, segjum Geirs Haarde eða Georges Bush. Og sá sem yrði þá verst úti er enginn annar en almenningur. Nú ætla ég Jakobi reyndar ekki að vilja alræði al- menningsálitsins. Mér virðist þvert á móti lík- legast að afstaða hans ráðist af því réttmæta sjónarmiði að ekki eigi að beita dómhörku og fordæmingum í opinberum umræðum. Mistök hans eru fólgin í því að gefa sér að málefnaleg gagnrýni á markaðsöflin og dómharka í garð venjulegs fólks sé eitt og hið sama. Tengsl langana og ánægju Ef við eigum að takast á við ágallana í núver- andi þjóðskipulagi og umbreyta samfélaginu til sjálfbærari hátta þá verðum við að mínum dómi að vera reiðubúin að skoða með opnum huga ýmsa grunnþætti í eigin fari og ríkjandi efna- hagskerfi. Einn angi slíkrar skoðunar, sem varðar langanir og eftirspurn sérstaklega, teng- ist hinu sálfræðilega sjónarhorni. Árið 2005 kom út hjá Oxford University Press bók eftir breska sálfræðinginn Daniel Nettle. Bókin er eins konar yfirlit yfir þær rannsóknir á sviði sál- fræði sem gerðar hafa verið á undanförnum ár- um á hamingju fólks. Í bókinni lýsir Nettle því meðal annars að í mannsheilanum séu fyrir hendi tvö kerfi sem annars vegar stjórni löngun og hins vegar ánægju. Þótt þessi tvö kerfi séu tengd, segir hann, eru þau jafnframt að veru- legu leyti sjálfstæð. Þannig veldur fullnæging sumra langana okkar hamingju, eða að minnsta kosti ánægju, en það er á hinn bóginn líka al- gengt að mann langi í eitthvað sem færir litla sem enga ánægju þegar lönguninni er fullnægt. Nettle telur rannsóknir sýna að okkur hætti til að ofmeta þá ánægju sem fullnæging langana okkar muni hafa í för með sér, og vanmeta möguleika okkar til að lifa farsællega með ófull- nægðum löngunum. Hann álítur enn fremur að þessi tilhneiging til ofmats og vanmats eigi sér þróunarfræðilegar skýringar. Í rás þróun- arinnar hafa langanir okkar þróast, ekki til að við öðlumst ánægju eða hamingju, heldur til þess að halda okkur ofan á í lífsbaráttunni, í samkeppni við aðra: „Þótt okkur finnist í blindni að það sem okkur langar í muni gera okkur hamingjusöm þá kann það að vera einkar óvægið bragð sem okkar þróaði hugur beitir okkur til að etja okkur sífellt fram í samkeppni“ (152). Vandinn manna nú um stundir er sam- kvæmt Nettle meðal annars sá að það afl sem hélt lífinu í forfeðrum okkar er sama aflið og knýr okkur nú til að keppa sífellt eftir meiri „lífgæðum“ til þess að verða ekki undir í sam- keppninni. Þetta gerum við jafnvel þótt lífsgæði okkar aukist ekki við það: „Við leggjum oft hart að okkur í lífinu til að öðlast hluti sem hvorki reynast auka ánægju okkar né hamingju. Eins og fíklum finnst okkur við einhvern veginn vera knúin til þess“ (129). Raunar grefur kapp- hlaupið í mörgum tilfellum undan lífsgæðum, auk þess sem það leiðir til mikillar sóunar verð- mæta. Nettle segir: „Fólk sem vinnur hluta- störf, hefur stjórn á lífi sínu, tekur þátt í sam- félagslegu starfi, eða er virkt í tómstundum er hamingjusamara en þeir sem gera það ekki. Samt velur meirihluti fólks ekki þennan kost. Í stað þess knýr samkeppnishugur þess það til að vinna æ meira til að sanka að sér æ víðtækara úrvali efnislegra gæða. Allar vísbendingar hníga að því að slík gæði geri ekkert til að auka hamingju þess, en hvötin til að dragast ekki aft- ur úr náunganum er mjög sterk. Og eins og Ro- bert Frank hefur sýnt fram á fela þær gríð- armiklu fjárhæðir sem fara í áberandi neyslu [conspicuous consumerism] í sér gríðarmikla eyðslu auðlinda sem nýta mætti á annan hátt“ (179). Ef til vill er gagnlegt hér að bera hneigð okkar til að neyta efnislegra gæða saman við hneigð líkama okkar til að safna fituforða. Við eigum vafalaust báðum þessum tilhneigingum tilvist mannkynsins að þakka, en óhamin eft- irlátsemi nútímans við þær er bæði óþörf og í mörgum tilvikum skaðleg, okkur sjálfum og umhverfinu. Þótt mér virðist málflutningur Nettles um margt sannfærandi – margir gætu víst séð í honum enduróm alkunnrar og fornrar visku – er ástæðan fyrir því að ég nefni bók hans ekki sú að ég samþykki hvert smáatriði í röksemda- færslu hans um tengsl langana, ánægju/ hamingju og vandkvæða hagkerfisins. Málið er opið til umræðu og sjónarmið hans bjóða vafa- laust upp á ýmsar vandlega yfirvegaðar at- hugasemdir. En sú tegund gagnrýni á slíkar hugmyndir sem ekki er boðleg hugsandi mönn- um er að afskrifa þær í einu lagi með því að segja þær fela í sér óvirðingu við almenning eða markaðinn. Það er ekki einu sinni blábyrjun á rökum, auk þess að vera rangt. Hugmyndir Nettles byggjast á rannsóknum, meðal annars á því hvernig fólk metur sjálft eigin hamingju í mismunandi aðstæðum. Tilgangur hans er auk þess vafalaust að vekja athygli okkar á þeim öfl- um hið innra og hið ytra sem hvetja okkur til að gera óskynsamlega hluti bæði frá sjónarmiði okkar eigin heillar, samfélagsins og umhverf- isins. Við erum ekki nauðbeygð að lúta slíkum öflum þótt þau séu áleitin. Með meiri aðgæslu Langanir, hamingja Umræða virkjunar- og náttúruverndarsinna heldur áfram. Greinarhöfundur svarar hér við- horfum Jakobs Björnssonar, fyrrverandi orkumálastjóra, sem birtust í Lesbókargrein í sumar. Höfundi þykir það til dæmis grunnfær og öfugsnúin „umhverfishugsun“ sem tekur eftirspurn eftir áli í heiminum sem gefnum hlut, og vill að sú eftirspurn ráði mestu um það hvaða ákvarð- anir beri að taka um nýtingu og verndun íslenskrar náttúru. 12 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.