Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2007, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.2007, Síða 8
Eivör Pálsdóttir er yfir og allt um kring, hún er á myspace, hún er í plötubúðum, hún var á Klam- bratúni á menningarnótt, hún er í þessu blaði, hún býr í Kaupmannahöfn, hún er með annan fótinn í Færeyjum. Á nýju plötunni, Mannabarn, syngur hún á ensku og þar með er Eivör kannski líka í útvarpinu í Nígeríu og á Orkneyjum. Stúlka með heimþ Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is Þ að er bara nokkurra daga langt – ellegar stutt – Ís- landsstoppið að þessu sinni. Eivör Pálsdóttir hefur búið í Danmörku í tvö ár og er nú mætt til Reykjavíkur í tilefni nýju plötunnar, Mannabarn/ Human Child. Hún gistir á hóteli og finnst það skrýtið. Eins og hún sé gest- ur. Um fjögurra ára skeið var Ísland heimili hennar, á eftir hinum elskuðu Færeyjum, og hún segist enn búa að þeim tíma. Öll reynsla safnast upp og skilar sér, segir hún; nýja platan sé summan af öllu sem hún hafi áður reynt, en samt öðruvísi. „Ég fékk allt í einu þessa hugmynd, að vinna færeysk-írska plötu. Írski hljómurinn hefur allt- af heillað mig, mér finnst hann vera í fjölskyldu með færeyskri og íslenskri tónlist. Í fyrndinni held ég að þetta hafi verið sama músíkin, svo greindist hún í sundur með tímanum,“ segir Ei- vör. Hún hefur aldeilis ekki gleymt íslenskunni – orðaforðinn er frábær – og hún er glaðbeitt og róleg og örugg. „Sko, konurnar í Færeyjum eru keltneskar,“ bætir hún við, segir að það hafi ver- ið sannað með blóðrannsóknum. „Og kallarnir Norðmenn.“ Hún hlær. Hvernig er að vera manneskja Hugmyndin að írsku plötunni tók á sig frekari mynd þegar hún kynntist írska tónlistarmann- inum Donal Lunny, í tengslum við tónleika Listahátíðar í Reykjavík 2004, Ísland-Írland. „Upp frá því fóru lögin að þróast inni í mér. Svo hringdi ég í Donal og spurði hvort hann vildi pródúsera þessa plötu og hann var alveg til í það, þótt hann búi í Japan og sé mjög bissí gæi.“ Þau hittust á víxl í Danmörku og á Írlandi og loks var platan tekin upp í stúdíói Van Morrisons í Dyfl- inni, Windmill Lane, ásamt írskum tónlist- armönnum sem þau Lunny völdu í sameiningu. Og hvernig er svo þessi plata, frá þínum sjón- arhóli, í hvaða áttir fer hún? „Oh, mér finnst alltaf erfitt að lýsa tónlistinni minni því er ég sambland af svo margs konar stíl. Þetta er blanda af öllu sem ég hef gert, fær- eysk og írsk þjóðlagatónlist en samt með meira poppi en áður.“ Hún strandar með frekari lýs- ingar. Flest það sem þú hefur áður gert, lög og líka textar, hafa mikið að gera með rætur. Titlar eins og Føroyar mín móðir, Í Gøtu ein dag, Trölla- bundin og svo þessi titill núna, Mannabarn – sem vísar kannski í að vera ekki einungis mótaður af náttúru heldur líka af fólki. Eða hvað? „Einmitt! Þessi plata fjallar mikið um fólk, um gleði, um grát, ljós og myrkur – um það hvernig er að vera manneskja. Og lagið Mannabarn, mér fannst það faðma alla plötuna og þess vegna gerði ég það að titillaginu.“ Platan kemur út í enskri og færeyskri útgáfu. Hvora textana samdirðu fyrst? „Þá færeysku. Upphaflega var planið bara að gera plötuna á færeysku. En svo prófaði ég einn daginn að snúa laginu Myrkursins náð yfir á Eivör „Mér finnst lífið vera algjört ævintýri, þess vegna klæði ég mig litríkt. Það myndi fara mér vel að búa á Indlandi, þá væri ég kannski ekki svona óvenjuleg.“ 8 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.