Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2007, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 11
lesbók
Eftir Þormóð Dagsson
thorri@mbl.is
Ósagt heitir fyrsta skáldsaga Ey-vindar Karlssonar en það er
JPV útgáfa sem gefur út bókina. Hún
fjallar um alvar-
leg málefni eins
og einelti, útlits-
dýrkun, ofbeldi,
kynlíf og allt
annað sem ein-
kennir sam-
félagið sem við
búum í. Bókin
er kaldhæðin og
kómísk á köfl-
um en undir-
tónninn er engu að síður háalvar-
legur.
Eyvindur hefur verið nokkuð áber-
andi í þjóðfélaginu undinfarin ár en
hann hefur meðal annars komið fram
á sjónvarpsstöðinni PoppTíví, flutt
pistla í síðdegisútvarpi Rásar 2, skrif-
að og flutt útvarpsþættina Tímaflakk
á sömu rás ásamt því að koma víða
fram með uppistand, meðal annars í
Uppistandi 2006 á SkjáEinum.
JPV útgáfa hefur einnig gefið útglæpasöguna Dauða trúðsins eft-
ir Árna Þórarinsson, höfund metsölu-
bókarinnar Tíma
nornarinnar, en
Árni var eins og
kunnugt er til-
nefndur til Ís-
lensku bókmennt
verðlaunanna
2005 fyrir þá bók.
Hún hefur verið
þýdd á fjölmörg
tungumál og kem-
ur út víða um lönd um þessar mundir.
Dauði trúðsins segir frá blaða-
manninum Einari á Síðdegisblaðinu
sem glímir við skuggalega og spenn-
andi ráðgátu. Verslunarmannahelgin
er að ganga í garð og þúsundir gesta
streyma til höfuðstaðar Norðurlands
til að skemmta sér. Um leið kvisast
út að stjörnur frá Hollywood séu
komnar í bæinn fyrir tökur á eró-
tískri spennumynd. Þá er gúrkutíðin
úti.
Frásögnin er, líkt og frumburður
Eyvindar, uppfull af húmor og jafn-
framt djúpri alvöru.
Nýhil-skáldið Eiríkur Örn Norð-dahl hefur sent frá sér ljóða-
bókina *Þjónn, það er FÖNIX Í
ÖSKUBAKKANUM mínum*. Í til-
kynningu segir að höfundurinn gal-
opni níðþröngar sjónir íslenskrar
ljóðlistar „með bók sem á sér ekki
hliðstæðu í bókaútgáfu hérlendis síð-
an Kalda stríðinu lauk“. Bókin er 200
blaðsíður og bera ljóðin þar „hreinni,
tærri maníu höfundarins órækt vitni
– þrekvirki“ svo vitnað sé aftur í til-
kynningu.
Það er Nýhil-útgáfa sem gefur
bókina út og fæst hún í öllum helstu
bókabúðum.
Út er komin hjá Bjarti spennusag-an Horfinn eftir Robert Godd-
ard. Þýðandi er Uggi Jónsson.
Sögusviðið er
Glastonbury á
Englandi. Lance
Bradley lifir við-
burðasnauðu lífi,
þar til systir gam-
als vinar hans bið-
ur hann um hjálp.
Vinurinn, Rupert
Alder, er horfinn.
Vinnuveitendur
hans - virðulegt skipafyrirtæki -
halda að hann sé potturinn og pann-
an í meiriháttar svikamyllu sem haft
hefur fé af fyrirtækinu. Ríkur Am-
eríkani virðist hafa ráðið einka-
spæjara til að hafa uppi á Alder - en
einhver sterk öfl vilja greinilega
koma í veg fyrir að það takist. Jap-
anskur viðskiptajöfur sakar Rubert
um að hafa stolið verðmætum skjöl-
um.
Málið verður sífellt einkennilegra.
Eftir því sem Bradley fikrar sig eftir
þráðum þessarar flóknu og ein-
kennilegu gátu kemst hann að því að
ártalið 1963 - fæðingarár hans - er
lykillinn að lausninni.
BÆKUR
Eyvindur Karlsson
Árni Þórarinsson
Eftir Ásgeir H Ingólfson
asgeirhi@mbl.is
Þúskjáskynslóðin er byrjuð að gefa útbækur. Vissulega hafa yngri höfundaren Eyvindur Karlsson og Árni Þór-arinsson þegar gefið út bækur en nýj-
ustu bækur þeirra (Ósagt og Dauði trúðsins) eru
fyrstar í röð jólabóka sem Forlagið lætur gera
stiklu (e. trailer) við en fleiri munu vera á leið-
inni þegar líður á vertíðina. Slíkar stiklur hafa
lengstum aðallega verið notaðar til að kynna
kvikmyndir enda í raun nokkurs konar örkvik-
myndir í eðli sínu, bara með enn hraðari klipp-
ingum og oft ábúðarfullum sögumanni.
Þetta hefur þó tíðkast töluvert ytra en þar er
þó eitt dæmi forvitnilegast; stiklan sem gerð var
við nýjustu bók Naomi Klein, The Shock Doctr-
ine. Það er mexíkóski leikstjórinn Alfonso Cuar-
on (Children of Men) sem leikstýrir ásamt syni
sínum Jonasi og Klein sjálfri – og í raun nálgast
myndskeiðið það að vera stuttmynd, tæpar sjö
mínútur á lengd. Hún hefur ákveðið forskot á
skáldsögurnar út af því að þegar eru til fjöl-
margar myndir af viðfangsefninu (en bókin
fjallar um það hvernig valdamenn hafa í gegnum
tíðina nýtt sér það þegar þjóðir eru í sjokki eftir
hörmungar til þess að keyra í gegn umdeild mál,
eftirmál árásanna á Tvíburaturnanna eru þar
skýrasta dæmið) og þegar við bætist að einn
flinkasti leikstjóri samtímans tekur þátt kemur
ekki á óvart að útkoman er góð. Raunar er Klein
mikill frumkvöðull í því að kynna bókina sína á
netinu en á naomiklein.org má auðveldlega eyða
jafnlöngum tíma í að lesa greinar, horfa eða
hlusta á viðtöl og rökræður sem tengjast bókinni
og það tekur að lesa bókina sjálfa.
Hvað skáldsögurnar varðar virðast menn
nokkuð háðir viðtölum við höfundinn og höfund-
arviðtal í fallegu umhverfi á það á hættu að
verða fyrsta klisja bókastiklunnar. Þetta er þó
leyst óvenju vel í stiklunni um Ósagt Eyvindar
Karlssonar. Bæði er viðtalinu blandað við upp-
lestur höfundar úr verkinu (sem er furðu lítið
notað) og eins eru öll myndbrotin sem brjóta
upp frásögnina vel unnin, það er til dæmis ótrú-
legt hversu miklu einfalt myndskeið af seg-
ulbandi getur bætt við efnið.
Vissulega geta skilin á milli þessarar nýju að-
ferðar og hefðbundinna sjónvarpsauglýsinga um
bækur verið óljós – og þegar sjónvarpsauglýs-
ingar fortíðar verða rannsakaðar kemur vafa-
laust í ljós að einhverjar þeirra hafi verið full-
gildar bókastiklur, en maður hlýtur að gera þá
kröfu til bókastiklna að þar sé umtalsvert meira
kjöt á beinunum en stillimynd af kápunni og fag-
urgali velviljaðra gagnrýnenda.
En er þetta jákvæð þróun? Öll markaðs-
setning í kringum bækur er eitur í beinum
margra og vissulega er þar margt skrumið og
hávaðinn oft ærandi í markaðsmönnum í kring-
um jólin. En í raun má skipta góðri markaðs-
setningu bóka í tvo flokka; annars vegar vel
heppnaðar blekkingar (sem þarf til þegar bókin
er vond) og hins vegar þær sem ná að skila til
okkar á einhvern hátt andblæ bókarinnar á
sannfærandi hátt. Klisjan kennir okkur að dæma
bókina ekki af kápunni, en ef kápan, sem og
önnur kynning, er vel unnin ætti hún að geta
hjálpað okkur við að dæma hvort við viljum lesa
bókina yfirleitt.
Stikla um bókastiklur
»En í raun má skipta góðri
markaðssetningu bóka í tvo
flokka; annars vegar vel heppn-
aðar blekkingar (sem þarf til
þegar bókin er vond) og hins veg-
ar þær sem ná að skila til okkar á
einhvern hátt andblæ bókarinnar
á sannfærandi hátt.
ERINDI
Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur
sith@mbl.is
C
laudio Magris (f. 1939) er mennta-
maður; hann er rithöfundur með
fræðilegan grunn og hefur verið
prófessor í nútímabókmenntum
við Háskólann í Trieste síðan 1978.
Með rannsóknum sínum og skrif-
um þykir hann hafa endurvakið athygli Ítala á
miðevrópskum áhrifum og menningararfleifð,
vakið áhuga miðevrópskra lesenda á þverþjóð-
legum straumum og komið tíð Habsborgara aftur
í sviðsljósið. Þessu til sönnunar hefur hann úr
hendi Austurríkismanna tekið við „verðlaunum
austurríska ríkisins á sviði evrópskra bókmennta“
(2006) og ennfremur fengið hollensku Erasmus-
verðlaunin, sem veitt eru einstaklingum eða stofn-
unum fyrir sérstakt framlag til evrópskrar menn-
ingar eða félagsvísinda.
Þráhyggja, tækifæri, bölvun
Trieste-borg, þar sem Magris býr, hefur lengi
verið suðupottur miðevrópskra menningaráhrifa,
bæði í bókmenntum, matargerðarlist og húsagerð,
og því virðist sem Magris sé þar á hárréttum stað
– í ljósi áhugasviðs síns. Hann er raunar fæddur í
Trieste en lauk háskólaprófi í Torino, þar sem
hann sérhæfði sig í germönskum fræðum.
Og víst er að Trieste hefur haft áhrif. Sjálfur
lýsir Magris sér sem „landamærahöfundi“ og hef-
ur m.a. skrifað í ritgerð: „Umburðarlyndi er sér-
lega mikilvægt og um leið erfitt viðfangsefni fyrir
þá sem hafa, eins og ég sjálfur, alist upp á landa-
mærastað eins og Trieste, á krossgötum ítalska,
slavneska og germanska heimsins. Mærin geta
verið innblástur eða þráhyggja, tækifæri eða bölv-
un, staður þar sem það er auðveldara en ella að
elska nágrannann, eða auðveldara en ella að hata
hann og hafna honum; landamæri eru ýmist stað-
ur til að styrkja bönd eða koma sér upp óþoli.“
Á líkan hátt hefur hann skrifað um brýr, mann-
virki sem tengja tvo heima, og í einum slíkum
texta, Maðurinn sem vildi brú að gjöf, segir: „Brú
er bæði skýr og helg, eins og allt sem tengir og
sameinar manneskjurnar; hún kallar á tillitssemi
gagnvart öðrum, hún hjálpar okkur að komast yfir
framandleika þeirra og fjarlægð og spegla okkur í
þeim. Ég hef aldrei litið á vindubrú, sem kippt er
snarlega upp í varnarskyni, sem alvöru brú. Brýr
eru táknmynd endingar en þær eru líka brothætt-
ar því gólf þeirra hangir í lausu lofti yfir ótömdum,
frumstæðum vötnum – þær tákna bæði sendingu
og móttöku því brú er vettvangur þar sem fólk
hittist en fer líka yfir og hverfur.“
Ferðalög ímyndunaraflsins
Magris fæst sumsé gjarnan við mæri og blöndun
menningarheima í verkum sínum. Skáldsaga hans
Danubio (Dóná) rekur leið stórfljótsins Dónár frá
upptökum til ósa: með litríkum lýsingum á marg-
breytilegu lífinu við bakka árinnar þykir Magris
takast vel að færa fjölmenningu Mið-Evrópu í orð.
Bókin hefur verið þýdd á ýmis tungumál og þykir
enn meðal helstu verka Magris. Af öðrum skáld-
verkum hans má nefna Microcosmi (Smáheimar),
sem færði honum Strega-bókmenntaverðlaunin
árið 1997, Stadelmann (1988) og Lei dunque cap-
irà (Hennar skilningur) sem er hans nýjasta verk,
nóvella þar sem goðsögnin um Orfeus er færð inn í
samtímann.
Bækur Magris eru öðru fremur ferðalög ímynd-
unaraflsins, þó með sterkum tengingum við veru-
leik og sagnfræði. Raunar leysast öll landamæri
upp í textum hans, menning samtímans er í stöð-
ugri samræðu við menningu fortíðar og landslag
víxlast við manngerða borgarmenningu og lífsstíl.
Allt frá Borges til Noregs
Claudio Magris nýtur mikils álits í heimalandinu,
þótt hann sé ekki endilega í hópi mest seldu höf-
unda. Sumir segja að bækur hans höfði ekki til
allra Ítala því hann sé meira miðevrópskur höf-
undur en ítalskur, en aðrir meta það sem mikinn
kost. Stíll hans er þéttur, fagurfræði skáldskap-
arins er mjög ákveðin og gagnrýnendur eru sam-
mála um að form og inntak fari þar sérlega vel
saman.
En þótt Magris vinni skrif sín í þaula, ber ekki
að skilja það sem svo að hann sé nóbelskandídat í
fílabeinsturni – hann skrifar t.a.m. reglulega
pistla í stórblaðið Corriere della Sera og var þing-
maður efri deildar ítalska þingsins 1994-1996. Þá
er hann kunnur fyrir ritgerðir og þýðingar; hefur
þýtt höfunda frá Heinrich von Kleist til Henrik
Ibsen og skrifað fræðirit um E.T.A. Hoffmann,
Italo Svevo, Robert Musil, Hermann Hesse, Ibsen
og Jorge Luis Borges. Á þessu má sjá að áhugi
hans teygir sig út fyrir „sérsviðið“ – miðju Evrópu
– alla leið norður til Noregs og suður til Argent-
ínu.
Magris mætir til leiks í Norræna húsinu kl.
17.30 á mánudag og heldur fyrirlestur um nýjustu
bók sína, Alla cieca (Í blindni), sem fjallar að hluta
til um Ísland.
P.S. Sem kunnugt er var það Doris Lessing sem
hlaut Nóbelsverðlaunin 2007. Magris hlýtur að
láta sér það í léttu rúmi liggja. Lessing kom til
greina í heil 30 ár. Ekkert liggur á.
Brýr eru líka brothættar
ÍTALIR kættust fyrr í haust þegar fréttir bárust
af því, og raunar ekki í fyrsta sinn, að rithöfund-
urinn og fræðimaðurinn Claudio Magris þætti
líklegur til að hreppa Nóbelsverðlaunin í bók-
menntum í ár. Magris hefur verið á sviðinu um
árabil, hann vakti alþjóðlega athygli með skáld-
sögunni Dóná (1986), hefur setið á þingi, skrifar
pistla í eitt af stærstu dagblöðum Ítalíu og hefur
sópað að sér dágóðu safni bókmenntaverðlauna.
Magris kemur til Íslands í dag og situr í opnu
viðtali í Norræna húsinu á mánudag.
Magris Magris mætir til leiks í Norræna húsinu kl. 17.30 á mánudag og heldur fyrirlestur um nýjustu
bók sína, Alla cieca (Í blindni), sem fjallar að hluta til um Ísland.