Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2007, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 11 lesbók Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Í bókinni Í felulitum – við frið-argæslu í Bosníu með breska hernum veltir Hildur Helgadóttir upp áleitnum spurningum um þátt- töku Íslands í friðargæsluverk- efnum en hún starfaði um tíma- bil sem hjúkr- unarfræðingur í heilsugæslusveit breska hersins í friðargæslusveit NATO í Bosníu. Hildur var þangað send á vegum íslenska utanríkisráðu- neytisins og hlaut þjálfun hjá breska hernum. Frásögnin er glettnisleg á köflum og gerir höf- undur óspart grín að sjálfum sér í framandi og stundum ógnandi að- stæðum. Hildur er með meistarapróf í hjúkrun frá Háskólanum í Calgary í Kanada og verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands. Hún hefur skrifað fjölda greina um hjúkrunarfræði en einnig hafa birst eftir hana smásög- ur. JPV gefur bókina út.    Um þessar mundir streymabarnabækur í öllum stærðum og gerðum frá forlögunum. JPV útgáfa sendi nýverið frá sér bókina Barba- pabbi í langferð eftir Annette Ti- son og Talus Taylor en Barba- pabbi hefur fyrir löngu slegið í gegn hjá íslensk- um börnum og þarf vart að kynna. Tryggða- tröll eftir Steinar Berg kemur sömuleiðis út hjá JPV og segir frá samskiptum tröll- astúlkunnar Drífu og bóndason- arins Bergsteins. Höfundurinn Steinar Berg er einnig þekktur sem tónlistarútgef- andi og ferðaþjónustubóndi í Borg- arfirði sem er einmitt sögusvið bók- arinnar. Sagan er myndskreytt af Prian Pilkington sem er að góðu kunnur fyrir bókaskreytingar sínar, einkum þar sem tröll koma við sögu. Mál og Menning hefur sent frá sér bókina Leyndarmálið hans pabba eftir Þórarin Leifsson og hér á ferðinni glettin spennusaga sem segir meðal annars frá mannætu í Hlíðunum, leynilögreglumanninum Vidda nikótín og íþróttabrjál- æðingnum Ívari bang-bang. Þórarinn Leifsson hefur mynd- skreytt bækur, bókakápur og blaðagreinar en Leyndarmálið hans pabba er fyrsta skáldsagan sem hann skrifar handa börnum.    Ný þýðing Jóns Kalmans Stef-ánssonar á verki Knut Hams- un er komin út hjá útgáfunni Upp- heimar. Um er að ræða skáld- söguna Loft- skeytamaðurinn sem kom fyrst út árið 1904, var svo kvikmynduð níu- tíu árum síðar og vilja margir meina að hún sé skemmtilegasta verk Hamsuns. Stíllinn er skýr, launfyndinn og geymir jafnframt ljóðrænan und- irtón. Sagan segir frá loftskeyta- manninum Ole Rolandsen sem er sveimhugi, trúbador, drykkjusvoli og viðkvæmur slagsmálahundur. Uppheimar gefa sömuleiðis út Öskudaga sem er fyrsta ljóðbók Ara Jóhannesssonar og hlaut Bók- menntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar þetta árið. Ari starfar sem læknir og fjalla mörg ljóðanna í bókinni um læknisstörf og sam- band læknis við sjúklinga sína. Í til- kynningu segir að hér stígi fram „einstaklega þroskað skáld“. BÆKUR Hildur Helgadóttir Jón Kalman Stefánsson Steinar Berg Eftir Rúnar Helga Vignisson rhv@simnet.is Um daginn undraðist háskólakennarieinn að ég skyldi leggja mig niðurvið að þýða setningarávarp og bók-arkafla eftir J. M. Coetzee fyrir bókmenntahátíðina í Reykjavík. Er þetta eitt- hvert prinsíp? spurði kennarinn og var helst á honum að skilja að hann teldi þetta mikinn óþarfa, enda sagðist hann vera orðinn vanur því að enskan væri óþýdd. Öðrum finnst eðlilegast að lesa allar erlend- ar bækur á ensku, hvort sem íslensk þýðing er til eða ekki. Enn öðrum þykir eðlilegast að all- ar kvikmyndir beri ensk nöfn, líka þær sem koma af öðrum tungumálasvæðum. Enskan er greinilega mál málanna hjá mörg- um, rétt eins og hún sé eins konar föðurmál heimsins. Í framhaldi af þessu virðist nauðsynlegt að spyrja sig þeirrar grundvallarspurningar hvers vegna við þýðum úr ensku eða úr nokkru öðru máli fyrst mörg okkar treysta enskunni svona vel. Það mætti tína til ýmis svör við þessari spurningu en það veigamesta lýtur að móð- urmálinu og sérstöðu þess. Að mínu mati er reginmunur á því að lesa á tillærðu máli og á móðurmáli. Við það að flytja texta af tillærðu máli yfir á móðurmál færist hann nær okkur, inn í okkur, og um leið gerist eitthvað sem er svo djúpt í vitundinni, svo heilagt og svo ná- lægt kvikunni í okkur, að það markar alla upp- lifun af textanum. Það felur í sér allt í senn: að koma heim, að hvíla í traustum móðurfaðmi, að njóta ástkonu sinnar. Þetta helgast m.a. af þeirri sjálfvirkni tungumálsins og skilningsins sem móðurmálið kemur í kring. Þessi eðlisbreyting á upplifun lesandans er ein sterkasta röksemdin fyrir ástundun þýð- inga. Texti á tillærðu máli getur aldrei keppt við móðurmálstexta, því hann verður alltaf les- inn með hreimi, hvort sem er í huga eða á tungu, enda á tillært tungumál sér önnur heim- kynni í mannssálinni en móðurmálið. Aftur á móti getur þýddi textinn verið lykill að upp- lifun sem er skyldari lestrarreynslu þess sem las frumtextann á móðurmáli sínu. Þótt eitt- hvað tapist í þýðingu, eins og oft er sagt, er ávinningurinn þess vegna þeim mun meiri, ekki síst þegar þýddir eru textar eftir höfunda á borð við J. M. Coetzee. Hvers vegna þýðum við úr ensku? » Við það að flytja texta af til- lærðu máli yfir á móðurmál færist hann nær okkur, inn í okk- ur, og um leið gerist eitthvað sem er svo djúpt í vitundinni, svo heil- agt og svo nálægt kvikunni í okk- ur, að það markar alla upplifun af textanum. ERINDI Eftir Friðrik Rafnsson fridrik.rafnsson@reykjavik.is Í bókinni L’aube le soir ou la nuit greinir Yasmina Reza frá ári í lífi þáverandi for- setaframbjóðanda og núverandi forseta Frakklands, Nicolas Sarkozys, og bar- áttu hans og stuðningsmanna hans fyrir forsetaembættinu. Bókin spannar um það bil ár, allt frá undirbúningi kosningabarátt- unnar, valdabaráttunni og til þess hvernig valda- maðurinn myndast og tekur við embætti. Þar sem Reza er sjálfstætt þenkjandi rithöf- undur en ekki auðsveipur blaðamaður fer hún sér- staka og afar áhugaverða leið í bókinni, er í senn gagnrýnin fluga á vegg og hugsuður sem er að velta fyrir sér hegðun fyrirbærisins stjórnmála- manns og þeim lögmálum sem gilda þegar stefnt er að kjöri í einu valdamesta embætti heimsins, að verða forseti Frakklands. Yasmina Reza Yasmina Reza fæddist í París árið 1959. For- eldrar hennar voru bæði af gyðingaættum, móðir hennar er ungverskur fiðluleikari og faðir hennar verkfræðingur að mennt, hálfur Rússi og hálfur Írani. Reza er því alin upp í heimsborgaralegu andrúmslofti vel stæðra gyðinga frá Mið-Evrópu sem flúðu til Parísar undan sóvétkommúnism- anum. Hún stundaði háskólanám í París, en jafn- hliða því gældi hún við drauma um að verða leik- kona, sótti tíma í leiklistarskóla Jacques Lecoqs í París og starfaði um skeið sem leikkona. Hún hefur skrifað nokkur leikrit, Conversa- tions après un enterrement (Samtöl að lokinni jarðarför, hlaut Molièreverðlaunin fyrir það árið 1987 sem besta leikskáldið), hún gerði franska leikgerð af leikgerð Stephens Berkoffs á Ham- skiptum Kafka, La Traversée de l’hiver (Vetr- arferð, 1989), Art (Listaverkið, 1994) sem náði feikimiklum vinsældum, m.a. hér á Íslandi, L’Homme du hasard (Maður tilviljunarinnar), Trois versions de la vie (Þrjú tilbrigði við lífið, 2000) og Le dieu du carnage (Vígaguðinn, 2007). Árið 1997 birti hún safn sjálfsævisögulegra þátta, Hammerklavier, sem mest fjalla um föður hennar sem þá var nýlátinn. Fyrstu skáldsögu sína, Désolation (Harmur), nokkurs konar eintal, sendi hún frá sér árið 1999. Verk hennar hafa ver- ið þýdd á meira en 35 tungumál og hún hefur hlot- ið margvíslegar viðurkenningar fyrir ritstörf sín, þar á meðal ein virtustu leiklistarverðlaun Breta, Laurence Olivier Award. Merkileg tilraun Það er í rauninni stórmerkilegt að þáverandi for- setaframbjóðandi, Nicolas Sarkozy, skuli hafa hleypt rithöfundinum svo nærri sér, ekki síst vegna þess að Reza er afar gagnrýnin á hann. Kannski einmitt þess vegna er útkoman stór- merkur vitnisburður um tilurð valdamanns og heimspekileg hugleiðing um valdið sem slíkt. Sagan segir að Reza hafi í rauninni tekist hið fullkomna með þessari bók; fá bæði pólitíska and- stæðinga og stuðningsmenn Sarkozys upp á móti sér. Andstæðingar hans, vinstrimenn, segja hana hafa lagst kylliflata fyrir honum og dragi upp hetju- og glansmynd, en stuðningsmenn hans, hægrimenn, eru algerlega á öndverðum meiði og finnst hún allt of gagnrýnin og nærgöngul. Hvað sem því líður er bókin talin útgáfu- viðburður haustsins, rokselst og er aðal- umræðuefnið á kaffihúsum og veitingastöðum um allan hinn frönskumælandi heim. Og raunar mun sá hópur stækka enn á næstunni, því nú er verið að þýða bókina á fjölmörg tungumál, enda hefur hún skírskotun langt út fyrir þessa tilteknu kosn- ingabáráttu. Þetta er lýsing á því hvernig hin merka dýrategund sem Aristóteles talaði um á sínum tíma, stjórnmáladýr (fr. l’animal politique), verður til í vestrænum samtíma, með tilheyrandi auglýsingamennsku og fjölmiðlasirkus. Leikskáld baksviðs í stjórnmálunum Það er sennilega engin tilviljun að rithöfundur, og það eitt helsta leikskáld samtímans, skuli hafa áhuga á því að fá að skyggnast á bak við tjöldin á sviði stjórnmálanna í orðsins fyllstu merkingu, enda sýnir hún mög vel fram á það hversu stutt er milli nútímastjórnmála og leiksýninga, en langt milli sýndar og reyndar, orða og athafna. Hún tekur líkinguna um svið stjórnmála og leikhúss alla leið. Yasmina Reza dregur upp sannfærandi mynd af Sarkozy, lýsir honum sem fremur lágvöxnum manni sem gengur örlítið haltur og er alltaf að stinga einhverju smáræði upp í sig, þolir ekki að fara út á land, gengur í jakkafötum frá Dior, er með sólgleraugu frá Ray-Ban. Fram kemur að hann elski konuna sína (en var þó að skilja við hana þegar þetta greinarkorn er skrifað) og börn- in, að hann er bæði hjátrúarfullur og sannkristinn, og nýtur mikillar kvenhylli. Hann talar við löggur eins og hann sé lögga sjálfur, enda yfirmaður þeirra um skeið, en virðist líka geta heillað fólk upp úr skónum með svolítið álkulegum persónu- töfrum. Hann þolir ekki fundi, og þaðan af síður fjölmiðlafólk sem ekki hugsar um annað en „að hampa sjálfum sér“. Fastur liður í kosningabar- áttu sem þessari í Frakklandi er að frambjóðand- inn skrifi bók, og hann var þar engin undantekn- ing, en í bók Reza kemur fram að hann krefjist þess að fá daglegar sölutölur. Þannig tínir Reza til aragrúa af smáatriðum úr kosningabaráttunni sem smám saman verða að mynd af manni sem er kröfuharður, hrokafullur, getur stokkið heiftarlega upp á nef sér, en líka mynd af manni sem einangrar sig oft, dregur sig inn í dularfulla þagnarskel og verður barnslegur aftur strax og sviðsljósið hættir að beinast að hon- um. Í lokin fáum við svo lýsingu á nýkjörnum for- seta í Elysée-forsetahöllinni sem virðist hálf- leiðast, það er eins og hann sé órólegur og vanti eitthvað enn stærra og meira til að kljást við … Hverfult og hættulegt vald Bókin er að mörgu leyti merkileg og snaggaralega skrifuð formtilraun þar sem höfundurinn stekkur átakalaust og lipurlega frá hárnákvæmum lýs- ingum á fundum, ráðabruggi og samtölum yfir í spaklegar og frjálslegar vangaveltur um valdið og eilífðarmálin. Eftir stendur sterk tilfinning lesandans fyrir því að hafa fengið að skyggnast inn í hinn grimmi- lega heim pólitískrar valdabaráttu, þar sem per- sónur og leikendur gera sér misvel grein fyrir því hvort þeir eru persónur og leikendur, gerendur eða þolendur. Bókin er því undarleg blanda af skráningu atburða, nánast rannsóknarblaða- mennsku í æðra veldi (eða and-blaðamennsku) og gullfallegum og skörpum hugleiðingum um valdið, það hverfula og hættulega fyrirbæri, og lífið sjálft. Íhugul fluga á vegg í dýragarði stjórnmálanna „Einvera er draumsýn. Við höldum að þeir séu einir, en þeir eru bara að þykjast vera einir. Það er tóm blekking. Þeir eru kallaðir villidýr, en villidýrin eru einfarar. Þeir eru eflaust villidýr þegar þeir eru komnir í hringleikahúsið, en ann- ars staðar eru þeir bara gæludýr.“ Með þessum orðum hefst ein umtalaðasta og mest selda bók þessa hausts í Frakklandi, nýjasta bók leik- skáldsins og skáldsagnahöfundarins Yasminu Reza, L’aube le soir ou la nuit (Dagrenning kvöld eða nótt), en í henni segir frá ári í lífi Nicolas Sarkozys Frakklandsforseta. Reza og Sarkozy Reza fylgdi Sarkozy í heilt ár. Andstæð- ingar hans, vinstrimenn, segja hana hafa lagst kylliflata fyrir honum og dragi upp hetju- og glansmynd, en stuðningsmenn hans, hægrimenn, eru algerlega á öndverðum meiði og finnst hún allt of gagnrýnin og nærgöngul. Myndin var tekin í mars.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.