Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2007, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2007, Blaðsíða 3
Tvær frábærar! holar@simnet.is Ótrúlega fyndin og kemur öllum í gott skap Bráðsmellin og reynir á hugmyndaflugið M bl 9 26 24 2 Höfundur er lektor við leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Eftir Magnús Þór Þorbergsson magnusthor@lhi.is Á horninu á Pappelal- lee og Stargarder Strasse í Prenzlauer Berg í austurhluta Berlínarborgar stendur verslun sem selur gardínur. Þessi verslun hefur staðið á sama horni frá árinu 1889, sama ár og maður að nafni Adolf Hitler fæddist í Austurríki. Hún hefur staðið af sér prússneska keis- araveldið, fyrri heimsstyrjöld, Weimar-lýðveldið, nasismann, síðari heimsstyrjöld, skiptingu Berlínar í austur og vestur, kommúnisma A- Þýskalands og fall Berlínarmúrsins. Nú fyrir nokkrum árum, loks þegar kapítalisminn hafði haldið innreið sína í austurhluta Berlínar og yf- irtekið allt þar sem hægt var að taka yfir, neyddist verslunin til að minnka við sig og flytja sig í næsta hús. Gardínur seljast ekki nógu vel. Yfir dyrum þessarar verslunar hangir skilti þar sem á stendur: „Castorf, der Eisenhändler.“ „Castorf, járnvörukaupmaður.“ Inn í þetta litla, rótgróna fjöl- skyldufyrirtæki fæddist strákur hinn 17. júlí 1951 sem skírður var Frank Mario, sem á síðustu 20 ár- um hefur orðið þekktur fyrir fram- leiðslu annars konar járnvöru: leik- sýninga, svo og leikhúsrekstur, sem fest hefur hann í sessi sem einn dáðasta en jafnframt hataðasta leikstjóra Þýskalands og einn áhrifamesta leikhúsmann í Evrópu í dag. Um útnára A-Þýskalands til Berlínar Frank Castorf ólst upp í eftirlits- samfélagi A-Þýskalands, þar sem hann var fljótt litinn hornauga. Hann gengur í gallabuxum, með sítt hár, er sonur verslunareiganda og á það til að spyrja ögrandi spurninga í kennslustundum. Þrátt fyrir það fær hann (að lokinni her- þjónustu og eftir ýmsum krókaleið- um) að innrita sig í fagur- og menn- ingarfræði við háskóla A-Berlínar, sem á áttunda áratugnum var hér um bil eini staðurinn þar sem lög- legt var að glugga í bannaðar bæk- ur. Þeir lánsömu meðal samnemenda fá vinnu í virtum leikhúsum á borð við Berliner Ensemble meðal arf- taka Brechts, en Castorf er ekki einn þeirra. Hann er ráðinn drama- túrg við leikhúsið í Senftenberg, 30 þúsund manna útnára í suðurhluta A-Þýskalands. Í leikhúsum alþýðu- lýðveldisins þjónaði dramatúrg eins konar hlutverki landamæravarðar: Hann átti að sjá til þess að ekkert færi úr böndunum: Listin mátti ekki reyna um of á þanþol sam- félagsins. Castorf var slakur varð- maður. Í raun hafði hann miklu meiri áhuga á að sitja á ofninum í íbúð kærustunnar í Berlín og gera ekkert. Í alþýðulýðveldinu, sem grundvallast á afköstum, dugnaði og nytsemi einstaklingsins fyrir samfélagið, er vart hægt að hugsa sér byltingarkenndari lífsviðhorf. Þrátt fyrir þetta fær Castorf tækifæri til að leikstýra, m.a. verk- inu Golden fliesst der Stahl eftir Karl Grünberg, en án þess að gæta að sér lætur Castorf niðrandi orð falla um verkið í góðra vina hópi. Skömmu síðar fær hann áminningu og síðar brottvikningu. Castorf kom sér betur fyrir á ofninum hjá kær- ustunni á meðan hún gekk í málið og fékk bróður sinn, lögfræðinginn Gregor Gysi, síðar borgarstjóra í Berlín og lengi vel leiðandi stjórn- málamann vinstrimanna í Þýska- landi, til að fara í mál vegna ólög- mætrar uppsagnar. Þegar Castorf öllum að óvörum vinnur málið lendir ríkið í vanda. Hvað á að gera við þennan gemling, sem sýnir enga löngun til að vinna alþýðulýðveldinu gagn? Lausnin er að senda Castorf í útlegð, veita honum leikhússtjórastöðu í Anklam, öðrum útnára, nú í norðurhluta landsins. Árið er 1982 og fljótlega fara bæjaryfirvöld að taka eftir að samfélagið í þessu litla saklausa leikhúsi þeirra er ekki alveg eins og það á að vera. Castorf safnar í kringum sig hópi fólks sem er svip- að þenkjandi, írónískir anarkistar, iðjuleysingjar, fólk sem hefur eng- an áhuga á að vinna alþýðulýðveld- inu gagn, en heldur enga löngun til að berjast hatrammlega gegn því. Sýningar þeirra einkennast af und- arlega kaótískri fagurfræði og ein- kennilegri heimsmynd, sem yfirvöld vita ekki alveg hvernig þau eiga að taka, enda á írónía illa heima í al- ræðisríki. Stasi-skýrslurnar um Castorf frá þessum tíma eru stórskemmtileg lesning og sýna örvæntingarfulla leit yfirvalda að ástæðu til að úti- loka hann, en án árangurs. Árin í Anklam veita honum visst næði til að safna til sín traustum hópi sam- starfsmanna, sem sumir starfa með honum enn í dag, og umfram allt svigrúm til að þróa fagurfræði og tungumál sýninga sinna. Þrátt fyrir að sýningar Castorfs í Anklam hafi býsna oft ekki fengist sýndar, í besta falli stöku sinnum fyrir lokuðum hópi, berst orðspor Castorfs yfir múrinn og honum boðið að setja upp í V-Þýskalandi. Uppsetning hans á Miss Sara Sam- pson eftir Lessing í München 1990 vakti gríðarleg viðbrögð, jafnt fögn- uð sem hneykslun. Castorf beitti annars konar vinnuaðferðum, fag- urfræði og stíl en menn höfðu áður séð, auk þess sem afbygging, eða jafnvel niðurrif hans á hinum klass- íska texta Lessing færði honum við- urnefnið Tortímandinn. Castorf var bæði von og ógn leikhússins í hinu sameinaða Þýskalandi. Við fall Berlínarmúrsins gjör- breyttist allt líf í borginni og leik- húsið um leið. Leikhúslistamenn þurftu að finna leiðir til að kljást við þær stórfenglegu breytingar sem samfélagið stóð frammi fyrir og að mörgu leyti þurftu þeir að hefja leit að nýju tungumáli sem næði að tjá breytta heimsmynd. Í þessari byltingu miðri stóðu þekkt- ustu leikhús Berlínar, Schaubühne, sem hafði orðið eitt virtasta leikhús Evrópu undir stjórn Peters Stein, og hið gamla leikhús Brechts Berl- iner Ensemble, og áttu bæði í bar- áttu við arf fortíðar, sem segja má að hafi beinlínis verið að sliga þau. Kreppan sem Berliner Ensemble og Schaubühne áttu við að etja var reyndar líka hluti þeirrar kreppu sem almennt var ríkjandi í þýsku leikhúsi á 9. og 10. áratugnum. Gömlu leikstjórarnir sem bylt höfðu leikhúsinu á 8. áratugnum þóttu hafa glatað hugsjónum sínum og nýjungagirni og þróast meira í átt að innihaldslítilli sjálfsupphafningu. Inn í þessa kreppu kom Frank Castorf, kannski ekki beinlínis sem frelsandi engill, fremur eins og hinn tortímandi járnvörukaupmaður. Leikhústungumál hans var annað en menn höfðu séð fram að þessu, háðskt og kaótískt. Hann blés á öll dramatísk lögmál, allar hugmyndir heilagleika hins sígilda texta, inn- lifun leikarans, heilstæða persónu- sköpun, framvindu og söguþráð. Og svo fór að ákveðið var að ráða hann yfir einu af mörgum leikhúsum Berlínar, sem menn vissu ekki al- veg hvað þeir áttu að gera við. Eftir þrjú ár verða þau annaðhvort fræg eða dauð var viðkvæði nefndarinnar sem lagði það til að ráða Castorf og félaga. Castorf stökk á tilboðið og gekk skrefi lengra: annaðhvort verður hér besta leikhús í heimi eða við breytum því í sundlaug. Og hvert er konseptið, spurðu þýskir menningarvitar. Og Castorf svaraði: Konseptið er ég. Alþýðuleikhúsið: Skriðdreki eða sundlaug Volksbühne, eða Alþýðuleikhúsið, hóf göngu sína í Berlín 1914 með sýningu á verki eftir Björnstjerne Björnson en seinna á þessu fyrsta leikári var m.a. Fjalla-Eyvindur Jó- hanns Sigurjónssonar settur þar á svið. Þegar Castorf tók við Volks- bühne ríkti hálfgert millibilsástand í Berlín. Austurþýska stjórnin var í raun orðin valdalaus, en vesturþýsk yfirvöld voru þó ekki enn tekin eig- inlega við. Í Vestur-Berlín sluppu ungir menn við herskyldu, þannig að þangað flykktist ungt og sér í lagi vinstrisinnað fólk, en mennta- menn voru áberandi í austurhluta borgarinnar. Við fall múrsins blönd- uðust þessir hópar. Ungt fólk tók sér bólfestu í niðurníddum húsum miðsvæðis í austurhlutanum þar sem róttæk neðanjarðarmenning fór vaxandi þar til skriða samein- ingar Þýskalands hvolfdist yfir Berlín. Frank Castorf lítur svo á að leik- hús hans þjóni mjög ákveðnu póli- tísku hlutverki. Þar telja menn hlutverk leikhússins vera að sporna gegn gegndarlausum hraða samein- ingarinnar, sem í raun sé ekkert annað en yfirtaka Vestur-Þýska- lands á austurhlutanum í nafni auð- valdshyggju. Leikhúsið tók því strax þá afstöðu að gerast mál- svarar þeirra sem týndust í flóði sameiningar þýsku ríkjanna. Það má því segja að í Volksbühne eigi sér stað harður árekstur milli aust- urs og vesturs, þar sem goðsagnir og klisjur auðvaldsins eru rifnar niður með kraftmiklum og áhrifa- ríkum en ekki síður háðskum og húmorsfullum hætti. „Það geisar stríð í Austur- Evrópu,“ segir Frank Castorf um niðurníðslu, fólksflótta og sífellda aukningu nýnasisma í þessum hluta álfunnar. „Við stöndum frammi fyrir gríðarlegum þjóð- flutningum, en á meðan látum við eins og við séum á Waldorf- leikskóla. Ef við opnum ekki augun og horfumst brátt í augu við þróun A-Evrópu á það eftir að hefna sín: Það er ekki einfaldlega hægt að hrifsa virðingarstöðu stórveldis af Rússum og skipta henni út fyrir pepsídós.“ Og ástandið í Þýska- landi telur hann ekki álitlegt. Ca- storf gefur lítið fyrir lýðræði og frelsi þegar hann sér unglinga og börn leggjast í eiturlyf og öm- urleika á hverri brautarstöð í borg- um landsins. Þá er hann hlynntari alræði. „Unglingabúðir á Krím- skaga eru mér mun meira að skapi en að sjá börnin farast í frelsi vændisins.“ Gegn þessu ástandi teflir Ca- storf fram sínum her af ljóðrænum stríðsvélum, eins og hann kallar leikara sína, sem leika eins og þeir eigi lífið að leysa. Verk látinna og lifandi meistara eru notuð sem sprengiefni til að knýja kraft sýn- inganna áfram. Verkin þjóna fyrst og fremst því sem ætlunin er að segja með sýningunni, þannig að textinn verður samsuða af verki skáldsins og þeim texta sem til verður á æfingunum, enda hefur Castorf oftar en ekki verið sakaður um niðurrifsstarfsemi og nauðg- anir á stórvirkjum leikbók- menntanna. Frank Castorf kom eins og jarð- ýta inn í leikhúslíf hins sameinaða Þýskalands. Þau fimmtán ár sem hann hefur verið leikhússtjóri Volksbühne hafa einkennst af mikl- um sveiflum, en jafnframt fest Ca- storf í sessi sem einhvern áhrifa- mesta samtímaleikhúsmann Evrópu. Uppgangur og áhrif Volksbühne hafa verið slík að á síð- ari helmingi tíunda áratugarins var það að mörgu leyti eina leikhúsið í Berlín sem vert var að heimsækja. Alþýðuleikhúsi Castorfs hefur verið líkt við skriðdreka, jafnvel brotajárnshaug, þar sem Castorf höndlar með sína tegund af járn- vöru. Sýningar Castorfs einkenn- ast af miklum kaótískum og anark- ískum krafti, dágóðum skammti af hæðni, en um leið sannfæringu um að leikhúsið geti haft áhrif og þeg- ar best tekst til eru sýningar hans engu líkar. Frank Castorf: Járnvörukaupmaður Frank Castorf Castorf ólst upp í eft- irlitssamfélagi A-Þýskalands, þar sem hann var fljótt litinn hornauga. Frank Castorf er án efa einn af áhrifamestu leikstjórum og leik- hússtjórum Evrópu um þessar mundir. Sýningar hans hafa bæði heillað og hneykslað en láta sjaldnast áhorfendur sína ósnortna. Endstation Amerika verður sýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld en verkið hefur hlotið mikið umtal. Hér er afar sérstakur ferill Castorfs rifjaður upp. » Stasi-skýrslurnar um Castorf frá þessum tíma eru stórskemmtileg lesning og sýna örvæntingarfulla leit yfirvalda að ástæðu til að útiloka hann, en án árangurs. Árin í Anklam eita honum visst næði til að safna til sín traustum hópi samstarfsmanna, sem sumir starfa með honum enn í dag, og umfram allt svigrúm til að þróa fagurfræði og tungumál sýninga sinna. Endstation America „Frank Castorf kom eins og jarðýta inn í leikhúslíf hins sameinaða Þýskalands. Þau fimmtán ár sem hann hefur verið leik- hússtjóri Volksbühne hafa einkennst af miklum sveiflum, en jafnframt fest Castorf í sessi sem einhvern áhrifamesta samtímaleikhúsmann Evrópu.“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.