Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2007, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2007, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 7 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Loksins er tekið að hilla undirnýtt efni frá gæðasveitinni bresku, Goldfrapp. Fjórða breið- skífan, Seventh Tree, hefur nú verið sett á útgáfudag og ber hann upp á 25. febrúar 2008. Platan var tekin upp í hljóðveri Al- ison Goldfrapp og Wills Gregorys, tvíeykisins sem sveitina skipar, en hljóðverið er í sveitum Somer- set. Allar laga- smíðar og upp- tökustjórnun var í höndum Gold- frapp og Gregor- ys og er það Mute sem gefur út. All- miklar breytingar ku hafa orðið á sérstökum hljóðheimi Goldfrapp, minna verður um glys það sem lá yfir síðustu plötu, Supernature, og meira af „enskum súrrealisma“, eins og tal- að er um á vefsvæði sveitarinnar.    Sveitatónlistargoðsögnin PorterWagoner lést í vikunni í Nas- hville, fáeinum vikum eftir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús með lungnakrabbamein. Wagoner átti ófáa smellina á sjöunda áratugnum, var fastagestur í mekka kántrísins, Grand Ole Opry, og kynnti söng- konuna Dolly Parton til leiks á sínum tíma. Wagoner fæddist í Missouri árið 1927 og gerði samning við RCA Records árið 1955. Wagoner þótti mikill sviðs- maður og var með sterka útgeislun. Þannig var honum úthlutað eigin sjónvarpsþætti árið 1960, The Porter Wagoner Show, og gekk hann í 21 ár. Á meðal laga sem hann samdi má nefna „A Satisfied Mind“, „Misery Loves Company“ og „Green Green Grass of Home“. Í maí á þessu ári skrifaði Wagoner undir samning við ANTI- Records, sem hefur á sínum snærum lista- menn eins og Tom Waits, Nick Cave, Solomon Burke, Ramblin’ Jack El- liott og Merle Haggard. Síðasta plata Wagoners, Wagonmaster, kom svo út í júní og í sumar hitaði hann upp fyrir White Stripes á tónleikum í Madison Square Garden í New York. „Ég hitti krakka í kringum tvítugt baksviðs. Þau voru á eftir eiginhand- aráritunum,“ sagði Wagoner daginn eftir tónleikana, með tár á hvarmi. „Ef þau hefðu bara vitað hvernig mér varð innanbrjósts. Það var líkt og ferskur andvari léki um sálu mína.“    Goðsögulegir tónleikar Nirvanafyrir MTV Unplugged-þáttinn í New York koma í fyrsta skipti út á mynddiski í þessum mánuði. Tón- leikarnir, sem fram fóru árið 1993, munu koma fyrir eins og þeir voru sendir út á sínum tíma en einnig verður óklippt útgáfa. Krist Novose- lic, bassaleikari sveitarinnar, segir að hinn nýi um- hverfði 5.1- hljómur opni lög- in og hafi fengið hann til að meta tónleikana upp á nýtt, en Nirvana var hálfpartinn á heljarþröm þegar upptökur fóru fram. Kurt Coba- in var djúpt sokk- inn í vímufenið og andrúmsloftið í myndverinu nokkuð vírað. Í óklipptu útgáfunni má sjá sveitina skella sér í útgáfu af „Sweet Home Alabama“ eftir Lynyrd Skynyrd og einnig má sjá þá æfa upp „Plateau“, „About A Girl“, „Polly“, „Come As You Are“, „All Apologies“ og „The Man Who Sold The World“. Þá er einnig tutt- ugu mínútna heimildamynd með við- tölum við meðlimi Nirvana og þá sem stóðu að þættinum. TÓNLIST Goldfrapp Porter Wagoner Kurt Cobain Eftir Helgu Þóreyju Jónsdóttur findhelga@gmail.com Þegar hlustað er á Forever Changesmeð hljómsveitinni Love í fyrsta sinnkemur margt upp í hugann. Þaðfyrsta hlýtur að vera sá aragrúi tón- listarstefna sem kemur saman á plötunni. Margt minnir á kunnar sveitir – Love kom fram á svipuðum tíma og The Doors og er sagt að Jim Morrison hafi fengið mikið af söngstíl sínum að láni hjá vini sínum og forsprakka Love, Arthur Lee. Áður en Forever Changes kom út árið 1967 hafði Love gefið út tvær aðrar plötur, Love og Da Capo, og eru þær ágætis verk og alls ekki ófrumlegar. Á þeim er að finna meiri „garage“- áhrif en á Forever Changes og eru þær því að mörgu leyti hrárri. Til stóð að Neil Young stjórnaði upptökum á Forever Changes en hann varð að hverfa frá vegna anna. Hún hefði vafalaust fengið á sig annan blæ en hún hefur nú. Arthur Lee var vel tengdur í tónlist- arbransanum í LA á sjöunda áratugnum. Árið 1964 spilaði hann í hljómsveit með þá óþekkt- um Jimi Hendrix og þótti áhugaverður karakt- er – í raun er mesta furða að hann skuli aldrei hafa orðið þekktari en hann varð vegna þess hve mikil áhrif hann hefur haft á tónlist- arbransann. Forever Changes er langt frá því að vera einhæf, á henni er að finna skemmtilega blöndu ólíkra stefna. Sýrutónlist sjöunda áratugarins er í forgrunni, bassalínurnar voru bæði sóttar í djass og sálartónlist auk þess að vera tilrauna- kenndar og á köflum tilviljanakenndar. Mörg laganna eru leikin á kassagítar að aðalhljóðfæri en ekki á sömu vegu og aðrir tónlistarmenn gerðu á þessum tíma. Love nýtti mexíkósk áhrif í Suður-Kaliforníu við beitingu kassagít- arsins auk þess sem nokkuð ber á blást- urshljóðfærum – og þá einkum og sér í lagi trompet og básúnu. Talsvert er um strengjaút- setningar sem breyta stemningu tónlistarinnar mikið. Með tilkomu strengjanna verður plata sem annars hefði hljómað kaldranalega að mel- ódísku og spennandi verki sem verður ekki auðveldlega greint. Það er þó söngur Lees og gítarleikur Jo- hnnys Echols sem gefa tóninn. Einmanalegur, hávær og hrár gítarleikurinn smýgur inn í ann- ars ljúfan grunn tónlistarinnar á Forever Chan- ges. Rödd Arthurs Lee er full af sál og aldrei aðgangshörð, en það eru textarnir hans hins vegar. Þeir fjalla um lífið í Los Angeles árið 1967 – gleði þess og sorgir, eiturlyfin sem voru tekin, blankheitin, tilvistarkreppuna og sollinn eins og hann kom fyrir þá. Mörgum árum síðar sagði Lee að þegar hann samdi textana fyrir plötuna þá hefði hann haldið að hann væri að deyja og að ljóðin væru í raun kveðjubréf. Það er ekki að ástæðulausu að Forever Changes er hátt skrifuð hjá tónlistaráhugafólki sem hefur á annað borð áhuga á sjöunda ára- tugnum. Hljómur plötunnar hefur, eins og áður sagði, smitast inn í margar af frægustu hljóm- sveitum seinni ára og nefndi Syd Barrett hana sem einn helsta áhrifavald sinn. Það er engin auðveld leið til þess að lýsa þeim hughrifum sem plata getur valdið án þess að spila hana um leið – Forever Changes er jafnvel enn erfiðara viðfangsefni vegna þess hve margar stefnur hún fangar án þess þó að svíkja psychadelíuna sem hún kemur úr. Love spilaði lítið á tónleikum á meðan frægð- arsól hennar skein sem skærast og leystist hljómsveitin upp skömmu eftir útgáfu Forever Changes. Arthur Lee setti sveitina saman aftur á áttunda áratugnum með nýjum meðlimum og átti það til að fara þá í tónleikaferðalög. Kunn- ugir segja þó að Love hafi aldrei aftur hljómað eins og hún gerði undir lok sjöunda áratug- arins. Eilífðin breytist POPPKLASSÍK Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is S vartþungarokkarar liggja ekki ein- asta yfir tónlistinni – ímyndin hefur alltaf verið gríðarlega stór þáttur og er órofa partur af listinni. Jafnvel þegar menn neita að taka þátt í því að mála sig með líkfarða, klæðast stálklossum eða hringabrynjum eru lesin í það tákn. Þá felst ímyndin í því að vera ekki með ímynd! Þetta er hins vegar öllu erfiðara með Wolves in the Throne Room. Þar er erfitt að sjá hvar raun- veruleikinn endar og skáldskapurinn byrjar. Á þeim fáu myndum sem fjölmiðlar hafa birt af sveitinni má greina óskýrar myndir af mönnum í kuflum við varðeld. Ein myndin er af slíkum manni þar sem hann situr í grasi gróinni brekku og leikur á gítar. Á annarri er sams konar maður að brölta um myrkan strákofa. Á þeirri þriðju sit- ur maður við ljósker og virðist vera að snæða mat úr skál. Í sumum tilvikum er um að ræða fallegar, dramatískar landslagsmyndir. Og svona er þetta hjá hljómsveitinni. Meðlim- irnir búa í kommúnu utan við borgina Olympia í Washington-ríki Bandaríkjanna og rækta þar sín- ar kartöflur auk þess sem þeir semja tónlist – og skrýðast kuflum. Út fyrir markhópinn Wolves in the Throne Room var stofnuð árið 2004 af Rick Dahlin og bræðrunum Nathan og Aaron Weaver. Bræðurnir sjá um trommur og gítar en Rick syngur auk þess að leika á gítar. Enginn er bassaleikurinn. Svartþungarokk er oft tengt við öfgahægrimennsku, nasisma og þvíumlíkt og til eru hljómsveitir sem falla fagnandi í þann flokk (það er kallað National Socialist Black Metal eða NSBM). Pólitískt séð færu Wolves … þá algerlega yfir í hinn endann. Meðlimir hafna firringunni sem nútímalíf getur borið með sér og eru miklir nátt- úrusinnar. Þeir búa saman úti í sveit og rækta þar sinn eigin mat og eru með skepnuhald. Þeir stefna að 100% sjálfsþurftarbúskap og eru því einslags anarkistar. Það er kannski óþarfi að taka það fram að hljóðritun tónlistarinnar er eins „lífræn“ og hægt er, engin fagtól (pro-tool) eru brúkuð og allt er spilað svo gott sem beint inn á band. Fyrsta útgáfa sveitarinnar, samnefnd sýni- eða prufuplata (demó), er frá árinu 2004 og svo kom önnur slík ári síðar. Fyrsta opinbera platan kom svo út í fyrra, Diadem of 12 Stars, og var henni tekið með kostum og kynjum. Hún fór langt út fyrir viðtekinn markhóp og miðlar eins og Pitch- fork og Allmusic hömpuðu plötunni gríðarlega. Platan vakti það mikla athygli að hin mikilhæfa út- gáfa Southern Lord stökk á sveitina og það er hún sem gefur út nýju plötuna. Annar aðalmaðurinn hjá Southern Lord er Stephen O’Malley (Sunn O))), Khanate, Ginnungagap, Lotus Eaters og fleira og fleira) og Southern Lord hefur gefið út verk tímamótasveita eins og Sunn O))), Saint Vi- tus, Earth og Boris. Vetur konungur En hvernig hljómar svo nálgun Wolves in the Throne Room við svartþungarokksformið, sem hefur lengi vel, einhverra hluta vegna, verið lang- gróskumesti geiri þungarokksins? Hvað er það sem gerir sveitina einstaka? Two Hunters hefst á sex mínútna inngangsstefi, hægstreymu og dramatísku, og minnir það helst á tónlistina úr Twin Peaks-þáttunum. Hið tólf mínútna „Vast- ness and Sorrow“ er svo keyrt áfram af hefð- bundnum sprengitrommuleik („blast beats“), ís- nálagítar og þeim nornaöskrum sem einkenna svartþungarokkið. En. Það er eitthvað undir þessu öllu sem gerir þetta … eiginlega hlýtt. Og aðgengilegt. Það er mikil fegurð í öllum drung- anum og nokkurs konar lokkandi angurværð. Best er að útskýra þetta aðdráttarafl svona: Þetta er líkt og Sigur Rós hefði ákveðið að gera svartþung- arokk. Söngkonan Jessica Kinney, sem hefur með- al annars unnið með hinum hálfíslenska Eyvind Kang, syngur svo í tveimur síðustu lögunum (plat- an er bara fjögurra laga og síðasta lagið er átján mínútur). Mestallt svartþungarokkið kemur enn frá Skandinavíu en ýmislegt forvitnilegt er auðheyr- anlega að gerjast á vesturströnd Bandaríkjanna í þessum fræðum, og t.a.m. er sterk sena í gangi í San Francisco, af öllum stöðum. Hinn eilífi vetur sem norsku svartþungarokkurunum er svo tamt að tala um er greinilega farinn að breiða allnokkuð úr sér. Vomað yfir varðeldi Hinn dularfulla sveit Wolves in the Throne Room hefur endurskrifað reglubók svartþungarokks- ins með sérdeilis frábærum skífum sínum. Nýj- asta uppfærslan á reglunum gekk í gegn í upp- hafi hausts er platan Two Hunters kom út. Wolves in the Throne Room „Á þeim fáu myndum sem fjölmiðlar hafa birt af sveitinni má greina óskýrar myndir af mönnum í kuflum við varðeld,“ segir greinarhöfundur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.