Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2007, Page 8
Án titils, 2007.
Stóra systir og litli bróðir, 1948.
8 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Ásgeir H Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
Þ
að er eitthvað austurlenskt við þetta, eitthvað sem minn-
ir mig á austurlenska skrift, taóískt tóm.“ Sjálfur hafði
ég fyrst séð klettabelti í Himalajafjöllum þakið snjó en
þó er ég sammála Halldóri þegar hann minnist á þetta.
Við Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Ís-
lands, erum að ræða verk Kristjáns Davíðssonar en á
fimmtudag hófst sýning á verkum listmálarans í Listasafni Íslands.
Kristján varð níræður í ár en þetta er þó hvorki yfirlits- né afmæl-
issýning. „Við vorum með yfirlitssýningu 1981 og okkur fannst engin
ástæða til að gera það aftur. En Kristján er ennþá að þróast og mál-
verkin hans taka miklum breytingum og það er langt frá því að þessi
öldungur hafi lagt penslana á hilluna, hann málar enn á hverjum degi.“
Áherslan er á verk listmálarans síðustu sautján árin, en Halldóri verð-
ur tíðrætt um þær breytingar sem urðu á verkum hans fyrir einum
þrettán árum. „Við vildum sýna aðdrag-
andann að því og reyna að sýna hvernig
þetta gerðist.“ Elsta myndin af sýningunni
er þó frá árinu 1948 þannig að alls spannar
hún nær hálfrar aldar skeið.
Kundera, Kristján
og Steinn Steinarr
Eldri myndirnar eru meðal fárra fígúra-
tívra mynda á sýningunni. „Við vildum
bregða ljósi á mannamyndagerð hans,“
segir Halldór og minnist á frægar myndir
Kristjáns af Steini Steinarr sem hann segir
eitt besta portrett sem málað hefur verið á
Íslandi, en Kristján kynntist flestum helstu
skáldum Íslands ágætlega og bjó raunar
tvisvar í Unuhúsi. Kristján er einnig sjálf-
lærður á fiðlu. En hvernig birtast þessi
áhrif í verkum hans? „Mér finnst það koma inn með þennan ryþmíska
blæ, þarna er einhver hrynjandi sem gerbreytir heildarstrúktúr
myndanna.“ Kristján hefur einmitt myndskreytt þónokkrar bókakáp-
ur, frægastar þeirra eru nokkrar kápur Milans Kundera, bæði á
frönsku, ensku og íslensku, en Kundera ritar einmitt formála bókar
um Kristján sem kemur út samhliða sýningunni. „Enda er þar kominn
annar maður sem ann frelsinu og kann að meta þann sterka ein-
stakling sem Kristján er.“
Eldri myndir Kristjáns einkennast flestar af mikilli litadýrð og
mjög sterkum litum. En fyrir einum þrettán árum tekur hvíti liturinn
skyndilega völdin. „Þetta er mjög sérkennilegt. Hann hefur alltaf ver-
ið mikill teiknari og líklega ekkert óeðlilegt að það komi tímabil þar
sem hann vildi leggja megináherslu á teikninguna,“ segir Halldór og
bætir við: „En þetta hefur líka sitthvað að gera með hans náttúrusýn.
Þetta er vetrarlandslag, tilraun til þess að búa til nýja stemningu, leys-
ingar, hláku og snjóalandslag.“ Halldór segir að þótt um abstraktverk
sé að ræða sé ekkert launungarmál að Kristján sé iðulega að mála
landslag, landslag sem hann hefur ávallt tengst mjög sterkum bönd-
um.
„Það er líka ákveðið áræði fólgið í því að tæma verkið. Margir halda
að aðalatriðið sé að fylla í flötinn en staðreyndin er sú að það er miklu
erfiðara að tæma verkið. Þegar þú ert kominn niður í einfalda teikn-
ingu er ekkert sem þú getur falið þig á bak við.“ Kristján er mjög ein-
staklingsbundinn listamaður sem eltir sjaldnast tískustrauma og rekst
illa í hóp. Þó segir Halldór hann þarna hafa verið að svara kalli tímans.
„Þetta er tímabil þar sem menn tókust á við tómið með mjög afgerandi
hætti, og hann gerir það greinilega.
Abstrakt Kjarval
Hann er í raun eini listamaðurinn okkar sem hafnar allri reglufestu,“
segir Halldór spurður um sérstöðu Kristjáns. Hann er okkar abstrakt
Kjarval, hann líkist honum mjög andlega þótt Kristján sé abstrakt en
Kjarval fígúratívur. Þeir eru báðir feikilega miklir teiknarar og báðir
miklir einfarar sem eiga sér engar beinar hliðstæður.“
Einnig sér Halldór líkindi við Henri Matisse hinn franska. „Matisse
er einn af fáum erlendum listmálurum sem tóku stakkaskiptum eftir
sjötugt, mér finnst Kristján líkjast honum að þessu leyti, hann gerir
hallarbyltingu í eigin ranni eftir sjötugt – það er þessi afstaða hans
sem við erum að halda upp á. Hann er einn okkar fyrsti lýríski ab-
straktmálari – og sá sem víkur aldrei af þessari braut en finnur innan
þessara marka stöðugt nýjar leiðir. Það er einstakt.“
Kjörlendi góðra listamanna
Og Kristján skiptir listamenn samtímans miklu máli. „Hann hefur haft
gríðarlega mikil áhrif á yngri kynslóðir hvað það varðar að vera sér á
báti. Hann hefur haft mjög losandi áhrif á íslenska list og listamenn.
Íslensk list er ekki mjög losaraleg í eðli sínu, hún er mjög bundin og
yfirleitt eru Íslendingar mjög agaðir og meira fyrir það að fínpússa en
að sletta úr klaufunum. Hann kennir okkur að maður þurfi ekki endi-
lega að fínpússa sé maður nógu áræðinn strax í upphafi. Þetta er að
skila sér núna til ungu kynslóðarinnar sem virðir þetta áræði æ meir –
að spila af fingrum fram, í sjálfu fingraspilinu – í því að láta vaða – er
falið eitthvað einstakt sem þú getur ekki stjórnað, en stjórnar samt.
Þú ert þarna á mörkunum. Ég held Kristján hafi kennt mörgum yngri
listamönnum að á þessum mörkum þess sem þú stjórnar og stjórnar
ekki, þar sé kjörlendi góðra listamanna.“
Hvít hallarbylting
Á fimmtudag var opnuð sýning á verkum eftir Kristján Davíðsson í
Listasafni Íslands. Á sýningunni má sjá afrakstur síðustu sautján
ára í list Kristjáns að viðbættum verkum sem bregða ljósi á þróun
listamannsins í átt til þeirra stílbriðga sem hann hefur ræktað frá
lokum níunda áratugarins. Í tilefni opnunarinnar er endurbirt
grein sem Kristján skrifaði í Tímarit Máls og menningar árið 1950
um myndlist samtímans. Einnig er rætt stuttlega við Halldór Björn
Runólfsson, forstöðumann Listasafns Íslands, um sýninguna.
Halldór B. Runólfsson
Erlent landslag II, 1945.
Stef, 1963. Án titils, 1997.
»Ha
áhr
varðar
ur haft
list og
Enn að m