Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2007, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 15 Sjálfsagt er nafn Sigurðar Gúst- afssonar þekktara víða erlendis en hérlendis og þá einkum í Svíþjóð. Þrátt fyrir að ekki sé lengra en um tíu ár síðan fyrsta húsgagn Sigurðar kom á markaðinn hefur hann unnið til tvennra virtra verðlauna fyrir húsgagnahönnun, Bruno Mathsson verðlaunanna sænsku (2001) og Sö- derbergs-verðlaunanna (2003). Flest húsgögn Sigurðar hafa verið fram- leidd af sænska fyrirtækinu Källemo og kynnt víða erlendis. Það er því orðið tímabært að yfirlitssýning á húsgögnum hans sé haldin hér og við hæfi að það sé verkefni Hönn- unarsafns Íslands, en sem stendur er sýningu á verkum Sigurðar í sýn- ingarsal safnsins á Garðatorgi í Garðabæ. Húsgögn Sigurðar eru ekki hefð- bundin enda fjarri hans markmiði að hanna dæmigerðan söluvarning. Hann leitar fanga í tímabil innan lista- og hönnunarsögunnar þar sem fram fór leit að svörum um gildi sam- spils forms lita og flata í manngerðu umhverfi sem birtist oft í fram- úrstefnulegri hönnun. Sigurður seg- ir í pistli í sýningarskrá að hann líti á sig sem leitandi efasemdarmann sem reyni á engan hátt að skapa persónu- legan stíl eða ímynd. Samt sem áður skera húsgögn Sigurðar sig úr og mega teljast vera út fyrir það hefð- bundna, enda segist hann ekki nenna að vera í jábræðralagi hinna sann- trúuðu hönnuða sem hæla hver öðr- um en nauðsynlegt sé þó að byggja hönnunina á einhverri beinagrind. Sú beinagrind sem hann byggir á eru tilbrigði við kunnugleg hugtök eða kafla í lista- og hönnunarsögunni og út frá því hannar hann það sem hann nefnir seríur húsgagna; Const- ruction, Deconstruction, Cons- umption og Conseption seríuna. Með Construction (bygging) seríunni er Sigurður að vitna til tímabils konst- rúktífismans á öðrum og þriðja ára- tug síðustu aldar, í formfræði mód- ernismans, Bauhaus og De Stijl. Í Construction seríunni eru tengslin augljós hvað formuppbyggingu ræð- ir, samspil láréttra og lóðréttra plana en öfugt við stranga frumlita- notkun í fyrirmyndunum er græni liturinn Sigurði hugleikinn en guli til hlés. Þannig er ekki skírskotað beint til hugmyndafræði tímabilsins held- ur fyrst og fremst til formuppbygg- ingar. Deconstruction (afbygging) serían er hinsvegar einskonar af- bygging á Construction hugmynd- inni þar sem línur ganga á skakk og skjön og dansinn gjarnan hafður sem útgangspunktur. Slíkt er nokk- uð augljóst í stólnum Tangó sem má telja eitt þekktasta verk Sigurðar og það fyrsta sem fer í framleiðslu hjá Källemo. Stóllinn sem er etv. besta verkið í þessari seríu var fram- leiddur í fáum eintökum og er upp- seldur. Consumption (neysla) og Conseption (hugmynd, hugarfóstur) seríurnar eru huglægari og er reynt að tákngera neyslumenninguna í Consumption seríunni eins og t.d. með Take Away lampanum og er sú hönnun í takt við nýjar endur- vinnsluhugmyndir í samtímahönnun þar sem neyslumenningin er gagn- rýnd á húmorískan hátt. Conseption serían er sú persónulegasta og vísar í ýmsar minningar úr uppvexti og umhverfi hönnuðarins. Engin sam- ræmd einkenni eru lýsandi fyrir þá seríu og augljóslega leyfir Sigurður sér að spinna af algjöru frelsi með margvísleg minningarbrot sem gerir það að verkum að sundurgerð hlut- anna er mikil og er spurning hvort hönnuðurinn hefði mátt vera gagn- rýnni á myndlíkingar úr fortíð og umhverfi og hvernig og hvar þær væru nýttar. Sýningin er fjórskipt út frá seríun- um og þær kynntar hver í sínu horni salarins. Fyrir þá sem eitthvað þekkja til hönnunar Sigurðar kemur sýningin sjálf lítið á óvart. Sýningin bætir þannig lítið við það sem fjallað hefur verið annars staðar um Sigurð og gefur lítið af nánari upplýsingum um verkin né frekari dýpt fyrir utan ágætan texta í sýningarskrá og um- fjöllun um flokkun sýningargripa í seríur. Fyrir ókunnuga eru verk Sig- urðar án efa mjög forvitnileg en sýn- ingin gefur ekki fullnægjandi svör til að svala slíkri forvitni. Merkingar hluta eru illa læsilegar og ekki í góðri tengingu við hlutina sjálfa. Sýningin verður óþarflega regluleg og flatneskjuleg og áhugaverðu við- fangsefninu eins og ýtt út í öll horn salarins án þess að skapa spennu eða samræður á milli ólíkra og skýrra „konsepta“ sem seríurnar eru. Hér eru hvorki nýttir misháir pallar né endurómun lita úr húsgögnum í bak- grunninn eins og sést í sýning- arbæklingi að Sigurður hefur notað í sýningu á seríunum annars staðar. Tau- bakgrunnur frá fyrri sýningu við falleg líkön af húsgögnunum er ekki heppilegur fyrir heildina og hefði mátt fjarlægja af veggjunum. Þrátt fyrir allt má þakka framtakið í hvert sinn sem íslenskur hönnuður er kynntur til leiks og á þann hátt er sýningin áhugaverð og mikilvægur þáttur í því starfi. Fyrir utan jábræðralag Ljósmynd/Curt Ekblom Tangó Þetta má telja eitt þekktasta verk Sigurðar og það fyrsta sem fer í framleiðslu hjá Källemo. Stóllinn sem er etv. besta verkið í þessarri seríu var framleiddur í fáum eintökum og er uppseldur. Elísabet V. Ingvarsdóttir HÖNNUN Hönnunarsafn Íslands/ Sýningarsalur á Garðatorgi í Garðabæ 13. któber – 11. nóvember Opið 14.00 -18.00 alla daga nema mánu- daga. Sýningarstjórar: Aðalsteinn Ing- ólfsson og Sigurður Gústafsson Umgjörð sýningar: Sigurður Gústafsson Uppbygging – Afbygging. Veröld Sigurðar Gústafssonar arkitekts og húsgagnahönnuðar Pétur Már Undanfarið hafa lög Oddgeirs í Eyjum gjarnan hljómað í hátölurunum hans. Hlustarinn Yfirleitt læt ég tölvuna um að velja af handa-hófi úr lagasafninu og verður stundum úr því sérkennilegur bræðingur. Undanfarið hafa hins vegar lög Oddgeirs í Eyjum gjarnan hljómað í hátölurunum. Hann samdi ótrúlega margar perlur við frábæra texta Ása í Bæ, Árna úr Eyjum og fleiri snillinga. Undurfagra ævintýr, Heima, Vor við sæinn, Við gengum tvö og önnur lög hafa hljómað á meðan ég hef verið að búa Ösku, nýja glæpasögu Yrsu Sigurð- ardóttur, til prentunar. Sagan gerist einmitt að hluta til í Vestmannaeyjum en líkamsleifar finnast við uppgröft húss sem fór undir ösku í gosinu 1973. Eyjarómantíkin er allsráðandi í lögum Oddgeirs Kristjánssonar; þar „sigldu himinfley“, þar veita „glitrandi vín og víf stund- arfrið“ og „annað segja stjörnur tvær“. Þetta stingur mjög í stúf við þá óhugnanlegu atburði sem Yrsa lýsir í glæpasögu sinni. Þó hefur þetta blandast skemmtilega saman undanfarna daga. Pétur Már Ólafsson bókaútgefandi. Lesarinn Nýlega las ég bókina Við fót-skör meistarans eftir Þor- vald Þorsteinsson. Þetta er bók sem lætur ekki mikið yfir sér og ég hafði engar sérstakar vænt- ingar til hennar þegar ég hóf lesturinn. Á bókarkápu segir að sagan sé um „allt þetta einstaka fólk sem aldrei er í fréttum, birt- ist aldrei í Séð og heyrt en ætti kannski með réttu að vera í brennidepli umræðunnar alla daga“. Svo fór ég að lesa – og bókin kom mér á óvart. Þarna er fjallað um innantómt líf nokk- urra einstaklinga sem alla skort- ir tilgang í tilveru sína. Þeir ganga æði langt í því að gæða líf sitt merkingu. Sérstaklega á það við um aðalpersónuna Þráin, eða Þrával eins og hann kallar sig. Hann er handrukkari sem elur með sér draum um að verða myndlistarmaður. Með allskyns túlkunum og táknsæi finnur hann dulda meiningu í nánast öllu sem fyrir augu ber, og tekur tilviljanakennd atvik sem vís- bendingu um æðri tilgang. Hann leigir íbúð af manni sem lifir í eigin hugarheimi og þráir til- breytingu og spennu í líf sitt. Með þeim takast kynni. Fyrr en varir hefur annar spunnið lyga- vef sem báðir festast í. Svo má maður ekki segja meira. Þor- valdur hefur skemmtilegan stíl. Hann nær góðri persónusköpun með samtalstækninni sem beitt er í bókinni. Hún er oft háðsk og hnyttin. Að vísu vantar einhvern herslumun til þess að sögulokin séu nægilega afhjúpandi. En á heildina litið er þetta góð bók og skemmtileg aflestrar. Ólína Þorvarðardóttir rithöfundur.Ólína Segir að bók Þorvaldar Þorsteinssonar Við fótskör meistarans hafi komið á óvart.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.