Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.2007, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.2007, Blaðsíða 13
Það er rétt hjá Hannesi að sann- leikurinn ræðst ekki af einföldum meirihluta í kosningum. Það er líka hægt að taka undir með honum að jafnvel verstu menn geta haft rétt fyrir sér og við þetta má bæta að menn geta meira að segja haft rétt fyrir sér á röngum forsendum. Argu- mentum ad hominem er kunn rök- villa, en þar er skírskotað til fordóma eða hagsmuna viðmælandans fremur en dómgreindar hans. En kenningin um hnattræna hlýnun vegna síaukins útblásturs gróðurhúsalofttegunda er þrautprófuð vísindaleg tilgáta sem enn hefur ekki verið afsönnuð og það eru mjög miklar líkur (yfir 90% að mati IPCC) á því að hún reynist sönn.27 Skrif mín í Lesbókina hafa ekki snúist um að sýna fram á sann- leiksgildi kenningarinnar (sem verð- ur sönnuð eða afsönnuð eftir kúnst- arinnar reglum með tíð og tíma). Ég segi það beinum orðum í grein minni „Hannes gegn heiminum“ þegar ég viðurkenni að „auðvitað kysi ég frem- ur að þeir vísindamenn sem halda því fram að jörðin sé orðin hættulega heit reyndust hafa á röngu að standa“. Það er því rangt hjá Hannesi að ég hafi beitt ad hominem rökum til þess að sýna fram á réttmæti gróð- urhúsakenningarinnar. Áhugi minn beinist miklu fremur að því að benda á að Hannes og skoðanabræður hans í hópi afneitunarsinna hafa líkast til rangt fyrir sér, en ef þeir hefðu rétt fyrir sér væri það alltaf á röngum for- sendum. Ég get þó ekki stillt mig um að vitna í setningu af vefsíðunni sem Hannes vísar til þegar hann segir mig beita ad hominem rökum, því að þar er sleginn eftirfarandi varnagli: „Ef einhver hefur hag af því að ljúga væri kjánalegt að samþykkja fullyrð- ingar hans um málefnið án spurn- inga.“28 Hannes Hólmsteinn gerir sitt besta til að fela forsendurnar að baki afstöðu sinni til vísindalegu spurning- arinnar um hnattræna hlýnun því að hann veit að það er ekki gaman að hafa rétt fyrir sér á röngum for- sendum. Hann veit líka að hann verð- ur að láta sem svo að skoðun hans stýrist af gagnrýnni afstöðu til vís- indanna. En hikið sem Hannes sýnir er ekki vísindalegt. Það er fremur pólitískt, hagsmunalegt, hug- myndafræðilegt hik. Efahyggja Hannesar er ekki byggð á virðingu fyrir grundvallarforsendum vísinda- legrar aðferðar. Hún er mótuð af trúarlegri vissu. Hún er efahyggja rétttrúnaðarmanns og af þeim sökum ónothæf sem aðferð í vísindum. Hvað eru vatnsmelónufræði? Ég hef verið spurður að því hvort rétt sé af mér að blanda pólitík saman við vísindalegt vandamál af þeirri stærð- argráðu sem loftslagshlýnunin hlýtur að vera. Í spurningunni felst kostu- legur misskilningur. Greinar mínar um efnið snúast um að draga fram þá pólitísku átakaþætti sem stýrt hafa umræðunni fram að þessu, í þeirri von að með því að nefna þá og taka til greiningar verði í framtíðinni hægt að ýta þeim með öllu út af borðinu. Ágreiningur í stjórnmálum má ekki hafa áhrif á vísindalegar niðurstöður og ímynd loftslagsvísinda út á við. Hannes er þessu ósammála þótt hann geri sitt besta til að breiða yfir það. Hann trúir því, rétt eins og skoð- anasystkini hans lengst til hægri á armi stjórnmálanna, að umhverf- isverndarumræða samtímans eigi rætur sínar í sósíalisma fortíðarinnar og því beri að berjast gegn henni af öllum mætti. Þessi hugmynd hans skín alls staðar í gegn ef grannt er skoðað.29 Og ef farið er nógu langt aftur má finna hana ódulbúna í skrif- um Hannesar. Í kjallaragrein í DV frá árinu 1993, „Sósíalisminn er dauð- ur, en …“ segir hann: „Þótt sósíal- isminn sé dauður, lifir sósíalisminn. Sæti hans er aldrei autt. Ástæðan er sú, að hann á sér volduga uppsprettu og skírskotun í mannlegum tilfinn- ingum, draumum og þrám. Margir geta ekki hugsað sér þá óskipulögðu og skrykkjóttu þróun í átt til betra lífs, sem kapítalisminn býður upp á. Þeir vilja annaðhvort stöðva þessa þróun eða stjórna henni. […] Eftir dauða sósíalismans hefur hann komið fram aftur í tveimur voldugum hreyf- ingum. Önnur er kvenfrelsishreyf- ingin. […] Hin sósíalistahreyfing okkar daga er umhverfisvernd- arhreyfingin: (Hún er eins og vatns- melóna. Græn að utan, rauð að inn- an!)“.30 Ef þessi afstaða var ráðandi meðal hægrimanna fyrir einum og hálfum áratug hefur hún til allrar hamingju smám saman vikið fyrir skynsamlegri sjónarmiðum á und- anförnum árum, því að eins og ég hef ítrekað bent á eru ýmsir stjórn- málaleiðtogar á hægri arminum orðn- ir ákafir umhverfisverndarsinnar og eiga eftir að verða leiðandi í þeim að- gerðum sem framundan eru.31 Sumir þráast þó enn við og Hannes er einn þeirra. Í viðtali sem Freyr Eyjólfsson tók við Hannes Hólmstein í Síðdeg- isútvarpinu mánudaginn 22. október spurði hann nánar út í þá fullyrðingu mína að vandi loftslagsumræðunnar lægi ekki síst í því að hreinræktaðar vísindaspurningar hefðu nú um langt skeið blandast inn í pólitíska um- ræðuhefð með öllum hennar þrætu- bókarstíl og hártogunum, og bætti við: „Menn hafa skipst dálítið í póli- tískar fylkingar. Af hverju eru það helst hægri menn og frjáls- hyggjumenn sem leggjast gegn þess- ari …?“ Hannes leyfði honum ekki að klára spurninguna, heldur svaraði strax og var mikið niðri fyrir: „Heyrðu, það blasir bara við. Það blasir við svarið. Og svarið er auðvit- að það að margir hægri menn, þeir tortryggja ríkisvaldið, er það ekki rétt? Og það virðist eins og rík- isvaldið, að það eigi að leiða okkur út úr því sem þetta fólk trúir að séu ógöngur, en ég hef ennþá ekki komið auga á að sé nein vá.“32 Í viðtalinu við Frey staðfestir Hannes þær fullyrðingar mínar að hægrimenn óttist aukin afskipti rík- isvaldsins ef brugðist verði við lofts- lagsvandanum. Þess vegna leita þeir logandi ljósi að öllum þeim fréttum, skýrslum og vísindagreinum sem draga ráðandi niðurstöður um hnatt- ræna hlýnun í efa. Hannes opinberar í svari sínu að efahyggja hans hefur lítið með yfirlýstan sannleiksþorsta að gera. Hann virðist ekki heldur skilja að vangaveltur hans um aukið ríkisvald koma þessu raunvísindalega vandamáli ekkert við. Umhverfisverndarumræðuna verður að losa undan áhrifum vatns- melónufræðinganna. Það skiptir ekki máli hver talar „Ef einhver hefur hag af því að ljúga væri kjánalegt að samþykkja fullyrð- ingar hans um málefnið án spurn- inga“ segir, eins og fyrr var nefnt, í skilgreiningunni sem Hannes vísar til þegar hann telur mig hafa rangt við í rökfærslum mínum. Það er rétt að hagsmunarök segja ekkert um sann- leiksgildi ákveðinnar fullyrðingar því að hagsmunir og sannleikur fara oft saman. Að sama skapi geta menn haft rétt fyrir sér á röngum for- sendum. Það er almenn sátt um það í vís- indasamfélaginu að loftslagsbreyt- ingar eigi sér nú stað og geti orðið stórhættulegar lífi á jörðinni. Í þess- ari fullyrðingu býr ekki sú krafa að menn greiði atkvæði um sannleikann, heldur skilningur á hinni vísindalegu aðferð sem nú hefur verið notuð í þúsundum tilvika til þess að reyna að færa sönnur á tilgátuna um hlýnun jarðar af mannavöldum. Enn hefur ekki tekist að afsanna hana. Hina al- mennu sátt er þó ekki að finna úti í samfélaginu einhverra hluta vegna. Þeir sem hafa helgað sig viðfangsefn- inu og hafa bestar forsendur til þess að skilja vandann eru nokkurn veginn á einu máli, á meðan almenningur er ennþá fullur efa. Hvers vegna? Það er sú spurning sem ég hef mestan áhuga á, því að hún beinist að því að athuga hvað verður um upplýsingar á leiðinni frá vísindasamfélaginu til al- mennings. Hvernig getur almenningur vegið og metið þær upplýsingar um lofts- lagsmál sem berast honum á degi hverjum í fjölmiðlum? Viðfangsefnið er svo flókið að fæstir geta skilið það án hjálpar, heldur verða að styðjast við ýmis konar milliliði sem skýra umræðuna og leggja mat á hana. Og samkvæmt fjölmiðlunum er enn rifist heiftarlega um málefnið. Hér er hollt að hafa í huga að í hinu póstmódern- íska fjölmiðlaástandi samtímans þar sem ímynd veruleikans ryður stund- um veruleikanum úr sæti sínu, er hægt að kaupa sér ákveðna gerð sannleika. Sá sannleikur er vitaskuld ekki Sannleikur vísindanna með stóru essi, heldur nothæfur bráða- birgðasannleikur sem hægt er að beita þegar mikið liggur við, t.d. þeg- ar þarf að breyta mörg þúsund millj- ónum olíutunna í peninga. Með þessu er ég ekki að segja að hinn keypti bráðabirgðasannleikur geti ekki í sumum tilvikum verið vísindalegur Sannleikur með stóru essi, en sú að- ferð sem beitt er til að ná honum fram getur aldrei komið í stað vís- indalegrar aðferðar. Hvernig er svo slíkum bráðabirgðasannleik komið inn í umræðuna? Á 8 síðna minnisblaði frá API (Am- erican Petroleum Institute) frá apríl 1998 leita þessi hagsmunasamtök bandaríska olíuiðnaðarins leiða til að grafa undan viðurkenndum loftslags- vísindum með póstmódernískum bráðabirgðasannleik. Höfundur að- gerðaáætlunarinnar segir „Sigurinn unninn“: – Þegar hinn almenni borgari „skilur“ (ber kennsl á) óvissu í loftslagsvísindum; þegar óvissukennslin verða hluti af „viðtekinni þekkingu“. – Þegar fjölmiðlar „skilja“ (bera kennsl á) óvissu í loftslagsvísindum. – Þegar þeirri sýn sem dregur í efa „viðtekna þekkingu“ er gert jafnhátt undir höfði í fjöl- miðlum og loftslagsvísindum. – Þegar leiðtogar í iðnaði skilja þá óvissu sem felst í loftslagsvísindum, en það gerir þá að sterkari boðberum en þá sem móta lofts- lagsumræðuna. – Þegar þeir sem styðja Kyoto-samkomulagið í ljósi núverandi loftslagsrannsókna virðast vera úr tengslum við raunveruleikann.33 Olíuiðnaðurinn er þegar búinn að skella meira en einum milljarði í þetta áróðursverkefni, en meðal styrkþega eru ýmsir af þeim vís- indamönnum sem Hannes vísar í máli sínu til stuðnings og félagar úr hópi frjálshyggjumanna. Það er ekki hægt að segja að þessum peningum hafi verið illa varið fyrir olíuiðnaðinn. Það er til marks um tengsl API við ríkisstjórn George W. Bush að þegar hann réð sér starfsmannastjóra í „umhverfisgæðaráð“ („Council on Environmental Quality“) Hvíta húss- ins lét hann sækja Philip A. Cooney í ofangreind hagsmunasamtök olíu- iðnaðarins. Cooney neyddist svo til að segja af sér sumarið 2005 þegar hann var staðinn að því að falsa vísinda- legar skýrslur með því að milda orða- lag þeirra og með því að skjóta inn vafa þar sem hann var ekki að finna. Þá var hann á svipstundu ráðinn til ExxonMobil.34 Og falsararnir hafa enn nóg að gera. Í frétt sem birtist í New York Times, 25. október síðast- liðinn, kemur fram að starfsmenn Hvíta hússins eru enn að breyta skýrslum um loftslagsmál með því að fella út setningar um hættuna á hlýn- un jarðar.35 Rúmsins vegna læt ég hér staðar numið en skora á Hannes að krefjast þess að ég standi fyrir máli mínu. Ég gæti fyllt heila opnu í Lesbókinni með skjalfestum dæmum um það hvernig misvitrir harðlínumenn á hægri armi bandarískra stjórnmála hafa reynt að hafa áhrif á niðurstöður vísinda- manna, ritskoða verk þeirra og falsa. Þeir lesendur sem geta ekki beðið ættu að byrja á því að skoða heima- síðu bandarísku samtakanna „Union of Concerned Scientists“, en þar er m.a. að finna upplýsingasíðuna „The A to Z Guide to Political Interference in Science“ þar sem tekin eru ótal dæmi um hvernig vísindamenn sem vinna fyrir bandarísk stjórnvöld hafa þurft að horfa upp á það að snúið sé út úr rannsóknarniðurstöðum þeirra, þær falsaðar eða þeim stungið undir stól.36 Allt er þetta gert í nafni þess bráðabirgðasannleiks sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur haldið á lofti á síðum Lesbókarinnar und- anfarnar vikur. Endalok kapítalismans Það er til marks um óbeit Hannesar á umhverfisverndarhreyfingunni að meira að segja kapítalisminn býður skipbrot frammi fyrir henni. Í grein sinni „Sósíalisminn er dauður, en …“ segir hann menn ekki geta „hugsað sér þá óskipulögðu og skrykkjóttu þróun í átt til betra lífs, sem kapítal- isminn býður upp á“. Nú stöndum við frammi fyrir skyndilegri og óvæntri beygju á brautinni sem við þjótum eftir á leið til framtíðar, ef hægt er að kalla eitthvað sem við höfum séð fyrir í tuttugu ár óvænt. Hér er á ferðinni „ófyrirséð“ ástand en í stað þess að líta á kapítalismann sem hentugan kost í kapphlaupi okkar að nýjum og umhverfisvænni orkugjöfum er Hannes litaður af vatnsmelónufræð- unum sem hann hefur treyst á svo lengi. Hann sér rautt í hvert sinn sem hann sér grænt og hann veit að græna orkubyltingin er rauður áætl- unarbúskapur. Ekki er hægt að segja að Hannes láti hér stjórnast af djúp- stæðum skilningi á getu markaðarins til að bregðast við breyttum kring- umstæðum. Krafa Hannesar virðist vera sú að vinstrimönnum (helst kommúnistum) verði einum látið eftir að hrinda umhverfisáætlunum fram- tíðarinnar af stað. Þar eiga hægri menn hvergi að koma nálægt. Ég er þessu ósammála. Við stöndum frammi fyrir tveimur kostum. Annaðhvort hrista hægri- menn um heim allan af sér slyðruorð- ið og taka þátt í því með öðrum stjórnmálamönnum að finna lausnir á loftslagsvandanum, eða þá að við leggjumst öll á bæn og gerum ekkert, hughraust í þeirri trú að Exxon- málpípurnar og vatnsmelónufræðing- arnir hafi rétt fyrir sér.  1 Sjá Guðni Elísson: „Nú er úti veður vont: Gróðurhúsaáhrif og íslensk umræðuhefð“, Ritið 1/2007, ritstjórar Gauti Kristmannsson og Ólaf- ur Rastrick. Hugvísindastofnun Háskóla Íslands, bls. 4-43. 2 Sama, bls. 21. 3 Guðni Elísson: „Pólitískur rangtrúnaður og Björn Lomborg“, Lesbók Morgunblaðsins, 29. september, 2007, bls. 2. 4 Sjá Hannes Hólmsteinn Gissurarson: „Er heimurinn enn að farast?“ og „Guðni gegn gagn- rýninni hugsun“ í Lesbók Morgunblaðsins, 6. og 27. október, 2007, bls. 16. Hannes mætti í Silfur Egils sunnudaginn 14. október og í Síðdeg- isútvarpið á Rás 2, mánudaginn 22. október. Sjá einnig bloggfærslur Hannesar á: http:// hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/. 5 Sjá grein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar: „Vísindi eða iðnaður?“, Fréttablaðið, 24. nóv- ember 2006, bls. 34; og pistil Davids Adams: „Climate change impact disputed“ í The Guardi- an, 28. janúar 2005, en þar segir frá þingi sem efasemdarmenn um gróðurhúsahlýnun héldu í Bretlandi. Þar voru saman komnir helstu for- kólfar hugmyndarinnar, menn eins og David Bel- lamy, Richard Lindzen, Fred Singer og Nils-Axel Morner. Ýmsum á ráðstefnunni þótti illt til þess að hugsa að nú reyndu þeir á eigin skinni hlut- skipti Galileos Galilei. Sjá: http://www.guardi- an.co.uk/science/2005/jan/28/environ- ment.environment [sótt 1. nóv. 2007]. 6 Vef-Þjóðviljinn, 25. september 2007. Sjá: http://www.umhverfi.is/de- fault.asp?art=25092007 7 Hannes Hólmsteinn Gissurarson: „Guðni gegn gagnrýninni hugsun“. Lesbók Morgunblaðsins, 27. október 2007, bls. 16. 8 Global Environment Outlook: GEO4. United Nations Environment Programme, 2007, bls. 88. 9 Í Fjórðu skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um ástand jarðar er bent á að ýmiss konar mótvægisaðgerðir síðustu ár hafi dregið úr eyðingunni svo að hún sé líklega núna um 20.000 ferkílómetrar á ári (sjá bls. 88-89). 10 Sjá t.d. skýrslur og töflur hér: http:// rainforests.mongabay.com/primary_alpha.html og http://www.rcfa-cfan.org/english/ issues.12-3.html [sótt 2. nóv. 2007]. 11 Sjá:http://www.wmconnolley.org.uk/sci/ iceage/og http://www.wmconnolley.org.uk/sci/ iceage/ponte.html. Sjá frekar: http:// gristmill.grist.org/story/2006/11/23/18534/ 222 [sótt 2. nóv. 2007]. 12 Sjá:http://www.co2science.org/scripts/ CO2ScienceB2C/data/ushcn/stationofthe- week.jsp [sótt 2. nóv. 2007]. 13 Sjá t.d. upplýsingar frá Climatic Research Unit: http://www.cru.uea.ac.uk/cru/info/ warming/ og The Goddard Institute for Space Studies: http://data.giss.nasa.gov/gistemp/. Sjá einnig: http://gristmill.grist.org/story/2006/10/ 31/214357/31 [sótt 2. nóv. 2007]. 14 Um þetta má m.a. lesa í grein Cecilia Bitz: „Polar Amplification“ frá 2. janúar 2006 á vef- síðunni RealClimate. Sjá: http://www.realcli- mate.org/index.php/archives/2006/01/polar- amplification/. Góða mynd af hreyfingu haf- strauma á heimsvísu má finna hér: http://www.classzone.com/books/earth_science/ terc/content/visualizations/es2401/ es2401page01.cfm?chapter_no=visualization; og http://www.grida.no/climate/vital/32.htm [sótt 3. nóv. 2007]. 15 Sjá t.d. töflu á heimasíðu National Snow and Ice Data Center um „Global Glacier Mass Bal- ance (Volume Change)“: http://nsidc.org/sotc/ glacier_balance.html [sótt 3. nóv. 2007]. 16 Sjá heimasíðu NOAA Satellite and Inform- ation Service: „Solar Constant Construction of a Composite Total Solar Irradiance (TSI) Time Series from 1978 to present“: http:// www.ncdc.noaa.gov/paleo/globalwarming/ medieval.html [sótt 3. nóv. 2007]. 17 Sjá t.d. nýja grein eftir Timothy M. Lenton, „Tipping points in the Earth system“ sem birt er á heimasíðunni ResearchPages: http:// researchpages.net/ESMG/people/tim-lenton/ tipping-points/ [sótt 3. nóv. 2007]. 18 Sjá: http://www.pmodwrc.ch/pmod.php?to- pic=tsi/composite/SolarConstant [sótt 2. nóv. 2007]. 19 Sjá töflu hér: http://www.mps.mpg.de/ images/projekte/sun-climate/climate.gif [sótt 3. nóv. 2007]. 20 Sjá einnig nýjar rannsóknir hér: Foukal, Pet- er; o.fl.: „Variations in solar luminosity and their effect on Earth’s climate“. Nature 443, bls. 161- 166 (14. sept. 2006). [http://www.nature.com/ nature/journal/v443/n7108/abs/nat- ure05072.html]; og frétt tengda skýrslunni hjá National Center for Atmospheric Research: „Changes in Solar Brightness Too Weak to Expla- in Global Warming“ (13. sept. 2006). Sjá: http://www.ucar.edu/news/releases/2006/ brightness.shtml. Sjá frekar um þetta: http:// gristmill.grist.org/story/2006/12/28/090/ 30666 [sótt 4. nóv. 2006]. 21 Sjá heimasíðu Steve McIntyre: http:// www.climateaudit.org/?p=1880#more-1880 [sótt 3. nóv. 2007]. 22 Hannes Hólmsteinn Gissuarson: „Guðni gegn gagnrýnni hugsun“, bls. 16. 23 Árni Finnsson: „Farvel Lomborg“. Herðu- breið, 2. tbl., 1. árg. Reykjavík 2007. 24 „Þjarmað að Bush í loftslagsmálum“. Morg- unblaðið 4. apríl 2007, bls. 17. 25 Sjá t.d. fréttina „Frómar hugsjónir eða und- anbrögð“ þar sem sagt er frá því að George W. Bush hafi óvænt kynnt nýja umhverfisstefnu, að- eins fáum dögum fyrir leiðtogafund G8. Morg- unblaðið 6. júní 2007, bls. 27. 26 Guðni Elísson: „Hannes gegn heiminum“. Lesbók Morgunblaðsins, 20. október 2007, bls. 16. 27 Sjá t.d. frétt Richards Black, umhverfisfrétta- manns BBC: „Humans blamed for climate change“, 2. febrúar 2007. http://www.bbc.co.uk/ [sótt 20. júní 2007]. 28 Sjá: http://www.csun. edu/~dgw61315/ fallacies. html# Argumentum % 20ad % 20 hom- inem [sótt 3. nóv. 2007]. 29 Sjá t.d. Hannes Hólmstein Gissurarson: „Ro- usseau í stað Marx?“ Fréttablaðið, 10. nóvember 2006, bls. 30. 30 Hannes Hólmsteinn Gissurarson: „Sósíalism- inn er dauður, en …“. DV, 26. febrúar 1993, bls. 15. 31 Sjá t.d. greinar mínar: „Umhverfið og áróð- urstækin: Stendur Sjálfstæðisflokknum ógn af umhverfisvernd?“ Lesbók Morgunblaðsins, 15. júlí 2006, bls. 8-9; og „Með lögum skal landi sökkva: Hvers vegna er Sjálfstæðisflokkurinn stóriðjuflokkur?“ Lesbók Morgunblaðsins, 14. okt. 2006, bls. 8-10. 32 Sjá: http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/ ?file=4320711 [sótt 4. nóv. 2007]. Upptökuna er einnig hægt að nálgast á heimasíðu Hannesar Hólmsteins: http://hannesgi.blog.is/blog/ hannesgi/. 33 Sjá: http://www.euronet.nl/users/e_wesker/ ew@shell/API-prop.html [sótt 5. nóv. 2007]. Sjá einnig skýrslu sem Greenpeace lét vinna og gaf út í október 2002: http://www.greenpeace.org.uk/media/reports/ exxons-weapons-of-mass-deception [sótt 5. nóv. 2007]. 34 Sjá t.d. „Bush aide ’edited climate papers’“, 9. júní 2005 á vef BBC, http://news.bbc.co.uk/2/ hi/americas/4075986.stm; og Andrew C. Revk- in: „Bush Aide Softened Greenhouse Gas Links to Global Warming“, 8. júní 2005, http:// www.nytimes.com/2005/06/08/politics/08cli- mate.html?ei=5090&en=22149dc70c0731d8& ex=1275883200&partner=rssuserland&emc=rss [sótt 17. okt. 2007]. 35 Andrew C. Rewkin: „Climate Change Testi- mony Was Edited by White House“. The New York Times, 27. okt. 2007. Sjá: http:// www.nytimes.com/2007/10/25/science/ earth/25climate.html [sótt 5. nóv. 2007]. 36 Sjá „The A to Z Guide to Political Interference in Science“: http://www.ucsusa.org/ scientific_integrity/interference/a-to-z-guide-to- political.html [sótt 5. nóv. 2007]. melónufræði Höfundur er dósent í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.