Morgunblaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það er allt leyfilegt í trúarbragðadeilum. VEÐUR Ef fram fer sem horfir verðakosningarnar í vor kosning- arnar þegar Framsóknarflokk- urinn hvarf af vígvelli íslenzkra stjórnmála. Samkvæmt skoð- anakönnun Fréttablaðsins um helgina er Framsóknarflokkurinn orðinn 7,5% flokkur.     Flokkurinn þolir ekki frekari nið-urlægingu í skoðanakönn- unum. Eina leið framsóknar- manna er sú að hefja kosninga- baráttuna strax.     Jón Sigurðsson,formaður Framsóknar- flokksins, verður að grípa til sömu aðferða og Harry Truman Banda- ríkjaforseti gerði fyrir forsetakosn- ingarnar 1948, þegar talið var víst að hann mundi tapa fyrir frambjóð- anda repúblikana, Dewey.     Truman ferðaðist í lest um gjörv-öll Bandaríkin og heimsótti hvert einasta krummaskuð, þar sem nokkur von var um atkvæði. Niðurstaðan varð sú, að hann kom öllum á óvart og vann.     Jón Sigurðsson verður nú aðleggja land undir fót og ferðast í kosningarútu Framsóknarflokksins um land allt og heimsækja hvert einasta byggðarlag og enda ferða- lagið á stórfundi í Reykjavík.     Svona kosningabarátta, sem höfð-ar til grasrótarinnar og fer fram á staðnum en ekki í fjöl- miðlum, er eina leiðin, sem Fram- sóknarflokkurinn getur farið nú.     Takist þeim að snúa stöðunni við áeinum mánuði með svona gras- rótarherferð eiga framsóknarmenn möguleika á að ná þokkalegri nið- urstöðu í kosningunum.     Bíði þeir fram í apríl með að hefjakosningabaráttuna eru kosn- ingarnar fyrirfram tapaðar. STAKSTEINAR Jón Sigurðsson Að hætti Trumans SIGMUND                   !   "# $! %!!  !  &' ( ) * ! -' . -/ -0 -0 -' +( +-1 1 +- '. 2 3! )*3! 3! 4  3! ) % ) %  ! 3! 3! 3!  )# + !  ,- .  ' / ! ! 0     +-  ! !   +( +-' / - 0 . / +' +- 0 +/ 2 3! 3! 2 3! 3! 3! 3! ) % ) % 2 3!   *%    !2 "1 2  !     1  3    2- 2  4! 1! & 5# )67! 8 !!) / / ' +- - +-( +( ( +- +5 +' 3! 6 *%   3! 3! 3! 2 3! 3! 3!      2 3! )*3! 9! : ;                             !"     #   : #  !* )        !  <2   < #  <2   < #  <2   !   78    ;= 2!>         /    !!     *     9   % <6    :;-/7  %     <  3 ) %    7 = * >-1;-(7 *%  *    >   3!    / 5 >  ) *   ?< *3  *=    "3(4? ?<4@"AB" C./B<4@"AB" ,4D0C*.B" /1' :1@ 1-' 1>/ 1>- 1>1 5-. ---' -01 ./' -:/@ -@0. @': -'0. '-0' '//. -/:- -(00 -1/. --1' -10. -1-1 -.00 -.'( -.-1 -.1( '111 0>- '>' ->- '>- 1>/ 1>1 1>- 1>' />( ->5 ->/ '>1 ;1>-            TVÆR myndabandaleigur í höfuð- borginni, James-Bönd í Skipholti 9 og Heimabíó á Njálsgötu 49, hafa ákveðið að hafa leiguverð fyrir myndbönd og diska óbreytt. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að nokkrar myndbandaleigur hafi hækkað verðið undanfarið. Til dæmis hefur verðið hjá Bón- usvídeói nýverið hækkað um 100 krónur, úr 550 krónum í 650 fyrir myndina. Óskar Ásgeirsson, eigandi James- Bönd og Heimabíós, segir að verðið hjá þeim verði áfram 500 krónur fyr- ir nýja mynd. Þetta verð hafi verið óbreytt um talsvert langan tíma og ekki standi til að hækka það á næst- unni. Hækka ekki leigu NEMENDUR í framhaldsskólum og háskólum landsins hafa aldrei verið fleiri en haustmisserið 2006. Þetta kemur fram í nýjustu Hag- tíðindum Hagstofu Íslands um skólamál sem birt voru í gær. Þar má sjá að haustið 2006 voru skráðir nemendur á framhalds- og háskólastigi alls 44.129. Í fram- haldsskóla eru skráðir 26.958 nemendur og 17.171 nemandi í há- skóla. Skráðum nemendum í námi á háskólastigi hefur fjölgað um 63,6% frá hausti 2000 en nem- endum á framhaldsskólastigi hef- ur fjölgað um 35,4% á sama tíma- bili. Í samantekt Hagstofunnar kem- ur fram að konur eru umtalsvert fleiri en karlar meðal nemenda í framhaldsskólum og háskólum, eða 6.765 fleiri. Alls stunda 25.447 konur nám á móti 18.682 körlum. Konur eru því 57,7% nemenda á þessum tveimur skólastigum en hlutur karla er 42,3%. Þegar skipting kynja er skoðuð eftir skólastigi má sjá að konur eru 54,5% nemenda á framhalds- skólastigi en 62,6% nemenda á há- skólastigi. Karlar eru einungis fleiri í sérskólum á framhalds- skólastigi. Þar eru karlar 64,7% en konur 35,3%. Munar þar mest um nemendur í Fjöltækniskóla Ís- lands, sem næstum allir eru karl- menn eða 97,7% nemenda skólans. Konur tæp 63% háskólanema Þegar skipting nemenda eftir kynjum er skoðuð í HÍ, sem er stærstur háskólanna með tæplega 9.300 nemendur, má sjá að konur eru meirihluti nemenda í öllum deildum nema verkfræðideild, en þar eru karlar 70% nemenda og konur 30%. Mestur er munurinn í hjúkrunarfræðideild, þar eru kon- ur 96,5% nemenda en karlar ein- ungis 3,5%. Jafnast er hlutfall kynja í viðskipta- og hag- fræðideild og lagadeild. Í yfirgnæfandi fjölda skóla eru konur fjölmennari en karlar. Af 86 menntastofnunum sem gögnum var safnað frá voru piltar fleiri í 23 en í tæplega tveimur þriðju menntastofnana eru stúlkur fjöl- mennari en drengir. Í fjölbrauta- skólum eru stúlkur 54% nemenda, í menntaskólum eru stúlkur 58% nemenda, í sérskólum á fram- haldsskólastigi 35%, í tónlist- arskólum 66% nemenda á fram- halds- og háskólastigi, í sérskólum á háskólastigi eru konur 57% og þær eru 63% nemenda í háskólum. Í háskólum eru konur hlutfallslega flestar í KHÍ, eða 83%, og í HA, eða 77%. Karlar eru hlutfallslega flestir í HR eða tæplega 59% nem- enda. Fram kemur að nemendum í fjarnámi hefur fjölgað ár frá ári og fimmta árið í röð eru fjarnáms- nemar fjölmennari en nemendur í kvöldskólum landsins. Haustið 2006 voru 5.980 nemendur skráðir í fjarnám og fjölgaði um 829 frá árinu á undan. Það er 16,1% fjölg- un. Á sama tíma stunduðu 2.377 nemendur nám í kvöldskólum á landinu og hefur þeim fækkað um 165 frá fyrra ári. Framhalds- og háskólanemar aldrei verið fleiri                                                  !    "                            #$ # #%& '   %$ & # ' !"" # $%& '$# (&& &(! # !)( #)% #&! *) $ &%' )"'  ' ' '$% # $ $ $  '$ &'  (  )**   Í HNOTSKURN »Alls voru 44.129 nemendurskráðir í framhaldsskóla og háskóla haustið 2006. »Aldrei hafa fleiri nem-endur verið skráðir til náms á þessum tveimur skóla- stigum en sl. haust. »Konur eru umtalsvertfleiri en karlar meðal nem- enda í framhalds- og háskól- um, eða 6.765 fleiri. »Konur eru 62,6% nemendaá háskólastigi. HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela peningum úr læstum kössum og skúffum á skrifstofu Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi. Maðurinn hafði aðgang að skrifstofunni en hann starfaði sem öryggisvörður. Alls stal maðurinn rúmlega 54 þúsund krónum í peningum og einn- ig tölvu og flatskjá. Öryggisvörð- ur stal fé ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.