Morgunblaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR A B CD E FG OPQRSTU ABC-kort Þú sækir um ABC-kortið hjá Netbankanum á www.nb.is Hjálpaðu bágstöddum börnum og njóttu afsláttar í leiðinni Með ABC-kortinu færðu 10% afslátt í verslunum Hans Petersen um land allt og 1% af upphæðinni rennur beint til ABC-barnahjálpar. EIN nýjasta tillagan um uppbygg- ingu í grónum borgarhverfum, sem er til meðferðar hjá skipulagsyfir- völdum í borginni, eru drög að deiliskipulagi lóðar á Keilugranda 1 og byggingu fjölbýlishúsa. Þar stendur fyrir skemma SÍF sem gert er ráð fyrir að verði rifin. Skipulagsráð samþykkti 20. desem- ber sl. að kynna framlagða tillögu að deiliskipulagi fyrir hagsmuna- aðilum á svæðinu áður en tillagan verður auglýst formlega. Frestur íbúa á svæðinu til að gera athuga- semdir og koma á framfæri ábend- ingum rann út í gær. Kristinn Ragnarsson arkitekt vann tillöguna að deiliskipulagi lóðarinnar við Keilugranda 1. Sýnir hún sam- byggð hús umhverfis rétthyrndan inngarð þar sem fjórlyft hús mynda þrjár hliðar rétthyrningsins en sú hlið sem snýr að Eiðsgranda er 7, 9, 10 og 12 hæða auk kjallara sem nær 1,5 m upp fyrir jarðveg. Nýtingarhlutfall ofanjarðar er 2,15. Gert er ráð fyrir tvílyftri bíla- geymslu neðanjarðar, þar sem öll bílastæði fyrir lóðina eru leyst, enda ekki gert ráð fyrir bílastæð- um ofanjarðar. Aðkoma að lóðinni er frá Eiðsgranda og fer umferð að lóðinni því ekki í gegnum íbúða- hverfið. Við Keilugranda, nyrst á lóðinni, er gert ráð fyrir sjö til tólf hæða byggingum en til suðurs er gert ráð fyrir fjögurra hæða bygg- ingum. Samkvæmt upplýsingum sem fengust á skipulags- og bygg- ingarsviði Reykjavíkurborgar í gær má gera ráð fyrir að hámarks- fjöldi íbúða sé um 150. Tillagan er ekki komin í formlega auglýsingu enn. Hún hefur aðeins verið í svo- nefndri hagsmunaaðilakynningu. Til að hægt sé að fjölga íbúðum þetta mikið á svæðinu þarf að breyta aðalskipulagi. Vesturbæjar- blaðið greinir frá því að nágrannar þessa mögulega stórhýsis á Keilu- granda gagnrýni tillöguna í bréfi og telji hana m.a. valda miklu skuggavarpi, stórskertu útsýni og sjónmengun og vara þeir í athuga- semdum sem blaðið vitnar til við áhrifum stóraukins umferðar- þunga. Skammt frá Keilugrandalóðinni er svonefndur Lýsisreitur en þar er í undirbúningi mikil uppbygg- ing. Lóðin, sem markast af Grandavegi, Eiðsgranda, Hring- braut og Framnesvegi, verður stækkuð til norðurs og henni skipt upp í tvær lóðir, fjölbýlishúsalóð með um það bil 100 íbúðum og lóð undir hjúkrunarheimili fyrir allt að 90 vistmenn. Fjölbýlishúsið verður níu hæðir skv. deiliskipulagstillögu sem auglýst var seint á seinasta ári. Ekki langt frá Lýsislóðinni og austan Hringbrautar er svonefndur BYKO-reitur. Þar er einnig áætluð mikil uppbygging. Tillaga að deili- skipulaginu var auglýst sl. sumar og borgarráð samþykkti svo í kjöl- far athugasemda í seinasta mánuði deiliskipulag reitsins. Hann af- markast af Hringbraut, Ánanaust- um, Sólvallagötu og Framnesvegi. Á BYKO-lóðinni verður leyfilegt að byggja íbúðabyggð með inngarði, allt að 50 íbúðir, og að flest bíla- stæði verði í bílageymslum neð- anjarðar. Aðkoma bíla og aðalað- koma að íbúðunum verður frá Sólvallagötu. Gert er ráð fyrir óbreyttu eða lítið breyttu skipulagi meðfram Framnesvegi og sam- felldri húsalengju meðfram Hring- braut og Ánanaustum sem hækkar svo upp í átt að Sólvallagötu. Eins og fram hefur komið í Morgun- blaðinu er hugmyndin sú að móta byggð sem fellur að byggðamynstri svæðisins, en skv. stefnumörkun aðalskipulags Reykjavíkur 2001 til 2024 er gert ráð fyrir þéttingu íbúðabyggðar á þessu svæði. Skv. lauslegri áætlun megi gera ráð fyr- ir að íbúðum fjölgi um 90. Nokkru austar er svo Mýrar- götusvæðið og hinn umræddi Slippa- og Ellingsensreitur. Deili- skipulag Ellingsensreits var sem kunnugt er fellt úr gildi á seinasta ári og unnin ný tillaga sem afmark- ast af nýrri Mýrargötu til suðurs, Grandagarði til vesturs, hafnar- bakka til norðurs og Tryggvagötu til austurs. Gert er ráð fyrir að ný- byggingar verði almennt fjórar hæðir með eða án kjallara. Þó er tillaga um hærri hús vestast á reitnum á lóðunum Grandagarði 2 (Ellingsen) og Mýrargötu 26, en þau geta orðið allt að sjö hæðir auk bílageymslna í kjallara. Ekki er gert ráð fyrir íbúðabyggingum á byggingarreitum meðfram sjó og ekki verður heimilt að koma fyrir íbúðum á efri hæðum bygginga á hafnarsvæðum. Gerð var ítarleg grein fyrir þessum uppbyggingará- formum í Morgunblaðinu fyrr í vet- ur þar sem m.a. kom fram að á reitnum er gert ráð fyrir allt að 319 almennum íbúðum, vistvænu atvinnuhúsnæði á hafnarbakka, sjóminjasafni, smábátahöfn o.fl. Frestur til að skila athugasemdum við tillöguna rann út 20. desember sl. Fjölmargar tillögur eru til með- ferðar innan borgarskipulagsins, mislangt á veg komnar, um breyt- ingar á deiliskipulagi svæða og þéttingu byggðar. Þannig var m.a. deiliskipulag á lóðinni nr. 23 við Klettagarða í kynningu til 6. des- ember. Þar hafa verið uppi áætl- anir um uppbyggingu blandaðrar skrifstofu-, þjónustu- og íbúða- byggðar við Köllunarklettsveg og Héðinsgötu. Tillagan gerir ráð fyr- ir sex 10 til 14 hæða háum skrif- stofu- og þjónustubyggingum á svæðinu. Einnig má geta um hina um- deildu uppbyggingu á Höfðatorgs- reit, sem markast af Borgartúni, Skúlatúni, Höfðatúni og Skúlagötu. Athugasemdafrestur vegna málsins rann út í nóvember. Tillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að byggja allt að 300 íbúðir, þrjú háhýsi á lóðinni, eitt allt að 19 hæða, annað allt að 16 hæða og það þriðja allt að 14 hæða. Á öðrum bygging- arreitum er gert ráð fyrir sjö til níu hæðum. Meðal annarra viðamikilla áforma um framkvæmdir er tillaga sem einnig var sett í kynningu í haust um niðurrif byggingarinnar í Ármúla 1 og að þar verði reist átta til níu hæða bygging með bíla- geymslu á fjórum hæðum neðan- jarðar. Þá er ónefnd sú mikla upp- bygging íbúðabyggðar sem hrundið var úr vör í tíð fyrri borgarstjórn- armeirihluta á svæðinu í kringum Hlemm sem gengið hefur undir nafninu Hlemmur plús. Uppbygging í grónum hverfum Deiliskipulagstillaga Stefnt er að þéttingu byggðar víða í borginni og hafa hugmyndir verið kynntar að undan- förnu um byggingu fjölbýlishúsa fyrir allt að 150 íbúðir við Keilugranda 1. Byggingarnar verða allt að 12 hæða. Í HNOTSKURN »Deiliskipulagstillaga lóðará Keilugranda 1 gerir ráð fyrir að þar verði reist sam- byggð fjölbýlishús. »Tillaga á svonefndumSlippa- og Ellingsensreit gerir ráð fyrir allt að 319 íbúð- um. »Borgaryfirvöld beina sjón-um að uppbyggingu á Sléttuvegi, þar verði reistar allt að 300 íbúðir, einkum fyrir eldri borgara. Áætlanir eru um þéttingu byggðar víða í borginni og hafa fjölmargar tillögur um niðurrif eldri húsa og uppbyggingu nýrra verið lagðar fram til kynningar á umliðnu ári. Ein nýjasta tillagan að breyttu deiliskipulagi gerir ráð fyrir byggingu stórs fjölbýlishúss á Keilugranda 1. Íbúðabyggð Gert er ráð fyrir íbúðabyggð á Slippa- og Ellingsensreit. Morgunblaðið/RAX HUGMYNDIR eru uppi um að kenna nýja kirkju í Grafarholti við konu. Kirkjan á að vera tilbú- in í október 2008 þegar söfnuður- inn á fimm ára afmæli. Engin kirkja hér á landi er kennd við ís- lenska konu en kirkja kaþólskra í Breiðholti heitir Maríukirkja. Séra Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Grafarholti, hef- ur lýst þeirri skoðun sinni að kirkjan eigi að heita Guðríð- arkirkja í Grafarholti, að því er fram kemur á heimasíðu Graf- arholtssóknar. Er það til heiðurs Guðríði Þorbjarnardóttur sem kölluð var biskupamóðir og var víðförlust allra Íslendinga mið- alda. Sem kunnugt er voru götur og skólar í Grafarholti nefnd í minningu þúsund ára afmælis landafundanna og kristnitök- unnar. Því hafa hugmyndir um að tengja nafn kirkjunnar upphafi kristni á Íslandi verið ofarlega á baugi. Þá hafa komið upp hug- myndir um að kalla kirkjuna Mar- íukirkju eða Þrenningarkirkju, eins hafa verið nefnd nöfnin Holtakirkja og Auðarkirkja, í minningu Auðar djúpúðgu sem reisti kirkju og breiddi út kristni. Heitið Grafarholtskirkja þykir of líkt nafni Grafarvogskirkju og óttast ýmsir að það gæti valdið ruglingi. Fjórir byggingar- og hönnunar- aðilar hafa verið valdir til þess að taka þátt í lokuðu alútboði um byggingu kirkju í Grafarholti. Haldinn var kynningarfundur 15. janúar sl. þar sem byggingar- og hönnunaraðilar komu saman með byggingarnefnd og formanni sóknarnefndar. Tillögum að kirkju á að skila 28. febrúar nk. og tekur þá dómnefnd til starfa. Hana skipa séra Sigríður Guð- marsdóttir sóknarprestur og er hún formaður nefndarinnar, Þor- valdur Karl Helgason biskupsrit- ari, Ómar Einarsson, fulltrúi safnaðar, Lilja Grétarsdóttir arki- tekt og Ingimundur Sveinsson arkitekt. Niðurstöður dómnefnd- ar eiga að liggja fyrir í lok mars næstkomandi. Hugmynd um að kenna kirkjuna við Guðríði Áformað er að kenna nýja kirkju í Grafarholti við konu en engin kirkja hér á landi er kennd við íslenska konu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.