Morgunblaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
BÓK Guðna Th. Jóhannessonar,
Óvinir ríkisins, lýsir
atburðum, þegar upp
úr sauð, í átökum á
þremur mikilvægum
baráttuskeiðum í ís-
lenskri sögu.
Frá baráttu kreppu-
áranna, 1930–1940,
þegar bláfátæk íslensk
alþýða reis upp gegn
íslenskri yfirstétt,
auðstétt og valda-
mönnum, með afli þess
sem er að berjast fyrir
lífi sínu, með samstöð-
una að sínu eina vopni.
Þessi barátta olli því-
líkum ótta meðal yf-
irstéttarinnar að hún
leitaði ásjár erlends
valds, erlends hers til
að vernda skjálfandi
stoðir sínar.
Þá hófst baráttu-
tímabil tvö, 1946. Bar-
áttan milli þeirra sem
sáu þann einn kost, til
að sefa ótta sinn, að fá
hingað her frá mesta
herveldi heimsins. Frá
herveldinu sem var
nýbúið að varpa kjarn-
orkusprengjum á íbúa
Híróshima og Naga-
saki í Japan, búið að
fremja þar fjöldamorð
og valda þar mannlegri þjáningu,
sem enn sér ekki fyrir endann á.
Meirihluti Íslendinga reis upp og
mótmælti þessu með fjöldabaráttu
allt frá 1946, með baráttu sem reis
kannski hæst 30. mars 1949, dag-
inn sem íslenskum valdsmönnum
tókst að troða Íslendingum inn í
stríðsbandalagið NATO.
30. mars 1949, eins og í Gúttós-
lagnum 1932, reis fólk upp í rétt-
látri reiði gegn árásum harðsvír-
aðrar yfirstéttar, af tilfinningahita,
sem ekki virti venju-
leg mörk.
Þriðja baráttu-
tímabilið
Þriðja baráttutíma-
tímabilið má kenna
við 1968 og árin þar í
kring þegar íslensk
æska og eldri bar-
áttumenn risu upp til
að fletta ofan af þeirri
heimsvaldastefnu sem
íslenska ríkið varð
þátttakandi í með inn-
göngunni í NATO og
með hernaðarsam-
starfi við Bandaríkin.
Þetta var líka barátta
sem byggðist á kröfu
um réttlæti og sam-
stöðu með hinum kúg-
uðu. Fjöldamorð
Bandaríkjanna í Víet-
nam voru lengi fram-
an af afsökuð með
kommúnistaógninni
og Rússagrýlunni.
Fjölmiðlar fluttu í sí-
bylju bandarískar
áróðursfréttir um eðli
stríðsins. Andstæð-
ingar heims-
valdastefnu um allan
heim settu sér það
mark að fletta ofan af
þjóðarmorðinu í Víetnam og vekja
þannig almenna andstöðu gegn
stríði Bandaríkjanna þar.
Að afsaka valdhafana
Bókin flettir ofan af sumum
þeirra baráttuaðferða yfirvalda
sem beint var gegn þessari gras-
rótarbaráttu íslenskrar alþýðu.
Þar er sagt frá símhlerunum og at-
vinnuofsóknum gegn þeim sem
höfðu afbrigðilegar skoðanir að
mati valdhafa. Flett er að nokkru
ofan af samstarfinu sem yfirvöld
höfðu við leyniþjónustu Bandaríkj-
anna í þessum athöfnum sínum.
En þegar þessum afhjúpunum er
lokið er eins og Guðna finnist þess-
ir glæpir gegn lýðræði slíkir að
hann verði að sýna fram á að vald-
höfum hafi verið vorkunn. Að vísu
trúir hann ekki almennilega á ótta
yfirstéttarinnar, svona eftir á að
hyggja. En hann þykist sjá að þeim
var vorkunn, þeir trúðu nefnilega á
að kommúnistarnir ætluðu að ræna
hér völdum og að aðgerðirnar
kringum ’68, til að vekja athygli á
Víetnamstríðinu, væru hryðjuverk
til undirbúnings því sama. Sem
sagt, samkvæmt Guðna, var yf-
irstéttin sjálf farin að trúa á þá
grýlu sem hún hafði búið til í því
skyni að ófrægja andstæðinga sína.
Mér er eins farið og Guðna að ég
vorkenni þeim yfirvöldum sem hafa
orðið uppvís að valdníðsluaðferðum
á þessum árum. Hins vegar er ég
ekki sammála honum um að til að
hugga íslenska yfirstétt sé allt í
lagi að ófrægja grasrótarbaráttu
íslenskrar alþýðu og andstæðinga
bandarískrar heimsvaldastefnu.
Sögu þessarar baráttu þurfum
við að segja sjálf, hvort sem það
voru þeir, sem voru í varnarliði
verkalýðsins á 4. áratugnum, í bar-
áttunni gegn hernáminu kringum
1949 eða í baráttunni gegn heims-
valdastefnunni kringum 1968. Alla-
vega þurfum við að safna gögnum
um þessa baráttu, því hún er mik-
ilvæg og glæst fyrirmynd þeim
sem vilja berjast fyrir betra þjóð-
félagi.
Óvinir spilltra
valdhafa en vinir fólksins
Ragnar Stefánsson skrifar um
bókina Óvini ríkisins
»… er ég ekkisammála
honum um að til
að hugga ís-
lenska yfirstétt
sé allt í lagi
að ófrægja gras-
rótarbaráttu ís-
lenskrar alþýðu
og andstæðinga
bandarískrar
heimsvalda-
stefnu.
Ragnar Stefánsson
Höfundur er jarðeðlisfræðingur og
prófessor við Háskólann á Akureyri.
SJÓMINJASAFNIÐ Víkin legg-
ur nú til móts við mikilvægt starfsár
eftir tvö ár uppbyggingar vestur á
Granda. Nú er í und-
irbúningi sýning í til-
efni 90 ára afmælis
Reykjavíkurhafnar, en
samtímis er í aðalsal
rakin 100 ára saga tog-
araútgerðar. Ráðist
verður í margvíslegar
endurbætur á húsnæði
í ár til að bæta sýning-
arrými og aðgengi al-
mennings að safninu.
Safnið nýtur vaxandi
velvildar og margir
samverkandi þættir
stuðla að því að nú er
byr í seglum:
Safnið nýtur síaukins meðbyrs al-
mennings.
Safnið hefur sannað gildi sitt sem
sögusetur og menningarmiðstöð.
Það er vel sýnilegt og býr yfir nær
ótæmandi framtíðarmöguleikum í
núverandi húsnæði, fjárhagsleg
staða hefur styrkst.
Standsetningu húsnæðisins á
Grandagarði 8 lýkur í árslok 2007.
Fyrstu 18 mánuðina voru gestir
safnsins 15.000 talsins og fer að-
sókn stigvaxandi.
Safngripir eru nú þegar 2.000 tals-
ins, skráðir og í öruggri vörslu.
Hafið er margvíslegt rannsókna-
starf á sviði minja og sögu.
Safnið hefur komið sér upp heima-
síðu með ýmsum fróðleik, sjom-
injsafn.is.
Það hefur á að skipa kröftugu og
áhugasömu starfsfólki.
Sterkir bakhjarlar
Frá upphafi var ljóst að atbeina
margra þurfti til að koma safninu á
laggirnar. Þrjú stór
einkafyrirtæki komu
þegar að með styrkt-
arfé, það eru Glitnir,
Eimskip og HB
Grandi. Auk þess hafa
Faxaflóahafnir verið
myndarlegar í öllu er
varðar safnið, og
Reykjavíkurborg lagt
fram árlegt styrktarfé.
Nú fyrir áramót lagði
svo ríkið hönd á plóg og
voru mennta-
málaráðherra og sjáv-
arútvegsráðaherra sér-
stakir aufúsugestir þegar skrifað var
undir samning um styrk. Stoðirnar
eru því fjórar. En fjáröflun er ekki
nóg. Öflugt fulltrúaráð sýnir safninu
mikinn áhuga og margir hafa gefið
því muni og sýnt ræktarsemi á annan
hátt.
Hvað með Óðin?
Að mínu mati væri það mikill feng-
ur fyrir safnið og Íslendinga alla ef
verður af því að gamla varðskipið
Óðinn verði einn af safngripunum.
Hollvinasamtök Óðins héldu stofn-
fund í haust í húsakynnum safnsins
og vilja stuðla að því að Óðinn njóti
verndar og verði umgjörð um sögu
landhelgisbaráttunnar. Sjóminja-
safnið getur séð um allan almennan
rekstur, en eðlilegt er að með skipinu
komi meðgjöf til að gera því til góða
og setja upp sýninguna. Hugmyndin
er að Óðinn verið hluti af sýningum
safnsins þar sem skipið lægi við
bryggju fyrir utan húsakynni þess.
Sterk rök eru fyrir því að vernda Óð-
in og hafa fasta sýningu um land-
helgisstríðin um borð. Hverjum
stendur nær að segja sögu þorska-
stríðanna en Íslendingum? Þau eru
hluti af sjálfstæðisbaráttu þjóð-
arinnar og vörðuðu veg fyrir margar
nýfrjálsar þjóðir sem kröfðust síðar
forræðis yfir auðlindum sínum. Sem
hluti af Sjóminjasafninu verður Óð-
inn mikið aðdráttarafl fyrir innlenda
og útlenda ferðamenn og sérstök og
mikilvæg viðbót við safnaflóru lands-
ins. Þá tel ég einboðið að gamla Að-
albjörgin sem nú stendur á þurru
landi í túnfæti Árbæjarsafns fái stað
niður við höfn sem vitnisburður um
liðna tíma í sjósókn. Allir vita að því
merka tréskipi líður betur í sjó en á
landi þar sem viðir gisna. Sjóminja-
safnið stendur á frábærum stað við
höfnina, í húsi þar sem áður var flak-
aður og frystur fiskur og margir
borgarbúar eiga enn minningar um
sín fyrstu skref í atvinnulífinu. Það
verður mikilvægur áfangastaður
þeirra sem spóka sig í splunkunýju
hverfi á Slippsvæðinu og kallast
skemmtilega á við nýtt Tónlistar- og
ráðstefnuhús í austurhöfninni. Vaxt-
armöguleikar eru miklir og sannast
hér hið fornkveðna, mjór er mikils
vísir.
Sjóminjasafn
með byr í seglum
Stefán Jón Hafstein
fjallar um Sjóminjasafnið
» Að mínu mati væriþað mikill fengur
fyrir safnið og Íslend-
inga alla ef verður af því
að gamla varðskipið Óð-
inn verði einn af safn-
gripunum.
Stefán Jón Hafstein
Höfundur er stjórnarformaður
Sjóminjasafnsins.
É
g var einu sinni ljós-
myndari á Morg-
unblaðinu, og meðal
fastra liða í því
starfi var að taka
myndir af svokölluðum tombólu-
börnum. Það voru börn sem komu
á ritstjórnina til að segja frá því
að þau hefðu haldið tombólu –
sem heitir víst hlutavelta á fínni
íslensku – og fá tekna af sér
mynd sem síðan var birt í blaðinu
með texta þar sem fram komu
nöfn barnanna og upphæðin sem
þau höfðu safnað og hvað þau
höfðu gert við ágóðann. Hann
höfðu þau undantekningarlaust
gefið Rauða krossinum eða ein-
hverju öðru líknarfélagi.
Hvað er orðið af tombólubörn-
unum? Er Morgunblaðið hætt að
birta myndir af þeim? Eða skyldu
þau vera hætt að koma á blaðið?
Vissulega hvarflar að manni að
flutningar ritstjórnarinnar upp í
Hádegismóa hafi gert krökkunum
erfiðara fyrir, en eru engin börn
og engar tombólur í Árbænum?
Eða er ástæðan kannski einhver
önnur?
Kona sem ég tek meira mark á
en öðrum sagði mér að börn væru
alls ekki hætt að halda tombólur,
en hún hefði rökstuddan grun um
að það væri ekki lengur Rauði
krossinn eða slík líknarfélög sem
nytu góðs af. Síðasta sumar hefðu
börn meira að segja haldið fullt af
tombólum í hverfinu okkar.
Reyndar sagði hún að sér hefði
sýnst síðastliðið sumar að börnin
væru farin að færa út kvíarnar og
stunda ýmsan verslunarrekstur,
ekki síst að selja dótið sitt.
En það virtist vera af sem áður
var með tilgang þessarar starf-
semi. Konan sem ég tek meira
mark á en öðrum sagðist hafa
keypt eitthvað á tombólu í hverf-
inu okkar síðasta sumar og svo
spurt krakkana sem héldu hana
hvað þau ætluðu að gera við
ágóðann. Það stóð ekki á svari:
„Við ætlum að kaupa okkur tölvu-
leik.“
Ég sé ekki alveg að það gengi
upp að þessir krakkar færu upp í
Hádegismóa á ritstjórn Morg-
unblaðsins og fengju birta af sér
mynd í blaðinu með texta um að
þeir hefðu haldið hlutaveltu og
ágóðinn hefði verið svo og svo
mikill og að krakkarnir væru þeg-
ar búnir að fara með hann í Skíf-
una og kaupa tölvuleikinn Fles-
heaters.
Getur verið að þetta sé helsta
ástæðan fyrir því að myndir af
tombólubörnum eru hættar að
birtast í Morgunblaðinu, fremur
en að börnin nenni ekki að leggja
á sig að fara alla leið upp í Há-
degismóa? Hvað segir Rauði
krossinn, berst honum enn hagn-
aður af tombólum barna?
Ef það er nú rétt sem virðist
mega álykta af ofanskrifuðu að
börn séu einfaldlega hætt að gefa
ágóðann af tombóluhaldi sínu og
verslunarrekstri til líkn-
arstarfsemi, fremur en að þau séu
alveg hætt að stunda slíka starf-
semi, blasir við sú spurning hvað
valdi þessari hugarfarsbreytingu
hjá börnunum. Svarið blasir
reyndar líka við: Breytingar á
þeim grundvallargildum sem
ríkjandi eru í þjóðfélaginu. Sam-
hjálpin hefur vikið fyrir sjálfs-
hjálpinni.
Ég geri mér ekki alveg grein
fyrir því hvort er horfið, tabúið á
að einstaklingar sanki að sér
miklum auðævum eða siðferð-
islega skyldan til að veita með-
bræðrum sínum hjálp. Ég held þó
að það sé fremur hið fyrrnefnda.
Meira að segja Katrín Jak-
obsdóttir, væntanlegur þingmaður
Vinstri grænna, sagði í sjónvarpi
fyrir skömmu að það væri gott að
bankarnir græddu mikið.
Siðferðisskylduboðið um að
hjálpa þeim sem minna mega sín
er líklega enn í gildi. Ef auðmenn
hafa það í heiðri fá þeir siðferð-
islega heimild samfélagsins til
sjálfsumbunar. En þar sem það er
nú á almannavitorði að auðmenn
greiða ekki lengur í sameiginlega
þjóðfélagssjóðinn á formi skatta –
þeir greiða einungis fjármagns-
tekjuskatt til málamynda – þurfa
þeir að uppfylla þetta siðferð-
isskylduboð með öðrum hætti og
verða að gera það sýnilega með
því að fá fjölmiðla til að fjalla um
það með áberandi hætti. Þetta
fyrirkomulag virðist greinilega
fengið að láni frá Bandaríkjunum,
þar sem það hefur að margra
mati gefið góða raun.
Hollenski viðskiptaráðgjafinn
og sálgreinirinn Manfred Kets de
Vries hefur haldið því fram að
stór hluti efnaðra viðskiptajöfra
sé ákaflega upptekinn af því að
vinna sér inn það sem hann kall-
aði „éttu skít-peninga“, það er að
segja fjármuni sem þeir þurfi
ekki að standa neinum reiknings-
skil á og geti ráðstafað eins og
þeim sýnist án þess að kalla yfir
sig skattayfirvöld eða samfélags-
fyrirlitningu.
Til að eignast eitthvað sem um
munar af „éttu skít-peningum“
þarf maður fyrst að gjalda rík-
issjóði og almenningsálitinu stór-
ar fúlgur og þannig hefur fjár-
magnstekjuskattsfyrirkomulagið
hérlendis að vissu leyti gert auð-
mönnum erfiðara um vik vegna
þess að þeir hafa orðið að finna
aðrar leiðir til að vinna sér inn
„éttu skít-peninga“.
Þetta eiga tombólubörn nú-
tímans ef til vill eftir að læra. Að
til að geta sett hundraðkall í sinn
eigin tölvuleikjasjóð verða þau að
gefa Rauða krossinum fjögur
hundruð kall. Reyndar læðist að
manni sá grunur að það séu ekki
bara tombólubörnin sem eigi eftir
að læra að feta þetta einstigi
heldur hafi ýmsir fullorðnir nýrík-
ir menn ekki enn áttað sig á
þessu fyrirkomulagi og fari það
sem kalla mætti „rússnesku leið-
ina“, það er að segja að sanka að
sér eins miklum auði og þeir
framast geta og eru ósínkir á
sjálfsumbunina, samanber Vla-
dimír Pótantín, sem flutti George
Michael og 40 manna fylgdarlið til
Rússlands og greiddi honum sem
svarar 234 milljónum króna – í
beinhörðum peningum, að því er
sagan segir – fyrir 75 mínútna
einkatónleika á nýársnótt.
Tombólu-
börn
»Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvort erhorfið, tabúið á að einstaklingar sanki að sér
miklum auðæfum eða siðferðislega skyldan til að
veita meðbræðrum sínum hjálp.
BLOGG: kga.blog.is
VIÐHORF
Kristján G. Arngrímsson
kga@mbl.is