Morgunblaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 13
ACTAVIS hefur sett á markað þrjú
ný samheitalyf í Evrópu. Lyfin eru
þróuð á Íslandi og eru meðal fjöl-
margra lyfja sem Actavis mun mark-
aðssetja í Evrópu á næstu mánuðum,
að því er segir í tilkynningu til Kaup-
hallar Íslands í gær. Lyfin verða
markaðssett bæði undir eigin vöru-
merkjum Actavis og seld til þriðja
aðila í gegnum dótturfélag samstæð-
unnar, Medis.
Á árinu 2006 voru um 300 mark-
aðssetningar á nýjum lyfjum á hina
ýmsu markaði samstæðunnar og bú-
ist er við að sá fjöldi aukist talsvert á
árinu 2007.
Lyfsala upp á 80 milljarða
Umrædd lyf eru hormónalyfið
Fínasteríð, þunglyndislyfið Mirtaz-
apín og flogaveikilyfið Topiramate.
Fínasteríð, sem er samheitalyf frum-
lyfsins Proscar frá lyfjafyrirtækinu
Merck, er notað við góðkynja stækk-
un blöðruhálskirtils og hefur verið
selt á Íslandi í nokkur ár undir heit-
inu Fínól. Til að byrja með er lyfið
selt á Spáni, í Portúgal og Slóveníu í
töfluformi og nemur sala frumlyfsins
um 60 milljörðum króna á ári í heim-
inum. Mírtazapín-munnlausnartöfl-
ur eru samheitalyf frumlyfsins
Remeron frá lyfjafyrirtækinu Org-
anon og nemur sala frumlyfsins um
20 milljörðum króna á ári í heimin-
um. Topiramate verður selt í Portú-
gal en þar var ekkert einkaleyfi fyrir
lyfinu, en einkaleyfið rennur út 2009
á helstu mörkuðum í Evrópu. Heiti
frumlyfsins er Topimax frá frum-
lyfjafyrirtækinu Janssen-Cilaq.
Actavis með þrjú
ný lyf á markað
● RANNSÓKNASETUR verslunar-
innar vinnur að rannsókn á starfs-
mannamálum verslana. Í fréttabréfi
SVÞ segir að verkefnið sé tvíþætt,
annars vegar er gerð framleiðnimæl-
ing í verslunum með samanburði við
aðrar starfsgreinar og hins vegar er
greindur samfélagslegur ávinningur
af aukinni atvinnuþátttöku eldri
borgara og öryrkja, miðað við að
bætur til þessara hópa haldist
óskertar. Verkefnið er unnið fyrir fé-
lagsmálaráðuneytið, VR, Samtök at-
vinnulífsins og SVÞ. Verkefnisstjórn
er í höndum Rannsóknasetursins en
framkvæmd að mestu í höndum
Hagfræðistofnunar HÍ.
Rannsókn á
starfsmannamálum
/
0!.
/
0! 1 2 + 1+
9
69
2
#4 & 5!6 2
#
4 2
# 4 7
!
7%
#!$ 5!6 2
8 $$ &1! 5!6 2
0 5!6 2
5! 9 $ 2
:$6 3
+ 6( 9 $ 2
0 9 $ 2
/ !
2
/ 4 2 2
! !;8! !' "'!9 2
<! 2
:7;<
6
:= 2
5!6 2
>4
! 5!6 2
>4
4 5!6 2
?@2
!" 2
A/B #8
C
D 2
C!D 1 2
E1 2
73 /=
'!3 ! &
>?@
3
8 5! 2
6 " 2
%
% %
%
%
% %
%
%
%
%
%
%
%
%
%
%
%
!;
& $6
C9 ) $
+ 6
;
;
;
;
;
;
;
;
;
;
;
;
;
;
;
;
E $6 ) $!.
#C F #2 ! "1
& $6
;
;
;
;
;
;
;
;
;
)
& $&
!
VERSLUN Sævars Karls í Banka-
stræti 7 gekk í Samtök verslunar og
þjónustu, SVÞ, í þessum mánuði, að
því er fram kemur í fréttabréfi sam-
takanna. Klæðskerafyrirtæki, sem
stofnað var árið 1921, var breytt í
verslun árið 1978 og síðan þá hefur
Sævar Karl boðið körlum og konum
upp á gæðafatnað frá framleiðend-
um og hönnuðum á borð við Giorgio
Armani, Prada, Dolce & Gabbana,
Etro, Roberto Cavalli og Fratelli
Rosetti, auk eigin hönnunar Sævars
Karls. Meðeigandi hans að fyrirtæk-
inu er Erla Þórarinsdóttir.
Í fréttabréfinu kemur fram að
vaxandi hluti veltunnar sé vegna er-
lendra ferðamanna og fólks í við-
skiptum. Verslunarhúsnæðið er 800
fermetrar að stærð en hjá Sævari
Karli starfa að jafnaði 14–17 manns.
Auk verslunarrekstrar rekur Sævar
Karl myndlistargallerí, stundar út-
gáfustarfsemi og menningarstarf-
semi af ýmsum toga.
Sævar Karl
genginn í SVÞ
Morgunblaðið/Þorkell
SVÞ Sævar Karl klæðskeri er nú í
Samtökum verslunar og þjónustu.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
? G
H7 !
! &%
&%
I
I
C:
J#B
!
!
&%
&%
I
I
K#K
A/B $$2
!
!
&%
'%
I
I
A/B +21
?$$
! '%
'%
I
I
>K:B JL M
!
! '%
&%
I
I
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.is
ÚRVALSVÍSITALA OMX á Íslandi
fór í 6.930 stig í lok dags í gær og er
það hæsta lokagildi hennar frá upp-
hafi. Það er líka sögulegt í því ljósi
eins og bent er á í Vegvísi Lands-
bankans að fyrir tæpu ári eða 15.
febrúar var lokagildi vísitölunnar
6.925 stig og það var ekki fyrr en í
gær sem hærra lokagildi náðist. Eft-
ir 15. febrúar og í kjölfar gagnrýn-
inna skýrslna um íslenska banka-
kerfið féll íslenska krónan og gengi
hlutabréfa snarféll.
Mikil hækkun frá áramótum
Úrvalsvísitalan hefur hækkað
mikið frá áramótum eða í kringum
8,5%. Mest hækkun hefur orðið á
gengi bréfa FL Group, Teymis,
Actavis og Kaupþings banka en það
hefur hækkað um meira en 10%.
Flestir eru á því að hlutabréfamark-
aðurinn eigi enn töluvert inni og
þannig spá greiningardeildir bank-
anna að hlutabréf eigi eftir að hækka
töluvert meira á þessu ári en þegar
er orðið.
Greiningardeild Landsbankans
telur að hlutabréfamarkaðurinn geti
hækkað um allt að 25% á árinu öllu
og spá greiningardeildar Kaupþings
banka er á sömu nótum, sem myndi
þá þýða að vísitala OMX á Íslandi
ryfi 8.000 stiga múrinn fyrir lok árs-
ins. Spá greiningardeildar Glitnis er
ekki ýkja frábrugðin. Hún gerir ráð
fyrir að úrvalsvísitalan muni hækka
um 21% á árinu en til samanburðar
má nefna að hún hækkaði um tæp
16% í fyrra eftir afar miklar sveiflur.
Vísitölumet slegið
MM / # / M M N A ? J
!%
!%
!%
A
6
!( !(() (!(!(
● ÍSLENSK verðbréf voru rekin með
491 milljónar króna hagnaði í fyrra
en mikill vöxtur einkenndi starfsem-
ina. Að teknu tilliti til reiknaðs
tekjuskatts var hagnaðurinn 403
milljónir króna og er þetta besta
rekstrarár í sögu félagsins að því
er fram kemur í tilkynningu félags-
ins. Sævar Helgason fram-
kvæmdastjóri segist afar ánægður
með árangurinn. Talsverð auking
hafi orðið í eignum sem fyrirtækið
stýri og ávöxtun eignasafna við-
skiptavina hafi verið góð. „Árang-
urinn má þakka skýrri stefnu ásamt
öflugum og samstilltum hópi starfs-
manna,“ segir Sævar.
Íslensk verðbréf eru sérhæft fjár-
málafyrirtæki á sviði eignastýringar
og stýrir um 90 milljörðum króna
fyrir viðskiptavini sína sem meðal
annars telja lífeyrissjóði, trygginga-
félög, fyrirtæki og einstaklinga. Ís-
lensk verðbréf voru stofnuð árið
1987 og verður fyrirtækið því 20
ára á þessu ári.
Metafkoma hjá Ís-
lenskum verðbréfum
● Fjármálaeftirlit,
fjármálaráðuneyti
og seðlabankar á
Norðurlöndunum
og í Eystrasalts-
ríkjunum munu á
þessu ári taka
þátt í sameig-
inlegri viðlagaæf-
ingu fjármála-
yfirvalda. Tilgangurinn með
æfingunni er að kanna viðbragðs-
hæfni yfirvalda í þessum ríkjum við
hugsanlegum áföllum hjá fjármála-
fyrirtækjum með starfsemi yfir landa-
mæri. Megináhersla verður lögð á
samhæfingu í ákvörðunartöku á milli
ofangreindra stofnana og ríkjanna
sem um ræðir þar sem fjármálafyr-
irtæki í þessum löndum stunda mikil
viðskipti sín á milli. „Sambærilegar
viðlagaæfingar hafa verið haldnar
hér á landi, bæði árið 2004 og
2006, í samstarfi FME og Seðla-
banka. Þessi samnorræna við-
lagaæfing er hins vegar nýlunda og
er skýrt dæmi um það hvernig al-
þjóðlegt samstarf vegur sífellt
þyngra í starfsemi FME,“ er haft eftir
Jónasi Fr. Jónssyni, forstjóra FME, á
vefsíðu eftirlitsins.
Norræn viðlagaæfing
VIÐSKIPTI
ÞETTA HELST ...
BAUGUR Group er að skoða mögu-
leikana á því að hasla sér völl með
tískuvörur á Indlandsmarkaði, sem
vex afar ört.
Þetta kemur fram í frétt á vef Fin-
ancial Times en í henni segir að
fulltrúar frá Mosaic Fashions, sem á
meðal annars vörumerkin Oasis,
Karen Millen, Whistles, Warehouse,
Coast og Principles, muni vera á
leiðinni til Indlands til þess að skoða
þar aðstæður. Bent er á að Baugur,
sem hafi látið að sér kveða „á Bret-
landi á síðustu fjórum árum með
kaupum á millistórum verslunar-
keðjum“, hyggist flytja tískuvöru-
merki sín til annarra landa enda sé
það hluti af stefnu félagsins að vaxa á
alþjóðlegum mörkuðum; Karen Mill-
en-merkið sé t.d. vinsælt utan Bret-
lands og sé fyrirtækið með starfsemi
í 23 löndum.
Baugur
skoðar
Indland