Morgunblaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 17 MENNING E N N E M M / S ÍA / N M 2 4 3 4 6 Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 Selfossi 482 3100 Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 461 2960 2.790.000kr. Saab 9-3 Linear 1.8 i, beinskiptur Saab Ertu ekki örugglega í þotuliðinu? Framleiðendur hinna virtu Saab bifreiða eiga að baki áratugalanga sögu sem flugvélaframleiðendur. Saab 9-3 hefur fengið fjölda verðlauna fyrir frábæra aksturseiginleika og öryggi. Sannkölluð evrópsk gæði, skemmtileg hönnun, öflug vél og ríkulegur staðalbúnaður er það sem gerir Saab 9-3 að afburða bíl. Nú bjóðum við þér eina af þotunum í Saab bílaflotanum, 9-3 Linear, á frábæru verði. Komdu og reynsluaktu, finndu muninn! ÉG ÞEKKTI eitt sinn konu sem bjó í Eyjafirði í hartnær áttatíu ár og taldi aldrei ástæðu til að bregða sér til Reykjavíkur, svo þótti henni fjörðurinn fagur. Það var alveg hægt að skilja hana á sunnudag- inn, hvítur snjór yfir öllu, blæja- logn, og smástund flögruðu dreifð snjókorn yfir Samkomuhúsið eins og einhver sæti þarna lengst uppi og væri að minna okkur á kankvís- an og leikrænan hátt á að hér væri verið að halda upp á hundrað ára afmæli. Inni í Samkomuhúsinu var þessu hins vegar þveröfugt farið. Þar sáu menn bara svart: Svartan kött og svartan húmor. Sögur úr írsk- um veruleika hafa löngum heillað okkur á leiksviði og skilið eftir markverð spor í leikritun okkar. Hér dregur Lundúnabúinn Martin McDonagh upp enn eina myndina fyrir okkur úr þeim ranni, nú tæt- ir hann í sundur í háði liðsmenn IRA, ofbeldisaðgerðir og tilgangs- laus, tilefnislaus morð. Og ef svo- lítið lengra er litið hversu hvers- dagsleg hryllingurinn og ódæðisverk umheimsins eru orðin okkur öllum. Þótt samúð mín hafi ætíð verið með þeim kaþólsku í stríði þeirra við mótmælendur og Breta, senni- lega vegna áhrifa íslensks leik- húss, þá gat ég ekki annað en skemmt mér yfir smellna, þétt- riðna plottinu sem leiðir af dauða svarta kattarins hans Patreks; en sá ofbeldisfulli drengur elskar ekki beinlínis mennina en þennan kött svo mikið að það leiðir til blóðugra hefnda í stíl Íslendingasagna og Quentins Tarantinos. Samtöl eru líka hnyttin og lipurlega þýdd af Hávari Sigurjónssyni. Allir eru íbúar afskekkta byggð- arlagsins Inishmore aular og skop- myndir í sýningu LA og leikstjórn Magnúsar Geirs. Skemmtilega teiknaðar klisjur úr nútímamenn- ingu, einkum einfaldur, heillandi klikkhausinn Patrekur í meðförum Ívars Arnar Sverrissonar og kyn- legur, útsmoginn faðir hans leikinn af Þráni Karlssyni, hann á líka bestu brandarana í verkinu – eða skilar þeim best. Páll S. Pálsson leikur kostulega sjálfumglaðan IRA-mann og „besserwisser“ og gaman að fylgjast með hversu ná- kvæmlega hann vinnur. Guðjón Davíð Karlsson vinnur líka vel úr hlutverki fórnarlambs en gerir kannski ekki mikið nýtt. Ólafur Steinn Ingunnarson er skemmti- legur smábófi með lítið hjarta og vekur samúð. Gísli Pétur Hinriks- son getur hins vegar betur en hann gerði á þessari sýningu og Þóra Karítas Árnadóttir, sem hér stígur sín fyrstu spor á leiksviði sem snaggaraleg, forvitin, áhrifa- gjörn ung stúlka, hefur skemmti- legt vald á hreyfingum og lát- bragði en verður að bæta framsögn sína. Gervi Rögnu Fossberg eru auð- vitað mjög góð og búningar Fil- ippíu Elísdóttur eru fyndnir og styðja persónusköpunina ákaflega vel. Filippía gerir hér sína fyrstu leikmynd, óræðan, dulúðugan, innilokaðan stað milli sundurskor- inna húsa, vísandi til lamandi for- tíðar en einnig grænnar eyjar, og þar sem mögulegt er að leika á mörgum plönum. Hún á vonandi eftir að gera þær fleiri. Ég sá aðra sýningu á þessu verki, daginn eftir frumsýningu, sem er eiginlega óaf- sakanlegt, enda var hún svolítið sein í gang og sums staðar óslípuð eins og í hlátrasköllum ómennanna þriggja. Ég mæli samt með Svört- um ketti, einkum fyrir unnendur svarts húmors og Íslendingasagna. Tónlistin er líka góð. Svart í hvítum snjó LEIKLIST Leikfélag Akureyrar Eftir Martin McDonagh í þýðingu Hávars Sigurjónssonar. Leikstjóri: Magnús Geir Þórðarson. Leikmynd og búningar: Fil- ippía Elísdóttir. Lýsing: Þórður Orri Pét- ursson. Gervi: Ragna Fossberg. Tónlist: Hlómsveitin SKE. Leikarar: Gísli Pétur Hinriksson, Guðjón Davíð Karlsson, Ívar Örn Sverrisson, Ólafur Steinn Ingunn- arson, Páll S. Pálsson, Þóra Karítas Árna- dóttir, Þráinn Karlsson. Samkomuhúsið Akureyri, sunnudaginn 21. janúar. Svartur köttur Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Svartur húmor „Sögur úr írskum veruleika hafa löngum heillað okkur á leiksviði …“María Kristjánsdóttir Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.