Morgunblaðið - 30.03.2007, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
F
rá árinu 1923 hefur
BMW framleitt mótor-
hjól sem hafa í heiðri
gæði og íhaldssöm gildi
með stóra ferðafáka í
fararbroddi fylkingarinnar. Nú lít-
ur aftur á móti út fyrir að blásið
hafi verið til stórsóknar hjá BMW
því fjölbreytnin hefur aukist all-
verulega.
Fyrir um 25 árum framleiddi
BMW einungis tveggja strokka
loftkældar boxervélar og þannig
hafði það verið frá því fyrsta box-
ervélin leit dagsins ljós árið 1923.
60 árum síðar þótti BMW sem þörf
væri á nýjungum og var þá bætt
við framleiðslulínuna 4 strokka
vatnskældri línuvél og skömmu síð-
ar 3 strokka vél. Flestum þótti sem
BMW hefði fórnað gömlu gildunum
en sem oftar hafði BMW rétt fyrir
sér og mótorhjólin með línuvélun-
um tóku fljótlega fram úr gömlu
tveggja strokka boxervélunum í
sölu.
Úrvalið aldrei eins gott
Árið 1993 var enn og aftur
ákveðið að hleypa nýju lífi í fram-
leiðslulínuna með því að bjóða eins
strokks hjól sem hafði verið hann-
að með hjálp Rotax-vélarframleið-
andans. Seint á síðasta ári bættist
svo við nýjasta línan, F800, en þau
hjól er búin vatnskældri 800 cc
samhliða tveggja strokka vél. Hef-
ur því framleiðsla BMW farið úr
því að bjóða eingöngu loftkældar,
tveggja strokka boxervélar í það að
bjóða 650 cc eins strokks vél,
tveggja strokka boxer (sem í dag
er reyndar olíukældur), fjögurra
strokka vatnskældar línuvélar og
tveggja strokka vatnskælda vél í
F800-línunni. Úrvalið hefur því
aldrei verið eins gott.
Gaman í stað þæginda
Fram til þessa hefur BMW þó
haldið fremur fast í hefðbundnu
gildin sín, gæði, þægindi, áreiðan-
leika og endingu, en nú virðist sem
þægindin séu að hverfa og gamanið
komi í staðinn því BMW hefur nú
boðið þrjú ný mótorhjól í eins
strokks deildinni sem öll hafa feng-
ið yfirheitið X; Xcountry, Xmoto og
Xchallenge. Öll eru þessi mótorhjól
með 53 hestafla 652 cc vélinni sem
BMW hefur framleitt lítið breytta
frá 1993 og kom fyrst í F650GS.
Mótorhjólalína þessi er mun
meira ögrandi á að líta en önnur
mótorhjól BMW. Léttleiki, lipurð
og dirfska virðist vera þeir þætti
sem framleiðendur BMW reyna að
koma á framfæri með þessum mót-
orhjólum enda eru þau ætluð til
styttri túra fremur en lengri, og
sýna auglýsingarnar fyrir mótor-
hjólin hvernig þau eru aðallega
notuð sem leiktæki.
Mismunandi flokkar
Nýja línan hefur vakið mikla at-
hygli enda mjög óhefðbundin og
það ekki bara á mælikvarða BMW.
Verðlagningin er vel samkeppn-
isfær við japönsku mótorhjólin en
hingað til hafa BMW-mótorhjól
verið með því dýrasta, ef ekki ein-
faldlega það dýrasta sem fæst. Nú
gefst nýjum viðskiptavinum hins
vegar tækifæri til að eignast
BMW-mótorhjól á svipuðu verði og
sambærileg japönsk mótorhjól
kosta.
Nýju mótorhjólin þrjú höfða öll
til mismunandi hópa í nýjum flokki
viðskiptavina BMW. Xcountry er
bæjarhjól sem hentar líka á veg-
arslóða – ætlað fyrir þann sem vill
geta farið hvert sem er, hvenær
sem er, en þó bara til að leika sér.
Xmoto er hreinræktað götuhjól og
er skemmtilegast í hlykkjóttum
beygjum og til leiks. Xchallenge er
svo það sem kemst næst því að
vera krossari hjá BMW.
Nú er bara að vona að það stytt-
ist í að BMW-mótorhjól fáist hjá
umboðsaðila á Íslandi en hingað til
hefur fólk þurft að flytja mótor-
hjólin inn frá meginlandinu á eigin
vegum.Blendingur Xcountry er blendingur sem hentar vel til bæjarnotkunar en ræður líka við möl og léttari ófærur.
Götuhjól BMW Xmoto er hreinræktaður beygjubani, 53 hestöfl og aðeins
160 kíló með öllum vökvum.
Drullumall Xchallenge er svo það mótorhjól sem kemst næst því að vera
krossari eða drullumallari eins og þeir eru gjarnan kallaðir.
BMW mótorhjól í mikilli sókn
ÞEGAR flestir hugsa um mótorhjól og Bandaríkin þá kemur
Harley Davidson fyrst í hugann enda sennilega frægasta mót-
orhjólategund í heimi. Og við Harley Davidson tengir maður
yfirleitt ekkert annað en þung og stór mótorhjól sem ætluð
eru til rólegheitaaksturs á góðviðrisdögum. Það kemur því á
óvart að sjá bandarískt sporthjól í ætt við Ducati-hjólin frægu
en það er engu að síður raunin hjá Roehr-fyrirtækinu en þar
hefur verið hannað sporthjól sem hefur fengið heitið V-roehr,
með vél úr Harley Davidson V-rod, og er útlit hjólsins náskylt
núverandi Ducati-ættarsvipnum.
Um er að ræða 1130 cc vatnskælda, tveggja strokka V-vél
frá Harley Davidson V-rod mótorhjólinu en vélin sú á að
fylgja Harley Davidson inn í 21. öldina. Er hún mun tækni-
legri en gömlu loftkældu vélarnar frá fyrirtækinu. Vélin skil-
ar líka meira afli, 120 hestöflum úr aðeins 1130 cc, er léttari
og sparneytnari en Harley-eigendur eiga að venjast.
Sporthjólið frá Roehr er nokkuð nýstárlegt að mörgu leyti.
Vatnskassarnir eru t.d. staðsettir til hliðanna á mótorhjólinu
því þá er hægt að færa vélina framar í stellið til að ná betra
jafnvægi í akstri en það er einmitt aðalsmerki hjólsins; frá-
bært jafnvægi og aksturseiginleikar.
Fjöðrunin er frá Ohlins, bremsur frá Brembo, felgurnar frá
Marchesini og öll yfirbygging mótorhjólsins er úr koltrefja-
efni. Mótorhjólið er því frekar létt og lipurt en verður líka
fyrir vikið mjög dýrt. Mun það kosta um 40 þúsund dollara í
Bandaríkjunum og má því reikna með að mótorhjólið slagi
hátt í 5 milljónir króna komi það til Íslands.
Vélin sem var hönnuð af Harley Davidson með tæknilegri
ráðgjöf og aðstoð frá Porsche (en Porsche þurfti líka að snúa
baki við loftkældum vélum) býður upp á mikla möguleika í afli
og er hægt að fá hjólið með allt að 180 hestöflum og það í að-
eins 193 kílóa mótorhjóli. Það er því óhætt að segja að þetta
hlýtur að vera eitt öflugasta mótorhjólið sem komið hefur frá
Bandaríkjunum og er algjörlega á skjön við það sem flestir
eiga að venjast úr þessari átt.
Bandarískt sporthjól?
Öflugt Með allt að 180 hestöflum og aðeins 193 kílóa þyngd þá
má reikna með að þetta sé eitt öflugasta mótorhjól sem komið
hefur frá Bandaríkjunum.
Sportlegt V-Roehr sportmótorhjólið er rennilegt á að líta og
sækir mikið útlitslega til Ducati 749 mótorhjólsins. Yfirbygg-
ingin er úr koltrefjaefni og er hjólið sett saman úr hágæða-
hlutum enda kostar það skildinginn. Takið eftir vatnskass-
anum á hlið mótorhjólsins.