Morgunblaðið - 30.03.2007, Page 13

Morgunblaðið - 30.03.2007, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 13 Mesta úrval landsins af rafgeymum! TUDOR fyrir framtíðina! Bíldshöfða 12 • 110 Reykjavík • Sími: 577 1515 • www.skorri.is • Mælum rafgeyma. • Skiptum um rafgeyma. Ertu starfandi í flessum greinum e›a greinum tengd- um fleim? Hefur flú áhuga á a› ljúka flví námi sem flú hófst? Bættu um betur - bílgreinar er tilraunaverkefni sem mi›ar a› flví a› meta færni sem vi›komandi b‡r yfir inn í skólakerfi›, óhá› flví hvernig hennar hefur veri› afla›. Markmi›i› er a› flátttakendur í verkefninu ljúki sveinsprófi. Áhugasömum er bent á a› hafa samband vi› I›una-fræ›slusetur í síma 590-6400 (I›unn e›a Ragnar) og fá frekari uppl‡singar um verkefni›. fiar er einnig hægt a› skrá sig á kynningarfund. Nánari uppl‡singar er a› finna á idan.is og mimir.is BUB Bættu um betur Hófst flú nám í bifvélavirkjun, bílamálun e›a bifrei›asmí›i en laukst flví ekki? BHS BÓKMENNT HANDMENNT SIÐMENNT MÍMIR símenntun E in n t v e ir o g þ r ír 4 .1 99 Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Árið 1907 voru bílar frekar frum- stæðir og margir efuðust um að þessi vélknúnu farartæki myndu leysa hest og vagn af hólmi sem helsta sam- göngutækið í byrjun 20. aldarinnar en það átti þó eftir að breytast. Kapp- akstur nokkur sem efnt var til af franska dagblaðinu Le Martin átti stóran þátt í því að bílar fengu þá við- urkenningu sem þeir áttu skilið. Það er kannski ekki skrítið að fólk hafi efast um notagildi vélknúinna bifreiða á þessum tíma. Fyrstu bíl- arnir voru meira en lítið óáreið- anlegir, fóru hægt yfir, réðu illa við vegi og áttu við alls konar önnur vandræði að stríða eins og óáreið- anlegar bremsur, stýri og að auki var lítið um bensínstöðvar og varahluti var enn erfiðara að finna. Flestir efuðust um að bílar entust nógu vel eða væru nógu áreiðanlegir til að aka langar vegalengdir en franska dagblaðið skoraði þá á les- endur sína og spurði hvort einhver bílaframleiðandi og ökumaður hefðu dug í sér til að aka frá París til Pek- ing. Áréttaði blaðið að sá sem tæki upp áskorunina myndi hljóta heims- frægð að launum. Ellefu menn tóku áskoruninni og kepptu þeir á fimm bílum af mismun- andi gerðum sem flestar eru gleymd- ar í dag; Charles Godard og Jean du Taillis óku 15 hestafla Spyker en Spyker-bílar eru enn framleiddir í Hollandi síðan 1907 – þó ekki óslitið. Tveir Frakkar óku De Dion Boutons- bíl. Auguste Pons ók þriggja hjóla Contal-vagni og síðasti keppandinn og sá sigurstranglegasti var að- alsmaðurinn Scipio Borghese sem ók bíl af gerðinni Itala. Borghese naut aðstoðar einkavélvirkja síns Ettore Guizzardi, og Luigi Barzini blaða- manns. Itala-bíllinn var hvorki meira né minna en 40 hestöfl sem þótti heil- mikið á þeim tíma og var miklu meira en keppinautar hans höfðu úr að moða. Ekið frá Peking til Parísar – meira en 16 þúsund kílómetra Þegar til kom var reyndar ákveðið að ekið skyldi frá Peking til Parísar en ekki öfugt og spilaði þar stórt hlutverk regntíminn í Asíu enda ekki talið vænlegt að leiða þessa frum- stæðu fáka í gegnum verstu bleytutíð Asíu. Borghese naut góðs af starfsframa sínum hjá ítalska hernum en þar var hann sérfræðingur í skipulagningu og skipulagði hann ferðina í þaula og kom fyrir eldsneyti, vistum og vara- hlutum víða á leiðinni. Þegar til Peking var komið lentu keppendur í vandræðum með stjórn- völd sem vildu ekki gefa vegabréfs- áritun til Mongólíu. Borghese ákvað að hunsa yfirvöld og lagði af stað á tilsettum tíma hinn 10. júní. Það kom þó ekki í veg fyrir annars konar vandræði því á þessari löngu leið var lítið um vegi og jafnvel þar sem vegir voru til staðar voru þeir of mjóir fyrir stóran Itala-bílinn. Í fjalllendi Mongólíu lentu kepp- endur í miklum vandræðum því kraftlitlar vélar bílanna dugðu ekki til að koma þeim upp brattar brekkur og bremsurnar réðu ekki við að hægja á þeim þegar leiðin lá niður á við. Gobi-eyðimörkin hentaði hins veg- ar Itala-bílnum og Borghese vel og náði hann því hálfs dags forskoti á hina keppendurna sem kom sér vel áður en Síbería var tækluð því þar voru vegirnir og brýrnar í svo slæmu standi að Borghese ákvað að keyra yfir brýrnar á fullri ferð svo hann næði yfir áður en þær hryndu ofan í djúp gilin fyrir neðan. Þetta þýddi auðvitað að þeir keppendur sem á eftir komu þurftu að leita annarra leiða því að brýrnar voru margar hverjar hrundar eða ekki í ástandi til að þola einn þungan bíl til viðbótar. Þeir voru þó ekki endalaust heppnir, Ítalarnir því á einni brúnni hrundi brúargólfið undan bílnum og köst- uðust Ítalarnir þrír út og bílnum hvolfdi. Furðu þykir sæta að allir sluppu ómeiddir og sömuleiðis að bíll- inn skuli hafa komið úr þessu ólask- aður. Heiður að launum 20. júlí var Borghese kominn til Evrópu og þegar hann kom til Moskvu viku síðar hafði hann náð 17 daga forskoti á aðra keppendur. Eftir þetta varð ferðin fremur tíðindalaus og sigraði Itala-bíllinn í keppninni með Scipio Borghese við stjórnvölinn þegar þeir rúlluðu í mark í París hinn 10. ágúst, eftir 61 dags ferðalag frá Peking. Fjöldi fólks var saman kom- inn til að fagna þeim þegar þeim voru veitt sigurverðlaunin; kampavíns- flaska af Magnum-stærð frá Mumms. Aðrir keppendur komu í mark tutt- ugu dögum síðar en allir keppendur höfðu sannað að bíllinn væri kominn til að vera. Hlutu allir keppendur heimsathygli fyrir og var þeim öllum fagnað sem hetjum í París. Mörgum sinnum hefur verið reynt að leika þetta afrek eftir en aldrei hefur það tekist að fullu. Staða mála í Asíu og Austur-Evrópu hefur oft komið í veg fyrir að hægt væri að fara upprunalegu leiðina. Næst því var þó komist sumarið 2005 þegar kappakst- urinn var farinn á svipuðum bílum fyrir Ástralska ríkissjónvarpið. Reyndar mættu þátttakendur þá öðr- um harðjöxlum sem lagt höfðu upp frá París í sömu erindagjörðum en sú ferð var farin á Fiat 500 af 1973 ár- gerð. Að lokum má til gamans nefna það að hollenska fyrirtækið Spyker frum- sýndi í Genf fyrir stuttu nýjan jepp- ling sem mun verða nefndur eftir kappakstrinum fræga eða „Spyker D12 Peking-to-Paris“. Harðjaxlar Scipio Borghese (til vinstri) var 36 ára gamall þegar hann sigr- aði einn merkasta og frumstæðasta kappakstur bílasögunnar; meira en 16 þúsund kílómetra kappakstur frá Peking til Parísar árið 1907. Heppnir Ekki gekk jafn vel á öllum hlutum leiðarinnar því í Síberíu gaf brúargólf sig undan þunga bílsins og Ítalirnir þrír sem kepptu á bíln- um hentust úr honum en sluppu þó við alvarleg meiðsl. 100 ár frá kapp- akstrinum mikla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.