Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 40
40 F MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Foss fasteignasala, Hátúni 6a, sími 512 12 12, fax 512 12 13, netfang foss@foss.is
Bragi Björnsson
lögmaður og
löggiltur
fasteignasali
Úlfar Þ. Davíðsson
sölustjóri
Börkur Hrafnsson
lögmaður og
löggiltur
fasteignasali
HÁTÚN 6A
SÍMI:
5 12 12 12
FAX:
5 12 12 13
NETFANG:
foss@foss.is
FASTEIGNASALA
VANTAR
VEGNA MIKILLAR SÖLU UPP Á SÍÐKASTIÐ VANTAR OKKUR ALLAR GERÐIR
EIGNA Á SKRÁ. ENDILEGA HAFIÐ SAMBAND VIÐ SÖLUMENN OKKAR.
HAGAMELUR - HÆÐ
Björt og falleg 125,8 fm, 5 herbergja íbúð á 3. hæð við Hagamel í Vestur-
bænum. Hol, gegnheilt parket á gólfi. Einstakar og vandaðar sixtís innrétt-
ingar eru í íbúðinni. Tvennar stórar samliggjandi stofur, stórir gluggar, frá-
bært útsýni. Gólf á stofum er með hvítu epoxi resin. Útgengt á svalir með
frábæru útsýni. Eldhús er með snyrtilegri upprunalegri innréttingu, pláss
fyrir eldhúsborð. Baðherbergi með nýjum flísum á gólfi. Þrjú svefnherbergi
eru í íbúðinni, öll með gegnheilu parketi. Verð 35,8 milljónir.
SUMARHÚS - Í LANDI VATNSHOLTS
SUNNAN APAVATNS
Erum með í sölu tvö falleg sumarhús
á fallegum stað sunnan Apavatns.
Húsin eru alls 86,1 fm að stærð (þar
af eru 11 fm svefnloft.) 32 fm sólpallur
fylgir húsunum. Húsin eru í byggingu.
Verð á fullbúnum bústað er 20,9 millj.
Hægt að nálgast teikn. á skrifst.Foss.
FREYJUGATA - RÚMGÓÐ 2JA HERBERGJA
Falleg og rúmgóð 2ja herb. íbúð á 3.
hæð á eftirsóttum stað í Þingholtun-
um. Íbúðin er alls 69,1 fm. Stofa,
borðstofa og eldhús í fallegu alrými,
parket á gólfum. Eldhús með snyrti-
legri eldhúsinnréttingu, nýleg tæki.
Útgengt á svalir frá eldhúsi. Verð
19,9 millj.
LÆKJARGATA - HAFNARFJÖRÐUR
Falleg 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í
lyfturhúsi byggðu 2005 á góðum í
Hafnarfirði. Íbúðin er alls 81,8 fm
Gengið inn um sér inngang af svöl-
um. Sér þvottahús í íbúð. Stofa og
eldhús er í alrými. Útfrá stofu er
gengið á stórar suðursvalir. Parket
og flísar á gólfum. Verð 22,8 milljónir.
LINDARGATA - ELDRI BORGARAR
Vel skipulögð og björt tveggja her-
bergja þjónustuíbúð á sjöttu hæð í
vandaðri lyftublokk. Stofa og eldhús
eru í opnu og björtu rými. Svalir út frá
stofu. Gott útsýni. Svefnherbergi er
stórt. Íbúðin er einungis ætluð ein-
staklingum 67 ára og eldri. Verð 20,5
milljónir.
ÞORLÁKSGEISLI - 4RA HERBERGJA
Falleg 111,4 fm 4ra herbergja íbúð á
2. hæð með sérinngangi af svölum.
27,7 fm bílskúr fylgir eigninni. Heildar
fm fjöldi skv. FMR er 139,1 fm. Flísa-
lagt hol. Rúmgott þvottahús. Eldhús,
stofa og borðstofa eru í alrými. Fal-
legt parket á gólfum. Flísalagðar
svalir frá stofu. Eldhús er með fallegri
innréttingu og vönduðum tækjum.
Þrjú rúmgóð svefnherbergi. Baðher-
bergi er flísalagt hólf í gólf. Flísalagð-
ur bílskúr.
GALTALIND - 4RA HERBERGJA
Falleg og rúmgóð 123,4 fm 4ra her-
bergja á góðum stað við Galtalind í
Kópavogi. Flísalagt hol með hita í
gólfi. Þaðan komið inn á gang með
parketi úr rauðeik. Falleg eldhúsinn-
rétting úr beiki, flísar á milli efri og
neðri skápa, vönduð tæki. Þrjú
svefnherbergi. Baðherbergi er fal-
legt, flísalagt hólf í gólf. Verð 33,9
milljónir.
MÁVAHLÍÐ - 4RA HERBERGJA
Falleg 4ra herbergja risíbúð við
Mávahlíð í Reykjavík. Íbúðin er mikið
endurnýjuð á smekklegan hátt, m.a
rafmagn, skólp og þak. þrjú svefnher-
bergi. Opið eldhús. Íbúðin er þónokk-
uð undir súð þannig að gólfflötur er
stærri en uppgefin fm fjöldi hjá FMR.
Gott útsýni. Verð 22,9 milljónir.
Í SÍMA 512 1212
foss@foss.is
Lög um fjöleignarhúsmæla fyrir um og veitaeigendum í fjöleignarhúsirétt til hagnýtingar þess
sem telst til sameignar eigenda,
eins og lóðar og sameiginlegs hús-
rýmis, en jafnframt leggja lögin á
eigendur margvíslegar skyldur.
Þannig eiga allir eigendur jafnan
rétt til að nota sameignina og hefur
eigandi stærsta eignarhlutans í hús-
inu því ekki meiri rétt til að nota t.d.
sameiginlegt bílastæði í ríkari mæli
en aðrir eigendur. Við not sín ber
eigendum skylda til að virða rétt og
hagsmuni annarra eigenda og fara í
hvívetna eftir ákvörðunum og
reglum sem húsfélagið hefur tekið
eða sett sér varðandi afnot sam-
eignarinnar. Óheimilt er eigendum
að nota sameignina til annars en
hún er ætluð og mega eigendur því
ekki upp á sitt eindæmi sölsa undir
sig hluta sameignarinnar eða nota
hana þannig að aðrir hafi ekki af
henni eðlileg not.
Þegar eigandi í fjöleignarhúsi
brýtur þær skyldur sem á honum
hvíla rís sú spurning hvaða afleið-
ingar það hafi fyrir hann og hvaða
úrræði húsfélagið og einstakir eig-
endur hafa í því sambandi. Noti eig-
andi sameignina öðruvísi en til er
ætlast eða takmarki hann rétt ann-
arra til eðlilegra afnota með hag-
nýtingu sinni geta aðrir eigendur
m.a. gripið til þess ráðs að krefjast
úrskurðar héraðsdóms um að mál-
um verði komið í rétt horf. Á þetta
úrræði reyndi í nýlegum dómi
Hæstaréttar sem vert er að gera
nánar grein fyrir hér.
Málið varðaði hagnýtingu lóðar
atvinnuhúsnæðis í iðnaðarhverfi,
sem var í sameign þriggja aðila.
Vegna starfsemi sinnar nýtti leigj-
andi jarðhæðar bílastæði á lóð undir
geymslu á hlutum sem tengdust
rekstri hans þ.e. vögnum og fleiru.
Var einn eigandi hússins ósáttur við
þetta og taldi að afnot hans og við-
skiptavina hans af hinu sameig-
inlega bílastæði væru takmörkuð af
þessum sökum. Þriðji eigandi húss-
ins gerði hins vegar ekki at-
hugasemdir við þessa nýtingu á lóð-
inni.
Þar sem hvorki áskorun né hús-
fundur hafði þokað málum krafðist
hinn ósátti eigandi þess fyrir hér-
aðsdómi að vagnar o.fl. yrði fjar-
lægt af lóðinni með beinni aðfar-
argerð. Héraðsdómur féllst á þessa
kröfu. Vísaði dómurinn til þess að
skv. fjöleignarhúsalögum teldust
bílastæði óskipt nema allir eigendur
samþykktu aðra skiptingu. Yrði ein-
stökum eigendum ekki veittur auk-
inn og sérstakur réttur til sam-
eignar nema með samþykki allra.
Ekki lægi fyrir í málinu að allir eig-
endur hússins hefðu samþykkt
skiptingu á bílastæðum eða að sá
hluti lóðarinnar, sem ætlaður væri
til bílastæða, væru notaður með
þessum hætti. Væri því brotið gegn
skýrum og ótvíræðum rétti eigenda.
Dómur Hæstaréttar
Málinu var skotið til Hæstaréttar
sem hafnaði því að leggja mætti til
grundvallar að brotið hefði verið
gegn ákvæðum fjöleignarhúsalaga.
Taldi rétturinn að sönnunargögn
málsins sýndu ekki að brotið hefði
verið gegn ákvæðum fjöleign-
arhúsalaga. Í dómnum var einnig
vísað til þess sem á undan var geng-
ið í samskiptum eigenda. Þannig
hafi þeim eiganda sem kröfuna
gerði um fjarlægingu vagnanna ver-
ið leyft að merkja sér hluta bíla-
stæða hússins á árinu 2005. Þá hafði
á húsfundi 2006 verið samþykkt að
leigjandi jarðhæðar hússins lagaði
til á lóðinni og að sú tiltekt hefði far-
ið fram.
Dómur þessi sýnir vel þau sjón-
armið sem uppi eru við hagnýtingu
sameignar atvinnuhúsnæðis. Þar
vegast á sjónarmið að eigendur geti
sinnt starfsemi sinni með eðlilegum
hætti en takmarki þá ekki um leið
um of rétt annarra eigenda. Dóm-
urinn sýnir ennfremur að ekki er
hyggilegt að krefjast beinnar aðfar-
ar fyrir dómi fyrr en aflað hefur
verið fullnægjandi sönnunargagna
til stuðnings slíkri kröfu og að málið
hafi hlotið sem ítarlegasta umfjöll-
un á vettvangi húsfélagsins, með
töku ákvarðana um málið og mögu-
lega með setningu húsreglna eða
samþykkta.
Hagnýting sameiginlegrar lóðar
Höfundur er lögmaður hjá Húseig-
endafélaginu
HÚS OG LÖG
Gestur Óskar Magnússon
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sameign Lög um fjölbýli mæla fyrir um sameiginlega nýtingu lóðar og skyldur íbúanna þar að lútandi.