Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 30
30 F MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Auðvitað er allt bísness, efþannig má komast að orði,en menn eru smám samanað átta sig á því að hönnun
er engin mótsögn við hagnýtingu,
það er bara fallegri leið til að hag-
nýta hlutina,“ segir Eyjólfur.
Óbilandi trú
Eyjólfur stundaði nám við
Kundhaandværkskolen í Kaup-
mannahöfn og vann þar í borg um
skeið eftir að náminu lauk. Sjálfur
segir hann að þrátt fyrir byrjunar-
erfiðleika er hann sneri aftur til
heimalandsins hafi hann haft óbil-
andi trú á því að hægt væri að auka
skilning og virðingu fyrir hönnun á
Íslandi.
„Frá upphafi hef ég haft þetta að
leiðarljósi og hugmyndin bak við
Epal er einmitt þetta, að velja aðeins
góða hönnun og gæðavörur fyrir við-
skiptavinina. Mér hefur legið á
hjarta að standa vörð um góða hönn-
un og sjá til þess að eftirlíkingar eigi
ekki upp á pallborðið. Auðvitað má
fólk búa til það sem það vill, en að
líkja eftir og láta sem það sé ekta er
ekki rétt. Virðingin fyrir sköpun og
hönnun er spurning um höfundarétt
og sem betur fer hafa fleiri og fleiri
áttað sig á því að þannig á þetta að
vera,“ segir Eyjólfur.
Orkuveita
Eyjólfur hefur ekki bara rekið
verslun og selt erlend gæðahúsgögn
um áratuga skeið, hann hefur líka
veitt íslenskum hönnuðum stuðning
og aðstoð. Þannig séð hefur hann
líka verið eins konar orkuveita fyrir
íslenska hönnuði, þótt hann geri nú
helst lítið úr þessari hlið starfsemi
sinnar.
„Mér er efst í huga að hlutirnir
séu upprunalegir og að eftirlíkingar
séu ekki leyfðar. Sem betur fer er
þetta að verða að veruleika og nýj-
asta dæmið er dómur í fyrsta kópíu-
máli á Íslandi þar sem ítalska fyr-
irtækið Magis vann.“
Hugmyndin að baki Epal er þess
vegna svo einföld, að sögn Eyjólfs,
að ekkert er selt í versluninni nema
það sé upprunaleg hönnun og helst
góð hönnun.
Leiktjöld frá Epal
Hér eru vörur heimsþekktra nor-
rænna hönnuða boðnar fram; Alvar
Aalto, Arne Jacobsen, Erik Jörg-
ensen, Georg Jensen og Piet Hein
eru meðal þeirra sem hannað hafa
vörurnar sem seldar eru í Epal.
Þess má reyndar geta að húsgögn
og leikmynd í söngleiknum Leg eftir
Hugleik Dagsson, sem frumsýndur
var í vikunni, er allt fengið frá Epal.
„Það þótti mér heiður og
skemmtilegt öðrum þræði, en það
sýnir bara hversu mikill skyldleiki
er á milli hinna ýmsu listgreina. Það
sem er vel gert er eftirsótt og þannig
á það að vera,“ segir Eyjólfur.
Sjálfur segist Eyjólfur Pálsson vera hugsjónamaður eða eins konar trúboði. Fyrir honum er hönnun gæðavara mikilvægari en
allt annað. Í rúm 30 ár hefur hann rekið Epal og hann sér fyrir sér stækkun og styrkingu verslunarinnar á næstu árum. Krist-
ján Guðlaugsson leit inn og ræddi við hönnuðinn og kaupmanninn Eyjólf.
Í Epal er hönnunin hugsjón
Hönnuður Eyjólfur Pálsson, innahússarkitekt, elskar góða hönnun.
Listrænt Skálar og ljósastaki eftir hinn fræga dansk hönnuð Georg Jen-
sen. Epal selur margar fleiri klassískar hönnunarvörur eftir meistarann.
Íslenskt Erla Sólveig Óskarsdóttir hefur hannað þennan fallega sófa.
Hringir Lampar eru ekki bara lampar þegar góðir hönnuðir eru annars
vegar. Takið eftir hringunum sem gera lampann eins og síu fyrir ljósið.
Húsnúmer Íslensk húsnúmer komu
löngum frá Dansk emalje design.