Morgunblaðið - 30.04.2007, Page 8
8 MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
íþróttir
Veigar PállGunnarsson
lagði upp mark
fyrir Stabæk í
norsku úrvals-
deildinni í knatt-
spyrnu í gær í
1:1-jafntefli liðs-
ins gegn Start á
útivelli. Veigar
gaf fína sendingu á Daniel Nann-
skog í fyrri hálfleik og skoraði
sænski framherjinn en Start jafnaði
leikinn með síðustu spyrnu leiksins.
Veigar Páll skoraði mark í fyrri
hálfleik sem var ekki dæmt gilt
vegna rangstöðu. Jóhannes Harð-
arson var ekki í leikmannahópi
Start en hann er að jafna sig af
meiðslum.
Kristján Örn Sigurðsson ogÓlafur Örn Bjarnason voru í
byrjunarliði Brann sem sótti meist-
aralið Rosenborg heim í Þránd-
heimi. Rosenborg hafði betur, 3:0,
en þetta var fyrsti tapleikur Brann í
fyrstu fjórum umferðum deild-
arinnar. Ármann Smári Björnsson
kom ekki við sögu hjá Brann en
hann var á meðal varamanna liðsins.
Hannes Þ. Sigurðsson var í byrj-unarliði Viking sem tapaði 2:0
á útivelli gegn Fredrikstad. Garðar
Jóhannsson var ekki í leik-
mannahópi Fredrikstad og Hösk-
uldur Eiríksson var ekki í liði Vik-
ing. Birkir Bjarnason kom við sögu
í liði Viking en hann fór inn á sem
varamaður á 34. mínútu í fyrri hálf-
leik en var síðan skipt út af á 65.
mínútu. Vakti sú skipting mikla at-
hygli norskra fjölmiðla enda ekki á
hverjum degi sem slíkt sést í knatt-
spyrnuleik. Rúmlega 12 þúsund
áhorfendur voru á leiknum.
Haraldur Guðmundsson var ívörn Aalesund í miklum
botnslag gegn Odd/Grenland. Har-
aldur fékk gult spjald í síðari hálf-
leik en vörn liðsins hrundi á síðustu
mínútum leiksins þar sem Odd skor-
aði þrjú mörk á 10 mínútna kafla.
Árni GauturArason var í
marki Vålerenga
sem gerði marka-
laust jafntefli á
heimavelli gegn
Strömsgodset á
laugardag. Våle-
renga fékk fjöl-
mörg færi í leikn-
um en liðinu hefur gengið afar illa
að skora.
ÍA sigraði KA, 6:4, í æfingaleikfyrir norðan í gær en áður hafði
liðið gert 0:0-jafntefli við Þór.
Bjarni Guðjónsson skoraði tvö
marka ÍA.
Fólk sport@mbl.is
„Þetta er mikið afrek og við erum í
undarlegri stöðu. Við vildum fagna
þessum árangri eins og við værum
meistarar en við vitum að þetta lið
getur farið enn lengra og strákarnir
hafa trú á því að þeir geti unnið
hvaða lið sem er. Næsta verkefni er
skammt undan og við ætlum að
halda áfram á sömu braut, sagði
Skiles. Lið sem er 3:0 undir í leiks-
eríu í úrslitakeppni NBA-deildar-
innar hefur aldrei náð að snúa við
blaðinu og var þetta í 80. sinn sem
að lið vinnur 4:0 í sjö leikja seríu í
NBA-deildinni. Í stóru atvinnu-
deildunum í Bandaríkjunum haf
þrjú lið náð að vinna fjóra leiki í röð
eftir að hafa tapað fyrstu þremur
leikjunum, 1942 Toronto Maple
Leafs, 1975, New York Islanders og
árið 2004 náði hafnarboltaliðið
Boston Red Sox að komast í þann
hóp.
Pat Riley þjálfari Miami Heat
sagði fyrir fjórða leikinn gegn Bulls
að NBA-lið ætti eftir að gera slíkt
hið sama, að vinna fjóra leiki í röð í
stöðunni 3:0. „Einhverntíma mun
eitthvað lið ná slíkum árangri,“
sagði Riley en hann hafði ekki rétt
fyrir sér að þessu sinni.
Bulls alla leið í úrslit?
„Við áttum í höggi við mjög gott
lið og að mínu mati áttu þeir skilið
að fara áfram. Ég tel að Chicago
Bulls geti vel farið alla leið í úrslit
NBA-deildarinnar,“ bætti Riley við.
Dwyane Wade skoraði 24 stig
fyrir Heat en hann hitti aðeins úr 8
af alls 22 skotum sínum í leiknum.
Wade gaf 10 stoðsendingar. Sha-
quille O’Neal var með 18 stig en að
venju var vítanýting hans skelfileg
en hann náði ekki að skora úr 7
vítaskotum sínum í leiknum. Alonzo
Mourning skoraði 14 stig og James
Posey tók 18 fráköst og þar af 17 í
vörn sem er félagsmet.
Wallace „heitur“
Á lokakafla leiksins brutu leik-
menn Heat á Ben Wallece í hvert
sinn sem hann fékk boltann en
hann er lélegasta vítaskytta liðsins.
Wallace þakkaði fyrir sig með því
að skora úr sjö af alls átta víta-
skotum sínum á lokakaflanum. „Ég
gæti tekið átta vítaskot í næsta leik
og ekkert þeirra færi ofaní. Í þess-
um leik gekk þetta vel. Liðið er að
þroskast í rétta átt,“ sagði Wallace
eftir leikinn en hann mætir fyrrum
liðsfélögum sínum úr Detroit Pi-
stons í undanúrslitum. Ben Gordon
var stigahæstur í liði Bulls með 24
stig og Luol Deng skoraði 22 stig
og tók að auki 11 fráköst. Bakverðir
Bulls fóru á kostum í leikseríunni
með þá Gordon og Kirk Hinrich
fremsta í flokki.
Chicago Bulls „sópaði“meisturunum út úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar
AP
Vonbrigði Shaquille O’Neal miðherji Miami Heat fór snemma í sumarfrí í ár í NBA-deildinni eftir fjórða tap liðsins gegn Chicago Bulls.
Heat átti aldrei mögu-
leika gegn Chicago Bulls
CHICAGO Bulls gerði sér lítið fyrir
og lagði Miami Heat í fjórða leikn-
um í röð í átta liða úrslitum Aust-
urdeildar í NBA-deildinni í körfu-
knattleik í gær, 92:79, og er
meistaralið s.l. árs úr leik. Miami
Heat skoraði aðeins 79 stig á
heimavelli sínum gegn 92 stigum
Bulls en liðið mætir Detroit Pistons
í undanúrslitum. Þetta er í fyrsta
sinn sem Bulls vinnur leikseríu í úr-
slitakeppninni eftir að Michael Jor-
dan hætti að leika með liðinu.
Í HNOTSKURN
»Árið 2000 tapaði San Ant-onio Spurs í fyrstu umferð
úrslitakeppninnar gegn Phoe-
nix Suns en Spurs hafði titil að
verja. Bulls er fyrsta liðið sem
vinnur ríkjandi meistaralið í
fyrstu umferð frá árinu 2000.
»Scott Skiles þjálfari Bullsvar þjálfari Suns árið
2000.
»Alonzo Mourning leik-maður Miami Heat hefur
hug á því að leggja skóna á
hilluna.
RÓBERT Fannar Halldórsson og Rósa Jóns-
dóttir urðu um helgina Íslandsmeistarar í
karla- og kvennaflokki á Íslandsmótinu í
skvassi sem fram fór í húsakynnum Vegg-
sports.
Þetta er þriðja árið í röð sem Róbert fagn-
ar meistaratitlinum en fimmta árið í röð sem
Rósa ber sigur úr býtum.
Kim Magnús Nilsen, margfaldur Íslands-
meistari, varð annar í karlaflokki en hann
tapaði úrslitaleiknum, 3:0 (9:4. 9:4, 9:3). Sig-
urður Sveinsson hafnaði svo í þriðja sæti.
Rósa sigraði Hildi Ágústu Ólafsdóttur í úrslitaleik, 3:0 (9:7,
9:1, 9:2). Í þriðja sætinu hafnaði Brynja Halldórsdóttir.
Í A-flokki karla bar Helgi Geirharðsson sigur úr býtum en
hann sigraði gömlu handboltakempuna Valdimar Grímsson í úr-
slitaleik.
Í flokki 40 ára og eldri varð svo Þrándur Arnþórsson hlut-
skarpastur.
Róbert og Rósa
vörðu titla sína
Rósa Jónsdóttir
BAYERN München þarf á kraftaverki að halda ef liðinu á að
takast að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Bæjarar
biðu lægri hlut fyrir Hamburg, 1:2, á heimavelli sínum og sitja
sem fastast í fjórða sæti, sjö stigum á eftir liðinu í þriðja sæti
þegar þremur umferðum er ólokið. Þrjú efstu liðin vinna sér
sæti í Meistaradeildinni svo allt stefnir í að Bayern, sem hefur
unnið meistaratitilinn í sjö skipti á síðustu tíu arum, verði ekki
með í Meistaradeildinni í fyrsta skipti síðan 1996.
,,Það er augljóst að lið okkar mun taka miklum breytingum
fyrir næsta tímabil. Stuðningsmenn okkar heimta breytingar.
Margir leikmanna okkar hafa fengið tækifæri en hafa ekki nýtt
það og þeir verðskulda ekki fleiri. Við eigum fullt af peningum
og það verður byggt upp nýtt lið,“ sagði Ulu Höness fram-
kvæmdastjóri Bayern München eftir ósigurinn gegn Hamburg.
Fregnir bárust af því á laugardaginn en Bæjarar hafi náð
samkomulagi um kaup á ítalska landsliðsmiðherjanum Luca
Toni frá Fiorentina og þá hefur Miroslav Klose framherji Wer-
der Bremen og þýska landsliðsins verið sterklega orðaður við
liðið.
Bayern kemst ekki
í Meistaradeildina
KRISTJÁN Helgason tryggði sér á laug-
ardaginn Íslandsmeistaratitilinn í snóker
þegar hann lagði Brynjar Valdimarsson í
úrslitum sem fram fóru á Billjardbarnum
í Faxafeni.
Kristján vann nokkuð öruggan sigur
eða með níu römmum gegn tveimur.
Í undanúrslitunum hafði Kristján betur
gegn Unnari Bragasyni, 7:1, og Brynjar
sigraði Tryggva Erlingsson, 7:2.
Kristján varð síðast Íslandsmeistari
árið 2001, í fyrra hampaði Jóhannes B.
Jóhannesson Íslandsmeistaratitlinum en Brynjar, sem tap-
aði fyrir Kristjáni, var krýndur meistari fyrir þremur ár-
um.
Gylfi Ingason varð Íslandsmeistari í flokki 50 ára og
eldri og Tryggvi Erlingsson í flokki 40 ára og eldri.
Þá urðu Kristján Helgason og Jóhann Marel Viðarsson
Íslandsmeistarar í tvímenningi.
Kristján Íslands-
meistari í snóker
Kristján Helgason