Morgunblaðið - 07.07.2007, Side 11
Sjávarútvegsráðherra boðaði í gær um 30% skerðingu á þorskkvóta fyrir næsta fiskveiðiár. Samhliða því voru mótvægisaðgerðir ríkis-
stjórnarinnar kynntar. Friðrik Ársælsson innti eftir viðbrögðum hagsmunaaðila og sveitarstjórnarmanna við tíðindunum.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 11
FRÉTTIR
Sveitarstjórnarmenn á norð-
austurhorninu, Björn Ingi-
marsson, sveitarstjóri Langa-
nesbyggðar, og Jón Helgi
Björnsson, oddviti sveit-
arstjórnar Norðurþings, telja
niðurskurðinn gríðarlega af-
drifaríkan fyrir sveit-
arfélögin. Jón Helgi segir að
niðurskurðurinn sýni að
nauðsynlegt sé að skjóta
styrkari stoðum undir at-
vinnulífið í Þingeyjarsýslu og
það megi meðal annars gera
með því að nýta þá orku sem
er að finna í sýslunni. „Það
fyndist mér mjög skynsamlegt,“ segir Jón
Helgi, spurður hvort ríkisstjórnin eigi að
reyna að flýta fyrir álversframkvæmdum í
sýslunni.
Björn Ingimarsson segir að þótt áhrif nið-
urskurðar á þorskkvóta muni vera lítt áber-
andi í stærstu byggðakjörnum landsins sé
líklegt að þau geti falið í sér endanlegt hrun
í smærri byggðakjörnum á Norðausturlandi.
Hann segir atvinnulíf í Langanesbyggð hafa
verið með ágætum um árabil og það hafi
ekki verið fyrir tilstuðlan stjórnvalda, líkt og
víða annars staðar. „Hugsanlega er þetta
meðvitaður niðurskurður. Það hvarflar að
manni að það sé ráðagerð stjórnmálamanna
að grisja dreifbýlið. Það virðist sem stjórn-
völd ætli sér ekki að gera nokkurn skapaðan
hlut ef þessa mótvægisaðgerðayfirlýsingu er
að marka.“
Jón Björnsson og Björn Ingimarsson
Getur verið upphaf-
ið að endalokunum
FORSETA bæjarstjórnar
Snæfellsbæjar, Ásbirni Ótt-
arssyni, var mikið niðri fyrir
þegar blaðamaður hafði sam-
band við hann í gær. „Við
getum ekki rekið sveitarfé-
lag undir þessu, það eru al-
veg hreinar línur. Þessi 30%
skerðing er náttúrlega gjörsamlega galin,“
segir hann. Spurður um hver næstu skref
sveitarfélagsins séu segir Ásbjörn að menn
verði bara að bíða og vona að stjórnvöld
standi við það að styðja við bakið á þeim
sveitarfélögum sem verst hafi orðið úti.
„Menn verða að fara að kveikja á því að þetta
mun hafa gríðarleg áhrif hérna á Snæfells-
nesinu og vakna af þeim þyrnirósarsvefni að
það þurfi að bjarga einhverjum tveimur eða
þremur byggðarlögum á Vestfjörðum.“
Tekjuskerðingin nemi tveimur milljörðum á
ársgrundvelli fyrir Snæfellsbæ og því sé
rekstrargrundvöllur bæjarfélagsins ekki
lengur til staðar.
Ásbirni virðist ekki lítast vel á tillögur rík-
isstjórnar um mótvægisaðgerðir við kvóta-
skerðingu. „Þær eru hvorki fugl né fiskur og
ég sé ekki fyrir mér að ráðamenn komi með
tvo milljarða hingað inn í Snæfellsbæ,“ segir
hann og heldur áfram: „Það er verið að tala
um að leggja einhverja vegi og bæta fjar-
skipti. Það getur verið að það sé til þess að
fólk geti flúið til Reykjavíkur á nýjum vegum
og verið í símasambandi allan tímann. Ég
bara sé engan tilgang með þessu. Þetta
gagnast okkur ekki hér.“
Ásbjörn Óttarsson
Telur sig ekki geta
rekið sveitarfélagið
„VIÐ verðum að vinna úr
þessu og finna leiðir til þess
að vega upp á móti þessari
skerðingu, því þetta er í raun
skerðing á almennum lífs-
kjörum hér á Vestfjörðum. Ég
bind vonir við og treysti á að
ríkisvaldið muni hrinda þeim
aðgerðum í framkvæmd sem í dag voru boð-
aðar og það ríður á að það verði gert strax,
þannig að íbúar á þessum svæðum skynji það
að stjórnvöldum sé full alvara með þessum
mótvægisaðgerðum.“ Þetta segir Birna Lár-
usdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarð-
arbæjar, þegar hún er innt eftir viðbrögðum
við kvótaskerðingunni sem boðuð var í gær.
„Mér finnst hins vegar orðið dálítið klisju-
kennt að tala sífellt um samgöngubætur og
fjarskipti,“ segir Birna. Slíkar framkvæmdir
muni ekki ráða úrslitum fyrir fiskvinnslufólk
og sjósækjendur auk þess sem fyrrverandi
samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, hafi
hrint í framkvæmd metnaðarfullri samgöngu-
áætlun á svæðinu og hið sama eigi við um fjar-
skiptamál. Búið sé að taka ákvörðun um
stærstu framkvæmdirnar, Óshlíðargöngin og
lúkningu framkvæmda við Ísafjarðardjúp, og
tæknilega ómögulegt sé að flýta þeim.
„En áhyggjur mínar þessa stundina beinast
að þeim fyrirtækjum sem nú berjast í bökkum
og ég vona svo sannarlega að þær hugmyndir
sem settar hafa verið fram um eflingu Byggða-
stofnunar verði þess valdandi að fyrirtæki geti
leitað á hennar náðir í auknum mæli,“ segir
Birna.
Birna Lárusdóttir
„Skerðing á almenn-
um lífskjörum“
ELLIÐI Vignisson, bæj-
arstjóri í Vestmannaeyjum,
segir að bærinn fari ekki var-
hluta af ákvörðun sjáv-
arútvegsráðherra um nið-
urskurð aflaheimilda.
Þorskurinn sé þar, eins og
víðast annars staðar, burðar-
ásinn í sjávarútveginum þar sem hæst verð
fáist fyrir hann. Veiðar á honum hafi gríð-
arleg áhrif á afkomu sjávarútvegsins í Eyjum,
hvort sem um er að ræða sjávarútvegsfyr-
irtækin, íbúana eða bæjarfélagið. Hann
kveðst þó hafa skilning á ákvörðun ráðherra
um að fara að tillögum Hafrannsóknastofn-
unar og fagnar því að stóraukin áhersla verð-
ur lögð á fiskrannsóknir, ekki síst á þorsk-
stofninum.
Elliði segir það góðra gjalda vert að efla
jöfnunarsjóð sveitarfélaga og stórauka fjár-
magn til þess að bæta samgöngur og fjar-
skipti og auka veg menntunar á landsbyggð-
inni. „En það þarf miklu meira að koma til og
get ég þar bent á niðurfellingu veiðigjalds,
lækkun flutningskostnaðar, tilflutning op-
inberra starfa frá höfuðborgarsvæðinu til
sjávarbyggða og eflingu rannsókna- og há-
skólasetra á landsbyggðinni.
Nú kann sú staða að vera komin upp að
sjávarútvegurinn og verstöðvarnar þurfi á
tímabundinni aðstoð að halda til þess að laga
sig að breyttum aðstæðum ef ekki á illa að
fara. Ef rétt verður staðið að mótvæg-
isaðgerðum kunna þær að styrkja samfélögin
til lengri tíma litið,“ segir Elliði að lokum.
Elliði Vignisson
Aðgerðirnar gætu
styrkt samfélögin
„ÞAÐ er alveg skuggalegt
hljóð í mönnum sem hringja
hingað. Margir af reyndustu
skipstjórunum okkar eru
búnir að tala við mig og
segjast ekki ætla að eyða
síðustu starfsárunum í það
að reyna ljúga menn út á sjó
fyrir enga afkomu,“ segir Árni Bjarnason,
forseti Farmanna- og fiskimannasambands
Íslands.
„Ég hef aldrei heyrt annað eins svart-
nætti fyrir utan það að ég er kominn með
kvíðakast yfir því hvernig það muni ganga
að semja við útgerðarmenn fyrir hönd sjó-
manna þegar veiðiheimildirnar eru á þess-
um nótum,“ segir Árni.
Árni segist lengi hafa tekið upp hanskann
fyrir Hafrannsóknastofnun og sagt að það
væri það besta sem Íslendingar hefðu en nú
væri hann ekki jafnsannfærður og áður um
ágæti stofnunarinnar. „Ég heyri það miklu
hærra en nokkru sinni áður hvað menn eru
gjörsamlega búnir að gefa skít í þessar for-
sendur sem liggja til grundvallar ákvörð-
uninni.“
Árni segir að hvarflað hafi að sér að
skerðingin sé snaggaraleg aðferð ráða-
manna til þess að koma sjávarútveginum á
örfáar hendur. „Einyrkjarnir sem eru veik-
astir fyrir detta allir út með tölu og eftir
standa þrír til fjórir stórir aðilar sem gína
yfir öllu saman. Mér sýnast stjórnvöld hafa
stefnt að þessu leynt og jafnvel ljóst,“ segir
Árni.
Árni Bjarnason
„Aldrei heyrt annað
eins svartnætti“
„VIÐBRÖGÐIN eru þau að
þetta kom kannski ekkert á
óvart, mér finnst þetta hafa
legið í loftinu alveg frá því að
Hafrannsóknastofnun gaf út
veiðiráðgjöfina,“ segir Sævar
Gunnarsson, formaður Sjó-
mannasambands Íslands.
„Þrátt fyrir það er þetta að sjálfsögðu sama
höggið fyrir mína umbjóðendur.“
Sævar segist ekki geta gert sér í hugarlund
hvernig hægt verði að veiða 100.000 tonn af
ýsu við hliðina á 130.000 tonnum af þorski og
telur það í raun ógerlegt. „Ég óttast að þetta
geti ýtt undir brottkast því eitthvað verða
menn að gera með þann þorsk sem kemur upp
við ýsuveiðar. Ef þeir eiga ekki kvótann fyrir
því þá er náttúrlega ekki um margt annað að
ræða.“ Hann segir það einnig atyglisvert að
mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar beri það
með sér að ráðherrar hafi gríðarlegar áhyggj-
ur af útgerðum og sveitarfélögum auk þess
sem þeir hyggist grípa til sértækra aðgerða í
þágu fiskverkafóks. Sjómenn séu hins vegar
hvergi nefndir á nafn. „Ég held að það sé að
verða þannig á stjórnarheimilinu eins og víða
annars staðar að þessir ágætu menn, sem hafa
borið þjóðina á höndum sér í áranna rás, séu
að verða gleymdir. Það finnst mér sárt að
heyra,“ segir Sævar.
Sævar segir að þrátt fyrir að ákvörðunin sé
mikið áfall sé það vissulega fagnaðarefni að
sjávarútvegsráðherra skuli við sama tilefni
hafa boðað eflingu hafrannsókna við Íslands-
strendur.
Sævar Gunnarsson
Sjómenn fallnir
í gleymsku
BJÖRGÓLFUR Jóhannsson,
stjórnarmaður í Lands-
sambandi íslenskra útvegs-
manna (LÍU) og forstjóri
Icelandic Group, segir að sú
leið sem sjávarútvegs-
ráðherra hafi farið sé mjög
varasöm og gagnrýnir ráð-
herra fyrir að hafa ekki tekið sjálfstæða
ákvörðun í málinu.
Hann kveður það hafa verið skilning sinn í
gegnum tíðina að ráðgjöf Hafrannsóknastofn-
unar sé ekki heilög tala sem fara beri eftir í
einu og öllu. „ Ráðherra hefði ekki tekið
mikla áhættu með því að fara upp í 155 til
160 þúsund tonn og ég vísa því á bug að það
séu óvönduð vinnubrögð af okkar hálfu að
hafa lagt það til,“ segir Björgólfur. „Það
verður að horfa til þess að sjávarútvegurinn
þarf að vera sjálfbær og atvinnustarfsemi
honum tengd þarf að geta eflst og dafnað.
Það verður ekki við þessar aðstæður,“ segir
Björgólfur og óttast flótta úr greininni. „Það
er morgunljóst að þetta eru váleg tíðindi fyr-
ir útgerðarmenn og ég er mjög hræddur við
það að svokallaðir einyrkjar í greininni leggi
upp laupana við þessar aðstæður og sam-
þjöppun verði meiri fyrir vikið,“ segir Björg-
ólfur.
Hann kveður tímabært að efla hafrann-
sóknir til muna og taka inn í myndina fleiri
þætti heldur en gert er í dag. Til að mynda
þurfi að skoða umhverfisáhrif, svo sem hvort
hlýnun jarðar hafi áhrif á hvar þorskinn er að
finna.
Björgólfur Jóhannsson
Ekki sjálfstæð
ákvörðun ráðherra
„ÉG lýsi bara gríðarlegum
vonbrigðum með þessa
ákvörðun því hún er eltinga-
leikur við vísindi sem ég tel
að standist engan veginn.
Allt byggist þetta á svoköll-
uðu togararalli sem allir
veiðimenn sjá að er tómt bull
og vitleysa. Það virðist hins vegar ekki
hvarfla að Hafró að endurskoða þessa að-
ferðafræði,“ segir Arthur Bogason, formaður
Félags íslenskra smábátaeigenda. „Eftir að
tillögur Hafró eru lagðar fram er sett í gang
ógurlegt sjónarspil með tilheyrandi samráði
og samtölum. En hver er niðurstaðan? Hún er
nákvæmlega það sem Hafró lagði til. Ég get
ekki séð að reynsla sjómanna af miðunum eða
ótrúlegt fiskirí í vetur hafi vigtað nokkurn
skapaðan hlut hjá mönnum.
„Svo finnst mér skorta á það að leiðbein-
ingar fylgi úthlutuninni því þótt ég sé þeirrar
skoðunar að íslenskir veiðimenn séu þeir
flinkustu í heimi treysti ég þeim tæpast til
þess að veiða 100.000 tonn af ýsu með aðeins
130.000 tonn af þorski sem meðafla,“ segir
Arthur og kveður allt morandi í þorski á ýsu-
slóðum. „Þessi niðurstaða er algjörlega út í
hött. Ég skil ekki hvernig á að stunda veið-
arnar öðru vísi en með því að brottkast stór-
aukist, það hlýtur bara að gerast.“
Arthur kveður smábátaeigendur byggja
mun meira á þorski en aðra útgerð. Þrátt fyrir
það hafi hann ekkert heyrt um sérstakar að-
gerðir varðandi smábátaflotann og það hrika-
lega áfall sem við honum blasi.
Arthur Bogason
Eltingaleikur við
vafasöm vísindi
Gríðarleg lífskjaraskerðing blasir við
Óttast að brottkast muni stóraukast