Morgunblaðið - 07.07.2007, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
● NOKKRIR erlendir bankar, þar á
meðal Glitnir, hafa á undanförnum
þremur mánuðum verið að skoða
hugsanlega yfirtökumöguleika á
meðal fjárfestingabanka í Bretlandi.
Þetta kemur fram í frétt á vef Fin-
ancial Times þar sem jafnframt er
greint ýtarlega frá útrás bankans á
undanförnum árum á Norðurlönd-
unum, síðast með kaupunum á FIM í
Finnlandi.
Minnt er á að bankinn sé orðinn
þriðji stærsti verðbréfamiðlarinn í
OMX-kauphöllinni og kauphöllinni í
Ósló og sé að auka umsvif sín á nor-
rænum fjármálamörkuðum og í
Rússlandi þar sem hann reki
verðbréfastarfsemi.
Skoða fjárfestinga-
banka á Bretlandi
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.is
NÆR engar líkur virðast vera á því
að óformlegt yfirtökutilboð Candov-
er í Stork N.V. verði tekið þar sem
næsta öruggt er að hluthafar sem
fara fyrir meira en 20% hlutafjár
leggjast gegn því en yfirtökutilboð
Candover þarf samþykki 80% hlut-
hafa Stork. Árni Oddur Þórðarson,
stjórnarformaður Marel Food Syst-
ems, segir í viðtali við hollenska
blaðið Financieele Dagblad að Marel
hafi enn áhuga á að kaupa Stork
Food Systems.
LME og fleiri á móti
LME, sem er í eigu Landsbank-
ans, Marel Food Systems og Eyris
Invest, og er nú stærsti hluthafi í
Stork með tæplega fimmtungshlut,
mun ekki taka yfirtökutilboði
Candover í félagið en Candover
bauð 47 evrur á hlut. Þetta kemur
fram í yfirlýsingu Árna Odds Þórð-
arsonar sem send var OMX á Ís-
landi. Í henni segir Árni oddur að
eigendur LME telji að það sé rými
fyrir frekari verðmætasköpun innan
félagsins og að „samhljóma álit“ hafi
komið frá fleiri „stórum hluthöfum“.
Stork N.V. „LME mun á næstu
vikum,“ skrifar Árni Oddur, „ræða
við alla hagsmunaaðila sem málið
varðar um lausn og hvernig framtíð
félaganna verði best háttað“.
Í Morgunkorni Glitnis segir að
næststærstu hluthafar Stork á eftir
LME séu bandarísku sjóðirnir
Centaurus og Paulson en þeir hafi
báðir verið hlynntir uppskiptingu
Stork eins og hugmyndir Marel
ganga út á. Fyrir liggi að nokkrir
stórir hluthafar, auk LME, muni
ekki samþykkja tilboð Candover og
það sé því nánast öruggt að yfir-
tökutilboð Candover muni ekki ná
fram að ganga. Það er mat sérfræð-
inga Glitnis að rekstur Marel Food
Systems og Stork Food Systems og
sameining þeirra myndi hafa lág-
marks samþættingarkostnað í för
með sér. Sameinað fyrirtæki myndi
verða leiðandi á heimsvísu í fram-
leiðslu og þróun hátæknibúnaðar til
matvælavinnslu með um 15-20%
markaðshlutdeild.
Tilboði Candover
í Stork ekki tekið
Íslenskir fjárfestar ásamt nokkrum öðrum stórum
hluthöfum munu ekki taka yfirtökutilboðinu
Morgunblaðið/ÞÖK
Enn með í slagnum Árni Oddur
Þórðarson segir Marel enn hafa
áhuga á Stork Food Systems.
GLITNIR Pro-
perty Holding
hefur eignast
91% hlutafjár í
sænska ráðgjaf-
arfyrirtækinu
Leimdörfer
Holding AB sem
sérhæfir sig í
ráðgjöf á sænsk-
um og finnskum
fasteignamarkaði. Þetta kemur
fram í tilkynningu til kauphallar
OMX á Íslandi en þar segir að eftir
kaupin verði Glitnir Property
Holding leiðandi fyrirtæki í fast-
eignaráðgjöf á Norðurlöndunum.
Starfsstöðvar fyrirtækisins verða í
Osló, Stokkhólmi og Helsinki en
fyrir kaupin átti Glitnir Property
Holding allt hlutafé Glitnir Pro-
perty Group, leiðandi ráðgjaf-
arfyrirtækis á norskum fasteigna-
markaði.
Í tilkynningunni segir að sam-
anlögð heildarvelta í fasteigna-
viðskiptum þeim er Glitnir Pro-
perty Holding kom að á síðasta ári
hafi verið um 5 milljarðar evra,
sem jafngildir um 423 milljörðum
króna.
Glitnir banki á 70% hlut í Glitnir
Property Holding en aðrir hlut-
hafar félagsins eru fyrrum hlut-
hafar Union Gruppen, Union Eien-
domskapital og Leimdörfer. Fram-
kvæmdastjóri félagsins er Peter
Leimdörfer.
Kaupir
Leimdörfer
Peter Leimdörfer
! "
$% '
()
*+
● DANSKA fasteignafélagið Property
Group, sem Straumur-Burðarás á lið-
lega helmingshlut í, hefur keypt 39
fasteignir í Danmörku og er heildar-
stærð þeirra 107 þúsund fermetrar.
Seljandinn er SAMPENSION fyrir hönd
dönsku lífeyrissjóðanna. Stór hluti
fasteignanna eru leiguíbúðir fyrir eldri
borgara og samkvæmt heimildum
danska viðskiptablaðsins Børsen er
kaupverðið um 1,3 milljarðar danskra
króna eða hátt í 15 milljarðar ís-
lenskra króna. Þá segir að Property
Group hafi á undanförnum sex mán-
uðum fest kaup á fasteignum fyrir um
55 milljarða íslenskra króna.
Property Group
kaupir grimmt
SÉRFRÆÐINGAR Glitnis spá því
að úrvalsvísitala Kauphallarinnar
muni hækka um 45% á árinu en sér-
fræðingar Landsbankans gera ráð
fyrir heldur minni hækkun eða 37%
sem þýddi þá að markaðurinn ætti
ekki ýkja mikla hækkun þar sem
úrvalsvístalan hefur þegar hækkað
um um það bil þriðjung frá áramót-
um.
Góð arðsemi
Sérfræðingar Glitnis segja góða
arðsemi, stöðugan rekstur, ytri
vöxt og væntingar stuðla að hækk-
un á verði hlutabréfa á árinu. Þá
muni greitt aðgengi að fjármagni
einnig hafa jákvæð áhrif. Á móti
komi að háir innlendir skammtíma-
vextir auk hækkandi vaxta erlendis
muni draga úr áhuga fjárfesta á
hlutabréfum.
Í nýju riti greiningardeildar
Landsbankans, Equities: Earnings
Estimates – Outlook er því spáð að
úrvalsvístalan verði um 8.750 stig í
lok árs og hafi þá hækkað um 37% á
árinu.
Skattalækkanir teknar með
„Verðmat og spár okkar byggjast
meðal annars á þeirri forsendu að
fyrirætlanir nýrrar ríkisstjórnar
um skattalækkanir gangi eftir. Í út-
reikningum okkar gerum við ráð
fyrir að tekjuskattar fyrirtækja
lækki úr 18% í 15% árið 2009. Þetta
hefur jákvæð áhrif á verðmat
flestra fyrirtækja, sem á þátt í spá
okkar um hækkun Úrvalsvísitöl-
unnar á árinu hefur hækkað frá því
sem áður var,“ segja sérfræðingar
Landsbankans.
Spá meiri hækkun hlutabréfa
TÓNNINN er heldur harðari en við
höfðum búist við,“ segir Björn Rúnar
Guðmundsson, forstöðumaður grein-
ingardeildar Landsbankans.
„Ákvörðunin sem slík er í samræmi
við það sem flestir reiknuðu með.
Hins vegar kemur á óvart að vextirnir
verði svona háir lengi.“ Nú bendi allt
til að vaxtalækkanir hefjist ekki fyrr
en á öðrum ársfjórðungi 2008.
Ingólfur Bender, forstöðumaður
Greiningar Glitnis og Þórhallur Ás-
björnsson, sérfræðingur hjá grein-
ingardeild Kaupþings taka í svipaðan
streng.
„Lækkunin kemur væntanlega í
mars og verður hægari en búist var
við,“ segir Þórhallur. „Síðasta spá í
mars þótti okkur fullbjartsýn í verð-
bólguhorfum. Hagvísar eins og hús-
næðismarkaðurinn og neysla almenn-
ings benda upp á við og má því segja
að spáin nú sé raunhæfari.“
Verðbólgumarkmið náist líklega
ekki fyrr en árið 2009. Þórhallur og
Björn benda á að afleiðingar spár-
innar komi fram í styrkingu krónunn-
ar.
„Þá skapast möguleiki á að slaki
myndist í hagkerfinu í kjölfar hækk-
unar langra verðtryggðra vaxta á
fasteignamarkaði,“ segir Björn.
Ingólfur segir að ákvörðun Seðla-
bankans hafi verið sú eina rétta í stöð-
unni vegna mikillar þenslu og þess
hve verðbólgan er enn langt yfir
markmiðum. Hinn harði tónn hafi
hreyft við markaðnum.
Hins vegar sé óvissan í gengisþró-
un áhættuþáttur til skemmri tíma.
„Ójafnvægið á gjaldeyrinum, geng-
islækkun krónunnar, er ef til vill
mesta hættan. Stýrivextir myndu þá
jafnvel hækka og lækkunarferli fær-
ast enn lengra aftur í tímann,“ segir
Ingólfur. Í ljósi þessa sé eðlilegt hjá
Seðlabankanum að vara við lántökum
í erlendri mynt.
Óvænt hvað lækk-
unin kemur seint
! "##$
',
-
. /0
' 1 -
. /0
11
2 -
. /0
&3 /0
$ -
. /0
- 41 /0
50 & 1. 7, -
. /0
.8 41 /0
41 6 /0
, $/ /0
$9040 /0
%: /0
;
/0
<=) /0
', /0
' , >
>?$
$ -
. /0
$@: 7,, -
. /0
/0
"A/9 /0
%: 2 /0
B
2 /0
!"
#
C
: '
C0
5 - /0
5 .9 /0
$%&'
(
5
1. %4 D 1
.
)**0+)+0+++
=F0))(0<<+
FG(0(H=0=F+
(I)0)))0*()
(I(0I*(0=F=
F*)0(<=0F+G
I0*<(0+IG
<()0(I+0HF+
(0F<*0H*<0F=(
(0(<+0*IH0HF=
<=H0F++
<IF0FGG0G(=
(=0*G(0))H
)G0G==0==I
H<H0)G(
(0HGF0))+
*0<FF0F(G
*0F=+0*IH
=*0=G(
*<0G)*0FF)
FF=0<+*0I<)
IIJI+
IJG)
=GJ=+
<=J*+
FGJG+
FIJI+
<GJI+
FGJG+
((I)J++
<IJI)
(HJ++
FFJ*)
)JFH
(+IJ)+
<J<H
)JH*
(+H)J++
(JG+
FFGJ)+
=J*+
G+J=+
<GJF)
<)<IJ++
IGJH+
GJ++
H+J++
<=J=+
<+J+)
FIJI)
<GJG+
<+J++
((IIJ++
<GJ++
(HJF+
FFJ)+
)J<F
((+J++
<J*F
)JI+
(+G+J++
(JGF
F<)J++
=J**
G(J++
(GJH+
<GJ=)
<)=FJ++
HJH+
B1. D 1K
'%50 L ' /
$92
1. (
F=
FF
=)
F)
<G
*
(H
(+)
<H
<
=)
)
(G
<
F
=
(<
((
((
()
10
)0H0F++H
=0H0F++H
=0H0F++H
=0H0F++H
=0H0F++H
=0H0F++H
=0H0F++H
=0H0F++H
=0H0F++H
=0H0F++H
=0H0F++H
=0H0F++H
=0H0F++H
=0H0F++H
=0H0F++H
=0H0F++H
=0H0F++H
FG0=0F++H
=0H0F++H
=0H0F++H
=0H0F++H
F(0=0F++H
F+0=0F++H
F)0=0F++H
=0H0F++H
F0H0F++H
F+0=0F++H
● Fjármálaeftirlitið
hefur samþykkt fyr-
ir sitt leyti samruna
VBS fjárfestingar-
banka hf. og FSP
hf. (Fjárfestingar-
félags sparisjóð-
anna), undir nafni
VBS fjárfesting-
arbanka hf. Áður
höfðu hluthafafundir beggja félaga
samþykkt samruna með fyrirvara um
samþykki FME.
Um 30 manns eru í starfsliði bank-
ans en framkvæmdastjóri VBS er
Jón Þórisson.
FME samþykkir
samruna VBS og FSP
Jón Þórisson
ÞETTA HELST ...
● ÚRVALSVÍSITALA kauphallar OMX
á Íslandi hækkaði um 0,31% í gær
og var lokagildi hennar 8.546 stig.
Heildarvelta í viðskiptum í kauphöll-
inni nam 21,8 milljörðum króna en
þar af var velta með hlutabréf fyrir
um 5 milljarða. Mest velta var með
bréf Kaupþings, 1,2 milljarðar.
Mest hækkun varð á bréfum Cent-
ury Aluminium, 2,74%, en mest
lækkun varð á bréfum 365, 0,88%.
Century Aluminium
hækkaði mest
HLUTHAFAFUNDIR risanna á
norskum olíumarkaði, Norsk Hydro
og Statoil, samþykktu á fimmtudag
tillögu um sameiningu fyrirtækj-
anna. Saman er talið að fyrirtækin
muni framleiða allt að 1,9 milljónir
tunna af olíu á dag en samanlagðar
birgðir þeirra af olíu og gasi eru
áætlaðar vera um 6,3 milljarðar
tunna. Samruna fyrirtækjanna á að
vera lokið hinn 1. október nk.
Samruninn verður framkvæmdur
þannig að olíu- og gasframleiðsla
Norsk Hydro rennur undir væng
Statoil en Norsk Hydro verður
áfram til og mun einbeita sér að ál-
og orkuframleiðslu. Tímabundið
mun sameinuð olíuframleiðsla fyr-
irtækjanna ganga undir nafninu
Statoil Hydro.
Engar fregnir hafa borist af deil-
um á hluthafafundum fyrirtækj-
anna enda á norska ríkið 44% í
Hydro og 71% í Statoil. Eignarhluti
ríkisins í Statoil Hydro verður
62,5% en þegar áætlanir um sam-
eininguna voru lagðar fram í lok
síðasta árs var tilkynnt að til lengri
tíma litið væri markmið ríkisins að
eiga tvo þriðju hluta sameinaðs
fyrirtækis.
Norskir olíurisar
renna saman í haust
AP