Morgunblaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 23 AKUREYRI Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Barcelona í júlí frá kr. 39.990 Vikuferð ótrúlegt verð! Heimsferðir bjóða frábært tilboð á vikuferðum til Barcelona í júlí. Barcelona er einstök perla sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Frá- bært mannlíf og óendanleg fjölbreytni í menningu og afþreyingu að ógleymdu úrvali fjölbreyttra verslana í borginni. Gríptu þetta frábæra tæki- færi - takmörkuð gisting og sætafjöldi í boði! Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Travelodge Hospitalet í 7 nætur með morgunverði, 13. , 20. og 27. júlí. Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel NH Numancia ***+ í 7 nætur með morgunverði, 13. , 20. og 27. júlí. Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is MARGRÉT H. Blöndal opnar sýn- ingu í Galleríi BOXi í dag kl. 14. Mar- grét, sem tilnefnd var til sjónlista- verðlaunanna fyrir ári, vinnur yfirleitt með þrívíða hluti, skúlptúra og innsetningar, en mun bregða út af venjunni og sýna teikningar. „Teikningarn- ar gerði ég í júní sl., en þær eru unnar úr vatnslit- um og ólífuolíu,“ segir Margrét. „Ég byrjaði að vinna slíkar teikningar þegar ég var í vinnustofu í Vestur-Noregi fyrir rétt rúmu ári. Vinnustofan var mjög falleg, hátt til lofts og gler náði frá gólfinu og upp í loft. Birtan sem skein í gegn var svo falleg að ég vildi njóta hennar og eira við skoðun; ég gat eiginlega ekki hugsað mér að vinna neina skúlpt- úra.“ Ólífuolían næringarrík fyrir augu og til inntöku Margrét hefur áður unnið tvívíð verk, og notaðist þá við silkiþrykk, sem hún málaði í eftir á. Teikning- arnar sem um ræðir eru áframhald á því vinnuferli sem hún notaðist við þá. Í raun voru það samt kostir ólífu- olíunnar sjálfrar sem drógu hana út í teikningarnar sem nú eru til sýnis: „Mér finnst ólífuolía eitt fallegasta efni sem til er. Hún er næringarrík fyrir augu og líka til inntöku. Hún er líka svo lifandi efni. Mig hafði lengi langað til að finna aðferð til aðteikna og í Noregi voru kjöraðstæður. Það tók mig tíma að finna rétta nálgun því mér finnst svo gott að handfjatla efni og teikning- arnar höfðu tilhneigingu til að verða flatar. Ólífuolían breytir efniskennd- inni í vatnslitunum, þeir verða seig- fljótandi og skúlptúrískari. Um leið og ég dýfi penslinum upp úr olíunni og reyni að blanda hann litunum verður til einhver kemía sem kallar safann fram í fingurgómunum.“ Breytist við hverja sýningu Ólífuolían spilar stóra rullu í verk- unum í Galleríi BOXi, en gerir það einnig í fleiri verkum Margrétar: „Ég hef til dæmis notað hana í texta- teikningum sem unnar voru á flug- bréfsefni. Þar horfði ég út um gluggann, festi augun við fyrirmynd og lét hugann leiða mig áfram. Þetta voru ekki beinlínis ljóð eða prósar sem ég skrifaði heldur notaði ég textann eins og teikniáhald. Svo mál- aði ég skuggann af hlutum sem voru nálægt mér á pappírinn með ólífuolíu og formin breyttust eftir því sem pappírinn drakk í sig olíuna. Skugg- arnir túlkuðu þá nærveru.“ Þessi nærvera sem Margrét ræðir um er líka til staðar í verkunum sem sýnd verða í Galleríi BOXi. Mynd- irnar eru teiknaðar eftir ljósmynd- um sem hún hefur tekið á ferðalög- um eða í hvunndeginum: „Þetta eru augnablik sem fest á mynd veita mér tækifæri til að detta inn í skoðunina og draga hana upp. Myndefnið er fjölbreytt: líkamsstöður á lífverum, mynstur í klæðum, hreyfingar, drop- ar, handtök. Ljósmyndin er akkerið en svo leiðir teikningin mig áfram.“ Myndanna er að sögn Margrétar hægt að njóta sem heildar en líka hverrar fyrir sig: „Þetta er verkefni sem heldur áfram og ég bæti stöðugt í klasann, þannig að samsetningin breytist við hverja sýningu.“ Bregður ljósi á vatnsliti og ólífuolíu Margrét H. Blöndal fetar tvívíða slóð í Galleríi BOXi Morgunblaðið/Árni Sæberg Tvívíð „Ljósmyndin er akkerið en svo leiðir teikningin mig áfram,“ segir lista- konan Margrét H. Blöndal um verkin sem sýnd verða í Galleríi BOXi í dag. Margrét H. Blöndal ÞAÐ var varla hægt að líta út úr húsi á Akureyri í gær án þess að fót- boltaleik bæri fyrir augun. Að vísu stóð Akureyrarvöllurinn sjálfur ónotaður en úr því rætist í kvöld. Þá mætast í fyrsta skipti öldungalands- lið Dana og Íslendinga. Hann fer fram kl. 19.30 og á meðal þátttak- enda verða Guðni Bergsson, Arnór Guðjohnsen og Þorvaldur Örlygsson en í liði Dana verða t.a.m. John Sive- bæk og Mogens Krogh. Leikið verð- ur í 2 x 35 mínútur. Í tengslum við landsleikinn stend- ur nú 19. Pollamótið sem hæst og fer úrslitaleikurinn fram seinnipartinn í dag. Karlar leika í þremur deildum: Polladeild, lávarðadeild og öðling- adeild. Einnig eru tvær kvennadeild- ir: Skvísudeild og ljónynjudeild. Mótinu lýkur í kvöld og lokahóf hefst kl. 22. Á KA-vellinum hefur svo verið spriklað frá því sl. miðvikudag, en stefnt er að því að úrslitaleikur 5. flokks drengja fari fram í dag kl. 17.20. 142 lið hafa staðið í ströngu á þessu 21. móti, sem nú ber heitið N1- mótið. Hafa liðin að sama skapi sett sterkan svip á bæinn síðustu daga, enda ekki óalgengt að sjá heilu hers- ingarnar af drengjum á vappi í skrautlegum keppnisbúningum. Barátta Kapp er best í hófi eru kjörorð Pollamótsins, en það var hins vegar hart tekist á í viðureignum gærdagsins á Þórsvellinum. Fótbolti á öllum völlunum Mark! Heimamenn í KA koma engum vörnum við og leikmaður Breiðabliks skorar. Leikurinn sá var heldur ójafn og skoruðu Blikar fjögur mörk gegn engu á meðan ljósmyndari Morgunblaðsins fylgdist með leiknum. Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Danirnir koma! Danska landsliðið mætti í bæinn seinnipartinn í gær og þá mæddi nokkuð á Halldóri Áskelssyni (fyrir miðju) sem skipuleggur leikinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.