Morgunblaðið - 07.07.2007, Side 26
lifun
26 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að besta við staðsetn-
inguna er nálægðin við
náttúruna. Lóan, spó-
inn og allir hinir far-
fuglarnir byrja að
syngja fyrir okkur snemma á vorin
og því má segja að fuglasöngurinn
og gargandi gæsir ómi hér um alla
veröndina og inn í hús ef opnað er
út. Það er voða notalegt að vakna
við svona söng í morgunsárið,“
segja hjónin Helga Steingerður
Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur
og Haraldur Stefánsson sjóntækja-
fræðingur, sem búa í fallegu ein-
lyftu húsi í Ásahverfi í Garðabæ.
Þrátt fyrir að vera bæði Gaflarar
í húð og hár og hafa leynt og ljóst
stefnt að því að byggja sér hús í
Hafnarfirði kolféllu þau fyrir stað-
setningunni í Garðabæ og segjast
svo sannarlega ekki sjá eftir þeirri
ákvörðun að flytja sig um set í
annað sveitarfélag þegar þetta hafi
boðist. Í ofanálag hafi þau komið
úr tveggja hæða raðhúsi, en fengið
í nýja húsinu gólf á einni hæð sem
sé mun þægilegra í allri umgengni.
„Við upplifum okkur hér í hálf-
gerðri sveit og stutt er í göngu- og
hjólastíga, sem liggja hér út um
allt.“
Friðað og óspillt svæði
Húsið þeirra stendur nánar til-
tekið við Steinás 14 og liggur garð-
urinn að Gálgahrauni, sem er frið-
að og óspillt náttúrulegt svæði.
Þau keyptu húsið fokhelt fyrir sjö
árum síðan og fengu innanhúss-
arkitektinn Rut Káradóttur til liðs
við sig innan dyra og landslags-
arkitektinn Þráin Hauksson til að
teikna garðinn, sem þau leggja
mikið upp úr að hafa sem notaleg-
astan, þægilegastan og sem við-
haldsfríastan. „Við byrjuðum til-
tölulega fljótt á garðinum og
tókum tvö til þrjú sumur í að full-
gera hann,“ segir Haraldur, sem
smíðaði sjálfur allt tréverk í garð-
inum eftir teikningum Þráins.
Risastór pallur þekur stærstan
hluta lóðarinnar sem girtur er af
með tréverki. Heitur pottur, nokk-
ur borð og stólar kúra svo hér og
þar innan um hangandi sum-
arblóm, kamínu og útihitara. Með-
fram pallinum liggur fallegur gang-
stígur með óreglulegum
steinhellum og hvítum litlum stein-
um til uppfyllingar. Smá grasbali
tekur svo við áður en komið er að
lóðarmörkum og í slakka, sem til-
heyrir bænum, fengu þau leyfi til
að gróðursetja og fegra. Fyrir
framan húsið og meðfram hlið þess
hafa þau komið sér upp svoköll-
uðum úthaga, sem ætlað er að hýsa
villtan, viðhaldsfrían lynggróður.
Sveitakyrrð á góðviðrisdögum
Bæjarstjórn Garðabæjar veitti
þeim Helgu og Haraldi viðurkenn-
ingu í fyrra fyrir smekklega og vel
hirta lóð við íbúðarhúsnæði. „Þetta
kom okkur satt best að segja svo-
lítið á óvart enda má víða sjá fal-
lega garða.
En við ákváðum hinsvegar að
hafa stóran pall og sem minnst
gras til að auðvelda umhirðu auk
þess sem við höfum forðast há tré
til að byrgja ekki útsýnið, en valið
þess í stað furu, greni, reyni-
plöntur, smávaxinn fjalldrapa og
annan smávaxnari gróður.
Við notum garðinn afskaplega
mikið á góðviðrisdögum og það má
segja að hér sé hálfgerð sveita-
kyrrð. Húsið er 222 fermetrar að
flatarmáli með bílskúr og okkur
finnst það alls ekkert of stórt fyrir
okkur tvö þó synirnir þrír séu
flognir úr hreiðrinu,“ segir Helga.
Notalegheitin Heitur pottur og kamína er sólarmegin í garðinum. Veröndin Gott rými er á pallinum og alls staðar hægt að sóla sig.
Fuglasöngurinn ómar um allt
Þau bjuggu til garðinn
sinn algjörlega sjálf eftir
teikningum landslags-
arkitekts og hafa fengið
viðurkenningu fyrir
smekklegheitin. Jóhanna
Ingvarsdóttir þáði kaffi
á pallinum hjá Helgu
Steingerði Sigurðar-
dóttur og Haraldi
Stefánssyni.
Morgunblaðið/Sverrir
Framhliðin Fyrir framan húsið eru bílastæði og falleg blómaker.
Húsráðendur Helga Steingerður Sigurðardóttir og Haraldur Stefánsson
ásamt barnabarninu Helgu Maríu Kristinsdóttur, sem er eins árs.
Lóðarmörkin Í halla á lóðarmörkum fengu þau Helga og Haraldur leyfi til
að planta og fegra umhverfið.
Göngustígur Haraldur
og Helga bjuggu til
göngustíg á milli palls-
ins og grasbalans úr
stórum hellum og ljós-
um smáum steinum.
Plöntuvalið Í garðinn voru valdar lágreistar plöntur, sem ekki eru líkleg-
ar til að skyggja á útsýnið.
„Við ákváðum
hinsvegar að hafa
stóran pall og sem
minnst gras til að
auðvelda umhirðu
auk þess sem við
höfum forðast há
tré til að byrgja
ekki útsýnið en
valið þess í stað
furu, greni, reyni-
plöntur..."