Morgunblaðið - 07.07.2007, Síða 30

Morgunblaðið - 07.07.2007, Síða 30
tíska 30 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Nú þegar herramenn hvarvetna spóka sig um í sumartískunni 2007 eru hönnuðir í óðaönn að kynna sumartískuna 2008, enda ekki ráð nema í tíma sé tekið. Það ríkir ávallt eftirvænting hjá áhugafólki um tísku þegar líður að því Chri-stopher Bailey sýni nýja línu af fötum fyrir Burberry en honum er ekki síst eignaður heiðurinn af þeirri endurnýjun lífdaga sem merkið hefur notið hin síðustu ár. Bailey hefur fetað vandlega einstigið milli þess að hafa í heiðri arfleifð stofnanda merkisins, Thomas Burberry, og svo að brydda reglulega upp á nýstárlegum sniðum og litum. Þetta kristallaðist í sýningu Bur- berry um síðastliðna helgi í einkennisflík merkisins, rykfrakkanum, en Bailey bauð upp á hann í sígildu og tvíhnepptu sniði – annars vegar í eldrauðu og hinsvegar í túrkisbláu. Algengustu litirnir voru annars svartur og drappaður, ásamt gylltum, og buxurnar hjá Bur- berry voru almennt í styttri kantinum. Það virðist sem það buxnasnið – sem helst er eignað bandaríska hönnuðinum Thom Browne – verði allsráðandi í sumartískunni að ári. Svart og koksgrátt Miuccia Prada hefur undanfarinn áratug verið með áhrifameiri hönn- uðum, ekki síst í herratískunni, og henni meðal annars þökkuð naumhyggj- an sem var allsráðandi meðal vel klæddra herra upp úr aldamótum. Síðan hefur hún reglulega boðið upp á sterka liti og sveigð snið en sýning henn- ar frá síðustu helgi virðist um flest afturhvarf til knapprar litapallettu; svartur og koxgrár voru allsráðandi, sem eru nokkur tíðindi þegar sum- artíska er annars vegar. Litafæðin kom þó ekki að sök að mati gagnrýn- enda sem flestir voru á einu máli um að línan frá Prada væri sú besta í þó nokkurn tíma. Jakkar vor flestir stuttir, aðsniðnir og einhnepptir og buxurnar voru að sama skapi í þrengri kantinum. Af og til sást þó bregða fyrir buxum sem víkkuðu örlítið út neðst á skálmunum – nokkuð sem ekki hefur sést hjá öðrum leiðandi hönnuðum í langan tíma. Stuttir jakkar Mesti móðurinn virðist runninn af Donatellu Versace. Föt henn- ar hafa löngum sligast undan gulli og glysi í bak og fyrir, en her- ralínan 2008 frá Versace reyndist öðru nær. Ekki að það hafi komið að sök, því glamúrinn er enn til staðar hjá Versace þó hann sé heldur fágaðri og lágstemmdari. Má eflaust þakka það ráðningu Alexandre Plokhov – sem skóp sér nafn hjá hinu goð- sagnakennda bandaríska merki Cloak – en hann hefur verið Donatellu innan handar síðustu misserin. Helstu snið hjá Ver- sace voru í línu við það sem aðrir hafa verið að sýna, jakkar stuttir og einhnepptir með knöppum boðungum, buxur þröngar og stuttar og bindin mjó. Stöku jakkar reyndust meira að segja boðungalausir með öllu! En það glitti í hið sanna eðli Versace í glansandi blásvörtum sparifötum, sem af stafaði hömlulaus lúxus og „dekadens“. Bottega Veneta er annað fornfrægt fatamerki sem hefur risið úr öskustónni á skömmum tíma, þökk sé listrænum stjórnanda þess, hinum austurríska Thomas Maier. Maier var spar á litina að þessu sinni og veðjar á milda tóna fyrir sumarið 2008, frá gráum yfir í mismunandi föla pastelliti. Það sem helst var öðruvísi hjá Bottega Veneta var að buxurnar eru bara þó nokkuð blaktandi og lausar í sér, meðan flestir senda frá sér buxur sem liggja þéttingsfast að leggjunum frá lærum niður að ökkla. Tilgerðarlaus munaður hefur alltaf verið aðal Thomas Ma- ier og það brást ekki um liðna helgi. Þó kom hann á óvart með spari- flíkunum, sem ráku lestina eins og lenska er á tískusýningum; þá gaf að líta þrenn jakkaföt í silfruðu, gylltu og loks glansandi hvítum perlulit. Öruggt má telja að ein- hverjir innkaupastjórar hafa punktað það hjá sér. Það má því búast við að flestir finni eitthvað við sitt hæfi þegar kemur að því að galla sig upp fyrir sumarið – að ári. | jonagnar@mbl.is Karlmannlega bleikt Tvíhneppt og töff frá Bot- tega Veneta. Undanfarnar vikur hafa helstu spámenn og -konur í Mílanó sent afurðir sínar á sýningarpallana í von um að gagnrýnendur, stórkaupendur og almenningur bíti á agnið og samþykki afraksturinn. Jón Agnar Ólason kannaði hvað spekingarnir höfðu til málanna að leggja. Dýrari gerðin Stuttermaskyrta með sparikraga frá Versace. Sumarið Í sólinni er tíminn fyrir glys og gylltar pellíettur frá Burberry. Svart og svalt Sparijakkaföt að hætti Donatellu Versace. Stuttur frakki, styttri buxur Klár í reisuna í fötum frá Burberry. Dumbungur Prada boðar þung- búna liti fyrir sumarið 2008. Einfaldleikinn er besta lausnin Segir Miuccia Prada Eitthvað fyrir alla Fyrir þá sem þora Thom- as Maier klykkti út með gulli fyrir Bottega Veneta. Reuters

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.