Morgunblaðið - 07.07.2007, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 35
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Dísa eignaðist tvö börn, Kristján,
bifvélavirkja, og Ingu Helgu, ljós-
móður og síðar bónda. Kynntist ég
Kristjáni og konu hans Sesselju og
föður hennar Finni, þeim listræna
hagleiksmanni, og á eftir hann fagra
muni. Inga Helga og maður hennar
Rúnar Hálfdánarson, búfræðingur,
reistu sér nýbýli á Þverfelli ásamt
sonunum Birni og Jakobi Guðmundi,
miklum efnispiltum. Það dró ský fyrir
sólu er Björn yngri Rúnarsson féll frá
á tuttugasta aldursári. Þau hjón
skara fram úr að gestrisni og hjálp-
semi.
Dísa var myndarleg kona, slétt og
falleg í framan, ljósrauðhærð og björt
yfirlitum, vart til grátt hár á hennar
höfði. Hún var bráðvel gefin, fróð-
leiksfús og vel lesin, og alla tíð var
góður bókakostur og mikið lesið á
Þverfellsbæjunum. Á æskuheimili
hennar, Hæli í Flókadal, var allt unn-
ið heima, efni ofið í sængurföt og fatn-
að, skór saumaðir. Heimsókn með
Jakobi á Hæli, bróður Dísu, í Byggða-
safn Borgfirðinga er minnisstæð, en
þar er varðveitt forláta fótstigin
saumavél sem á voru saumuð ferm-
ingarföt Jakobs, þau fyrstu aðkeyptu,
og hann mundi vel eftir. Dísa kenndi
þeirri er þetta ritar að gera svarta
skinnskó með hvítum bryddingum og
prjóna íleppa. Hannyrðir blátt áfram
léku í höndum hennar og afköstin
geysimikil. Forkunnarfagur og listi-
lega útsaumaður flatsaumsdúkur leit
dagsins ljós fyrir tveimur árum, þótt
hendurnar væru orðnar hnýttar af
liðagikt. Prjónaðir dúkar mæðgnanna
úr örþunnu garni eru hrein listaverk
og munaði þær ekki um að taka upp
flókin mynstur úr útlendum blöðum.
Í mörg ár skrifaði Dísa og hélt til
haga ýmsum þjóðlegum fróðleik og
fjölskyldusögu, sem ella hefði týnst
eða gleymst í munnlegri geymd kyn-
slóðanna. Gamla orgelið var gert upp
handa Jakobi Guðmundi, dóttursyni
hennar, og leikið á það fram á síðasta
dag.
Sýning í Reykholti vorið 2003 á
gömlum munum í eigu eldri Borgfirð-
inga, vandaður söluvarningur og leik-
lestur gamlingjanna úr íslenskum
verkum er ógleymanleg. Friðjón í
Melgerði er minnisstæður, en Dísa
sló þar einnig í gegn. Reyndar lék
Guðmundur faðir hennar á sínum
tíma m.a. í kvikmyndinni um sögu
Borgarættarinnar og Margrét hálf-
systir hennar er þekkt leikkona.
Sunnudaginn 3. júní hitti ég Dísu í
síðasta sinn. Húsfreyjan lék á als
oddi, hamingjusöm yfir nýafstaðinni
heimsókn sonardóttur sinnar, Her-
dísar Birnu. Í túninu spásséruðu fjór-
tán lóur og tíndu maðk en tjaldparið
kærulausa skildi ungana fimm eftir
aleina á meðan það hámaði í sig, Dísu
til mikillar armæðu.
Börnum hennar, Kristjáni og Ingu
Helgu, systrunum Ingu og Margréti,
Lunddælingum, ættmennum og vin-
um votta ég innilega samúð.
Ólöf Þórey Haraldsdóttir.
✝ Kristinn Gísla-son fæddist á
Siglufirði 16. ágúst
1935. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Klausturhólum á
Kirkjubæjarklaustri
2. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Gísli Þorfinnur Sig-
urðsson bókavörð-
ur, f. á Hugljóts-
stöðum í Hofshreppi
í Skagafirði 20. maí
1905, d. 10. nóv-
ember 1986, og Ásta
Sigurlaug Björg Kristinsdóttir
húsmóðir, f. á Ingveldarstöðum á
Reykjanesströnd í Skagafirði 26.
desember 1905, d. 1. júní 1943.
Systkini Kristins eru Ólafur, f.
1934, Reynir, f. 1937, Sigurlína, f.
1940, og Ásta, f. 1943.
Kristinn kvæntist 20. október
1979 Fjólu Baldursdóttur, f. 20.
október 1949.
Móðir Kristins lést er hann var
sjö ára gamall og fóru þá systkini
hans til fósturforeldra, en Krist-
inn var áfram í um-
sjón föður síns, en
var í skemmri tíma í
fóstri á öðrum stöð-
un á Siglufirði og í
Skagafirði. 14 ára
að aldri fer hann til
dvalar að Kaupangi
í Eyjafirði til Árna
Ásbjarnarsonar og
Maríu Stef-
ánsdóttur, fóstur-
foreldra Ástu yngri
systur hans. Hjá
þeim var heimili
hans eftir það.
Kristinn var eitt ár á Héraðs-
skólanun á Laugum. Hann vann
almenn sveitastörf í Kaupangi og
síðar í um tvö ár verkamanna-
vinnu í Reykjavík. Kominn um
þrítugsaldur flyst hann til Hvera-
gerðis og fer að vinna við garð-
yrkjustöð Heilsuhælis NLFÍ og
vann þar við garðyrkjustörf þar
til hann hætti vinnu sökum aldurs.
Útför Kristins verður gerð frá
Hveragerðiskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Aðfaranótt mánudagsins 2. júlí lést
mágur minn og vinur Kristinn Gísla-
son. Kristinn starfaði áratugum sam-
an við garðyrkju hjá Heilsuhælinu í
Hveragerði, þar sem hann naut mik-
ils velvilja alls starfsfólks, enda var
hann einn þessara hljóðlátu verka-
manna í víngarði Drottins, sem vinna
störf sín af trúmennsku og samvisku-
semi án þess að mikið beri á þeim í
þjóðlífinu.
Kristinn var vel skáldmæltur og
samdi marga drápuna sem hann las
upp á mannamótum og í fjölskyldu-
samkvæmum með miklum tilþrifum
við mikinn fögnuð, allt sem hann
samdi var sérlega falleg hugsun og
góðlátlegt grín.
Hann var afar frændrækinn og var
alveg með á hreinu hverjir væru
skyldir honum og þótti honum vænt
um frændfólk sitt og vini.
Það var mikið gæfuspor hjá systur
minni þegar hún giftist Kidda hinn
20. október 1979 og hafa þau haldist í
hendur og stutt hvort annað í gegn-
um lífið á sinn einstaka hátt. Þau
voru bæði miklir dýravinir og áttu
alltaf hunda, sem áttu gott líf hjá
þeim.
Að lokum langar mig að þakka
Hvergerðingum hversu vel þeir hafa
reynst þessum góðu hjónum.
Með hlýhug og söknuði kveð ég og
fjölskylda mín Kristin og þökkum
honum samleiðina. Guð styrki systur
mína í hennar missi og sorg.
Þorsteinn Baldursson.
Mágur minn Kristinn Gíslason lést
sl. mánudag, 2. júlí. Hann giftist
Fjólu systur minni haustið 1979 eftir
endurnýjuð kynni þá um sumarið.
Þau bjuggu sér heimili í Hvera-
gerði þar sem þau lögðu áherslu á að
lifa sjálfstæðu lífi með hundunum
sínum. Aðdáunarvert var að sjá
hvernig þau tókust á við lífið þrátt
fyrir margar hindranir. Þau Fjóla og
Kiddi voru ákaflega vel liðin og nutu
velvildar nágranna og vina í Hvera-
gerði. Gott hefur verið að vita af hinni
einstöku aðstoð og hjálp sem þau
hafa notið frá Hveragerðisbæ og þá
verður að minnast sérstaklega á Ey-
rúnu Ingibjartsdóttur. Þessi hjálp er
bænum til mikils sóma.
Fyrir tæpum tveimur árum héldu
þau hjónin upp á sjötugsafmæli
Kidda með heilmikilli tertuveislu og
fóru svo sjálf út að borða nokkrum
dögum seinna á Örkinni til hátíða-
brigða.
Skömmu síðar fór heilsu Kidda að
hraka og var hann fluttur á hjúkr-
unar- og dvalarheimili á Kirkjubæj-
arklaustri eftir nokkurra vikna
sjúkrahúslegu. Því miður fór það því
svo að þau hjónin voru aðskilin eftir
rúmlega aldarfjórðungs búskap en
Fjóla varð eftir í Hveragerði og sakn-
aði hans sárt.
Ævistarf Kidda var við NLFÍ þar
sem hann stundaði garðyrkjustörf.
Þau hjónin hlökkuðu alltaf mjög til
árshátíða starfsmanna, enda voru
þau sérstakir aufúsugestir og Kiddi
flutti þar alltaf frumsamin hátíðar-
ljóð.
Kiddi var ljómandi skemmtilegt
skáld og notaði gjarna sína eigin
bragarhætti með skemmtilegum inn-
skotum. Hann var í hópi skálda sem
hlutu verðlaun fyrir Reykjavíkurljóð
á 200 ára afmæli Reykjavíkur árið
1986 í sérstöku kaffiboði í Höfða.
Hann mætti líka í fjölmargar af-
mælisveislur, stúdentsveislur, þorra-
boð og brúðkaupsveislur í fjölskyld-
unni á undanförnum aldarfjórðungi,
ætíð með ljóð við hæfi, sem hann
flutti hárri röddu af þvílíkum skör-
ungsskap og með svo miklum leik-
rænum tilburðum að ógleymanlegt
er. Einnig var hann mjög áhugasam-
ur um ættfræði og var mjög fljótur að
komast að því hvort fólk, sem hann
hitti, væri skylt honum eða þekkti til
frændfólks hans.
Kristinn Gíslason var áreiðanlega
einn af þeim Hvergerðingum sem
settu svip á bæinn sinn og er sjón-
arsviptir að honum.
Við eigum margar minningar um
góðan og sérstakan vin og sam-
hryggjumst Fjólu innilega við fráfall
hans.
Helgi og Guðbjörg (Gudda).
Þegar við nú setjumst niður til að
koma á blað minningum nokkrum um
kæran bróður, mág og frænda, Krist-
in Gíslason, finnum við til mikillar
hlýju og væntumþykju.
Lof og dýrð og eilíf þökk sé þér
þér, sem brenndu sorann braut,
breyt í sigurgleði hverri þraut.
Góði faðir, gef þú anda mínum
guðdómsneista af alkærleika þínum.
(Steingrímur Arason)
Við lát móður Kidda, þegar hann
var sjö ára, kom meira rót á líf hans
en annarra systkina hans, sem fóru
til góðra fósturforeldra, en Kiddi var
á fleiri stöðum, var hjá góðu fólki, en
upplifði einnig að vera hjá fólki sem
ekki var gott við hann.
Eftir fermingu fer hann í Kaupang
í Eyjafirði til Árna Ásbjarnarsonar
og Maríu Stefánsdóttur, en þau
höfðu tekið yngsta systkinið í fóstur
nýfætt við lát móður þeirra.
Í Kaupangi leið Kidda vel og þar
var hann þar til Árni og María
brugðu búi.
Kom hann suður tveimur árum
seinna og bjó í Bauganesinu hjá Árna
og Maríu.
Við langa starfsævi á garðyrkju-
stöð Heilsuhælis NLFÍ vitum við að
Kiddi naut mikillar hlýju og alúðar
samstarfsfólks og eru okkur sérstak-
lega í huga garðyrkjustjórar og yf-
irmenn stofnunarinnar. Hjartans
þakkir til þeirra fjölmörgu Hver-
gerðinga, sem sýndu honum og þeim
hjónum vinsemd og væntumþykju.
Lán var það mikið að Kiddi kynntist
Fjólu eiginkonu sinni. Samvistir
þeirra auðguðu líf þeirra beggja.
Ferðalög nokkur með KG eru okk-
ur minnisstæð, stundum með föður
og systkinum, sem nutu öll samvista
eftir langan aðskilnað. Nefna skal
ferð eina minnisstæða um sumarnótt,
í Veiðivötn með Reyni, Svanhvíti og
Val. Farið var yfir Þjórsá á kláf við
Hald og áfram vegleysur og villur.
Vel tóku menn til matar síns í tjald-
inu við Litla Fossvatn og á meðan KG
borðaði næstum heilt lambalæri, við
ákafa hvatningu okkar hinna, sagði
hann okkur af ferðum sínum erlend-
is, m.a. frá Amsterdam.
Frændrækni KG var einstök.
Hann fylgdist með frændfólki okkar,
eldra og yngra, og grennslaðist t.d.
alltaf fyrir um hagi barnanna.
Við nutum góðs af að hann hafði
samband og hélt tengslum við ætt-
ingja utan nánasta frændgarðs.
Í tómstundum sinnti Kiddi ýmsum
áhugamálum sínum. Hann orti ljóð,
málaði myndir, saumaði út og fékkst
við aðra handavinnu. Þá hafði hann
gaman af ýmsu grúski og söfnun,
sumu allsérstæðu eins og skráningu
lottótalna frá upphafi.
Við minnumst margra ánægju-
stunda með Kidda, t.d. jólahalds í
Bauganesi, afmæla og afmælis-
veislna sem þau hjón héldu.
Hjartans samúðarkveðjur til
Fjólu. Veri Kristinn Gíslason kært
kvaddur og Guði falinn.
Ásta, Valur og María.
Hann Kiddi batt ekki bagga sína
sömu hnútum og samferðamennirnir,
en ég sem vann með honum í ein
þrettán ár var löngu hættur að taka
eftir því, enda sagði Fjóla hans Kidda
einhverju sinni við Boggu mína að
mennirnir þeirra væru svo líkir.
Hann var lágur maður vexti, sterk-
byggður og snar í snúningum þegar
hann var upp á sitt besta. Skegg og
hár fékk að vaxa stundum eins og í
villtri náttúru.
Hann hafði ríka réttlætiskennd og
mislíkaði mjög ef einhver gerði eitt-
hvað sem ekki þótti rétt, hvort sem
það var gegn honum eða öðrum. Þá
fór ekki fram hjá neinum sem var ná-
lægur hvað okkar manni fannst, því
skaplaus var hann ekki.
Kiddi á Hælinu var hænsnahirðir á
meðan þar voru hænur og hugsaði
um þær og fóðraði með þvílíkri ná-
kvæmni og natni að undrun sætti,
eins var um allt annað sem hann
gerði og tók sér fyrir hendur. Allt
hafði sinn nákvæma tíma og ná-
kvæmu aðferð. Stundvísi á morgn-
ana, tína eggin, gefa mél og vatn,
reyta arfann, hringja í Fjólu sína,
leggja sig á bekkinn eftir matinn,
sópa, þvo púrruna og pottana, halda
öllu í horfinu og jafnvel að bjarga
buxunum eins og hann orðaði það og
hló svo ógurlega að undirtók í
Reykjafalli.
Hláturinn hans Kidda er öllum
sem til þekktu ógleymanlegur. Hann
hafði gaman af að segja sögur og
gerði það á sérlega skemmtilegan
hátt og hló þá oft og lengi, var ætt-
fróður og þekkti landið vel. Ártöl og
dagsetningar þuldi hann upp úr sér,
tilvitnanir í skáldsögur, blöð og bíó-
myndir, leikaranöfn og ljóð enda stál-
minnugur. Krossgátur vöfðust ekki
heldur fyrir honum.
Kiddi hafði afskaplega gaman af að
setja saman vísur og ljóðabálka. Á
öllum árshátíðum var fastur liður að
hann flytti árshátíðarbrag um starfs-
menn staðarins og spaugilega at-
burði liðins árs. Flutningurinn var
með slíkum tilþrifum og leikrænni
tjáningu að ógleymanlegt er. Á eftir
hneigði hann sig djúpt undir dynj-
andi lófaklappi eins og sönnum og
auðmjúkum listamanni sæmdi og
þegar lófaklappi lauk þakkaði hann
fyrir klappið og aftur var klappað.
Hann var fastur starfsmaður garð-
yrkjustöðvar Heilsustofnunar í
Hveragerði í 35 ár. Hann var með
eindæmum tryggur sínum vinnustað
og húsbóndahollur fram í fingur-
góma. Einu atviki man ég sérstak-
lega eftir. Einhverju sinni kom í hlað
hjá okkur fullorðin vinkona mín aust-
an úr sveitum, nokkuð orðljót og
hvassyrt og spyr eftir garðyrkju-
stjóranum. Hann hafði þá þurft að
bregða sér af bæ. „Er hann aldrei við
mannfjandinn?“ spurði hún þá í
prakkaraskap sínum. Hann hélt uppi
fullum vörnum fyrir sinn mann og
sparaði sig hvergi. Eftir þessa heim-
sókn átti hún ekki beint upp á pall-
borðið hjá Kidda.
Eftir áralanga erfiðisvinnu voru
mjaðmaliðir búnir, hann var orðinn
þreyttur. Glíman við ellina byrjaði
snemma og var erfið.
Við sendum Fjólu og aðstandend-
um öllum innilegar samúðarkveðjur
og minnumst góðs drengs með hlýju.
Ég sé hann fyrir mér í öðrum
heimi arkandi um grænar grundir
þar sem Snotra og Snati fylgja hon-
um fast eftir.
Hjörtur Benediktsson.
Kristinn Gíslason, alltaf kallaður
Kiddi, var einstakur maður. Í raun
var hann tveir menn; tvær sálir. Önn-
ur sálin var barnsleg og blíð, hin var
sál manns, sem margt hafði þurft að
þola og reyna og batt ekki sína bagga
sömu hnútum og samferðamennirnir.
Og einmitt þess vegna varð hann mér
mjög kær.
Ég hitti Kidda fljótlega eftir að ég
tók við starfi framkvæmdastjóra
Heilsustofnunarinnar í Hveragerði
1993. Hann var þá aðstoðarmaður
garðyrkjustjóra stofnunarinnar,
annaðist lítið hænsnabú og gekk að
ýmsum verkum í gróðurhúsum stofn-
unarinnar. Þessi störf hafði hann á
hendi frá árinu 1966 til 2001.
Ugglaust hafa margir talið Kidda
vera í hópi þeirra, sem nefndir eru
kynlegir kvistir; einn úr flokki þeirra,
sem fara sínar eigin leiðir, bregða lit
á samfélagið og brjóta upp alhæfing-
ar og þær samskiptareglur, sem við
höfum tamið okkur og geta orðið svo
undra leiðinlegar. Hann var skap-
maður og í öllum samskiptum hélt
hann þeirri reisn, að enginn gantaðist
við hann, nema hann sjálfur gæfi kost
á því.
Lestur bóka var ástríða Kidda. Og
hann mundi það sem hann las, minni
hans var nánast óbrigðult. Íslenskt
mál kunni hann betur en margir há-
menntaðir. Orðaforðinn var með ólík-
indum. Hann skrifaði skemmtilegar
minningar um ferðir og atburði, orti
vísur og heila ljóðabálka þar sem
stuðlar og höfuðstafir skiptu ekki
alltaf meginmáli, en mannlýsingarn-
ar voru skýrar og skilmerkilegar.
Á árlegum samkomum starfs-
manna var ævinlega beðið með eft-
irvæntingu eftir flutningi Kidda á
einskonar ljóðaannál um fólkið og líf-
ið á Heilsustofnun. Þennan annál
flutti hann með sínu lagi, sem aldrei
verður endurtekið. Enginn nema
Kiddi kunni né kann þessa list. Ég
hygg að myndin af honum við hljóð-
nemann sé mjög skýr í huga allra,
sem á hlýddu.
Kiddi kom býsna oft til mín með
vandamál, sem þurfti að leysa. En
hann kom líka til að spjalla. Það var
hins vegar auðvelt að greina hvert er-
indið var. Ef hann sneri upp á skegg-
ið með hægri hendi, þá vissi ég að ein-
hver vandi steðjaði að honum. Ella
lét hann skeggið í friði.
Fyrir allmörgum árum hóf hann
sambúð með Fjólu Baldursdóttur,
sem hefur ekki farið varhluta af
ágangi margvíslegra kvilla. Hann var
henni mjög góður og sjaldan hef ég
séð með skýrari hætti en í samskipt-
um þeirra hina djúpu þörf og þrá
hvers manns fyrir vináttu og um-
hyggju. En þeim var gert að skilja.
Eitt auðugasta samfélag jarðar gat
ekki leyft þeim að búa saman þegar
þau gátu ekki lengur, þó með góðri
aðstoð, annast sig sjálf í eigin húsi.
Kiddi fór í Hólaskjól á Kirkjubæj-
arklaustri en Fjóla varð eftir á Ási í
Hveragerði. Ekki kann ég skýringu á
þessu ráðslagi. Ég veit að hann naut
góðrar umhyggju í Hólaskjóli og varð
sæmilega sáttur, en líklega urðu sál-
irnar hans aldrei samar og jafnar.
Ég kveð þennan sérstæða heiðurs-
mann með söknuði og bið hann fyr-
irgefa mér að geta ekki verið hjá hon-
um við útförina.
Árni Gunnarsson.
Kristinn Gíslason
Þórbergs. Þú og við Unna Lísa höfð-
um mjög gaman af því að skoða þetta
skemmtilega safn sem er alveg frá-
bært. Svo fórum við einnig í messu
hjá séra Einari á Kálfafellsstað. Það
var ánægjuleg ferð, fámennt en góð-
mennt í messunni. Eftir á var okkur
boðið í kirkjukaffi á prestssetrinu,
sem var til fyrirmyndar fram borið,
og áttum við þar góða samverustund
með hinum kirkjugestunum og
prestshjónunum. Við minntumst
þessarar kirkjuferðar með gleði og
sögðum hvor við aðra; það var gott að
við fórum og við fengum okkar and-
lega brauð ásamt hinu veraldlega.
Elsku Jóa, mér finnst þetta svo
sorglegt að þú sért farin á fund vina
og ættingja sem á undan eru farnir,
en ég veit að þér líður vel. Þú varst
alltaf mjög trúuð á Guð og ég veit að
vel verður tekið á móti þér. Það verð-
ur með sorg í hjarta sem við keyrum
yfir brúna yfir litlu ána, upp traðirnar
og upp að Neðrabænum. Nú er engin
Jóa sem býður okkur velkomin á
tröppunum.
Nú er heldur engin Jóa að spyrja,
þegar við erum að spá og spekúlera
hvernig þetta var nú allt hér í gamla
daga. Jóa mundi svo mikið og gat allt-
af leiðrétt, eða sagt frá ef minnið
brást hjá okkur. Friður sé með þér.
Jóna Gígja Jónsdóttir.