Morgunblaðið - 07.07.2007, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 49
Alþjóðlegt
orgelsumar í
Hallgrímskirkju
7. júlí kl. 12.00:
Karel Paukert, orgel
8. júlí kl. 20.00:
Hinn virti orgelleikari Karel Paukert,
leikur verk eftir Bach, Liszt, Franck
og frumflytur verk eftir Tékkann
Jiri Teml.
www.listvinafelag.is
Sumartónleikar í Skálholtskirkju
Laugardagur 7. júlí
Kl. 14:00
Erindi í Skálholtsskóla: Hvað er Apocrypha?
Kl. 14:55
Tónlistarsmiðja fyrir börn og unglinga
Kl. 15:00
Tónadómínó
Verk eftir J. Rosenmüller, F. Couperin, T.
Merula, C. Simpson, F. Durante og C. Tessarini
Barokksveitin Nordic Affect
Kl. 17:00
Hugi Guðmundsson: APOCRYPHA
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran
Barokksveitin Nordic Affect
Daníel Bjarnason stjórnandi
Sunnudagur 8. júlí
Kl. 15:00
Hugi Guðmundsson: APOCRYPHA
endurtekið frá laugardeginum
Kl. 17:00
Guðsþjónusta
Tónlist í flutningi Nordic Affect
Ókeypis aðgangur
www.sumartonleikar.is
SÝNINGAR Á
SÖGULOFTI
MR. SKALLAGRIMSSON
- höf. og leikari Benedikt Erlingsson
13/7 kl. 20 uppselt,14/7 kl 15 laus sæti,
14/7 kl. 20 uppselt, 11/8 kl. 20 laus sæti,
12/8 kl. 20 laus sæti, 18/8 kl. 20 laus sæti,
19/8 kl. 20 laus sæti, 25/8 kl. 20 laus sæti,
26/8 kl. 20, 30/8 kl. 20 laus sæti,
31/8 kl. 20 laus sæti
Miðaverð kr. 2900 - ATH! Staðfesta þarf
miða með greiðslu viku fyrir sýningu
Leikhústilboð í mat:
Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600
Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200
Miða- og borðapantanir í síma 437 1600
Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is
Til hamingju stúdentar!
Brautskráning stúdenta frá
Menntaskólanum Hraðbraut fer fram
í Bústaðakirkju í dag, laugardaginn 7. júlí kl. 10:30.
Vinir og vandamenn ásamt öðrum
velunnurum skólans eru velkomnir.
T V E I M U R Á R U M
Á U N D A N
Hún hafði aldeilis lyfstbrúnin á gestum Hróars-kelduhátíðarinnar í gær
þegar blaðamaður mætti þangað
aftur eftir þurran nætursvefn í
Kaupmannahöfn. Varla hafði fall-
ið dropi af himni en vatn hins
vegar sigið nokkuð í jörðu niður.
Ekki var þó þar með sagt að
svæðið væri þurrt, aldeilis ekki,
því stöðuvötnin leyndust enn víða
og drulluleðjan var söm við sig.
Íslendingar sem ég hitti eftir
tónleika Beastie Boys voru hinir
kátustu en sögðu hamingjuna
ekki hafa leikið svona við sig á
fimmtudeginum, þá hugsuðu þeir
um að yfirgefa svæðið en hættu
við vegna örtraðar og létu sig
hafa það að sofa þarna eina nótt í
viðbót. Þeir höfðu tjaldað mjög
utarlega á svæðinu og sögðu gras-
ið nokkuð gróið þar ennþá og
ekki svo blautt í tjaldinu. Samt
höfðu þeir farið inn í Hróars-
keldubæinn í gærdag til þess að
kaupa sér ný föt því allt var orðið
blautt.
Beastie Boys-tónleikarnir voru
mjög góðir og mannfjöldinn sem
hlýddi gríðarlegur, þar var eitt-
hvað annað upp á teningnum en á
fimmtudagskvöldið þegar aðeins
hinir hörðustu létu sig hafa það
að fara út í rigninguna. Hand-
asveiflur og hopp voru viðeigandi
hjá Beastie Boys og ég lét mig
hafa það að hoppa með – allt þar
til að maðurinn fyrir aftan mig
kastaði skyndilega upp á hælana
á mér, þá var nú gott að vera í regnbux-
um og stígvélum. Beastie Boys voru
klappaðir upp að góðum sið og luku tón-
leikunum með laginu „Sabotage“, sem
þeir tileinkuðu Bandaríkjaforseta.
Þegar þessar línur eru skrifaðar er
hálftími í tónleika Queens of the Stone
Age á appelsínugula sviðinu. Þá ætla ég
að sjá. Síðan var ætlunin ad skokka yfir í
Arena-tjaldið og „lollypoppa“ með hin-
um sykursæta Mika. Hann afboðaði hins
vegar á síðustu stundu, líklega hræddur
um að fá hálsbólgu í rakanum, greyið.
Annars er kvöldið óráðið og aldrei að
vita nema ég velti mér upp úr leðjunni
að fyrirmynd annarra mótsgesta.
Sólarglæta í leðjusvaði
Morgunblaðið/Ingveldur
Stuð Fjörugum kúreka þótti tilvalið að hvíla lúin bein í leðjunni.
Drullurúm Ýmsum þykja næturnar heldur blautar og skítugar á Hróarskeldu.
FRÁ HRÓARSKELDU
Ingveldur Geirsdóttir
»… ég lét mig hafa það aðhoppa með – allt þar til að
maðurinn fyrir aftan mig
kastaði skyndilega upp á hæl-
ana á mér …
ingveldur@mbl.is
Fréttir á SMS