Morgunblaðið - 07.07.2007, Side 50

Morgunblaðið - 07.07.2007, Side 50
50 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ - Kauptu bíómiðann á netinu * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * SANDRA BULLOCK MARTRÖÐ EÐA RAUNVERULEIKI? “...besta sumarafþreyingin til þessa.” eee MBL - SV “Grípandi atburðarás og vönduð umgjörð, hentar öllum” eee Ó.H.T. - Rás 2 Yippee Ki Yay Mo....!! “Besta sumarmyndin til þessa” eeee S.V. - MBL T.S.K. – Blaðið “Pottþéttur hasar” “... vandaður sumarsmellur með hátt skemmtanagildi fyrir fleiri en hasarunnendur” eee Ó.H.T. - Rás 2 eeee V.J.V. – Topp5.is eee F.G.G. – FBL Evan hjálpi okkur FRÁ LEIKSTJÓRA BRUCE ALMIGHTY Guð hefur stór áform ... en Evan þarf að framkvæma þau Sími - 462 3500 Sími - 551 9000Sími - 564 0000 eee D.V. QUENTIN TARANTINO KYNNIR MÖGNUÐ SPENNUMYND UM KONU SEM MISSIR EIGINMANN SINN Í BÍLSLYSI ... EÐA EKKI? JEFF DANIELSJOSEPH GORDON LEVITT MATTHEW GOODE ISLA FISHER The Lookout kl. 3 - 5.50 - 8 - 10.10 Die Hard 4.0 kl. 3 - 5.40 - 8.20 - 11 B.i. 14 ára Premonition kl. 3 - 5.45 - 8 - 10.15 B.i. 12 ára Fantastic Four 2 kl. 3 - 6 - 8.20 - 10.30 Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir Evan Almighty kl. 2- 4 - 6 - 8 - 10 Die Hard 4.0 kl. 2 - 5 - 8 - 10.45 B.i. 14 ára Die Hard 4.0 LÚXUS kl. 2 - 5 - 8 - 10.45 Fantastic Four 2 kl. 1.30 - 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 Spiderman 3 kl. 2 - 5 B.i. 10 ára Hostel 2 kl. 8 - 10.10 B.i. 18 ára Evan Almighty kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10 Die Hard 4.0 kl. 8 - 10.20 B.i. 14 ára Premonition kl. 6 B.i. 12 ára Fantastic 4 kl. 2 - 4 EIN ÓVÆNTASTA SPENNUMYND ÁRSINS Þegar ekkert er eins og það lítur út fyrir að vera… hvernig veistu hverjum er hægt að treysta? Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT unga fólksins flytur á sunnudaginn, á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði, píanókonsert eftir armenska tón- skáldið John Sarkissian. Um er að ræða frumflutning á verkinu hér á landi en verkið verður svo endur- flutt í Neskirkju á mánudaginn kl. 20. Einleikari með hljómsveitinni er landi tónskáldsins, Armen Babak- hanian, en hann mun vera í fremstu röð píanóleikara í heiminum í dag og til marks um það var flutningur hans með Takács-kvartettinum á kvintetti eftir Schostakovich kjörinn besti tónlistarflutningur ársins 1995. Fyndinn karakter Sólrún Gunnarsdóttir, fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, segir það mikinn feng að fá Babak- hanian til liðs við sveitina við flutn- inginn á verkinu. „Hann er svaka- lega fær píanóleikari og voðalega fyndinn karakter í ofanálag þannig að þetta hefur verið ægilega skemmtilegt allt. Konsertinn hefur tekið miklum breytingum á æfinga- tímabilinu og er í sjálfu sér nokkuð frábrugðinn þeim upptökum sem við höfum hlustað á frá heims- frumflutningi verksins.“ Sólrún lýs- ir verkinu sem nútímaverki, sem fari vítt og breitt yfir sviðið. „Maður heyrir ákveðna „vestra“-stemningu sums staðar í verkinu, nánast of- beldisfulla, en svo er fyrirvaralaust stokkið í þægilegan vals,“ og segir Sólrún verkið vera afar krefjandi bæði fyrir píanóleikara og hljóm- sveit. Leikið í eðlilegri söguröð Auk konsertsins leikur hljóm- sveitin svíturnar tvær úr Pétri Gaut eftir Edvard Grieg í tilefni af 100 ára ártíð tónskáldsins. „Þar verður um mun hefðbundnari tónlistar- flutning að ræða, þó með þeim fyrir- vara að við munum flytja verkið í þeirri röð sem sagan sjálf gerist og til að gera þetta enn skemmtilegra ætlar Gunnsteinn Ólafsson stjórn- andi að segja söguna á milli laga.“ Sinfóníuhljómsveit unga fólksins var stofnuð 7. nóvember 2004 og segir Sólrún að upphaf hljómsveit- arinnar megi rekja til Þjóðlagahá- tíðarinnar, sem í upphafi hafði á að skipa hátíðarhljómsveit sem seinna varð að Sinfóníuhljómsveit unga fólksins (Ungfóníunni). Engir fastir meðlimir eru í sveitinni heldur er hún skipuð rúmlega 50 nemendum úr tónlistarskólum á höfuðborgar- svæðinu sem lengst eru komnir í námi hverju sinni. Hljómsveitin tekst að jafnaði á við þrjú verkefni á ári. Stjórnandi Ungfóníunnar er sem fyrr segir Gunnsteinn Ólafsson en hann er auk þess listrænn stjórn- andi Þjóðlagahátíðarinnar á Siglu- firði og kom þar á fót Þjóðlagasetri í sumar sem leið. Hann kennir við Tónlistarskólann í Reykjavík og við tónlistardeild LHÍ. Ungfónían Sinfóníuhljómsveit unga fólksins var stofnuð árið 2004. Sveitin er skipuð rúmlega 50 nemendum úr tónlistarskólum á höfuðborgarsvæðinu sem lengst eru komnir í námi, hverju sinni. Gamli og nýi tíminn mætast Sinfóníuhljómsveit unga fólksins flytur á sunnudag og mánudag verk eftir John Sarkissian og Edvard Grieg Ungfónían kemur fram á Þjóð- lagahátíðinni á Siglufirði sunnu- daginn 8. júlí kl. 14 og í Neskirkju mánudaginn 9. júlí kl. 20.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.