Morgunblaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 20
|laugardagur|21. 7. 2007| mbl.is daglegtlíf Hundurinn Lúkas, sem talið varað hefði verið drepinn á grimmilegan hátt á Akureyri, er á lífi. Hreiðar Karlsson gerir það að yrkisefni: Fréttirðu af þeim, sem er eltur og umkringdur vörgum öllu með nokkurri varúð þú trúa skalt. Hundur sem áður var hrakinn og drepinn – af mörgum hefur nú fundist á lífi, þrátt fyrir allt. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir í léttum dúr: Stjana Jóns er stutt og breið en Stebbi hár, með langa fætur. Þau mætast samt á miðri leið morgna, kvölds og oft um nætur. Hallmundur Kristinsson leggur út af vísunni: Stebbi er stuttur og breiður. Stjönu er klofvegur greiður. Hún átti við mann sem ekki var hann og þá varð hann þónokkuð reiður. Hálfdan Ármann Björnsson yrkir um þetta sem er á milli: Stundum ég himininn hylli og heiðra jörðina af snilli, en eins og hér sést, þá yrki ég mest um allt þetta, sem er á milli. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af hundi og Stjönu Jóns Blaðamaður hittir Guðrúnunokkurn veginn á miðrileið hennar heim úrvinnunni – við Kópavog- inn. Það liggur beinast við að spyrja hvort þetta sé ekki erfitt? Guðrún þvertekur fyrir það. Og þrátt fyrir þá klukkustund sem fer í að hjóla þá 12-13 km sem hvor leiðin er, finnst Guðrúnu hún fá mikla orku við hjól- reiðarnar. „Það er rökrétt að hjóla,“ segir hún. „Það eru nánast engir ókostir við það: Það er umhverf- isvænt, ódýrt og ánægjulegt. Ef ég ætti að nefna eitthvað neikvætt er það bara íslenski mótvindurinn sem kemur upp í hugann.“ Þótt Guðrún hafi byrjað á að hjóla í vinnuna snemma í vor er þetta ekki í fyrsta skiptið sem hún hefur notað hjólið sem sinn aðalfararskjóta. Strax á unglingsárunum hjólaði hún um allan bæ þrátt fyrir að engir stíg- ar hafi verið til á þeim árum. „Það sem gerir þetta miklu auðveldara í dag er að stígakerfið er orðið svo gott. Til dæmis hjóla ég á stíg um 90% leiðarinnar frá heimili mínu í Vesturbænum og inn í Hafnar- fjörðinn.“ Hún bætir þó við að áður fyrr hafi þó umferðin verið minni sem hafi vegið upp á móti. Hitti bara útlendinga Fyrirmyndina hafði hún frá eldri bróður sínum, Óskari Dýrmundi Ólafssyni sem einnig fór hjólandi allra sinna ferða og keppti raunar einnig í hjólreiðum á sínum tíma. Hjólabakterían náði líka góðum tök- um á Guðrúnu og eftir háskólanám ákvað hún að ferðast um landið á hjólinu sínu. Fyrstu ferðina sína fór hún á Snæfellsnes. „Ég hjólaði ein um allt nesið og hitti bara útlendinga í sömu sporum og ég,“ segir hún og brosir kankvíslega. Nú er hinsvegar öldin önnur og töluvert orðið um að Íslendingar ferðist um á hjóli, bæði úti á þjóð- vegunum sem og í höfuðborginni, t.d. til og frá vinnu. „Það er þannig talsverð hjólaumferð á þeirri leið sem ég hjóla til og frá vinnu og á nokkrum stöðum, eins og til dæmis í Fossvoginum, er traffíkin það mikil af bæði hjólandi og fótgangandi fólki að til stendur að aðskilja stíginn. Þetta á eftir að bæta öryggi hjólreið- fólksins til muna og í raun líka hinna fótgangandi.“ En hvernig með praktísk atriði eins og fatnað og íslenska veð- urfarið. Kemur hún ekki löðrandi sveitt í vinnuna? Guðrún lætur það vera, en skiptir þó um föt þegar í vinnuna er komið. Á vinnustað henn- ar er baðaðstaða þó að hún hafi ekki nýtt sér hana hingað til. Svo hjólar hún t.d. í hjólreiðabuxunum sem hún heldur mikið upp á, enda hafa þær vaxið með maganum. En hversu lengi í meðgönguna ætlar hún að halda áfram að hjóla? „Í raun og veru bara þangað til maginn er farinn að verða of stór og fyrirferðarmikill,“ segir Guðrún og reiknar með að það verði á 8. mán- uði. Hún segist hafa fengið nokkuð margar athugasemdir frá fólki sem spyrji hvort þetta sé ekki hættulegt. Guðrún er þess hins vegar fullviss að svo sé ekki og að hættan sé engu meiri en að keyra ófrísk. Auk þess hefur ljósmóðirin lagt blessun sína á hjólreiðarnar eða eins og Guðrún segir: „Ljósmóðirin segir að svo lengi sem ég sé frísk og mér líði vel eigi ég að halda áfram.“ Hún kennir einnig íslenskri menningu áhyggj- urnar sem sumir virðast hafa af hjól- reiðum og meðgöngu. „Ég bjó í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum ár- um, einmitt þegar ég var ófrísk að elsta barninu mínu, og þar þykir ekkert sjálfsagðara en að konur hjóli ófrískar.“ Bíllinn keyptur af illri nauðsyn Eftir að hún eignaðist börnin sín tvö, sem nú eru 6 og 2ja ára, hefur hún þó hjólað minna og sömuleiðis eignast bíl í fyrsta skipti á ævinni. Bíllinn var þó fenginn af illri nauð- syn. „Það er erfitt fyrir fjögurra manna fjölskyldu að þvælast um bæ- inn á hjólum. Og nú bætist senn við fimmti fjölskyldumeðlimurinn þann- ig að hjólaferðir fjölskyldunnar sam- an dragast líklega enn eitthvað á langinn. „Börnin eru ennþá helst til ung til að fara út í umferðina en planið er að sjálfsögðu að þjálfa þau í að nota hjólið til að fara ferða sinna í næsta nágrenni heimilisins.“ Guðrún bætir því við að draumurinn sé að fara í gott hjólaferðalag með alla fjölskyld- una í hjólreiðavænu landi. En þangað til ætlar hún að halda ótrauð áfram að hjóla í vinnuna. „Kunni það að reynast öðrum kon- um hvatning vil ég nefna að ég hef ekki þyngst nærri eins mikið á þess- ari meðgöngu og á hinum tveimur,“ segir hún og það má með sanni segja að Guðrún geisli af heilbrigði þar sem hún bregður sér á bak hjólinu og heldur áfram ferð sinni heim úr vinnu. Morgunblaðið/G.Rúnar Hjólakappi Guðrún Ólafsdóttir hjólar um 12 km leið í vinnuna á hverjum degi. Íslenski mót- vindurinn eini ókosturinn Guðrún Ólafsdóttir er 38 ára gömul og gengur með sitt þriðja barn. Nú á sjöunda mánuði meðgöngunnar hjólar hún enn í vinnuna en Guðrún á heima í Vest- urbæ Reykjavíkur og vinnur í Hafnarfirði! Halldóra Traustadóttir stöðvaði hana á hjólinu. Ég bjó í Kaupmanna- höfn fyrir nokkrum árum, einmitt þegar ég var ófrísk að elsta barninu mínu, og þar þykir ekkert sjálf- sagðara en að konur hjóli ófrískar. ÞETTA er greinilega kær- komin kæling hjá þessum hvutta sem hér hefur ein- faldlega skellt sér undir gos- brunn í miðbæ Búdapest í Ungverjalandi. Miklir hitar hafa verið í Ungverjalandi undanfarið og náði hitastigið til að mynda 40°C á fimmtudag og því þarf ef til vill engan að undra að seppi skyldi ákveða að skella sér undir bununa. Reuters Kæling í hita- bylgju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.