Morgunblaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ / KRINGLUNNI VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á WWW.SAMBIO.IS HARRY POTTER 5 kl. 1 - 2 - 4 - 5 - 7 - 8 - 10 B.i.10.ára HARRY POTTER 5 kl. 2 - 5 - 8 B.i.10.ára DIGITAL HARRY POTTER 5 kl. 2 - 5 - 8 LÚXUS VIP EVAN ALMIGHTY kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ BLIND DATING kl. 8 B.i.10.ára SHREK 3 m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ SHREK 3 m/ensku tali kl. 8 - 10:10 LEYFÐ OCEAN'S 13 kl.10:10 B.i.7.ára PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 4 B.i.10.ára / ÁLFABAKKA HARRY POTTER 5 kl. 1 - 3 - 4 - 6 - 7 - 9 - 10 B.i. 10 ára DIGITAL SHREK 3 m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ SHREK 3 m/ensku tali kl. 6 LEYFÐ PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 8 B.i. 10 ára HLJÓÐ OG MYND VIPSALURINNER BARA LÚXUSER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA eeee FGG - Fréttablaðið eeee ÓHT - Rás2 eeee Morgunblaðið eeee RUV eeee DV eeee Tommi - Kvikmyndir.is Gömul vofa kynþáttahatursinsgekk aftur í breskum bóka-búðum nýlega. Nánar til- tekið Tinni í Kongó sem hefur margoft verið sögð rasísk. Talskona samtaka gegn kynþáttahatri hafði þetta að segja: „Þessi bók inniheld- ur myndir og orð sem lýsa gamal- dags viðhorfi til litaðra kynþátta. Innfæddir eru látnir líta út eins og apar og tala eins og fávitar. Hvers vegna halda bókabúðir að það sé allt í lagi að selja slíkt efni, sem er fullt af kynþáttahatri? Þetta er afar móðgandi fyrir stóran hóp fólks.“ Hún bætir svo við að bókin ætti að- eins heima í safni með skiltinu „Gamaldags kynþáttakjaftæði.“ Sem er að vissu leyti rétt – en á líka við um einfalda sýn samtakanna sjálfra. Það er engum vafa undirorpið að Tinni í Kongó er rasísk og barnaleg að mörgu leyti – og raunar er for- veri hennar, Tinni í Sovétríkjunum (fyrsta Tinnabókin og sú eina sem aldrei hefur komið út á íslensku), ennþá barnalegri. Þessum fortíð- ararfi deilir hún með fleiri ritverk- um þessara síðustu ára heims- valdastefnunnar, Agatha Christie skrifaði Ten Little Niggers (seinna endurskírð Ten Little Indians) og Enid Blyton fyllti barnabækur sínar af illgjörnum sígaunum og negrum. En Hergé sker sig úr í því að hann tók gagnrýni á bækurnar alvarlega og bætti ráð sitt verulega. Hann var einn af örfáum rasistum mannkyns- sögunnar sem fóru í meðferð. Kynni hans af kínverskum stúd-ent í Belgíu, Tsjang, hjálpuðu þar mikið til og nefndi hann lykil- persónu í Bláa lótusnum og Tinna í Tíbet eftir þessum vini sínum. En eftir fyrstu bækurnar lagði hann ávallt mikla áherslu á að öll smáat- riði í sambandi við aðrar þjóðir og kynþætti væru sem nákvæmust. Þá er pólitísk vegferð Tinna og höfund- ar hans í gegnum bækurnar einnig forvitnileg. Tinni er nánast fasísk hetja í Tinni í Sovétríkjunum en vaxandi svartsýni Hergés á samtíma sinn eftir því sem árin liðu urðu til þess að í síðustu bókinni, Tinni og Pikkarónarnir, er Tinni nánast kominn í hlutverk Che Guevara þar sem hann hjálpar Castró-gerv- ingnum Alkasar hershöfðingja með byltinguna. En á meðan Che er fastagestur á bolum byltingarsinna er Tinni oftar á bolum ferðalanga (sem vissulega eru margir hallir undir byltingu). Enda er líklega gjöfulast að rann- saka Tinnabækurnar sem ferðasög- ur hins hvíta Vesturlandabúa. Hann er í upphafi fullur af ranghugmynd- um og þjóðrembu, sannfærður um ágæti eigin þjóðar. En uppgötvar sjálfa veröldina á leiðinni. Þannig er serían í heild örugglega heilbrigð- ara barnaefni en flestar hvítþvegn- ar barnabækur nútímans því í gegn- um þær geta ungir lesendur uppgötvað að veröldin er ekki svart- hvít, ekki í gegnum föðurlegan umvöndunartón hins fullorðna held- ur með því að ferðast með höfundi sem er að uppgötva margbreyti- leika veraldarinnar sjálfur um leið og hann segir söguna. Tinnabæk- urnar eru í raun uppgjör hinnar hvítu Evrópu við heimsvaldastefn- una – eða öllu heldur; þess hluta hinnar hvítu Evrópu sem kunni að skammast sín.    Þetta uppgjör gerði Hergé sífelltsvartsýnni. Í næstsíðasta ramma Tinna og Pikkarónanna sjáum við lögreglumenn ganga fram hjá skilti sem á stendur „Viva Alcaz- ar“. Handan skiltisins er fátækra- hverfi. Lokaramminn sýnir okkur skuggamynd af bakhluta flugvélar, Evrópa hefur yfirgefið þriðja heim- inn og skilið slömmin eftir. Tinni og heimsvaldastefnan Sálufélagar Tinni og Che eru algeng módel á bolum byltingar- sinna og heimshornaflakkara. Báðir hafa hjálpað til við byltingar í rómönsku Ameríku. AF LISTUM Ásgeir H. Ingólfsson » Bækurnar eru í raunuppgjör hvítu Evrópu við heims- valdastefnuna – eða þess hluta hennar sem kunni að skammast sín. asgeirhi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.